Mikilvægt að kveðið sé á um náttúruauðlindir og umhverfismál í stjórnarskrá

Landsmenn sammælast um að mikil þörf sé á því að ákvæði séu um náttúruauðlindir í stjórnarskrá Íslands í nýrri könnun forsætisráðherra. Rúmlega 70 prósent telja að breytingar á stjórnarskránni ættu alltaf að bera undir þjóðina.

DSC00658_vatn.jpg Mynd: Bára Huld
Auglýsing

Níu af hverjum tíu Ís­lend­ing­um finnst mik­il­vægt að kveðið sé á um nátt­úru­auð­lindir í stjórn­ar­skrá Íslands. Þá telja 84 pró­sent lands­manna að mik­il­vægt sé að ákvæði séu um umhverf­is­mál í stjórn­ar­skrá. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nið­­ur­­stöðum ítar­­legrar könn­unar félags­­vís­inda­­stofn­unar Háskóla Íslands um við­horf almenn­ings til stjórn­­­ar­­skrár­inn­­ar.

For­sæt­is­ráð­herra hefur nú þegar lagt fram drög að stjórn­ar­skrár­á­kvæðum um auð­lindir nátt­úru Íslands sem og umhverf­is­vernd. Skiptar skoð­anir eru þó um ákvæðin ef marka má umsagnir um drögin í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Ákvæði um nátt­úru­auð­lindir til skoð­unar

Í stjórn­­­ar­sátt­­mála nú­ver­andi rík­­is­­stjórnar sem birt var þann 30. nóv­­em­ber 2017 segir að rík­­is­­stjórnin vilji halda áfram heild­­ar­end­­ur­­skoðun stjórn­­­ar­­skrár­innar í þverpóli­­tísku sam­­starfi með aðkomu þjóð­­ar­innar og nýta meðal ann­­ars til þess aðferðir almenn­ings­­sam­ráðs. Í kjöl­farið stofn­aði for­sæt­is­ráð­herra nefnd um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar með öllum for­mönnum flokka sem eiga full­trúa á Alþing­i. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Mynd: Bára Huld BeckÍ minn­is­blaði for­sæt­is­ráð­herra um fyr­ir­hug­aða end­ur­skoðun stjórn­ar­skár­innar kemur fram að nefndin skuli hafa til hlið­­sjónar þá miklu vinnu sem lögð hafi verið í end­­ur­­skoðun á und­an­­förnum árum, sam­an­ber þjóð­fund, stjórn­­laga­­nefnd og stjórn­­laga­ráð auk starfa stjórn­­­ar­­skrár­­nefnda. 

Með það fyrir augum gæti nefndin unnið að breyt­ing­­ar­til­lögum sem lagðar yrðu fyrir Alþingi hverju sinni í breiðri sátt að und­an­­gengnu víð­tæku sam­ráði.

Vinnan við end­ur­skoð­un­ina er áfanga­skipt og á tíma­bil­inu 2018 til 2021 taka for­­menn flokk­ana meðal ann­ars fyrir þjóð­­ar­­eign á nátt­úru­auð­lind­um, umhverf­is- og nátt­úru­vernd og þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslur að frum­­kvæði hluta kjós­­enda eða minn­i­hluta þings.

Auglýsing

Í maí síð­ast­liðnum lagði for­sæt­is­ráð­herra síðan fram tvö frum­varps­drög er varða breyt­ingar á stjórn­ar­skránni til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Ann­­ars vegar er um að ræða frum­varp um umhverf­is­vernd og hins vegar frum­varp um auð­lindir í nátt­úru Íslands. Yfir þrjá­tíu umsögnum var skilað inn um drög­in.

Hægri-­sinn­aðir ánægð­ari með núgild­andi stjórn­ar­skrá

Fyrir helgi kynnti Katrín Jak­obs­dóttir sam­ráð stjórn­valda við almenn­ing um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þar á meðal var skoð­ana­könnun sem fram­kvæmd var af Háskóla Íslands frá júlí til­ sept­em­ber á þessu ári að beiðni for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins  

Mark­mið könn­un­ar­innar var að ­draga fram sam­eig­in­leg grunn­gildi íslensku þjóð­ar­inn­ar, kanna við­horf hennar til til­lagna sem komið hafa fram á und­an­förnum árum að breyt­ingum á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og kort­leggja sýn almenn­ings á við­fangs­efni stjórn­ar­skrár­innar eins og þau eru útli­stuð í minn­is­blaði for­sæt­is­ráð­herra um fyr­ir­hug­aða end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár. Vert er að taka fram að ekki var spurt um til­lögur stjórn­laga­ráðs í könn­un­inn­i. 

Í n­ið­­ur­­stöð­u­m könn­un­ar­inn­ar kemur fram að 37 pró­­sent svar­enda segj­­ast ver­a á­nægð ­­með­­ nú­­gild­andi stjórn­­­ar­­skrá Íslands, 36 pró­­sent svara hvorki né og 27 pró­­sent segj­­ast vera frekar eða mjög óánægð með stjórn­­­ar­­skránna.

Mynd: Háskóli Íslands

Tölu­verður munur er þó á afstöðu til stjórn­ar­skrár­innar eftir því hvar fólk stað­setur sig á vinstri og hægri skal­an­um. Af þeim sem stað­setja sig til vinstra segj­ast 45 ­pró­sent vera óánægð með núgild­andi stjórn­ar­skrá en alls 21 pró­sent ánægð með stjórn­ar­skránna. Til sam­an­burður segj­ast 64 pró­sent þeirra sem stað­setja sig meira til hægri vera ánægð ­með núgild­and­i ­stjórn­ar­skrá en að­eins 9 pró­sent segj­ast vera óánægð með stjórn­ar­skránna. 

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kemur jafn­framt fram að meiri­hluti lands­manna hefur litla eða enga þekk­ingu á stjórn­ar­skránn­i eða alls 58 pró­sent. Þá segj­ast 42 pró­sent hafa mikla eða nokkra þekk­ingu á stjórn­ar­skránn­i. 

Mikil þörf á ákvæði um nátt­úru­auð­lindir

Í könn­un­inni var jafn­framt spurt um hversu mikil þörf væri á ákvæðum um ákveðin atriði sem ekki eru í nú­gild­and­i ­stjórn­ar­skrá. Alls telja um 90 pró­sent svar­enda að mjög mikil eða frekar mikil þörf sé á að ákvæði um ­nátt­úru­auð­lindir í stjórn­ar­skrá. Þá segj­ast 84 pró­sent að mik­il­vægt sé að ákvæði séu um umhverf­is­mál í stjórn­ar­skrá. 

Mynd:Háskóli Íslands

Þá telja rúm­lega 70 pró­sent að þörf sé á ákvæði um lýð­ræð­is­legt frum­kvæði almenn­ings og ákvæði um íslenska tung­u. 

Jafn­framt kemur fram í nið­ur­stöð­unum að 70 pró­sent svar­enda að mikil þörf sé á því að ákvæði um dóm­stóla verði end­ur­skoðuð í stjórn­ar­skrá sem og mann­rétt­inda­á­kvæði. Jafn­framt telja meiri­hluti svar­enda, um 65 pró­sent, að ákvæði um kjör­dæma­skipan og ­at­kvæða­vægi ættu að vera end­ur­skoðuð sem og hlut­verk ­rík­is­stjórn­ar og ráð­herra. 

Meiri­hluti hlynntur öðru fyr­ir­komu­lagi við breyt­ingar á stjórn­ar­skrá

Enn frem­ur kemur fram í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar að meiri­hluti svar­enda, 65 pró­sent, séu þeirra skoð­unar að taka ætt­i ­upp ann­að ­fyr­ir­komu­lag við breyt­ingar á stjórn­ar­skrá, til dæmis að halda ætti frekar þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur eða krefj­ast auk­ins meiri­hluta á þing­i. 

Aðspurð um skoðun sína á fyr­ir­komu­lagi um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá svör­uðu 73 pró­sent að breyt­ingar á stjórn­ar­skrá skuli ávallt bera undir þjóð­ar­at­kvæði. Þá ­segjast 16 pró­sent að skoðun þeirra væri að breyt­ingar á stjórn­ar­skrá ­mætti sam­þykkja á þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu ef mik­ill meiri­hluti þing­manna sé þeim ­sam­þykk­ur. Þá segj­ast 11 pró­sent vera hlynnt núver­andi fyr­ir­komu­lag­i.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent