Tólf nýjar virkjanahugmyndir kynntar til sögunnar

Orkustofnun hefur sent gögn um hugmyndir að sex vindorkuverum, fimm vatnsaflsvirkjunum og einni jarðvarmavirkjun til verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Gögn um fleiri virkjanakosti eru væntanleg á næstu vikum.

Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins, suðvestur af Sigöldustöð og nýtir sömu vatnsmiðlunarmöguleika. Hrauneyjafossstöð var tekin í notkun 1981.
Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins, suðvestur af Sigöldustöð og nýtir sömu vatnsmiðlunarmöguleika. Hrauneyjafossstöð var tekin í notkun 1981.
Auglýsing

Orku­stofnun hefur sent verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­un­ar­ um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða tólf virkj­ana­hug­myndir sem ekki hafa áður­ verið teknar til með­ferð­ar. Um er að ræða eina jarð­varma­virkj­un, fimm vatns­afls­virkj­anir og sex vind­orku­ver. Stofn­unin hyggst senda verk­efn­is­stjórn­inni fleiri nýjar virkj­ana­hug­myndir í apr­íl.

Lands­virkjun hefur hug á að stækka þrjár virkj­anir sínar um ­sam­tals 210 MW: Sig­öldu­stöð um 65 MW, Hraun­eyja­foss­stöð um 90 MW og Vatns­fells­stöð um 55 MW.

Auglýsing

Til­lögur að tveimur öðrum nýjum vatns­afls­virkj­unum eru komn­ar til verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar; 16 MW Skúfna­vatna­virkjun sem Vest­ur­verk áformar á Vest­fjörð­um, og Ham­ar­s­virkjun sem Ham­ar­s­virkjun ehf., sem er í eigu Arctic Hydro, áformar í vatna­svið­i Ham­arsár í Djúpa­vogs­hreppi.

Ein hug­mynd að nýrri jarð­varma­virkjun hefur borist verk­efn­is­stjórn­inni, 100 MW Bolöldu­virkj­un, sem Reykja­vík Geothermal fyr­ir­hug­ar.

Vind­orku­verin sex sem nú fara til með­ferðar í ramma­á­ætl­un eru öll á vegum fyr­ir­tæk­is­ins Quadr­an.

Til­kynnt um 29 virkj­ana­kosti í vind­orku

Í bréfi frá Orku­stofnun til verk­efn­is­stjórn­ar­innar segir að hug­mynd­irnar tólf séu nýjar í þeim skiln­ingi að þær hafi ekki verið til­ ­með­ferðar í þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar eða feli í sér nýja og svo breytta út­færslu á eldri virkj­un­ar­kostum að þörf sé á end­ur­mati þeirra.

Orku­stofnun hafði í lok jan­úar verið til­kynnt um 42 nýja ­virkj­un­ar­kosti, þar af sex í vatns­afli, sjö í jarð­hita og 29 í vind­orku. Af þeim liggja fyrir gögn um tólf sem stofn­unin telur full­nægj­andi og hefur nú verið send verk­efn­is­stjórn­inni til umfjöll­un­ar. Í bréfi stofn­un­ar­innar er tekið fram að enn ríki réttaró­vissa um stjórn­sýslu vind­orkunnar og að mál­efni hennar séu til með­höndl­unar innan stjórn­ar­ráðs­ins. Upp­lýst hafi verið um áform um laga­setn­ingu vegna henn­ar.

Landsvirkjun leggur til stækkun þriggja virkjana sinna á hálendinu. Mynd: Orkustofnun

„Í ljósi þess að enn er beðið nið­ur­stöðu hefur Orku­stofn­un haldið sig við sömu með­höndlun á vind­orku og unnið var eftir við þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar, þ.e. að koma virkj­un­ar­kotsum og gögnum um þá á fram­færi við verk­efn­is­stjórn í sam­ræmi við óskir virkj­un­ar­að­ila, án þess að leggja end­an­leg­t ­mat á það hvort þau séu full­nægj­and­i.“

Átján kost­ir í nýt­ing­ar­flokki: 1421 MW

Þriðji áfangi ramma­á­ætl­unar var afgreiddur frá­ verk­efn­is­stjórn með loka­skýrslu í ágúst árið 2016, fyrir rúm­lega fjórum árum ­síð­an. Þings­á­lykt­un­ar­til­laga byggð á þeirri nið­ur­stöðu hefur í tvígang ver­ið lögð fram á Alþingi en vegna end­ur­tek­inna stjórn­ar­slita er hún enn óaf­greidd. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hyggst leggja til­lög­una fram í þriðja sinn nú á vor­þingi og í óbreyttri mynd.

Í þriðja áfang­anum lagði verk­efn­is­stjórnin til að átta nýir ­virkj­un­ar­kostir bætt­ust í orku­nýt­ing­ar­flokk áætl­un­ar­inn­ar; Skrokköldu­virkj­un, Holta­virkj­un, Urriða­foss­virkj­un, Aust­ur­gils­virkj­un, Aust­urengjar, Hvera­hlíð II, Þver­ár­dalur og Blöndu­lund­ur.

Um er að ræða fjórar vatns­afls­virkj­anir með upp­sett afl upp á alls 277 MW, þrjár jarð­hita­virkj­anir með upp­sett afl allt að 280 MW og eitt vind­orku­ver með upp­sett afl allt að 100 MW. Ekki voru lagðar til breyt­ingar á flokkun þeirra virkj­un­ar­kosta sem fyrir voru í orku­nýt­ing­ar­flokki en þeir eru alls tíu tals­ins. Sam­tals var því lagt til að átján virkj­un­ar­kostir yrð­u ­flokk­aðir í orku­nýt­ing­ar­flokk og hafa þeir sam­tals 1421 MW upp­sett afl.

26 ­virkj­ana­kostir í vernd­ar­flokki

Í vernd­ar­flokk bætt­ust við fjögur land­svæði með tíu ­virkj­un­ar­kost­um, þ.e. Skata­staða­virkj­unum C og D, Vill­inga­nes­virkj­un, Blöndu­veitu úr Vest­ari-­Jök­ulsá, Fljóts­hnjúks­virkj­un, Hrafna­bjarga­virkj­unum A, B og C, Búlands­virkjun og Kjalöldu­veitu. Allir nýir virkj­un­ar­kostir á land­svæð­u­m í vernd­ar­flokki eru vatns­afls­virkj­an­ir. Ekki voru lagðar til breyt­ingar á flokkun þeirra virkj­un­ar­kosta sem fyrir voru í vernd­ar­flokki en þeir eru sext­án tals­ins.

Sam­tals var því lagt til að 26 virkj­un­ar­kostir verð­i ­flokk­aðir í vernd­ar­flokk. Kort yfir þau svæði sem verk­efn­is­stjórn lagði til að ­færu í vernd­ar­flokk er að finna hér á vefn­um.

Þrjá­tíu og átta virkj­un­ar­kostir eru í bið­flokki sam­kvæmt loka­skýrslu verk­efn­is­stjórn­ar­innar og hafa tíu bæst við þann flokk frá fyrri á­fanga. Þar af eru fjórir virkj­un­ar­kostir í jarð­varma (Trölla­dyngja, Inn­sti­dal­ur, Hágöngu­virkjun og Fremri­námar), fimm í vatns­afli (Hólmsár­virkj­un án miðl­un­ar, Hólmsár­virkjun neðri við Atley, Búð­ar­tungu­virkj­un, Haga­vatns­virkjun og Stóra-­Laxá) og einn í vind­orku (Búr­fellslund­ur).

Sjálf­bær ­þróun að leið­ar­ljósi

Verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar var skipuð af ­Björt Ólafs­dótt­ur, þáver­andi umhverf­is­ráð­herra, í apríl árið 2017. For­maður er Guð­rún­ ­Pét­urs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Stofn­unar Sæmundar fróða. Hlut­verk verk­efn­is­stjórn­ar er að veita umhverf­is­ráð­herra ráð­gjöf um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða.

Sam­kvæmt lög­unum um ramma­á­ætlun ber verk­efn­is­stjórn­inni að ­sjá til þess að „… nýt­ing land­svæða þar sem er að finna virkj­un­ar­kosti bygg­is­t á lang­tíma­sjón­ar­miðum og heild­stæðu hags­muna­mati … með sjálf­bæra þróun að ­leið­ar­ljósi.“

Verk­efn­is­stjórnin hefur tvö verk­færi til að sinna þess­ari ­skyldu sinni: Hún sækir ráð­gjöf til svo­kall­aðra fag­hópa sem skip­aðir eru ­sér­fræð­ingum á ýmsum sviðum og hún leitar sam­ráðs við hags­muna­að­ila, stofn­an­ir hins opin­bera, almenn­ing og frjáls félaga­sam­tök á ýmsum stigum vinn­unn­ar.

Vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun tekur til land­svæða og ­virkj­un­ar­kosta sem verk­efn­is­stjórn hefur fjallað um og hafa upp­sett rafafl 10 MW eða meira eða upp­sett varma­afl 50 MW eða meira.

Óskað eft­ir breyttum útfærslum

Í októ­ber á síð­asta ári kall­aði Orku­stofnun að beiðn­i verk­efn­is­stjórnar fjórða áfanga ramma­á­ætl­unar  eftir nýjum hug­myndum að virkj­ana­kost­um. Í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni kom fram að þar sem afgreiðslu þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar­ væri ekki lokið á Alþingi hafi ekki verið kallað fyrr eftir nýjum hug­mynd­um.

„Gera má ráð fyrir að verk­efn­is­stjórn fjórða áfanga fjall­i um alla virkj­ana­kosti, sem eru nú í bið­flokki,“ stóð i til­kynn­ing­unni. „Ef aðil­ar vilja að verk­efn­is­stjórn fjalli um nýjar útfærslur á þeim virkj­un­ar­kostum sem eru í bið­flokki í dag, geta þeir sent þær hug­myndir til Orku­stofn­un­ar.“

Kjarn­inn mun í dag og næstu daga fjalla ítar­lega um þær nýju ­virkj­ana­hug­myndir sem sendar hafa verið verk­efn­is­stjórn 4. áfanga ramma­á­ætl­un­ar­ ­sem og þær hug­myndir sem lagðar eru til í þriðja áfang­an­um, ýmist í vernd­ar-, orku­nýt­ing­ar- eða bið­flokk.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent