Yfir 70 þúsund skammtar af bóluefni fóru „einn, tveir og þrír“

Inflúensan er eins og lifandi vera, algjört ólíkindatól, sem getur breytt sér á milli ára. Bóluefni gegn einni tegund verndar ekki eða illa gegn annarri. „Þannig að þróun bóluefnis er alltaf svolítið happadrætti,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar reyna á hverju ári að spá fyrir um hvaða tegund inflúensu er væntanleg.
Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar reyna á hverju ári að spá fyrir um hvaða tegund inflúensu er væntanleg.
Auglýsing

70-75 þús­und skammtar af bólu­efni gegn inflú­ensu vor­u ­fluttir til lands­ins í haust og voru ekki lengi að fara í sprautur og svo um æðar jafn­margra lands­manna. „Það fer allt einn, tveir og þrí­r,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir. „Við hefðum örugg­lega getað notað fleiri skammta en við fengum bara ekki meira ­bólu­efn­i.“

Það sem af er vetri hafa læknar greint um 280 sjúk­linga með­ in­flú­ensu­lík ein­kenni. Það er á pari við síð­ustu ár. Læknar senda svo sýni frá­ ein­staka sjúk­lingum til grein­ingar og hafa tæp­lega 90 til­felli inflú­ensu ver­ið ­stað­fest.

Heil­brigðir taka bólu­efni frá við­kvæmum

 Að sögn Þór­ólfs læt­ur hærra hlut­fall fólks á Íslandi bólu­setja sig gegn flensu en gengur og ger­ist í mörgum öðrum lönd­um. Ekki hafi því allir fengið bólu­setn­ingu sem vildu. „En við erum ekk­ert að mæla með því að allir séu bólu­sett­ir. Við mælum með því að þeir ­sem eru í áhættu­hópum og gætu farið illa út úr inflú­ens­unni láti bólu­setja sig. Við erum ekk­ert að hvetja til þess að heilu vinnu­stað­irnir geri það.“

Auglýsing

En það er engu að síður þró­un­in. Margir vinnu­staðir bjóða ­starfs­mönnum sínum slíkar bólu­setn­ingar á hverju ári. „Já, og þeir taka nú ör­ugg­lega dágóðan hluta af þessum sjö­tíu þús­und skömmt­um, þó að við vitum ekki nákvæm­lega hversu hátt hlut­fall það er.“

Margir heil­brigðir ein­stak­lingar láta bólu­setja sig og taka þar með jafn­vel bólu­efni frá hinum sem mest þurfa á því að halda. Þórólf­ur ­segir nú í skoðun hvernig tryggja megi að bólu­efnið fari til  áhættu­hópanna. „Það er ekki alveg auð­velt en við erum að reyna að finna leiðir til þess.“  

Getur valdið alvar­legum veik­indum og dauða

Á hverju ári deyja sjúk­lingar hér á landi og um heim allan ­vegna inflú­ensunnar eða fylgi­kvilla henn­ar. Nokkuð margir hópar fólks eru við­kvæm­ari en aðrir fyrir að fá alvar­lega sýk­ingu. Land­læknir mælir með bólu­setn­ing­u hjá öllum eldri en 60 ára og börnum og full­orðnum sem þjást af lang­vinn­um hjarta-, lungna-, nýrna- og lifr­ar­sjúk­dóm­um, syk­ur­sýki, ill­kynja sjúk­dómum og öðrum ónæm­is­bælandi veik­ind­um.

Þórólfur segir inflú­ens­una nú ekki ætla að verða alvar­legri eða haga sér með öðrum hætti en flensur síð­ustu ára. Það fer eftir því hvaða ­teg­und af henni er að ganga hversu alvar­legum veik­indum hún veld­ur. „Það eina ­sem við getum fylgst með til að meta hvort að hún er sér­lega alvar­leg eru inn­lagnir á Land­spít­al­ann. Það sem af er vetri eru töl­urnar ekk­ert mik­ið öðru­vísi en í fyrra. Þannig að það er ekki hægt að segja að flensan nú sé miklu ­skæð­ari en þá.“

En af hverju byrjar hún alltaf á svip­uðum tíma, fyrst hjá ­fáum ein­stak­lingum og svo af fullum krafti nokkrum vikum síð­ar?

Þróun bólu­efnis happa­drætti

„Ef ég vissi það fengi ég senni­lega Nóbelsprís­inn,“ seg­ir Þórólf­ur. Vitað er hvernig flensan hagar sér yfir­leitt en ekki af hverju. „Þetta er einn af þessum leynd­ar­dómum veirunn­ar.“

Þróun bólu­efnis er því nokkuð happa­drætti. Sér­fræð­ing­ar Al­þjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, hefj­ast handa í upp­hafi hvers árs við að reyna að spá fyrir um hvers konar inflú­ensa muni ganga á því næsta. Að því mati loknu gefa þeir fram­leið­endum bólu­efna fyr­ir­mæli um hvers konar bólu­efn­i skuli fram­leiða. „Stundum passar það og stundum ekki,“ segir Þórólfur um mat ­sér­fræð­ing­anna. „Hún breytir sér alltaf svo­lítið og maður veit aldrei fyr­ir­fram hvað hún muni ger­a.“

Enn er ekki ljóst hvort að bólu­efni þess­arar flensu­tíð­ar­ ­reyn­ist góð vörn. Það skýrist þegar lengra líður á far­ald­ur­inn og jafn­vel ekki ­fyrr en hann er geng­inn yfir. „Flensu­tíðin er rétt að byrj­a,“ segir Þórólf­ur. Að venju mun hún lík­leg­ast ekki ná hámarki fyrr en í átt­undu viku árs­ins eða í lok febr­ú­ar.

Hvað er inflúensa?

Inflú­ensa er bráð veiru­sýk­ing sem orsakast af in­flú­ensu­veirum A og B og veldur far­aldri nán­ast á hverjum vetri. Hlut­fall þeirra sem smit­ast og veikj­ast í far­aldri er 10-40%.

Veir­urn­ar  smit­ast með­ úða, t.d. með hnerra og við snert­ingu. Þórólfur segir að sannað sé að góð­ur­ hand­þvottur dragi úr smit­hættu.

Mik­il­vægt er að þeir sem eru með inflú­ensu­lík ein­kenni (t.d. hita, hósta, hnerra, háls­bólgu, bein­verki):

Byrgi munn­inn með einnota papp­írs­þurrkum þegar hóstað er eða hnerrað.

Þvoi sér oft um hendur eða beri á þær hand­spritt.

Haldi a.m.k. eins metra fjar­lægð frá öðrum, ef unnt er.

Haldi kyrru fyrir heima í tvo daga eftir að við­kom­andi er orð­inn hita­laus.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent