Yfir 70 þúsund skammtar af bóluefni fóru „einn, tveir og þrír“

Inflúensan er eins og lifandi vera, algjört ólíkindatól, sem getur breytt sér á milli ára. Bóluefni gegn einni tegund verndar ekki eða illa gegn annarri. „Þannig að þróun bóluefnis er alltaf svolítið happadrætti,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar reyna á hverju ári að spá fyrir um hvaða tegund inflúensu er væntanleg.
Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar reyna á hverju ári að spá fyrir um hvaða tegund inflúensu er væntanleg.
Auglýsing

70-75 þús­und skammtar af bólu­efni gegn inflú­ensu vor­u ­fluttir til lands­ins í haust og voru ekki lengi að fara í sprautur og svo um æðar jafn­margra lands­manna. „Það fer allt einn, tveir og þrí­r,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir. „Við hefðum örugg­lega getað notað fleiri skammta en við fengum bara ekki meira ­bólu­efn­i.“

Það sem af er vetri hafa læknar greint um 280 sjúk­linga með­ in­flú­ensu­lík ein­kenni. Það er á pari við síð­ustu ár. Læknar senda svo sýni frá­ ein­staka sjúk­lingum til grein­ingar og hafa tæp­lega 90 til­felli inflú­ensu ver­ið ­stað­fest.

Heil­brigðir taka bólu­efni frá við­kvæmum

 Að sögn Þór­ólfs læt­ur hærra hlut­fall fólks á Íslandi bólu­setja sig gegn flensu en gengur og ger­ist í mörgum öðrum lönd­um. Ekki hafi því allir fengið bólu­setn­ingu sem vildu. „En við erum ekk­ert að mæla með því að allir séu bólu­sett­ir. Við mælum með því að þeir ­sem eru í áhættu­hópum og gætu farið illa út úr inflú­ens­unni láti bólu­setja sig. Við erum ekk­ert að hvetja til þess að heilu vinnu­stað­irnir geri það.“

Auglýsing

En það er engu að síður þró­un­in. Margir vinnu­staðir bjóða ­starfs­mönnum sínum slíkar bólu­setn­ingar á hverju ári. „Já, og þeir taka nú ör­ugg­lega dágóðan hluta af þessum sjö­tíu þús­und skömmt­um, þó að við vitum ekki nákvæm­lega hversu hátt hlut­fall það er.“

Margir heil­brigðir ein­stak­lingar láta bólu­setja sig og taka þar með jafn­vel bólu­efni frá hinum sem mest þurfa á því að halda. Þórólf­ur ­segir nú í skoðun hvernig tryggja megi að bólu­efnið fari til  áhættu­hópanna. „Það er ekki alveg auð­velt en við erum að reyna að finna leiðir til þess.“  

Getur valdið alvar­legum veik­indum og dauða

Á hverju ári deyja sjúk­lingar hér á landi og um heim allan ­vegna inflú­ensunnar eða fylgi­kvilla henn­ar. Nokkuð margir hópar fólks eru við­kvæm­ari en aðrir fyrir að fá alvar­lega sýk­ingu. Land­læknir mælir með bólu­setn­ing­u hjá öllum eldri en 60 ára og börnum og full­orðnum sem þjást af lang­vinn­um hjarta-, lungna-, nýrna- og lifr­ar­sjúk­dóm­um, syk­ur­sýki, ill­kynja sjúk­dómum og öðrum ónæm­is­bælandi veik­ind­um.

Þórólfur segir inflú­ens­una nú ekki ætla að verða alvar­legri eða haga sér með öðrum hætti en flensur síð­ustu ára. Það fer eftir því hvaða ­teg­und af henni er að ganga hversu alvar­legum veik­indum hún veld­ur. „Það eina ­sem við getum fylgst með til að meta hvort að hún er sér­lega alvar­leg eru inn­lagnir á Land­spít­al­ann. Það sem af er vetri eru töl­urnar ekk­ert mik­ið öðru­vísi en í fyrra. Þannig að það er ekki hægt að segja að flensan nú sé miklu ­skæð­ari en þá.“

En af hverju byrjar hún alltaf á svip­uðum tíma, fyrst hjá ­fáum ein­stak­lingum og svo af fullum krafti nokkrum vikum síð­ar?

Þróun bólu­efnis happa­drætti

„Ef ég vissi það fengi ég senni­lega Nóbelsprís­inn,“ seg­ir Þórólf­ur. Vitað er hvernig flensan hagar sér yfir­leitt en ekki af hverju. „Þetta er einn af þessum leynd­ar­dómum veirunn­ar.“

Þróun bólu­efnis er því nokkuð happa­drætti. Sér­fræð­ing­ar Al­þjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, hefj­ast handa í upp­hafi hvers árs við að reyna að spá fyrir um hvers konar inflú­ensa muni ganga á því næsta. Að því mati loknu gefa þeir fram­leið­endum bólu­efna fyr­ir­mæli um hvers konar bólu­efn­i skuli fram­leiða. „Stundum passar það og stundum ekki,“ segir Þórólfur um mat ­sér­fræð­ing­anna. „Hún breytir sér alltaf svo­lítið og maður veit aldrei fyr­ir­fram hvað hún muni ger­a.“

Enn er ekki ljóst hvort að bólu­efni þess­arar flensu­tíð­ar­ ­reyn­ist góð vörn. Það skýrist þegar lengra líður á far­ald­ur­inn og jafn­vel ekki ­fyrr en hann er geng­inn yfir. „Flensu­tíðin er rétt að byrj­a,“ segir Þórólf­ur. Að venju mun hún lík­leg­ast ekki ná hámarki fyrr en í átt­undu viku árs­ins eða í lok febr­ú­ar.

Hvað er inflúensa?

Inflú­ensa er bráð veiru­sýk­ing sem orsakast af in­flú­ensu­veirum A og B og veldur far­aldri nán­ast á hverjum vetri. Hlut­fall þeirra sem smit­ast og veikj­ast í far­aldri er 10-40%.

Veir­urn­ar  smit­ast með­ úða, t.d. með hnerra og við snert­ingu. Þórólfur segir að sannað sé að góð­ur­ hand­þvottur dragi úr smit­hættu.

Mik­il­vægt er að þeir sem eru með inflú­ensu­lík ein­kenni (t.d. hita, hósta, hnerra, háls­bólgu, bein­verki):

Byrgi munn­inn með einnota papp­írs­þurrkum þegar hóstað er eða hnerrað.

Þvoi sér oft um hendur eða beri á þær hand­spritt.

Haldi a.m.k. eins metra fjar­lægð frá öðrum, ef unnt er.

Haldi kyrru fyrir heima í tvo daga eftir að við­kom­andi er orð­inn hita­laus.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent