Brim áminnt opinberlega af Kauphöll fyrir að upplýsa ekki um viðskipti tengdra aðila

Brim upplýsti ekki um að félagið hefði keypt eignarhlut í grænlenskri útgerð af stærsta eiganda sínum. Viðurlaganefnd Kauphallar Íslands hefur áminnt félagið fyrir það og telur brotið alvarlegt.

Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Brimi. Hann var auk þess forstjóri Brims þar til í lok apríl 2020.
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Brimi. Hann var auk þess forstjóri Brims þar til í lok apríl 2020.
Auglýsing

Við­ur­laga­nefnd Nas­daq Iceland hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að áminna beri Brim hf. opin­ber­lega fyrir brot á ákvæðum í reglum Kaup­hall­ar­innar fyrir útgef­endur hluta­bréfa. 

Það er gert vegna þess að Brim birti til­kynn­ingu 2. júlí 2020 undir yfir­skrift­inni „Brim fjár­festir á Græn­land­i“. Í til­kynn­ing­unni var greint frá fjár­fest­ingu Brim í græn­lenska sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Arctic Prime Fis­heries ApS [AP­F). Þar kom meðal ann­ars fram að útgef­andi kæmi að fjár­mögnun APF, eign­ist hlut í félag­inu og myndi selja því nýsmíð­aðan frysti­tog­ara, Ilili­veq. Sam­tals nemi fjár­fest­ing Brim í APF um 85 millj­ónum evra. Þá kom einnig fram að „APF [sé] í meiri­hluta­eigu græn­lenskra aðila, Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, sem á 16,5% og hefur verið hlut­hafi í félag­inu frá árinu 2013 og Brims, sem eftir við­skiptin mun eiga 16,5% hlut í félag­in­u.“

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur er stærsti eig­andi Brim og því var um við­skipti tengdra aðila að ræða. Brim, skráð félag í Kaup­höll, var að kaupa eign­ina af stærsta eig­anda sín­um, sem á beint og í gegnum dótt­ur­fé­lag sitt um 44 pró­sent hlut í Brim­i. 

Auglýsing

Aðal­eig­andi Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur er Guð­mundur Krist­jáns­son, sem er líka stjórn­ar­maður í Brimi og vara­for­maður í þriggja manna stjórn AFP. 

Þann 17. júlí óskaði Kaup­höllin eftir skýr­ingum á mál­inu frá Brimi og af hverju ekki hefði verið upp­lýst um að mót­að­ili dótt­ur­fé­lags­ins í við­skipt­unum væri Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur. Sú skýr­ing barst að Brim hefði ekki gert það vegna þess að fjár­hæðin sem greidd var til Útgerð­ar­fé­lags Reykja­víkur fyrir helm­ing­inn af hlut þess í APF hefði verið óveru­legur hluti heild­ar­fjár­fest­ingar Brims í félag­in­u. 

Útgerð­ar­fé­lag Reykja­víkur á enn 16,5 pró­sent hlut í APF eftir söl­una til Brims og nýtur því áfram góðs af heild­ar­fjár­fest­ingu Brims í félag­inu.

Ekki fall­ist á að við­skiptin hafi verið minni­háttar

Brim hélt því fram í skýr­ingum sín­um, sem sendar voru til Kaup­hall­ar­innar 29. júlí, að félagið fengi ekki séð að upp­lýs­inga­gjöf þess hefði verið vill­andi gagn­vart upp­lýstum fjár­festum þótt ekki hefði verið greint frá því að sá sem seldi Brim hlut­inn í APF væri Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, stærsti eig­andi Brim­s. 

Kaup­höllin vís­aði mál­inu í kjöl­far til Við­ur­laga­nefndar sinnar á þeim grund­velli að Brim hefði brotið regl­ur. Við­ur­laga­nefnd­in, sem skipuð er af stjórn Nas­daq Iceland hf., sam­anstendur af þremur óháðum sér­fræð­ing­um. Nefnd­ar­menn eru Eyvindur G. Gunn­ars­son, pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands (for­mað­ur­),  Katrín Ólafs­dótt­ir, PhD í hag­fræði og dós­ent við Háskól­ann í Reykja­vík og Sig­ríður Rafnar Pét­urs­dótt­ir, lög­fræð­ingur hjá sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu.

Í úrskurði nefnd­ar­innar segir að eng­inn vafi leiki á því að „við­skipt­in, sem að framan er lýst, eru milli nátengdra aðila í skiln­ingi ákvæð­is­ins og bar útgef­anda að upp­lýsa um mót­að­ila við­skipt­anna í til­kynn­ingu sinni dags. 2. júlí 2020. Um ræðir kaup á 16,5% eign­ar­hluta í APF og verður að mati Við­ur­laga­nefndar ekki hjá því kom­ist að horfa til þess að við­skiptin með eign­ar­hluti ÚR í APF voru hluti af stærri fjár­fest­ingu útgef­anda á Græn­landi sem nam 85 millj­ónum evra sam­kvæmt til­kynn­ingu félags­ins hinn 2. júlí 2020. Ekki verður fall­ist á að við­skiptin hafi verið minni­hátt­ar.“

Brot sem eru „ávallt í eðli sínu alvar­leg“

Við­ur­laga­nefndin telur því ljóst að Brim hafi með hátt­semi sinni brotið gegn ákvæðum í reglum Kaup­hall­ar­innar um upp­lýs­inga­skyldu. Í nið­ur­stöð­unni segir m.a.: „Hafa verður í huga að mark­miðið með reglum um upp­lýs­inga­skyldu er að tryggja að fjár­festar hafi á hverjum tíma jafnan aðgang að nýj­ustu upp­lýs­ingum sem nauð­syn­legar eru til að geta myndað sér skoðun á þeim fjár­fest­ing­ar­kostum sem í boði eru. Brot á þeim reglum eru því ávallt í eðli sínu alvar­leg.“ 

Rétt þótti að áminna Brim opin­ber­lega fyrir umrætt brot. 

Í skrif­legri yfir­lýs­ingu frá Frið­riki Frið­riks­syni, reglu­verði Brims, sem Kjarn­anum barst í dag kemur fram að félagið við­ur­kenni yfir­sjón í mál­inu. Í úrskurði nefnd­ar­innar komi fram að félagið fall­ist á að upp­lýs­inga­gjöfin hefði mátt vera skýr­ari. Hann telur nefnd­ina við­ur­kenna þau sjón­ar­mið Brims að hún hafi ekki verið vill­and­i. 

Sú ályktun er dregin út frá því að í málsvörn félags­ins var því haldið fram að ekki ætti að beita það öðrum við­ur­lögum en áminn­ingu þar sem aðrir fjár­festar hefðu hvorki gert athuga­semdir né sent fyr­ir­spurn um mál­ið. Þar sem við­ur­laga­nefndin hefði látið nægja að áminna Brim, en ekki beita félagið frek­ari við­ur­lög­um, þá telur Brim að hún hafi fall­ist á sjón­ar­mið sín.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent