Brim áminnt opinberlega af Kauphöll fyrir að upplýsa ekki um viðskipti tengdra aðila

Brim upplýsti ekki um að félagið hefði keypt eignarhlut í grænlenskri útgerð af stærsta eiganda sínum. Viðurlaganefnd Kauphallar Íslands hefur áminnt félagið fyrir það og telur brotið alvarlegt.

Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Brimi. Hann var auk þess forstjóri Brims þar til í lok apríl 2020.
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Brimi. Hann var auk þess forstjóri Brims þar til í lok apríl 2020.
Auglýsing

Viðurlaganefnd Nasdaq Iceland hefur komist að þeirri niðurstöðu að áminna beri Brim hf. opinberlega fyrir brot á ákvæðum í reglum Kauphallarinnar fyrir útgefendur hlutabréfa. 

Það er gert vegna þess að Brim birti tilkynningu 2. júlí 2020 undir yfirskriftinni „Brim fjárfestir á Grænlandi“. Í tilkynningunni var greint frá fjárfestingu Brim í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Fisheries ApS [APF). Þar kom meðal annars fram að útgefandi kæmi að fjármögnun APF, eignist hlut í félaginu og myndi selja því nýsmíðaðan frystitogara, Ililiveq. Samtals nemi fjárfesting Brim í APF um 85 milljónum evra. Þá kom einnig fram að „APF [sé] í meirihlutaeigu grænlenskra aðila, Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem á 16,5% og hefur verið hluthafi í félaginu frá árinu 2013 og Brims, sem eftir viðskiptin mun eiga 16,5% hlut í félaginu.“

Útgerðarfélag Reykjavíkur er stærsti eigandi Brim og því var um viðskipti tengdra aðila að ræða. Brim, skráð félag í Kauphöll, var að kaupa eignina af stærsta eiganda sínum, sem á beint og í gegnum dótturfélag sitt um 44 prósent hlut í Brimi. 

Auglýsing

Aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur er Guðmundur Kristjánsson, sem er líka stjórnarmaður í Brimi og varaformaður í þriggja manna stjórn AFP. 

Þann 17. júlí óskaði Kauphöllin eftir skýringum á málinu frá Brimi og af hverju ekki hefði verið upplýst um að mótaðili dótturfélagsins í viðskiptunum væri Útgerðarfélag Reykjavíkur. Sú skýring barst að Brim hefði ekki gert það vegna þess að fjárhæðin sem greidd var til Útgerðarfélags Reykjavíkur fyrir helminginn af hlut þess í APF hefði verið óverulegur hluti heildarfjárfestingar Brims í félaginu. 

Útgerðarfélag Reykjavíkur á enn 16,5 prósent hlut í APF eftir söluna til Brims og nýtur því áfram góðs af heildarfjárfestingu Brims í félaginu.

Ekki fallist á að viðskiptin hafi verið minniháttar

Brim hélt því fram í skýringum sínum, sem sendar voru til Kauphallarinnar 29. júlí, að félagið fengi ekki séð að upplýsingagjöf þess hefði verið villandi gagnvart upplýstum fjárfestum þótt ekki hefði verið greint frá því að sá sem seldi Brim hlutinn í APF væri Útgerðarfélag Reykjavíkur, stærsti eigandi Brims. 

Kauphöllin vísaði málinu í kjölfar til Viðurlaganefndar sinnar á þeim grundvelli að Brim hefði brotið reglur. Viðurlaganefndin, sem skipuð er af stjórn Nasdaq Iceland hf., samanstendur af þremur óháðum sérfræðingum. Nefndarmenn eru Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands (formaður),  Katrín Ólafsdóttir, PhD í hagfræði og dósent við Háskólann í Reykjavík og Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Í úrskurði nefndarinnar segir að enginn vafi leiki á því að „viðskiptin, sem að framan er lýst, eru milli nátengdra aðila í skilningi ákvæðisins og bar útgefanda að upplýsa um mótaðila viðskiptanna í tilkynningu sinni dags. 2. júlí 2020. Um ræðir kaup á 16,5% eignarhluta í APF og verður að mati Viðurlaganefndar ekki hjá því komist að horfa til þess að viðskiptin með eignarhluti ÚR í APF voru hluti af stærri fjárfestingu útgefanda á Grænlandi sem nam 85 milljónum evra samkvæmt tilkynningu félagsins hinn 2. júlí 2020. Ekki verður fallist á að viðskiptin hafi verið minniháttar.“

Brot sem eru „ávallt í eðli sínu alvarleg“

Viðurlaganefndin telur því ljóst að Brim hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum í reglum Kauphallarinnar um upplýsingaskyldu. Í niðurstöðunni segir m.a.: „Hafa verður í huga að markmiðið með reglum um upplýsingaskyldu er að tryggja að fjárfestar hafi á hverjum tíma jafnan aðgang að nýjustu upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að geta myndað sér skoðun á þeim fjárfestingarkostum sem í boði eru. Brot á þeim reglum eru því ávallt í eðli sínu alvarleg.“ 

Rétt þótti að áminna Brim opinberlega fyrir umrætt brot. 

Í skriflegri yfirlýsingu frá Friðriki Friðrikssyni, regluverði Brims, sem Kjarnanum barst í dag kemur fram að félagið viðurkenni yfirsjón í málinu. Í úrskurði nefndarinnar komi fram að félagið fallist á að upplýsingagjöfin hefði mátt vera skýrari. Hann telur nefndina viðurkenna þau sjónarmið Brims að hún hafi ekki verið villandi. 

Sú ályktun er dregin út frá því að í málsvörn félagsins var því haldið fram að ekki ætti að beita það öðrum viðurlögum en áminningu þar sem aðrir fjárfestar hefðu hvorki gert athugasemdir né sent fyrirspurn um málið. Þar sem viðurlaganefndin hefði látið nægja að áminna Brim, en ekki beita félagið frekari viðurlögum, þá telur Brim að hún hafi fallist á sjónarmið sín.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent