8 færslur fundust merktar „Assange“

Fleiri en útgefendur helstu fjölmiðla Vesturlanda lýsa yfir stuðningi við Assange. Í gær áttu fulltrúar WikiLeaks, þeirra á meðal ritstjórinn Kristinn Hrafnsson, fund með Lula Brasilíuforseta um mál hans.
Samstarfsmiðlar Assange segja ákæru Bandaríkjastjórnar setja „hættulegt fordæmi“
Það er kominn tími á að Bandaríkjastjórn hætti að eltast við Julian Assange fyrir að birta leyndarmál, segja ritstjórar og útgefendur New York Times, Guardian, Der Spiegel, Le Monde og El País, í opnu bréfi til stjórnvalda í Bandaríkjunum.
29. nóvember 2022
Julian Assange gæti orðið framseldur til Bandaríkjanna í kjölfar niðurstöðu dagsins.
Opnað á framsal Assange til Bandaríkjanna
Áfrýjunardómstóll í Bretlandi sneri í dag fyrri ákvörðun dómstóls þar í landi í máli Julians Assange. Því hefur verið opnað á að stofnandi Wikileaks verði framseldur til Bandaríkjanna.
10. desember 2021
Julian Assange verður ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu, á meðan að áfrýjun Bandaríkjanna verður tekin fyrir.
Assange verður ekki sleppt úr fangelsi
Dómari í London komst að þeirri niðurstöðu í dag að Julian Assange skyldi ekki sleppt úr fangelsi gegn tryggingu. Sami dómari hafnaði framsalskröfu Bandaríkjanna á hendur Assange á mánudag, en bandarísk yfirvöld ætla að áfrýja þeirri niðurstöðu.
6. janúar 2021
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Hávær orðrómur um að Trump ætlaði að náða Assange fór á flug
Hávær orðrómur þess efnis að Trump Bandaríkjaforseti ætlaði sér að náða blaðamanninn Julian Assange fór á flug síðdegis í dag, eftir að bandamaður forsetans hélt því fram. Sá bar tíðindin síðan til baka.
14. desember 2020
Spænskt öryggisfyrirtæki njósnaði um Assange í sendiráði Ekvador
Fyrirtækið kom upp myndavélum með hljóðbúnaði og tók upp fjölmarga fundi sem Assange átti með lögfræðingum sínum og heimsækjendum.
12. júlí 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
15. júní 2019
Formaður Blaðamannafélags Íslands fordæmir ákvörðun ráðherra
Mögulegt framsal Julian Assange hefur vakið hörð viðbrögð í dag. Formaður Blaðamannafélags Íslands auk Félags fréttamanna RÚV hafa fordæmt mögulegt framsal Assange til Bandaríkjanna.
13. júní 2019
Skora á íslensk stjórnvöld að beita sér gegn framsali Assange
Félag fréttamanna RÚV fordæmir handtöku Assange og skora á íslensk stjórnvöld að beita sér gegn framsali hans.
13. júní 2019