Hávær orðrómur um að Trump ætlaði að náða Assange fór á flug

Hávær orðrómur þess efnis að Trump Bandaríkjaforseti ætlaði sér að náða blaðamanninn Julian Assange fór á flug síðdegis í dag, eftir að bandamaður forsetans hélt því fram. Sá bar tíðindin síðan til baka.

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Auglýsing

Óstað­festar sögu­sagnir fóru á flug á sam­fé­lags­miðlum síð­degis um að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ætl­aði láta það verða eitt af sínum síð­ustu verkum í emb­ætti að náða Julian Assange.

„Við höfum enga stað­fest­ingu feng­ið, en við vonum það besta,“ sagði Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­leaks í sam­tali við Kjarn­ann.

Rótin að þessum háværa orðrómi var tíst frá Mark Burns, sjón­varps­presti sem Time Mag­azine lýsti eitt sinn sem „upp­á­halds­presti Banda­ríkja­for­seta“.

Prest­ur­inn var í nánum tengslum við Trump í kosn­inga­bar­áttu for­set­ans árið 2016 og hélt gjarnan ávörp á fjölda­fundum Trumps. Auk þess mætti hann í fjöl­mörg sjón­varps­við­töl og tal­aði máli for­set­ans sem álits­gjafi í aðdrag­anda kosn­ing­anna árið 2016.

„Við tökum þessu ekki sem hverju öðru bulli,“ sagði Krist­inn. 

Skömmu eftir að frétt Kjarn­ans fór í loftið bar prest­ur­inn Mark Burns hins vegar fyrri orð sín um mál­ið, sem vakið höfðu gríð­ar­lega mikla athygli, til bak­a. 

Sagði hann færslu sína hafa verið gáleysi­lega og heim­ild­ar­mann­inn ótrygg­an.Auglýsing


Athuga­semd rit­stjórn­ar: Fyr­ir­sögn og efni grein­ar­innar hefur verið breytt, eftir að prest­ur­inn Burns bar fyrri full­yrð­ingu sína um að Trump ætl­aði að náða Assange, til baka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent