Samstarfsmiðlar Assange segja ákæru Bandaríkjastjórnar setja „hættulegt fordæmi“

Það er kominn tími á að Bandaríkjastjórn hætti að eltast við Julian Assange fyrir að birta leyndarmál, segja ritstjórar og útgefendur New York Times, Guardian, Der Spiegel, Le Monde og El País, í opnu bréfi til stjórnvalda í Bandaríkjunum.

Fleiri en útgefendur helstu fjölmiðla Vesturlanda lýsa yfir stuðningi við Assange. Í gær áttu fulltrúar WikiLeaks, þeirra á meðal ritstjórinn Kristinn Hrafnsson, fund með Lula Brasilíuforseta um mál hans.
Fleiri en útgefendur helstu fjölmiðla Vesturlanda lýsa yfir stuðningi við Assange. Í gær áttu fulltrúar WikiLeaks, þeirra á meðal ritstjórinn Kristinn Hrafnsson, fund með Lula Brasilíuforseta um mál hans.
Auglýsing

Útgef­endur og rit­stjórar fimm af stærstu fjöl­miðlum hins vest­ræna heims, banda­ríska blaðs­ins New York Times, breska blaðs­ins Guar­di­an, franska blaðs­ins Le Monde, þýska blaðs­ins Der Spi­egel og spænska blaðs­ins El País, hvetja nú banda­rísk stjórn­völd til þess að falla frá ákærum á hendur stofn­anda Wiki­Leaks, Julian Assange.

Þetta kemur fram í opnu bréfi sem for­svars­menn fjöl­miðl­anna fimm skrif­uðu Banda­ríkja­stjórn í gær, en þar segir að ákæran á hendur Assange setji „hættu­legt for­dæmi“ sem gæti haft kæl­ing­ar­á­hrif á umfjöllun um þjóðar­ör­ygg­is­mál.

Í bréf­inu frá miðl­unum segir að að það að kom­ast yfir og greina frá við­kvæmum upp­lýs­ingum þegar það er nauð­syn­legt í almanna­þágu sé kjarn­inn í dag­legu starfi blaða­manna. „Ef sú vinna er gerð glæp­sam­leg, veikir það opin­bera umræðu og lýð­ræðin okkar veru­lega,“ segir í bréfi miðl­anna.

Öll þessi fimm fjöl­miðla­fyr­ir­tæki sem nú skora á Biden-­stjórn­ina um að falla frá ákær­unum störf­uðu með Assange á árunum 2010 og 2011, en Wiki­Leaks komst yfir ýmis gögn frá banda­rísku utan­rík­is­þjón­ust­unni og hernum og lét hefð­bundnum fjöl­miðlum þau í té. Fréttir voru sagðir af þeim leynd­ar­málum sem finna mátti í gögn­unum um allan heim.

Auglýsing

Í bréf­inu frá útgef­endum fjöl­miðl­anna fimm segir að árið 2011 hafi for­svars­menn þess­ara sömu miðla gagn­rýnt Assange fyrir að birta gögnin órit­skoðuð á Wiki­Leaks og að einnig hafi sumir útgef­endur í hópnum áhyggjur af ásök­unum á hendur Assange um að hann hafi reynt að hjálpa til við tölvu­inn­brot í lok­aðan gagna­grunn. „En nú erum við sam­einuð í því að lýsa yfir þungum áhyggjum af áfram­hald­andi sak­sókn á hendur Julian Assange fyrir að kom­ast yfir og birta trún­að­ar­gögn,“ segir í bréf­inu.

Þar er þess getið að Banda­ríkja­stjórn undir for­ystu Barack Obama hafi tekið þann pól í hæð­ina að ef ákæra ætti Assange þyrftu stjórn­völd einnig að ákæra blaða­menn hefð­bund­inna fjöl­miðla sem fjöll­uðu um inni­hald gagn­anna. Undir stjórn Don­ald Trump hefði afstaðan hins vegar breyst, og njósn­a­lög­gjöf frá 1917 sem hönnuð var til að taka á njósnum í fyrri heims­styrj­öld, verið notuð til að ákæra Assange, fyrstan fjöl­miðla­manna.

Mynd: EPA

„Þessi ákæra setur hættu­legt for­dæmi og gæti grafið undan tján­ing­ar­frels­is­á­kvæði stjórn­ar­skrár Banda­ríkj­anna og frelsi fjöl­miðla,“ segir í bréfi útgef­end­anna, sem segja að núna tólf árum eftir fjöl­miðlar í sam­starfi við Wiki­Leaks birtu Cable gate upp­ljóstr­an­irnar sé kom­inn tími á að Banda­ríkja­stjórn hætti að elt­ast við Julian Assange fyrir að birta leynd­ar­mál.

Assange, sem var hand­tek­inn í Bret­landi árið 2019, hefur verið að berj­ast gegn fram­sali til Banda­ríkj­anna síðan þá. Alls hafa banda­rísk yfir­völd lagt fram ákæru á hendur honum í átján lið­um, sem gætu leitt til þess að hann yrði dæmdur í alls 175 ára fang­elsi. Lög­fræð­ingar Banda­ríkja­stjórnar hafa þó sagt, fyrir dómi í Bret­landi, að lík­leg nið­ur­staða í máli Assange yrði 4-6 ára fang­elsi.

Teymi frá Wiki­Leaks fundar með þjóð­ar­leið­togum í Suð­ur­-Am­er­íku

Íslenski fjöl­miðla­mað­ur­inn Krist­inn Hrafns­son er í dag rit­stjóri Wiki­Leaks. Hann er nú á ferð um Suð­ur­-Am­er­íku ásamt fleirum frá Wiki­Leaks og hefur til þessa átt fundi með tveimur for­setum ríkja álf­unnar um mál Julian Assange.

Í gær­kvöldi fund­aði Krist­inn með nýkjörnum for­seta Bras­il­íu, Luiz Inácio Lula da Sil­va, og segir frá því í færslu á Face­book að honum hafi þótt sér­stak­lega vænt um fund­inn þar sem Lula sé að fara í gegnum gríð­ar­lega erfið valda­skipti, þar sem rífa þurfi stjórn­ar­taumana af Bol­son­aro.

„Við áttum gott spjall á löngum einka­fundi um mál­efni Julian Assange og þær póli­tísku ofsóknir sem bein­ast gegn honum og Wiki­Leaks. Lula hefur sjálfur þurft að þola slíkar ofsóknir og fang­elsun og er póli­tísk upp­risa hans sögu­leg með kosn­inga­sigri fyrir tæpum mán­uði. Þessi hlýi og þægi­legi maður hét áfram­hald­andi stuðn­ingi við þá bar­áttu að hrinda ógn við fjöl­miðla­fresli i heim­inum sem ofsókn­inar gegn Julian fela í sér,“ skrifar Krist­inn.

„Brasil­ía, stærsta og öfl­ug­asta ríki Suður Amer­íku er að senda afdrátt­ar­laus skila­boð til Biden stjórn­ar­inn­ar. Það hefur Gustavo Petro for­seti Kól­umbíu þegar gert með skýrum hætt­i,“ segir Krist­inn, sem fund­aði með Kól­umbíu­for­seta á dög­unum og segir heim­sóknir til fleiri landa framund­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent