Skora á íslensk stjórnvöld að beita sér gegn framsali Assange

Félag fréttamanna RÚV fordæmir handtöku Assange og skora á íslensk stjórnvöld að beita sér gegn framsali hans.

Julian Assange
Auglýsing

Félag frétta­manna RÚV for­dæmir hand­töku Juli­ans Assange harð­lega og mót­mælir ákvörðun inn­an­rík­is­ráð­herra Bret­lands um að sam­þykkja beiðni banda­rískra stjórn­valda um fram­sal hans. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu félags­ins.

Félagið telur enn fremur að fram­ganga Banda­ríkj­anna í máli Assange sé ógn við frelsi fjöl­miðla, en Banda­ríkin hafa ákært Assange fyrir land­ráð.

Auglýsing
Ákærurnar varða meintar ólög­mætar til­raunir Assange til að verða sér úti um og birta gögn er varða þjóðar­ör­yggi og með því brjóta lög um njósn­a­starf­semi, að því er kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu. Félagið segir að upp­lýs­ing­arnar sem Assange, Chel­sea Mann­ing og Wiki­leaks hafi upp­ljóstrað hafi átt mikið erindi við almenn­ing.

Vegið að heim­ilda­vernd fjöl­miðla

„Hætt er við því að mann­rétt­indi Assange verði þar fyrir borð borin þar sem stjórn­völd ganga fram af mik­illi og ómak­legri hörku í máli hans. Með ákæru banda­rískra stjórn­valda gegn Assange og hugs­an­legu fram­sali Breta á honum til Banda­ríkj­anna er einnig veg­ið gróf­lega að heim­ilda­vernd fjöl­miðla. Vernd sem hefur verið kveðið skýrt á um í dómi ­Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu að sé meðal grunn­skil­yrða fyrir tján­ing­ar­frelsi ­fjöl­miðla,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Félagið telur að án slíkrar verndar gætu ýmsir heim­ild­ar­menn forð­ast það að veita fjöl­miðlum upp­lýs­ingar í málum er varða hags­muni almenn­ings. Þar af leiðir gæti verið grafið undan eft­ir­lits­hlut­verki fjöl­miðla sem dragi úr mögu­leikum þeirra til að miðla áreið­an­legum og nákvæmum upp­lýs­ing­um.

„Lýð­ræði þrífst ekki án sjálf­stæðra fjöl­miðla. Sjálf­stæðir fjöl­miðlar þríf­ast vart ef ­stjórn­völd ofsækja upp­ljóstr­ara sem koma upp­lýs­ingum á fram­færi,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unni.

Skora á íslensk stjórn­völd

Félag frétta­manna skorar á íslensk stjórn­völd að beita sér fyrir því að Assange verð­i ekki fram­seldur til Banda­ríkj­anna og vísa til þings­á­lykt­unar sem sam­þykkt var á Alþingi um að Ísland ætti að skapa sér sér­stöðu varð­andi vernd tján­ing­ar- og upp­lýs­inga­frels­is.

„Lengi var lítið um efndir en nú hafa verið stigin skref í átt að því að standa við á­lykt­un­ina þótt að lengra megi og verði að ganga. Félagið skorar á stjórn­völd að ­starfa í anda þings­á­lykt­un­ar­innar frá 16. júní 2010, innan lands jafnt sem utan, og beita sér fyrir tján­ing­ar­frelsi og upp­lýs­inga­frelsi,“ segir í til­kynn­ing­unni að lok­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent