Skora á íslensk stjórnvöld að beita sér gegn framsali Assange

Félag fréttamanna RÚV fordæmir handtöku Assange og skora á íslensk stjórnvöld að beita sér gegn framsali hans.

Julian Assange
Auglýsing

Félag frétta­manna RÚV for­dæmir hand­töku Juli­ans Assange harð­lega og mót­mælir ákvörðun inn­an­rík­is­ráð­herra Bret­lands um að sam­þykkja beiðni banda­rískra stjórn­valda um fram­sal hans. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu félags­ins.

Félagið telur enn fremur að fram­ganga Banda­ríkj­anna í máli Assange sé ógn við frelsi fjöl­miðla, en Banda­ríkin hafa ákært Assange fyrir land­ráð.

Auglýsing
Ákærurnar varða meintar ólög­mætar til­raunir Assange til að verða sér úti um og birta gögn er varða þjóðar­ör­yggi og með því brjóta lög um njósn­a­starf­semi, að því er kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu. Félagið segir að upp­lýs­ing­arnar sem Assange, Chel­sea Mann­ing og Wiki­leaks hafi upp­ljóstrað hafi átt mikið erindi við almenn­ing.

Vegið að heim­ilda­vernd fjöl­miðla

„Hætt er við því að mann­rétt­indi Assange verði þar fyrir borð borin þar sem stjórn­völd ganga fram af mik­illi og ómak­legri hörku í máli hans. Með ákæru banda­rískra stjórn­valda gegn Assange og hugs­an­legu fram­sali Breta á honum til Banda­ríkj­anna er einnig veg­ið gróf­lega að heim­ilda­vernd fjöl­miðla. Vernd sem hefur verið kveðið skýrt á um í dómi ­Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu að sé meðal grunn­skil­yrða fyrir tján­ing­ar­frelsi ­fjöl­miðla,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Félagið telur að án slíkrar verndar gætu ýmsir heim­ild­ar­menn forð­ast það að veita fjöl­miðlum upp­lýs­ingar í málum er varða hags­muni almenn­ings. Þar af leiðir gæti verið grafið undan eft­ir­lits­hlut­verki fjöl­miðla sem dragi úr mögu­leikum þeirra til að miðla áreið­an­legum og nákvæmum upp­lýs­ing­um.

„Lýð­ræði þrífst ekki án sjálf­stæðra fjöl­miðla. Sjálf­stæðir fjöl­miðlar þríf­ast vart ef ­stjórn­völd ofsækja upp­ljóstr­ara sem koma upp­lýs­ingum á fram­færi,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unni.

Skora á íslensk stjórn­völd

Félag frétta­manna skorar á íslensk stjórn­völd að beita sér fyrir því að Assange verð­i ekki fram­seldur til Banda­ríkj­anna og vísa til þings­á­lykt­unar sem sam­þykkt var á Alþingi um að Ísland ætti að skapa sér sér­stöðu varð­andi vernd tján­ing­ar- og upp­lýs­inga­frels­is.

„Lengi var lítið um efndir en nú hafa verið stigin skref í átt að því að standa við á­lykt­un­ina þótt að lengra megi og verði að ganga. Félagið skorar á stjórn­völd að ­starfa í anda þings­á­lykt­un­ar­innar frá 16. júní 2010, innan lands jafnt sem utan, og beita sér fyrir tján­ing­ar­frelsi og upp­lýs­inga­frelsi,“ segir í til­kynn­ing­unni að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals um ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent