Opnað á framsal Assange til Bandaríkjanna

Áfrýjunardómstóll í Bretlandi sneri í dag fyrri ákvörðun dómstóls þar í landi í máli Julians Assange. Því hefur verið opnað á að stofnandi Wikileaks verði framseldur til Bandaríkjanna.

Julian Assange gæti orðið framseldur til Bandaríkjanna í kjölfar niðurstöðu dagsins.
Julian Assange gæti orðið framseldur til Bandaríkjanna í kjölfar niðurstöðu dagsins.
Auglýsing

Breskum yfir­völdum er heim­ilt að fram­selja Julian Assange stofn­anda Wiki­leaks til Banda­ríkj­anna, sam­kvæmt nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­dóm­stóls í Bret­landi í dag. Með þessum dómi er fyrri nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms, frá 4. jan­úar á þessu ári, um að ekki mætti fram­selja Assange til Banda­ríkj­anna, snúið við.

Banda­ríkja­stjórn fékk í sumar leyfi til að áfrýja nið­ur­stöð­unni, en upp­haf­leg nið­ur­staða hér­aðs­dóm­ara var sú að synja bæri fram­sals­beiðni Banda­ríkj­anna vegna and­legrar heilsu Assange, sem glímdi við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Sam­fara áfrýjun Banda­ríkja­stjórn­ar, sem vill hneppa Assange í allt að 175 ára fang­elsi á grund­velli 18 ákæru­liða fyrir að ljóstra upp um stríðs­glæpi með því að birta trún­að­ar­gögn banda­ríska hers­ins á Wiki­leaks, voru lögð fram lof­orð um hugað yrði að vel­ferð Assange.

Auglýsing

Á meðal þess sem lög­fræð­ingar Banda­ríkja­stjórnar lof­uðu, og varð til þess að nið­ur­stöðu hér­aðs­dóms var snú­ið, var það að Assange yrði ekki lát­inn sæta ein­angr­un­ar­vist fyrir eða eftir rétt­ar­höld í Banda­ríkj­unum né að hann yrði vistaður í háör­ygg­is­fang­elsi.

Lög­fræð­ingar Banda­ríkja­stjórnar hafa einnig lofað því að Assange verði veitt heim­ild til þess að afplána fang­els­is­dóm, ef ein­hver verð­ur, í Ástr­al­íu, sem er heima­land hans. Þeir hafa talað um að lík­leg nið­ur­staða í máli Assange yrði 4-6 ára fang­els­is­dóm­ur, þrátt fyrir að ákæra á hendur honum feli í sér mögu­leik­ann á allt að 175 ára dómi ef refsiramm­inn yrði nýttur til fulls.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks.

Ekki er ljóst á þess­ari stundu hvort mögu­legt verður fyrir Assange og lög­menn á hans vegum að áfrýja nið­ur­stöð­unni, eða hvort hún standi sem end­an­leg, sam­kvæmt frétt BBC.

„Þessum slag lýkur ekki hér“

Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­leaks tjáði sig um nið­ur­stöð­una á Twitter skömmu eftir að hún lá fyr­ir. Sagði hann að þessum slag myndi ekki ljúka hér. Hann minnt­ist einnig á það að í dag, 10. des­em­ber, er mann­rétt­inda­dagur Sam­ein­uðu þjóð­anna og að breski dóm­stóll­inn hefði með ákvörðun sinni í dag bæði varpað skugga yfir rann­sókn­ar­blaða­mennsku og tekið ákvörðun um að halda áfram „pynt­ing­um“ í garð Assange.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent