Mál Julians Assange vindur enn upp á sig – „Réttarfarslegur skandall og farsakenndur“

Bandaríkjastjórn hefur fengið leyfi til að áfrýja því að Julian Assange skuli ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna, þar sem hann sætir ákæru fyrir njósnir. Ritstjóri Wikileaks hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málinu.

Stella Moris, unnusta Julians Assange, ásamt tveimur sonum þeirra, Max og Gabriel á fimmtugsafmæli hans um helgina.
Stella Moris, unnusta Julians Assange, ásamt tveimur sonum þeirra, Max og Gabriel á fimmtugsafmæli hans um helgina.
Auglýsing

Hæstiréttur í London hefur veitt Bandaríkjastjórn leyfi til að áfrýja að hluta til þeim dómi sem féll þann 4. janúar síðastliðinn að Julian Assange stofnandi Wikileaks skuli ekki framseldur til Bandaríkjanna vegna heilsufarsástæðna. Assange hefur nú dúsað í öryggisfangelsi í Bretlandi í yfir tvö ár.

Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir í samtali við Kjarnann að þessi niðurstaða komi ekki á óvart en að auðvitað hafi málið áhrif á Assange.

„Það þarf nú einhvern ofurmannlegan styrk til þess að það geri það ekki. Við þekkjum nú þá sögu hvernig það er að sitja í gæsluvarðhaldi mánuðum saman, hvað þá í þessu tilfelli í rúmlega tvö ár eins og hann hefur þurft að þola núna. Þetta er náttúrulega algjörlega óafsakanlegt í réttarríki. Honum var varpað í mesta öryggisfangelsi Bretlands með hryðjuverkamönnum, morðingjum og ofbeldisfullum glæpamönnum. Og hann er látinn dúsa þar í allan þennan tíma á meðan kerfið er að dunda sér við að tefja framvindu málsins árum saman.“

Auglýsing

Efuðust um sérfræðiálit

Kristinn segir að dómurinn í janúar hafi fyrst og fremst snúið að heilsufari Assange og þeirri áhættu sem framsalið myndi skapa honum. „Og eins hitt að þeir höfðu efasemdir um það að bandaríska fangelsiskerfið myndi taka þannig við honum að heilsu hans væri ekki hætta búin. Það liggur fyrir að hann þarf að sæta einangrunarvist á meðan hann bíður réttarhalda í Bandaríkjunum og ef hann er dæmdur, sem allar líkur eru á, þá mun hann þurfa að dúsa í öryggisfangelsi í ákveðið langan tíma um ævina.“

Hann bendir á að Bandaríkjamenn hafi efast um læknisfræðilegt mat á heilsufari Assange og gengið býsna nærri því að höggva að trúverðugleika þeirra sem mátu hann á sínum tíma. „Hitt er að þeir telja sig geta farið mildum höndum og mjúklega í fangelsiskerfinu sínu og að honum sé engin hætta búin ef hann kemur til Bandaríkjanna og er dæmdur.“

Taka skal fram að í leyfinu til áfrýjunar var ekki fallist á að Bandaríkjastjórn gæti áfrýjað á þeim grundvelli að ekki væri mark takandi á álitum sérfræðinga varðandi heilsufar Assange.

Réttarfarslegur skandall

„Það er náttúrulega mjög sorglegt að enn skuli vera haldið áfram þessu skelfilega máli, sem er réttarfarslegur skandall – og farsakenndur sem slíkur,“ segir Kristinn. Málið sé dregið áfram svo mánuðum skiptir og ekkert sé hugað að því að maðurinn sitji í varðhaldi á meðan sem frjáls maður. „Þetta er fáheyrt í bresku réttarkerfi.“

Hann segir að það muni ráðast á næstu dögum hvenær málið verði flutt í réttarsal. „En miðað við gang mála þá verður það væntanlega eftir einhverja mánuði.“

Kristinn Hrafnsson Mynd: EPA

Hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér

Kristinn skoraði á íslenska þingmenn um liðna helgi að láta í sér heyra varðandi þetta mál en þingmenn víðsvegar að úr heiminum hafa látið sig málið varða og mótmælt fangelsun Assange.

„Mér þætti mjög verðmætt að fá þetta inn í umræðuna, ekki síst þegar búið er að varpa ljósi á að þáttur Íslands kemur inn í þessa makalausu sögu,“ segir Kristinn og vísar í umfjöllun Stundarinnar þar sem fram kemur að boð FBI til að hjálpa íslenskur stjórnvöldum árið 2011 að stöðva hóp tölvuhakkara hafi verið blekking til þess að framkalla aðstöðu á Íslandi til að koma böndum á uppljóstrarasamtökin Wikileaks og stofnandann Julian Assange.

Hann hvetur enn fremur íslensk stjórnvöld til að beita sér í þessu máli. „Það væri ánægjulegt ef stjórnvöld tækju þetta upp og gerðu eilítið hreint fyrir sínum dyrum – því ekki er búið að gera upp það mál hvernig íslensk stjórnvöld voru þvæld inn í þennan blekkingarleik sem búinn var til. Það hefur nú verið opinberað að fullu og teygir sig allt frá árinu 2011 fram til 2019.“ Honum finnst alvarlegt að íslensk stjórnvöld hafi látið hafa sig út í málið með þessum hætti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent