Mál Julians Assange vindur enn upp á sig – „Réttarfarslegur skandall og farsakenndur“

Bandaríkjastjórn hefur fengið leyfi til að áfrýja því að Julian Assange skuli ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna, þar sem hann sætir ákæru fyrir njósnir. Ritstjóri Wikileaks hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málinu.

Stella Moris, unnusta Julians Assange, ásamt tveimur sonum þeirra, Max og Gabriel á fimmtugsafmæli hans um helgina.
Stella Moris, unnusta Julians Assange, ásamt tveimur sonum þeirra, Max og Gabriel á fimmtugsafmæli hans um helgina.
Auglýsing

Hæsti­réttur í London hefur veitt Banda­ríkja­stjórn leyfi til að áfrýja að hluta til þeim dómi sem féll þann 4. jan­úar síð­ast­lið­inn að Julian Assange stofn­andi Wiki­leaks skuli ekki fram­seldur til Banda­ríkj­anna vegna heilsu­fars­á­stæðna. Assange hefur nú dúsað í örygg­is­fang­elsi í Bret­landi í yfir tvö ár.

Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­leaks segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessi nið­ur­staða komi ekki á óvart en að auð­vitað hafi málið áhrif á Assange.

„Það þarf nú ein­hvern ofur­mann­legan styrk til þess að það geri það ekki. Við þekkjum nú þá sögu hvernig það er að sitja í gæslu­varð­haldi mán­uðum sam­an, hvað þá í þessu til­felli í rúm­lega tvö ár eins og hann hefur þurft að þola núna. Þetta er nátt­úru­lega algjör­lega óaf­sak­an­legt í rétt­ar­ríki. Honum var varpað í mesta örygg­is­fang­elsi Bret­lands með hryðju­verka­mönn­um, morð­ingjum og ofbeld­is­fullum glæpa­mönn­um. Og hann er lát­inn dúsa þar í allan þennan tíma á meðan kerfið er að dunda sér við að tefja fram­vindu máls­ins árum sam­an.“

Auglýsing

Efuð­ust um sér­fræði­á­lit

Krist­inn segir að dóm­ur­inn í jan­úar hafi fyrst og fremst snúið að heilsu­fari Assange og þeirri áhættu sem fram­salið myndi skapa hon­um. „Og eins hitt að þeir höfðu efa­semdir um það að banda­ríska fang­els­is­kerfið myndi taka þannig við honum að heilsu hans væri ekki hætta búin. Það liggur fyrir að hann þarf að sæta ein­angr­un­ar­vist á meðan hann bíður rétt­ar­halda í Banda­ríkj­unum og ef hann er dæmd­ur, sem allar líkur eru á, þá mun hann þurfa að dúsa í örygg­is­fang­elsi í ákveðið langan tíma um ævina.“

Hann bendir á að Banda­ríkja­menn hafi efast um lækn­is­fræði­legt mat á heilsu­fari Assange og gengið býsna nærri því að höggva að trú­verð­ug­leika þeirra sem mátu hann á sínum tíma. „Hitt er að þeir telja sig geta farið mildum höndum og mjúk­lega í fang­els­is­kerf­inu sínu og að honum sé engin hætta búin ef hann kemur til Banda­ríkj­anna og er dæmd­ur.“

Taka skal fram að í leyf­inu til áfrýj­unar var ekki fall­ist á að Banda­ríkja­stjórn gæti áfrýjað á þeim grund­velli að ekki væri mark tak­andi á álitum sér­fræð­inga varð­andi heilsu­far Assange.

Rétt­ar­fars­legur skandall

„Það er nátt­úru­lega mjög sorg­legt að enn skuli vera haldið áfram þessu skelfi­lega máli, sem er rétt­ar­fars­legur skandall – og far­sa­kenndur sem slík­ur,“ segir Krist­inn. Málið sé dregið áfram svo mán­uðum skiptir og ekk­ert sé hugað að því að mað­ur­inn sitji í varð­haldi á meðan sem frjáls mað­ur. „Þetta er fáheyrt í bresku rétt­ar­kerf­i.“

Hann segir að það muni ráð­ast á næstu dögum hvenær málið verði flutt í rétt­ar­sal. „En miðað við gang mála þá verður það vænt­an­lega eftir ein­hverja mán­uð­i.“

Kristinn Hrafnsson Mynd: EPA

Hvetur íslensk stjórn­völd til að beita sér

Krist­inn skor­aði á íslenska þing­menn um liðna helgi að láta í sér heyra varð­andi þetta mál en þing­menn víðs­vegar að úr heim­inum hafa látið sig málið varða og mót­mælt fang­elsun Assange.

„Mér þætti mjög verð­mætt að fá þetta inn í umræð­una, ekki síst þegar búið er að varpa ljósi á að þáttur Íslands kemur inn í þessa maka­lausu sög­u,“ segir Krist­inn og vísar í umfjöllun Stund­ar­innar þar sem fram kemur að boð FBI til að hjálpa íslenskur stjórn­völdum árið 2011 að stöðva hóp tölvu­hakk­ara hafi verið blekk­ing til þess að fram­kalla aðstöðu á Íslandi til að koma böndum á upp­ljóstr­ar­a­sam­tökin Wiki­leaks og stofn­and­ann Julian Assange.

Hann hvetur enn fremur íslensk stjórn­völd til að beita sér í þessu máli. „Það væri ánægju­legt ef stjórn­völd tækju þetta upp og gerðu eilítið hreint fyrir sínum dyrum – því ekki er búið að gera upp það mál hvernig íslensk stjórn­völd voru þvæld inn í þennan blekk­ing­ar­leik sem búinn var til. Það hefur nú verið opin­berað að fullu og teygir sig allt frá árinu 2011 fram til 2019.“ Honum finnst alvar­legt að íslensk stjórn­völd hafi látið hafa sig út í málið með þessum hætti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent