Mál Julians Assange vindur enn upp á sig – „Réttarfarslegur skandall og farsakenndur“

Bandaríkjastjórn hefur fengið leyfi til að áfrýja því að Julian Assange skuli ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna, þar sem hann sætir ákæru fyrir njósnir. Ritstjóri Wikileaks hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málinu.

Stella Moris, unnusta Julians Assange, ásamt tveimur sonum þeirra, Max og Gabriel á fimmtugsafmæli hans um helgina.
Stella Moris, unnusta Julians Assange, ásamt tveimur sonum þeirra, Max og Gabriel á fimmtugsafmæli hans um helgina.
Auglýsing

Hæsti­réttur í London hefur veitt Banda­ríkja­stjórn leyfi til að áfrýja að hluta til þeim dómi sem féll þann 4. jan­úar síð­ast­lið­inn að Julian Assange stofn­andi Wiki­leaks skuli ekki fram­seldur til Banda­ríkj­anna vegna heilsu­fars­á­stæðna. Assange hefur nú dúsað í örygg­is­fang­elsi í Bret­landi í yfir tvö ár.

Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­leaks segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessi nið­ur­staða komi ekki á óvart en að auð­vitað hafi málið áhrif á Assange.

„Það þarf nú ein­hvern ofur­mann­legan styrk til þess að það geri það ekki. Við þekkjum nú þá sögu hvernig það er að sitja í gæslu­varð­haldi mán­uðum sam­an, hvað þá í þessu til­felli í rúm­lega tvö ár eins og hann hefur þurft að þola núna. Þetta er nátt­úru­lega algjör­lega óaf­sak­an­legt í rétt­ar­ríki. Honum var varpað í mesta örygg­is­fang­elsi Bret­lands með hryðju­verka­mönn­um, morð­ingjum og ofbeld­is­fullum glæpa­mönn­um. Og hann er lát­inn dúsa þar í allan þennan tíma á meðan kerfið er að dunda sér við að tefja fram­vindu máls­ins árum sam­an.“

Auglýsing

Efuð­ust um sér­fræði­á­lit

Krist­inn segir að dóm­ur­inn í jan­úar hafi fyrst og fremst snúið að heilsu­fari Assange og þeirri áhættu sem fram­salið myndi skapa hon­um. „Og eins hitt að þeir höfðu efa­semdir um það að banda­ríska fang­els­is­kerfið myndi taka þannig við honum að heilsu hans væri ekki hætta búin. Það liggur fyrir að hann þarf að sæta ein­angr­un­ar­vist á meðan hann bíður rétt­ar­halda í Banda­ríkj­unum og ef hann er dæmd­ur, sem allar líkur eru á, þá mun hann þurfa að dúsa í örygg­is­fang­elsi í ákveðið langan tíma um ævina.“

Hann bendir á að Banda­ríkja­menn hafi efast um lækn­is­fræði­legt mat á heilsu­fari Assange og gengið býsna nærri því að höggva að trú­verð­ug­leika þeirra sem mátu hann á sínum tíma. „Hitt er að þeir telja sig geta farið mildum höndum og mjúk­lega í fang­els­is­kerf­inu sínu og að honum sé engin hætta búin ef hann kemur til Banda­ríkj­anna og er dæmd­ur.“

Taka skal fram að í leyf­inu til áfrýj­unar var ekki fall­ist á að Banda­ríkja­stjórn gæti áfrýjað á þeim grund­velli að ekki væri mark tak­andi á álitum sér­fræð­inga varð­andi heilsu­far Assange.

Rétt­ar­fars­legur skandall

„Það er nátt­úru­lega mjög sorg­legt að enn skuli vera haldið áfram þessu skelfi­lega máli, sem er rétt­ar­fars­legur skandall – og far­sa­kenndur sem slík­ur,“ segir Krist­inn. Málið sé dregið áfram svo mán­uðum skiptir og ekk­ert sé hugað að því að mað­ur­inn sitji í varð­haldi á meðan sem frjáls mað­ur. „Þetta er fáheyrt í bresku rétt­ar­kerf­i.“

Hann segir að það muni ráð­ast á næstu dögum hvenær málið verði flutt í rétt­ar­sal. „En miðað við gang mála þá verður það vænt­an­lega eftir ein­hverja mán­uð­i.“

Kristinn Hrafnsson Mynd: EPA

Hvetur íslensk stjórn­völd til að beita sér

Krist­inn skor­aði á íslenska þing­menn um liðna helgi að láta í sér heyra varð­andi þetta mál en þing­menn víðs­vegar að úr heim­inum hafa látið sig málið varða og mót­mælt fang­elsun Assange.

„Mér þætti mjög verð­mætt að fá þetta inn í umræð­una, ekki síst þegar búið er að varpa ljósi á að þáttur Íslands kemur inn í þessa maka­lausu sög­u,“ segir Krist­inn og vísar í umfjöllun Stund­ar­innar þar sem fram kemur að boð FBI til að hjálpa íslenskur stjórn­völdum árið 2011 að stöðva hóp tölvu­hakk­ara hafi verið blekk­ing til þess að fram­kalla aðstöðu á Íslandi til að koma böndum á upp­ljóstr­ar­a­sam­tökin Wiki­leaks og stofn­and­ann Julian Assange.

Hann hvetur enn fremur íslensk stjórn­völd til að beita sér í þessu máli. „Það væri ánægju­legt ef stjórn­völd tækju þetta upp og gerðu eilítið hreint fyrir sínum dyrum – því ekki er búið að gera upp það mál hvernig íslensk stjórn­völd voru þvæld inn í þennan blekk­ing­ar­leik sem búinn var til. Það hefur nú verið opin­berað að fullu og teygir sig allt frá árinu 2011 fram til 2019.“ Honum finnst alvar­legt að íslensk stjórn­völd hafi látið hafa sig út í málið með þessum hætti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent