Mál Julians Assange vindur enn upp á sig – „Réttarfarslegur skandall og farsakenndur“

Bandaríkjastjórn hefur fengið leyfi til að áfrýja því að Julian Assange skuli ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna, þar sem hann sætir ákæru fyrir njósnir. Ritstjóri Wikileaks hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málinu.

Stella Moris, unnusta Julians Assange, ásamt tveimur sonum þeirra, Max og Gabriel á fimmtugsafmæli hans um helgina.
Stella Moris, unnusta Julians Assange, ásamt tveimur sonum þeirra, Max og Gabriel á fimmtugsafmæli hans um helgina.
Auglýsing

Hæsti­réttur í London hefur veitt Banda­ríkja­stjórn leyfi til að áfrýja að hluta til þeim dómi sem féll þann 4. jan­úar síð­ast­lið­inn að Julian Assange stofn­andi Wiki­leaks skuli ekki fram­seldur til Banda­ríkj­anna vegna heilsu­fars­á­stæðna. Assange hefur nú dúsað í örygg­is­fang­elsi í Bret­landi í yfir tvö ár.

Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­leaks segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessi nið­ur­staða komi ekki á óvart en að auð­vitað hafi málið áhrif á Assange.

„Það þarf nú ein­hvern ofur­mann­legan styrk til þess að það geri það ekki. Við þekkjum nú þá sögu hvernig það er að sitja í gæslu­varð­haldi mán­uðum sam­an, hvað þá í þessu til­felli í rúm­lega tvö ár eins og hann hefur þurft að þola núna. Þetta er nátt­úru­lega algjör­lega óaf­sak­an­legt í rétt­ar­ríki. Honum var varpað í mesta örygg­is­fang­elsi Bret­lands með hryðju­verka­mönn­um, morð­ingjum og ofbeld­is­fullum glæpa­mönn­um. Og hann er lát­inn dúsa þar í allan þennan tíma á meðan kerfið er að dunda sér við að tefja fram­vindu máls­ins árum sam­an.“

Auglýsing

Efuð­ust um sér­fræði­á­lit

Krist­inn segir að dóm­ur­inn í jan­úar hafi fyrst og fremst snúið að heilsu­fari Assange og þeirri áhættu sem fram­salið myndi skapa hon­um. „Og eins hitt að þeir höfðu efa­semdir um það að banda­ríska fang­els­is­kerfið myndi taka þannig við honum að heilsu hans væri ekki hætta búin. Það liggur fyrir að hann þarf að sæta ein­angr­un­ar­vist á meðan hann bíður rétt­ar­halda í Banda­ríkj­unum og ef hann er dæmd­ur, sem allar líkur eru á, þá mun hann þurfa að dúsa í örygg­is­fang­elsi í ákveðið langan tíma um ævina.“

Hann bendir á að Banda­ríkja­menn hafi efast um lækn­is­fræði­legt mat á heilsu­fari Assange og gengið býsna nærri því að höggva að trú­verð­ug­leika þeirra sem mátu hann á sínum tíma. „Hitt er að þeir telja sig geta farið mildum höndum og mjúk­lega í fang­els­is­kerf­inu sínu og að honum sé engin hætta búin ef hann kemur til Banda­ríkj­anna og er dæmd­ur.“

Taka skal fram að í leyf­inu til áfrýj­unar var ekki fall­ist á að Banda­ríkja­stjórn gæti áfrýjað á þeim grund­velli að ekki væri mark tak­andi á álitum sér­fræð­inga varð­andi heilsu­far Assange.

Rétt­ar­fars­legur skandall

„Það er nátt­úru­lega mjög sorg­legt að enn skuli vera haldið áfram þessu skelfi­lega máli, sem er rétt­ar­fars­legur skandall – og far­sa­kenndur sem slík­ur,“ segir Krist­inn. Málið sé dregið áfram svo mán­uðum skiptir og ekk­ert sé hugað að því að mað­ur­inn sitji í varð­haldi á meðan sem frjáls mað­ur. „Þetta er fáheyrt í bresku rétt­ar­kerf­i.“

Hann segir að það muni ráð­ast á næstu dögum hvenær málið verði flutt í rétt­ar­sal. „En miðað við gang mála þá verður það vænt­an­lega eftir ein­hverja mán­uð­i.“

Kristinn Hrafnsson Mynd: EPA

Hvetur íslensk stjórn­völd til að beita sér

Krist­inn skor­aði á íslenska þing­menn um liðna helgi að láta í sér heyra varð­andi þetta mál en þing­menn víðs­vegar að úr heim­inum hafa látið sig málið varða og mót­mælt fang­elsun Assange.

„Mér þætti mjög verð­mætt að fá þetta inn í umræð­una, ekki síst þegar búið er að varpa ljósi á að þáttur Íslands kemur inn í þessa maka­lausu sög­u,“ segir Krist­inn og vísar í umfjöllun Stund­ar­innar þar sem fram kemur að boð FBI til að hjálpa íslenskur stjórn­völdum árið 2011 að stöðva hóp tölvu­hakk­ara hafi verið blekk­ing til þess að fram­kalla aðstöðu á Íslandi til að koma böndum á upp­ljóstr­ar­a­sam­tökin Wiki­leaks og stofn­and­ann Julian Assange.

Hann hvetur enn fremur íslensk stjórn­völd til að beita sér í þessu máli. „Það væri ánægju­legt ef stjórn­völd tækju þetta upp og gerðu eilítið hreint fyrir sínum dyrum – því ekki er búið að gera upp það mál hvernig íslensk stjórn­völd voru þvæld inn í þennan blekk­ing­ar­leik sem búinn var til. Það hefur nú verið opin­berað að fullu og teygir sig allt frá árinu 2011 fram til 2019.“ Honum finnst alvar­legt að íslensk stjórn­völd hafi látið hafa sig út í málið með þessum hætti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent