Skorar á íslenska þingmenn að mótmæla fangelsun Assange líkt og breskir þingmenn

Julian Assange varð fimmtugur í dag en í tvö ár hefur hann setið í einu mesta öryggisfangelsi Bretlands. Ritstjóri Wikileaks skorar á íslenska þingmenn að láta í sér heyra.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
Auglýsing

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, skorar á íslenska þingmenn að láta í sér heyra varðandi mál Julian Assange sem dúsar enn í fangelsi í London. Ekki er búið að um það ákvörðun í áfrýjunarrétti í London hvort Bandaríkjamönnum verður leyft að áfrýja dómi um að hann verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Á meðan situr hann í mesta öryggisfangelsi Bretlands.

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Kristins á Facebook-síðu hans í gær.

Hann bendir á í færslunni að Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi Breska verkamannaflokksins, hafi síðastliðinn þriðjudag ásamt tveimur öðrum breskum þingmönnum farið að Belmarsh fangelsinu til að afhenta mótmælabréf frá þverpólitískum hópi 20 þingmanna þar sem þess var krafist að þeir fái fund með fanganum Julian Assange. „Það hefur verið hindrað,“ skrifar Kristinn.

Auglýsing

Þá bendir ritstjórinn enn fremur á að sama dag hafi 11 þingmenn Ástralíu úr öllum flokkum sent videoákall til Joe Bidens Bandaríkjaforseta um að fella málið gegn Assange niður.

Stuðningur þingmanna Í fyrradag fór Jeremy Corbyn ásamt tveimur öðrum breskum þingmönnum að Belmarsh fangelsinu til að...

Posted by Kristinn Hrafnsson on Friday, July 2, 2021

„Deutsche Welle segir fréttir af því í dag að þingmenn allra þýskra flokka (að undanskyldum öfgaflokknum AfD) hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem vitnað er í fréttir Stundarinnar og sagt að hún sýni að ásakanir á hendur Julian séu tilbúningur. Skorað er á Biden að stöðva þessar ofsóknir og á Merkel að beita sér fyrir því,“ skrifar Kristinn.

Corbyn tísti í dag, á afmælisdegi Assange, og sagði að Bretland og Bandaríkin væru ákveðin í að kveða niður óhentug sannindi – það sýndi fangelsun Assange.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent