Landsbankinn gerir ráð fyrir 800 þúsund ferðamönnum í ár

Hagfræðideild Landsbankans er bjartsýn um áætlaðan fjölda ferðamanna sem kemur hingað til lands í nýjustu þjóhagsspánni sinni.

Landsbankinn er bjartsýnni á komu ferðamanna til landsins en áður.
Landsbankinn er bjartsýnni á komu ferðamanna til landsins en áður.
Auglýsing

Ný þjóð­hags- og verð­bólgu­spá Lands­bank­ans fyrir næstu þrjú árin gerir ráð fyrir að 800 þús­und erlendir ferða­menn komi til lands­ins í ár. Þetta eru með bjart­sýn­ustu spám um fjölda ferða­manna sem íslenskir grein­ing­ar­að­ilar hafa gefið út.

Sam­kvæmt spánni mun lands­fram­leiðsla aukast um 4,9 pró­sent í ár, að mestu leyti vegna vaxtar í útflutn­ingi. Í síð­ustu hag­spá Lands­bank­ans, sem kom út í októ­ber í fyrra, var gert ráð fyrir komu 650 þús­und ferða­manna. Þar var einnig búist við tölu­vert minni hag­vexti, eða 3,4 pró­sent­um, og var það að stórum hluta vegna minni fjölda ferða­manna.

Auglýsing

Í síð­ustu þjóð­hags­spá Íslands­banka, sem kom út í lok jan­ú­ar, var hins vegar gert ráð fyrir að 700 þús­und ferða­menn myndu sækja landið heim í ár í lík­leg­ustu sviðs­mynd­inni. Bank­inn birti þó einnig bjart­ari sviðs­mynd, þar sem gert var ráð fyrir að ein milljón ferða­manna kæmi til lands­ins og svart­ari sviðs­mynd þar sem gert var ráð fyrir komu 450 þús­und ferða­manna.

Seðla­bank­inn bjóst einnig við komu 700 þús­und ferða­manna í síð­ustu Pen­inga­málum bank­ans, sem komu út í febr­ú­ar. Bank­inn hafði þá fært niður vænt­ingar sínar um ferða­manna­fjölda frá nóv­em­ber­spá sinni, þar sem hann taldi að 750 þús­und þeirra kæmu til lands­ins í ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent