Mynd: Samfylkingin

Tilraun til umfangsmikillar endurnýjunar hjá Samfylkingunni

Alls sækjast 49 eftir sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Margir nýir frambjóðendur ætla sér eitt af efstu sætunum og sumir þeirra njóta óopinbers stuðnings lykilfólks í flokknum í þeirri vegferð. Það þýðir að þau sem fyrir eru á fleti þyrftu að víkja. Það vilja þau ekki.

Á mið­viku­dag voru á sjötta tug til­nefndra nafna á blaði hjá Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík sem höfðu gefið leyfi fyrir því að nöfn þeirra yrðu lögð fyrir flokks­fólk í Reykja­vík sem mun á næst­unni lýsa skoðun sinni á fram­boðs­listum flokks­ins í höf­uð­borg­inni í kom­andi þing­kosn­ing­um. Þegar list­inn yfir til­nefnda var birtur á fimmtu­dag hafði nöfn­unum fækkað nokk­uð, meðal ann­ars vegna þess að ein­stak­lingar sem þykja lík­legir til að raða sér ofar­lega á blað kynntu sig til leiks áður en list­inn var birtur í heild. Það varð til þess að ein­hverjir hafa dregið þá ályktun að þeir ættu litla sem enga mögu­leika og því ákveðið að sitja heima. 

Á næsta dögum mun áður­nefnt flokks­fólk Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík merkja við nöfn þeirra ein­stak­linga sem það vill sjá á fram­boðs­lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík í þing­kosn­ingum á næsta ári. Nið­ur­staðan úr þeirri könnun verður ekki birt opin­ber­lega og verður ein­ungis aðgengi­leg upp­still­ing­ar­nefnd sem verður ekki bundin af henni, heldur mun hafa nið­ur­stöð­una til hlið­sjónar þegar hún raðar á fram­boðs­lista. 

Auglýsing

Þetta er kallað „sænska leið­in“ og er sann­ar­lega ekki óum­deild aðferð. Við­mæl­endur Kjarn­ans innan Sam­fylk­ing­ar­innar telja margir að önnur af tveimur ástæðum ráði því að þessi leið var far­in. Í fyrsta lagi fór flokk­ur­inn í próf­kjör víða í aðdrag­anda þing­kosn­inga 2016, sem jók enn á þá miklu sundr­ungu sem var í Sam­fylk­ing­unni þá þegar eftir erfitt kjör­tíma­bil. Afleið­ingin varð versta nið­ur­staða flokks­ins frá upp­hafi. Hann fékk 5,7 pró­sent atkvæða og einn kjör­dæma­kjör­inn þing­mann. Sam­hliða hrundu tekjur Sam­fylk­ing­ar­innar og innra starfið var við það að logn­ast út af á tíma­bili. Ef ekki hefði komið til þess að kosið var að nýju haustið 2017, þar sem flokk­ur­inn meira en tvö­fald­aði fylgi sitt, og að fram­lög úr rík­is­sjóði til stjórn­mála­flokka voru rúm­lega tvö­földuð í kjöl­far­ið, þá er óvíst hvort Sam­fylk­ingin hefði lifað þessa tíma af. 

Hræðsla við nið­ur­stöðu próf­kjara

Hin ástæðan er sú að ráð­andi öfl í flokknum vilja hafa trygg­ingu fyrir því að geta stillt upp lista sem er sig­ur­strang­leg­astur fyrir flokk­inn. Ýmsir sem Kjarn­inn ræddi við hrædd­ust að ef farið yrði í próf­kjör gæti per­sónu­legur metn­aður ýmissa fyr­ir­ferða­mik­illa ein­stak­linga í flokks­starf­inu, sem eru með djúpar rætur í Sam­fylk­ing­unni, leitt til þess að svo yrði ekki.

Nefndu nær allir við­mæl­endur sama dæm­ið: Ágúst Ólaf Ágústs­son. 

Ágúst Ólafur Ágústsson, núverandi oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Mynd: Bára Huld Beck

Hann er fyrr­ver­andi vara­for­maður flokks­ins og odd­viti hans í Reykja­vík suður eftir að hafa snúið aftur í stjórn­mál eftir nokk­urt hlé í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga, og nýtur mik­ils stuðn­ings hjá ákveðnum kreðsum í flokkn­um, sér­stak­lega þeim sem hafa starfað þar lengi og hjá eldri kyn­slóð­u­m. 

Ágúst Ólafur fór í leyfi frá þing­störfum í des­em­ber 2018 eftir að hafa verið áminntur af trún­­­­að­­­­ar­­­­nefnd flokks­ins vegna kyn­­­­ferð­is­­­­legrar áreitni gegn blaða­­­­manni Kjarn­ans. Hann baðst afsök­unar á hátt­semi sinni og dóm­greind­ar­bresti og sótti sér aðstoð vegna áfeng­is­vanda. Þegar hann til­kynnti end­ur­komu til starfa í lok apríl í fyrra sagð­ist hann enn brenna fyrir því að starfa í þágu sam­fé­lags­ins. „Í raun er ég að biðja um annað tæki­færi.“

Í októ­ber síð­ast­liðnum var hann sak­aður um kven­fyr­ir­litn­ingu vegna ummæla sem féllu í útvarps­þætt­inum Sprengisandi. Þar kall­aði Ágúst Ólafur sitj­andi rík­is­stjórn  „rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar“ en tíðkast hefur að kenna rík­is­stjórnir við for­sæt­is­ráð­herra, sem er Katrín Jak­obs­dótt­ir. Hann bætti við: „Við Willum [Þór Þór­s­­son, þing­­maður Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, sem var líka gestur þátt­­ar­ins] þekkjum alveg hver stjórn­­­ar. Og það er ekki Katrín.“ Ágúst Ólafur baðst afsök­unar á orðum sínum og sagð­ist hafa kom­ist illa að orð­i. 

Auglýsing

Við­mæl­endur Kjarn­ans telja margir hverjir að fram­boðs­listi með Ágúst Ólaf inn­an­borðs, vegna ofan­greindra mála, myndi gera Sam­fylk­ing­una að auð­veldu skot­marki and­stæð­inga hennar í næstu kosn­ing­um. Auk þess telja þeir að hann myndi fæla marga kjós­endur frá – sér­stak­lega konur og yngri kjós­endur – en draga fáa nýja að. 

Kristrún nýr val­kostur

Ágúst Ólafur hefur setið í fjár­laga­nefnd og verið tals­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í efna­hags­mál­um. Fram­boð Kristrúnar Frosta­dótt­ur, aðal­hag­fræð­ings Kviku banka, hefur notið mik­ils stuðn­ings innan Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Það þykir benda til þess að áhrifa­mikið fólk í flokknum vilji skipta um tals­mann í þeim mála­flokki og bjóða fram nýjan mögu­leika í stól fjár­mála­ráð­herra eftir næstu kosn­ing­ar. 

Kristrún vakti meðal ann­ars athygli fyrir grein­ingu á auknu pen­inga­magni í umferð sem var sett fram í grein í Vís­bend­ingu í síð­asta mán­uði. Þar sagði hún að stór hluti pen­inga­magns­ins, sem er alls um 300 millj­arðar króna, hafi ratað í hækk­andi eigna­verð á fast­eigna­mark­aði, sem hefði ekk­ert með nauð­syn­legan stuðn­ing að gera á núver­andi krísu­tím­um. Um þriðj­ungur af þessum pen­ingum hefði farið í lán til fólks sem stæði „betur en með­al­mað­ur­inn í lána­safni bank­anna.“ 

Kristrún Frostadóttir þykir líkleg til afreka í framboðskönnun Samfylkingarinnar.
Mynd: Skjáskot/RÚV

Að mati hennar hefði verið eðli­­legra fyrir hið opin­bera að hlúa að mannauði, fram­­leiðslu­­getu og atvinnustigi hag­­kerf­is­ins heldur en að örva hag­­kerfið með skuld­­setn­ingu í einka­­geir­an­­um. Í gær bætti hún enn í og sagði í stöðu­upp­færslu að efna­hags­mála­um­ræðan hér á landi væri „úrelt og þess vegna eiga hægri menn hana enn þá. Þessu verðum við að breyta“ og að hún teldi sig „búa yfir sér­stökum eig­in­leik­um; ég hef mikla þekk­ingu á fjár­mála­innviðum lands­ins og dýnamíkinni í hag­kerf­inu en afar tak­mark­aðan áhuga á að græða pen­inga.“

Ljóst er að Kristrún var eft­ir­sótt víðar eftir að í ljós kom að hún væri opin fyrir stjórn­mála­þátt­töku og síð­ustu vikur hefur hún ítrekað verið orðuð í einka­sam­tölum við fram­boð fyrir Við­reisn. Heim­ildir Kjarn­ans herma að Sam­fylk­ingin hafi lagt umtals­vert á sig til að telja hana á að bjóða fram hjá sér í Reykja­vík og að hún hafi meðal ann­ars átt sam­töl við for­mann flokks­ins. Það á ekki við um marga aðra þeirra sem sækj­ast eftir sæti í Reykja­vík. 

Á sigl­ingu hjá konum og ungu fólki

Í nýlegri umfjöllun Kjarn­ans, sem byggði á nið­ur­stöðu tveggja kann­ana MMR sem gerðar voru um mán­aða­mótin októ­ber/nóv­em­ber, mæld­ist fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 18,4 pró­sent. Fylgi á þeim slóðum myndi ekki skila flokknum meira en 4-5 þing­sætum í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur. Ef hann vinnur kosn­inga­sigur í borg­inni gætu þau orðið sex. Í sömu umfjöllun kom fram að Sam­fylk­ingin væri á miklu skriði hjá yngstu kjós­end­unum og kon­um. Í könnun sem MMR birti dag­inn fyrir kosn­­ing­­arnar 2016 mæld­ist Sam­­fylk­ingin með eitt pró­­sent fylgi í ald­­ur­s­hópnum 18 til 29 ára. Í haust var Sam­­fylk­ingin með 19,3 pró­­sent fylgi hjá þeim ald­urs­flokki. Þá kom fram í umfjöll­un­inni að Sam­fylk­ingin nyti stuðn­ings 21,4 pró­sent kvenna en ein­ungis 11,9 pró­sent karla. 

Auglýsing

Vilji er til þess á meðal ráð­andi afla innan flokks­ins að listi hans í Reykja­vík end­ur­spegli þessar breyt­ingar á sam­fylk­ing­unni á bak­við Sam­fylk­ing­una. Núver­andi þing­flokkur þykir ekki gera það. Einn við­mæl­andi orð­aði það þannig að sitj­andi þing­menn flokks­ins væru „of líkir og of mið­aldra“. 

Sam­fylk­ingin sam­þykkti skuld­bind­andi reglur um aðferðir við val á fram­boðs­lista árið 2012. Á meðal þess sem þar var sam­þykkt var að jafnt hlut­fall kynj­anna yrði tryggt með því að reglur um fléttu­lista eða para­lista yrðu látnar eiga við þegar raðað yrði.

Á þessu ákvæði voru hins vegar gerðar breyt­ingar á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar 19. októ­ber í fyrra. Breyt­ingin er á þann veg að fléttu­listi eða para­listi á ein­ungis við ef það þarf að tryggja hlut­fall kvenna í efstu sætum fram­boðs­lista. Það þýðir að konur gætu skipað öll efstu sætin á lista Sam­fylk­ing­ar­innar en karlar gætu það ekki. 

Þessi breyt­ing gerir það að verkum að í Reykja­vík, þar sem margir af fram­bjóð­end­unum sem lyk­il­fólk innan flokks­ins von­ast til að rað­ist í efstu sætin eru kon­ur, þarf ekki að gera sér­stakar ráð­staf­anir til að koma körlum þar að.

Búist við mik­illi end­ur­nýjun

Búist var við því að sitj­andi þing­menn og vara­þing­menn flokks­ins í Reykja­vík myndu gefa kost á sér að nýju og það stóðst. Auk þess var búist við að ýmist annað fólk sem hefur starfað innan Sam­fylk­ing­ar­innar í lengri eða skemmri tíma myndi taka slag­inn og stefna á sæti sem gæti skilað þeim inn á þing. Af þeim þykir ein­ungis Helga Vala Helga­dótt­ir, odd­viti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík norð­ur, nokkuð örugg með sæti á lista sem skilar henni inn á þing, þótt hún hafi laskast með því að tapa vara­for­manns­kjöri í haust. 

Þar laut hún í lægra haldi fyrir Heiðu Björk Hilm­is­dótt­ur, sitj­andi vara­for­manni og borg­ar­full­trúa. Í kjöl­farið bjugg­ust margir við því að Heiða myndi færa sig yfir í lands­málin og heim­ildir Kjarn­ans herma að hún hafi verið á meðal þeirra sem fékk flestar til­nefn­ingar til að vera á lista flokks­ins í Reykja­vík. Heiða ákvað hins vegar að gefa ekki kost á sér í þetta sinn. 

Flestir við­mæl­endur búast að öðru leyti við mik­illi end­ur­nýjun í efstu sætum lista.

Helga Vala Helgadóttir er talin nokkuð örugg með að leiða áfram Reykjavíkurkjördæmi norður.
Mynd: Bára Huld Beck

Þegar fram­boðs­list­inn var kynntur á fimmtu­dag voru samt ýmis óvænt nöfn á hon­um. Fyrir flokk sem hefur átt í umtals­verðum vand­ræðum á síð­ast­liðnum árum að fá fólk í virkni og fram­boð þóttu það mjög góð tíð­indi að 49 þeirra 181 sem til­nefndir voru sem mögu­legir fram­bjóð­endur ákváðu að taka slag­inn. 

Fyrir utan Kristrúnu eru nokkrir yngri fram­bjóð­endur sem stefna á góðan árangur og á bar­áttu­sæti – 2.-3. sæti – á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í öðru hvoru kjör­dæm­inu. Þar má nefna Jóhann Pál Jóhanns­son, fyrr­ver­andi blaða­maður á Stund­inni, sem réð sig til þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­innar í sept­em­ber, Ragna Sig­urð­ar­dótt­ir, for­seti ungra jafn­að­ar­manna, Aldísi Mjöll Geirs­dótt­ur, for­seta Norð­ur­landa­ráðs æskunn­ar, Alexöndru Ýr van Erven, rit­ara flokks­ins, og Gunn­hildi Fríðu Hall­gríms­dótt­ur, sem vakið hefur athygli fyrir ýmis konar aktí­visma und­an­far­ið, meðal ann­ars bar­áttu fyrir nýrri stjórn­ar­skrá. 

Flótta­fólk úr öðrum flokkum og teng­ing við verka­lýðs­hreyf­ing­una

Á meðal óvæntra nafna á list­anum eru Dag­finnur Svein­björns­son, for­stjóri Arctic Circle og sér­fræð­ingur í loft­lags­mál­um, og Stefán Ólafs­son, pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi. Nái þeir árangri fær Sam­fylk­ingin ann­ars vegar mjög trú­verð­ugan tals­mann í loft­lags­mál­um, sem er á meðal stærstu mála sem yngri kjós­endur sér­stak­lega láta sig varða, og hins vegar end­ur­nýj­aða teng­ingu inn í verka­lýðs­hreyf­ing­una, sem mörgum hefur þótt flokk­inn skorta í lengri tíma. 

Stefán Ólafsson sækist nokkuð óvænt eftir sæti á lista Samfylkingarinnar.
Mynd: Aðsend

Það vakti ekki síður eft­ir­tekt að ýmsir stjórn­mála­menn sem starfað hafa í öðrum flokkum á miðju- og vinstri­hluta stjórn­mála­lit­rófs­ins sækj­ast nú eftir sæti á lista hjá Sam­fylk­ing­unni. Þar ber fyrst að nefna Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, sem neit­aði að styðja sitj­andi rík­is­stjórn þrátt fyrir að hafa verið kosin á þing fyrir flokk for­sæt­is­ráð­herra. Hún sagði sig svo úr Vinstri grænum fyrr á árinu og gekk til liðs við þing­flokk Sam­fylk­ing­ar­innar í lið­inni viku. Þótt Rósa gefi kost á sér í Reykja­vík­ur­val­inu hefur hún ekki úti­lokað að fara fram í Krag­an­um, þar sem hún var í fram­boði í síð­ustu kosn­ing­um. Þá myndi hún hafa raun­hæfar vænt­ingar til að leiða þann lista, en Guð­mundur Andri Thors­son gerði það í síð­ustu kosn­ing­um. Búist er við því að Jóna Þórey Pét­urs­dótt­ir, for­seti Ungra jafn­að­ar­manna í Kópa­vogi, verði líka ofar­lega á lista í Krag­an­um.

Nichole Leigh Mosty, fyrr­ver­andi þing­maður Bjartrar fram­tíðar og for­maður Sam­taka kvenna af erlendum upp­runa á Íslandi, sæk­ist líka eftir sæti í Reykja­vík og það gerir Ásta Guð­rún Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Pírat­ar, lík­a. 

17 manns ráða

Þegar nið­ur­staða fram­boðs­könn­unar í Reykja­vík liggur fyrir fer hún til upp­still­ing­ar­nefnd­ar. Í henni eru 17 manns. 

Þau munu raða á fram­boðs­lista Sam­fylk­ing­ar­innar og verða ekk­ert bundin af nið­ur­stöðu fram­boðs­könn­un­ar­innar við það, þótt hún verði höfð til hlið­sjón­ar. 

Við­mæl­endur segja að vonir standi til að þessi leið til að velja á lista verði við­höfð víðar á land­inu. Fyr­ir­liggj­andi er að Logi Ein­ars­son, for­maður flokks­ins, mun leiða lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Norð­aust­ur­kjör­dæmi en margir flokks­menn vilja sjá nýtt blóð í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, þar sem Guð­jón S. Brjáns­son er á fleti. Það kjör­dæmi, ásamt Suð­ur­kjör­dæmi, voru þau tvö sem Sam­fylk­ing­unni gekk verst í í kosn­ing­unum 2017, og einu kjör­dæmin þar sem flokk­ur­inn fékk undir tíu pró­sent fylgi. Bæði Guð­jón, og Oddný Harð­ar­dóttir odd­viti í Suð­ur­kjör­dæmi, eru talin vilja halda áfram að leiða sín kjör­dæmi.

Það er því skýr vilji innan Sam­fylk­ing­ar­innar til að breikka og breyta ásýnd flokks­ins í aðdrag­anda næstu kosn­inga. Á móti þeim vilja toga öfl sem vilja veg sitj­andi þing­manna sem mest­an 

Það kemur í ljós í í síð­asta lagi 20. febr­úar hvor leiðin verður ofan á. Og að óbreyttu í sept­em­ber 2021 hvort hún skili árangri hjá íslenskum kjós­end­um. 

Ath. rit­stjórn­ar.

Frétta­skýr­ingin var upp­færð kl 11:16. Í upp­haf­legri útgáfu stóð aðað fjórir ein­stak­ling­ar: Hörður J. Odd­fríð­ar­son, for­maður full­trúa­ráðs Sam­fylk­ing­ar­fé­lag­anna í Reykja­vík, Sól­veig Ásgríms­dótt­ir, for­maður 60+ í Reykja­vík, Kristín Erna Arn­ar­dótt­ir, sem leiðir Verka­lýðs­mála­ráð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Ingi­björg Stef­áns­dótt­ir, sem situr í flokks­stjórn, mynd­uðu upp­still­ing­ar­nefnd. Þær upp­lýs­ingar voru fengnar hjá skrif­stofu flokks­ins. Það voru rangar upp­lýs­ing­ar. Í nefnd­inni sitja 17. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar