Ágúst Ólafur biðst afsökunar á að hafa gert lítið úr forystuhlutverki Katrínar

Þingmaður Samfylkingarinnar, sem ræddi um „ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar“ í umræðuþætti um helgina, var víða ásakaður um kvenfyrirlitningu fyrir vikið. Hann hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. Þar sagði hann allar ríkisstjórnir í heimi væru að fara metnaðarfullar leiðir til að skapa störf „nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar“.

Þegar Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi benti á að ríkisstjórnir væru vanalega kenndar við forsætisráðherra, í þessu tilviki Katrínu Jakobsdóttur, þá sagði Ágúst Ólafur: „„Við Willum [Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem var líka gestur þáttarins] þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“

Ágúst Ólafur var ásakaður um að sýna af sér kvenfyrirlitningu með orðum sínum. Á meðal þeirra sem það gerðu var Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem skrifaði í stöðuuppfærslu á Twitter í morgun, þar sem hún hlekkjaði í þráð Líf Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, um málið: „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn.“

Auglýsing
Líf hafði sjálf skrifað: „Ágúst Ólafur, finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi á ALþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn.“

Á meðal þeirra sem tjáðu sig á þræði Lífar var Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem skrifaði: „Úff þetta er bara ekki í lagi...

Í afsökunarbeiðni sinni, sem birtist á Facebook í morgun, sagði Ágúst Ólafur að hann hafi komist illa að orði og að honum þyki leitt að hafa sett orð sín fram með þeim hætti að hann gerði litið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur.

Ágúst Ólafur sagðist ekki hafa ætlað sér að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem hann beri mikla virðingu fyrir heldur hafi ætlunin verið að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem honum finnist ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. „En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim.“

Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að...

Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Monday, October 5, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent