Væntingar almennings og fjárfesta brotlenda vegna bóluefnatíðinda

Ljóst virðist að lokaspretturinn í baráttunni við kórónuveiruna verður lengri en stjórnvöld höfðu vonast eftir. Margir eru svekktir, enda væntingar verið uppi um að hægt yrði að bólusetja nægilega marga til að ná hjarðónæmi á allra næstu mánuðum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir færði þjóðinni leiðindafréttir í morgun.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir færði þjóðinni leiðindafréttir í morgun.
Auglýsing

Ein­ungis tveimur vikum eftir að heil­brigð­is­ráðu­neytið sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem sagði að von­ast væri til þess að hjarð­ó­næmi yrði náð á fyrsta árs­fjórð­ungi kom­andi árs, hafa vænt­ingar lands­manna verið demp­að­ar. Veru­lega.

Eins og fram kom á Kjarn­anum fyrr í dag sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir frá því á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna að ekki væri búist við því að hjarð­ó­næmi yrði náð fyrr en á síð­ari hluta árs­ins 2021, þar sem minna bólu­efni kemur til lands­ins en áætlað var.

Fram kom í máli Þór­ólfs að vafa­laust þyrftu Íslend­ingar að búa við áfram­hald­andi tak­mark­anir fram eftir næsta ári og halda áfram að við­halda ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um. 

„Við von­uð­umst til að sjá hrað­­ari bólu­­setn­ingar strax eftir ára­­mótin en við þurfum að lifa við það að það mun ganga hægar en við von­uð­umst til,“ sagði Þórólf­ur.

Auglýsing

Á sam­fé­lags­miðlum hafa von­brigði fólks ekki leynt sér. „Þessi tíð­indi eru nátt­úr­lega aga­leg og enn verri vegna þess að sumir hafa talað um að við verðum öll orðin bólu­sett á fyrstu mán­uðum næsta árs,“ sagði Kjartan Hreinn Njáls­son, aðstoð­ar­maður land­lækn­is, í umræðum um málið á Twitt­er.

Þar hélt hann því til haga að heil­brigð­is­yf­ir­völd hefðu varað við of mik­illi bjart­sýni um bólu­setn­ingar og hjarð­ó­næmi, sem er rétt. Þórólfur sótt­varna­læknir sagði einmitt 3. des­em­ber, í sam­tali við Vísi, að það væri í hans huga ótíma­bært að ræða tíma­setn­ing­ar, en fyrr þann sama dag höfðu vonir lands­manna um hjarð­ó­næmi, mögu­lega fyrir lok mars­mán­að­ar, verið glæddar með til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins.

„Það sem ég hef sagt er að við erum ekki með neitt í hendi um það hvenær við fáum fyrstu send­ingu af bólu­efni eða hversu mik­ið. Í mínum huga er ekki tíma­bært að ræða tíma­setn­ingar nákvæm­lega fyrr en við vitum það bet­ur,“ sagði Þórólfur við Vísi.

Loka­sprett­ur­inn verður lengri en von­ast var eftir

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði þann 8. des­em­ber, í til­efni af því að Bretar hófu bólu­setn­ingu, að ljóst væri að loka­sprett­ur­inn í glímunni væri að hefj­ast.

„Þetta eru tíma­­mót í bar­átt­unni gegn veirunni og við getum óhikað litið með bjart­­sýni til nýs árs. Sam­­fé­lagið okkar mun þá byrja að fær­­ast smátt og smátt í eðli­­legt horf. Við getum farið að njóta sam­vista óhindrað og efna­hags­lífið getur spyrnt kröft­ug­­lega við fótum og atvinn­u­­leysi byrjað að ganga nið­­ur,“ skrif­aði hún. 

Miðað við tíð­indi dags­ins er ljóst að loka­sprett­ur­inn hér á landi verður tölu­vert lengri en vonir stóðu til.

Rautt um að lit­ast í Kaup­höll­inni

Fjár­festar tóku tíð­ind­unum af upp­lýs­inga­fundi almanna­varna ekki vel og eru nær allar tölur í Kaup­höll­inni rauðar það sem af er degi.

Verð hluta­bréfa í Icelandair tók um það bil 12 pró­senta dýfu um hádeg­is­bil en líkt og flest önnur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki á flug­fé­lag­ið, sem farið hefur í gegnum miklar hremm­ingar vegna far­ald­urs­ins, mikla hags­muni af því að hjarð­ó­næmi náist hér á landi sem fyrst.

Hluta­bréfa­verð félags­ins hefur hækkað á ný eftir dýf­una í kjöl­far tíð­ind­anna og er verðið nú 5 pró­sentum lægra en þegar við­skipti hófust í morg­un.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent