Væntingar almennings og fjárfesta brotlenda vegna bóluefnatíðinda

Ljóst virðist að lokaspretturinn í baráttunni við kórónuveiruna verður lengri en stjórnvöld höfðu vonast eftir. Margir eru svekktir, enda væntingar verið uppi um að hægt yrði að bólusetja nægilega marga til að ná hjarðónæmi á allra næstu mánuðum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir færði þjóðinni leiðindafréttir í morgun.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir færði þjóðinni leiðindafréttir í morgun.
Auglýsing

Ein­ungis tveimur vikum eftir að heil­brigð­is­ráðu­neytið sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem sagði að von­ast væri til þess að hjarð­ó­næmi yrði náð á fyrsta árs­fjórð­ungi kom­andi árs, hafa vænt­ingar lands­manna verið demp­að­ar. Veru­lega.

Eins og fram kom á Kjarn­anum fyrr í dag sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir frá því á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna að ekki væri búist við því að hjarð­ó­næmi yrði náð fyrr en á síð­ari hluta árs­ins 2021, þar sem minna bólu­efni kemur til lands­ins en áætlað var.

Fram kom í máli Þór­ólfs að vafa­laust þyrftu Íslend­ingar að búa við áfram­hald­andi tak­mark­anir fram eftir næsta ári og halda áfram að við­halda ein­stak­lings­bundnum sótt­vörn­um. 

„Við von­uð­umst til að sjá hrað­­ari bólu­­setn­ingar strax eftir ára­­mótin en við þurfum að lifa við það að það mun ganga hægar en við von­uð­umst til,“ sagði Þórólf­ur.

Auglýsing

Á sam­fé­lags­miðlum hafa von­brigði fólks ekki leynt sér. „Þessi tíð­indi eru nátt­úr­lega aga­leg og enn verri vegna þess að sumir hafa talað um að við verðum öll orðin bólu­sett á fyrstu mán­uðum næsta árs,“ sagði Kjartan Hreinn Njáls­son, aðstoð­ar­maður land­lækn­is, í umræðum um málið á Twitt­er.

Þar hélt hann því til haga að heil­brigð­is­yf­ir­völd hefðu varað við of mik­illi bjart­sýni um bólu­setn­ingar og hjarð­ó­næmi, sem er rétt. Þórólfur sótt­varna­læknir sagði einmitt 3. des­em­ber, í sam­tali við Vísi, að það væri í hans huga ótíma­bært að ræða tíma­setn­ing­ar, en fyrr þann sama dag höfðu vonir lands­manna um hjarð­ó­næmi, mögu­lega fyrir lok mars­mán­að­ar, verið glæddar með til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins.

„Það sem ég hef sagt er að við erum ekki með neitt í hendi um það hvenær við fáum fyrstu send­ingu af bólu­efni eða hversu mik­ið. Í mínum huga er ekki tíma­bært að ræða tíma­setn­ingar nákvæm­lega fyrr en við vitum það bet­ur,“ sagði Þórólfur við Vísi.

Loka­sprett­ur­inn verður lengri en von­ast var eftir

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði þann 8. des­em­ber, í til­efni af því að Bretar hófu bólu­setn­ingu, að ljóst væri að loka­sprett­ur­inn í glímunni væri að hefj­ast.

„Þetta eru tíma­­mót í bar­átt­unni gegn veirunni og við getum óhikað litið með bjart­­sýni til nýs árs. Sam­­fé­lagið okkar mun þá byrja að fær­­ast smátt og smátt í eðli­­legt horf. Við getum farið að njóta sam­vista óhindrað og efna­hags­lífið getur spyrnt kröft­ug­­lega við fótum og atvinn­u­­leysi byrjað að ganga nið­­ur,“ skrif­aði hún. 

Miðað við tíð­indi dags­ins er ljóst að loka­sprett­ur­inn hér á landi verður tölu­vert lengri en vonir stóðu til.

Rautt um að lit­ast í Kaup­höll­inni

Fjár­festar tóku tíð­ind­unum af upp­lýs­inga­fundi almanna­varna ekki vel og eru nær allar tölur í Kaup­höll­inni rauðar það sem af er degi.

Verð hluta­bréfa í Icelandair tók um það bil 12 pró­senta dýfu um hádeg­is­bil en líkt og flest önnur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki á flug­fé­lag­ið, sem farið hefur í gegnum miklar hremm­ingar vegna far­ald­urs­ins, mikla hags­muni af því að hjarð­ó­næmi náist hér á landi sem fyrst.

Hluta­bréfa­verð félags­ins hefur hækkað á ný eftir dýf­una í kjöl­far tíð­ind­anna og er verðið nú 5 pró­sentum lægra en þegar við­skipti hófust í morg­un.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent