Pexels - Open source myndasöfn

OECD hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu mútubrotamála á Íslandi

Í nýrri skýrslu OECD um mútubrot í alþjóðaviðskiptum segir að Íslendingar hafi haft ranghugmyndir um að íslenskir einstaklingar hafi ekki tekið þátt í alþjóðlegum mútugreiðslum. Fyrir vikið hefur skort á rannsóknir á slíkum málum. Samherjamálið hafi splundrað þeim hugmyndum.

Íslend­ingar hafa haft þá hug­mynd að íslenskir ein­stak­lingar taki ekki þátt í mútu­greiðslum á erlendum vett­vangi. Vegna þess að sú hug­mynd er rót­föst þá hefur skort á vit­und­ar­vakn­ingu, for­virkar rann­sóknir og eft­ir­lit með mögu­legum mútu­greiðsl­um. Yfir­stand­andi rann­sókn á við­skipta­háttum Sam­herja í Namibíu og víð­ar, sem fer fram í að minnsta kosti þremur lönd­um, hefur splundrað þess­ari hug­mynd (e. shatt­ered this percept­ion).

Þetta kemur fram í nið­ur­stöðukafla nýrrar skýrslu starfs­hóps Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD) um mútu­brot í alþjóða­við­skiptum þar sem fjallað er sér­stak­lega um getu og hæfni Íslands til að takast á við slík brot. Skýrslan var birt í morg­un.

Auglýsing

Í henni segir að helstu rann­sak­end­urnir sem unnu að gerð skýrsl­unnar hafi „al­var­legar áhyggj­ur“ af því að á þeim rúmu 20 árum sem liðin eru frá því að Ísland gerð­ist aðili að samn­ingi OECD um bar­áttu gegn mútu­greiðslum til erlendra opin­berra starfs­manna í alþjóð­legum við­skiptum hafi Ísland enn ekki leitt eitt ein­asta mál sem snú­ist um mútu­greiðslur á alþjóð­legum vett­vangi, og hefur verið til­kynnt til yfir­valda, til lykta. „Ásak­an­irnar eru ekki metnar né, ef við á, rann­sak­að­ar. Skýrslu­höf­undar mæl­ast til þess að Ísland tryggi að allar ásak­anir um alþjóð­legar mútu­greiðslur (þeirra á meðal þær sem starfs­hóp­ur­inn hefur vísað til íslenskra stjórn­valda) séu metnar af hæfu yfir­valdi og þar sem við á sé rann­sókn haf­in.“

Skortur á frum­kvæði

OECD telur mik­il­vægt að Ísland tryggi nægj­an­lega fjár­muni til að tryggja alvar­lega rann­sókn á mögu­legum mútu­greiðslum íslenskra ein­stak­linga sem stunda alþjóða­við­skipti og, ef við á, sak­sókn gegn þeim aðil­um. Þetta þurfi Ísland að gera til að standa við þær skuld­bind­ingar sem ríkið und­ir­gengst með því að ger­ast aðili að samn­ingi OECD um bar­áttu gegn mútu­greiðslum til erlendra opin­berra starfs­manna í alþjóð­legum við­skipt­u­m. 

Auglýsing

Starfs­hóp­ur­inn hefur líka áhyggjur af frum­kvæð­is­vinnu íslenskra lög­gæslu­yf­ir­valda í mútu­málum og bendir í því sam­hengi á að ein­ungis eitt mál varð­andi erlendar mútu­greiðslur sé í rann­sókn þrátt fyrir að yfir­völdum hafi borist alls fjórar ábend­ingar sem snerta íslensk fyr­ir­tæki eða ein­stak­linga. 

Því telur starfs­hóp­ur­inn að Ísland þurfi að grípa til ráð­staf­ana við að sýna frum­kvæði í rann­sóknum og eft­ir­liti á mögu­legum mút­um. Sam­hliða þarf að ráð­ast í ákveðnar breyt­ingar á lagaum­hverfi í mála­flokkn­um, auka þjálfun þeirra sem sinna eft­ir­liti og rann­sóknum með mútu­greiðslum og stuðla að vit­und­ar­vakn­ingu í opin­bera og einka­geir­anum um mútu­brot.

Í frétta­til­kynn­ingu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna birt­ingu skýrsl­unnar segir að í henni lýsi ­starfs­hóp­ur­inn „áhyggjum yfir því að íslensk yfir­völd hafa enn ekki lokið rann­sókn á slíku máli. Er því nokkuð ítar­lega fjallað um meint brot Sam­herja í tengslum við úthlutun veiði­heim­ilda í Namib­íu, enda er það fyrsta mál af þessu tagi sem rann­sakað er hér á land­i.“Þar sé einnig fjallað um þann árangur sem náðst hafi hjá íslenskum stjórn­völd­um. „Ber þar helst að nefna nýlega sam­þykkt lög um vernd upp­ljóstr­ara, efl­ingu skrif­stofu fjár­mála­grein­inga og efna­hags­brota­deildar hér­aðs­sak­sókn­ara. Einnig má nefna ýmsar laga­breyt­ingar sem snúa t.d. að hækkun refs­inga fyrir mútu­brot og breyt­ingar á lögum um með­ferð saka­mála sem heim­ila nú beit­ingu allra þving­unar­úr­ræða og sér­stakra rann­sókn­ar­að­gerða við rann­sóknir þess­ara brota.“

Mikið fjallað um Sam­herj­a­málið

Líkt og segir í til­kynn­ingu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins er Sam­herj­a­mál­ið, sem snýst um meintar mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja í tengslum við hátt­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu, til umfangs­mik­illar umfjöll­unar skýrsl­unni.

Auglýsing

Mál­efni Sam­herja eru nú til rann­sóknar í að minnsta kosti þremur lönd­um: Namib­íu, Íslandi og Nor­egi. Sex manns sitja í gæslu­varð­haldi í Namibíu vegna máls­ins og sex Íslend­ingar eru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á mál­inu á Íslandi. Á meðal þeirra er Þor­steinn Már Bald­vins­son, annar for­stjóra Sam­herj­a. 

Nýj­ustu vend­ingar í mál­inu voru þær að Kjarn­inn greindi frá því um liðna helgi að norski bank­inn DN­B ­sem er að hluta til í eiga norska rík­is­ins, lauk við­skipta­sam­bandi sínu við Sam­herja í lok síð­asta árs vegna þess að stjórn­endur dótt­ur­fé­laga sjáv­ar­út­vegs­risans, sem áttu reikn­inga í bank­an­um, svör­uðu ekki kröfu bank­ans um frek­ari upp­lýs­ingar um starf­semi þess, milli­færslur sem það fram­kvæmdi og tengda aðila, með full­nægj­andi hætt­i. 

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Mynd: Skjáskot/Samherji

Þá er norska efna­hags­brota­deild­in Økokrim er með milli­færslur sem greiddar voru út af reikn­ingum Sam­herja hjá DN­B og inn á reikn­ing í Dúbaí, í eigu þáver­andi stjórn­ar­for­manns rík­is­út­gerðar Namib­íu, til rann­sókn­ar. Und­ir­liggj­andi í þeirri rann­sókn er hvort að DN­B hafi tekið þátt í glæp­sam­legu athæfi með því að til­kynna greiðsl­urnar ekki til norska fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 

Umræddar greiðslur eru taldar vera mútu­greiðslur sem greiddar voru til að tryggja Sam­herja hrossa­makríl­kvóta í Namib­íu. 

Í nýlega birtri grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ara Namibíu í mál­u­m þar sem kraf­ist er kyrr­setn­ingar á eignum Sam­herja sem metnar eru á nokkra millj­arða króna og kyrr­setn­ingar á eignum þeirra sex Namib­íu­manna sem sitja í gæslu­varð­haldi og tíu félaga á þeirra veg­um, kemur fram að kyrr­setn­ing­ar­innar sé með­al­ an­an­r­s kra­f­ist á grund­velli laga um varnir gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­sem­i. Í grein­­ar­­gerð­inni er sex­­menn­ing­unum og fimm Íslend­ing­um, undir for­ystu Þor­­steins Más, lýst sem skipu­lögðum glæpa­hóp.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar