Pexels - Open source myndasöfn

OECD hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu mútubrotamála á Íslandi

Í nýrri skýrslu OECD um mútubrot í alþjóðaviðskiptum segir að Íslendingar hafi haft ranghugmyndir um að íslenskir einstaklingar hafi ekki tekið þátt í alþjóðlegum mútugreiðslum. Fyrir vikið hefur skort á rannsóknir á slíkum málum. Samherjamálið hafi splundrað þeim hugmyndum.

Íslend­ingar hafa haft þá hug­mynd að íslenskir ein­stak­lingar taki ekki þátt í mútu­greiðslum á erlendum vett­vangi. Vegna þess að sú hug­mynd er rót­föst þá hefur skort á vit­und­ar­vakn­ingu, for­virkar rann­sóknir og eft­ir­lit með mögu­legum mútu­greiðsl­um. Yfir­stand­andi rann­sókn á við­skipta­háttum Sam­herja í Namibíu og víð­ar, sem fer fram í að minnsta kosti þremur lönd­um, hefur splundrað þess­ari hug­mynd (e. shatt­ered this percept­ion).

Þetta kemur fram í nið­ur­stöðukafla nýrrar skýrslu starfs­hóps Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD) um mútu­brot í alþjóða­við­skiptum þar sem fjallað er sér­stak­lega um getu og hæfni Íslands til að takast á við slík brot. Skýrslan var birt í morg­un.

Auglýsing

Í henni segir að helstu rann­sak­end­urnir sem unnu að gerð skýrsl­unnar hafi „al­var­legar áhyggj­ur“ af því að á þeim rúmu 20 árum sem liðin eru frá því að Ísland gerð­ist aðili að samn­ingi OECD um bar­áttu gegn mútu­greiðslum til erlendra opin­berra starfs­manna í alþjóð­legum við­skiptum hafi Ísland enn ekki leitt eitt ein­asta mál sem snú­ist um mútu­greiðslur á alþjóð­legum vett­vangi, og hefur verið til­kynnt til yfir­valda, til lykta. „Ásak­an­irnar eru ekki metnar né, ef við á, rann­sak­að­ar. Skýrslu­höf­undar mæl­ast til þess að Ísland tryggi að allar ásak­anir um alþjóð­legar mútu­greiðslur (þeirra á meðal þær sem starfs­hóp­ur­inn hefur vísað til íslenskra stjórn­valda) séu metnar af hæfu yfir­valdi og þar sem við á sé rann­sókn haf­in.“

Skortur á frum­kvæði

OECD telur mik­il­vægt að Ísland tryggi nægj­an­lega fjár­muni til að tryggja alvar­lega rann­sókn á mögu­legum mútu­greiðslum íslenskra ein­stak­linga sem stunda alþjóða­við­skipti og, ef við á, sak­sókn gegn þeim aðil­um. Þetta þurfi Ísland að gera til að standa við þær skuld­bind­ingar sem ríkið und­ir­gengst með því að ger­ast aðili að samn­ingi OECD um bar­áttu gegn mútu­greiðslum til erlendra opin­berra starfs­manna í alþjóð­legum við­skipt­u­m. 

Auglýsing

Starfs­hóp­ur­inn hefur líka áhyggjur af frum­kvæð­is­vinnu íslenskra lög­gæslu­yf­ir­valda í mútu­málum og bendir í því sam­hengi á að ein­ungis eitt mál varð­andi erlendar mútu­greiðslur sé í rann­sókn þrátt fyrir að yfir­völdum hafi borist alls fjórar ábend­ingar sem snerta íslensk fyr­ir­tæki eða ein­stak­linga. 

Því telur starfs­hóp­ur­inn að Ísland þurfi að grípa til ráð­staf­ana við að sýna frum­kvæði í rann­sóknum og eft­ir­liti á mögu­legum mút­um. Sam­hliða þarf að ráð­ast í ákveðnar breyt­ingar á lagaum­hverfi í mála­flokkn­um, auka þjálfun þeirra sem sinna eft­ir­liti og rann­sóknum með mútu­greiðslum og stuðla að vit­und­ar­vakn­ingu í opin­bera og einka­geir­anum um mútu­brot.

Í frétta­til­kynn­ingu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna birt­ingu skýrsl­unnar segir að í henni lýsi ­starfs­hóp­ur­inn „áhyggjum yfir því að íslensk yfir­völd hafa enn ekki lokið rann­sókn á slíku máli. Er því nokkuð ítar­lega fjallað um meint brot Sam­herja í tengslum við úthlutun veiði­heim­ilda í Namib­íu, enda er það fyrsta mál af þessu tagi sem rann­sakað er hér á land­i.“Þar sé einnig fjallað um þann árangur sem náðst hafi hjá íslenskum stjórn­völd­um. „Ber þar helst að nefna nýlega sam­þykkt lög um vernd upp­ljóstr­ara, efl­ingu skrif­stofu fjár­mála­grein­inga og efna­hags­brota­deildar hér­aðs­sak­sókn­ara. Einnig má nefna ýmsar laga­breyt­ingar sem snúa t.d. að hækkun refs­inga fyrir mútu­brot og breyt­ingar á lögum um með­ferð saka­mála sem heim­ila nú beit­ingu allra þving­unar­úr­ræða og sér­stakra rann­sókn­ar­að­gerða við rann­sóknir þess­ara brota.“

Mikið fjallað um Sam­herj­a­málið

Líkt og segir í til­kynn­ingu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins er Sam­herj­a­mál­ið, sem snýst um meintar mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja í tengslum við hátt­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu, til umfangs­mik­illar umfjöll­unar skýrsl­unni.

Auglýsing

Mál­efni Sam­herja eru nú til rann­sóknar í að minnsta kosti þremur lönd­um: Namib­íu, Íslandi og Nor­egi. Sex manns sitja í gæslu­varð­haldi í Namibíu vegna máls­ins og sex Íslend­ingar eru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á mál­inu á Íslandi. Á meðal þeirra er Þor­steinn Már Bald­vins­son, annar for­stjóra Sam­herj­a. 

Nýj­ustu vend­ingar í mál­inu voru þær að Kjarn­inn greindi frá því um liðna helgi að norski bank­inn DN­B ­sem er að hluta til í eiga norska rík­is­ins, lauk við­skipta­sam­bandi sínu við Sam­herja í lok síð­asta árs vegna þess að stjórn­endur dótt­ur­fé­laga sjáv­ar­út­vegs­risans, sem áttu reikn­inga í bank­an­um, svör­uðu ekki kröfu bank­ans um frek­ari upp­lýs­ingar um starf­semi þess, milli­færslur sem það fram­kvæmdi og tengda aðila, með full­nægj­andi hætt­i. 

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Mynd: Skjáskot/Samherji

Þá er norska efna­hags­brota­deild­in Økokrim er með milli­færslur sem greiddar voru út af reikn­ingum Sam­herja hjá DN­B og inn á reikn­ing í Dúbaí, í eigu þáver­andi stjórn­ar­for­manns rík­is­út­gerðar Namib­íu, til rann­sókn­ar. Und­ir­liggj­andi í þeirri rann­sókn er hvort að DN­B hafi tekið þátt í glæp­sam­legu athæfi með því að til­kynna greiðsl­urnar ekki til norska fjár­mála­eft­ir­lits­ins. 

Umræddar greiðslur eru taldar vera mútu­greiðslur sem greiddar voru til að tryggja Sam­herja hrossa­makríl­kvóta í Namib­íu. 

Í nýlega birtri grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ara Namibíu í mál­u­m þar sem kraf­ist er kyrr­setn­ingar á eignum Sam­herja sem metnar eru á nokkra millj­arða króna og kyrr­setn­ingar á eignum þeirra sex Namib­íu­manna sem sitja í gæslu­varð­haldi og tíu félaga á þeirra veg­um, kemur fram að kyrr­setn­ing­ar­innar sé með­al­ an­an­r­s kra­f­ist á grund­velli laga um varnir gegn skipu­lagðri glæp­a­starf­sem­i. Í grein­­ar­­gerð­inni er sex­­menn­ing­unum og fimm Íslend­ing­um, undir for­ystu Þor­­steins Más, lýst sem skipu­lögðum glæpa­hóp.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar