Efnahagsmálaumræðan „úrelt og þess vegna eiga hægri menn hana enn þá“

Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka segist hafa trú á því að Samfylkingin geti orðið kjölfestuflokkur í íslenskum stjórnmálum, en fyrst þurfi að „kveða niður þá mýtu“ að flokkar vinstra megin við miðju geti ekki stjórnað efnahagsmálum.

Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka og frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Auglýsing

„Efna­hags­mála­um­ræðan hér á landi er úrelt og þess vegna eiga hægri menn hana enn þá. Þessu verðum við að breyta,“ skrifar Kristrún Frosta­dótt­ir, aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka og nú fram­bjóð­andi í for­könnun Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík, í færslu sem hún birtir í Face­book-hópi Félags frjáls­lyndra jafn­að­ar­manna á Face­book.

Þar fal­ast Kristrún eftir stuðn­ingi í skoð­ana­könnun Sam­fylk­ing­ar­fé­lags­ins í Reykja­vík, sem hófst í gær og stendur fram á sunnu­dag og útskýrir í ítar­legu máli af hverju hún ákvað að gefa kost á sér. „Það væri ósatt að segja að þetta fram­boð hafi staðið til í langan tíma. Síð­asta ár hefur hins leitt mig niður ákveð­inn árfar­veg og ég hef leyft mér að fljóta með,“ skrifar Kristrún­.Hún segir að henni hafi blöskrað hvernig umræðan hér á landi um efna­hags­leg við­brögð við COVID-krís­unni þró­að­ist. „Fólk og lítil fyr­ir­tæki sem hafa verið sjálf­sprottin byggða­stefna hér und­an­farin ár í ferða­þjón­ust­unni fengu þau skila­boð að í kreppum þyrfti ákveðin „hreins­un“ að eiga sér stað. Ég skildi þetta ekki og geri ekki enn – við stöndum í miðjum nátt­úru­ham­förum, þar sem opin­berar sótt­varn­ar­að­gerðir hamla getu tak­mark­aðs hóps til að sjá sér far­borða og ráða­menn geta leyft sér að full­yrða að ef atvinnu­leys­is­bætur verði hækk­aðar letji það fólk til vinnu. Það hefur enga vinnu verið að fá!“ skrifar Kristrún.

„Von­brigði mín hafa verið mik­il“

Hún seg­ist hafa rætt við fjölda eig­enda lít­illa fyr­ir­tækja um allt land, sem hafi byggt upp þjón­ustu og greitt sér lág laun til að styðja við fjár­fest­ingu og horft á allt eigið fé sitt hverfa á nokkrum mán­uð­u­m. 

Auglýsing

„Þetta eru fyr­ir­tæki sem eru ekki með öfl­uga og fjár­sterka bak­hjarla, ekki með sterkt banka­sam­band og margir hverjir að lenda í per­sónu­legum fjár­hags­erf­ið­leik­um. Fólk sem alltaf hefur staðið á sínu, og vann launa­laust síð­ustu mán­uð­ina til að halda öðrum í vinnu. Við erum lítið og náið sam­fé­lag, en við gátum ekki gripið utan um venju­legt fólk sem missti lífs­við­væri sitt né okkar við­kvæm­ustu hópa sem verða alltaf harð­ast úti í ástandi sem þessu. Von­brigði mín hafa verið mik­il,“ skrifar Kristrún og bætir við að hún hafi enda „látið ráða­menn heyra það“ und­an­farna mán­uði.

„Ég vissi fyrir víst að ég myndi ná til breið­ari hóps fólks því fáir bjugg­ust við því að mann­eskja í minni stöðu væri til­búin að gagn­rýna með­ferð á þeim sem veikast standa í dag,“ skrifar Kristrún. Hún seg­ist hins vegar hafa alist upp á jafn­að­ar­manna­heim­ili og gengið með þau gildi allt sitt líf. 

Þá seg­ist hún hafa reynt að hafa áhrif á fjár­mála­kerfið innan frá og haldið eldræður í sínu starfi um mik­il­vægi jöfn­uðar og hlut­verk hins opin­bera í að tryggja að kerfið vaxi fyrir alla en ekki fáa.

Sam­fylk­ingin þurfi að taka sig á í fram­setn­ingu efna­hags­mála

„Vel­ferð­ar- og jafn­rétt­is­mál okkar jafn­að­ar­manna eiga að vera leið­ar­ljósið í öllum stefnu­mál­um, en þeir sem stýra pen­ingum í land­inu og skilja hvernig fjár­magn flæðir um kerfið hafa gríð­ar­leg völd. Þetta vitum við öll. Ég tel mig búa yfir sér­stökum eig­in­leik­um; ég hef mikla þekk­ingu á fjár­mála­innviðum lands­ins og dýnamíkinni í hag­kerf­inu en afar tak­mark­aðan áhuga á að græða pen­inga. Þörf fólks til að finna fyrir fjár­hags­legu öryggi get ég þó tengt við enda eins og margir alin upp af fólki sem hafði oft áhyggjur af pen­ing­um,“ skrifar Kristrún.

Hún seg­ist hafa mikla trú á mögu­leikum Sam­fylk­ing­ar­innar til að verða kjöl­festu­flokkur í íslenskum stjórn­mál­um, en að erfitt hafi reynst að „kveða niður þá mýtu hér­lendis að flokkar vinstra megin við miðju geti ekki stjórnað efna­hags­mál­un­um.“

Hún segir flokk­inn þurfa að taka sig á varð­andi fram­setn­ingu efna­hags­mála og hvernig þau eru tengd við jafn­að­ar­manna­gild­i.  „Hag­fræðin hefur gjör­breyst á und­an­förnum árum, þar sem öll áherslan er einmitt á að reka hag­kerfi eftir gildum sem falla að öllu leyti með jafn­að­ar­mönn­um. Efna­hags­mála­um­ræðan hér á landi er úrelt og þess vegna eiga hægri menn hana enn þá. Þessu verðum við að breyta,“ skrifar Kristrún. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent