Kristrún Frostadóttir sækist eftir sæti hjá Samfylkingunni

Aðalhagfræðingur Kviku banka er á meðal þeirra sem uppstillingarnefnd Samfylkingarfélaganna í Reykjavík gæti sett á framboðslista í febrúar fyrir næstu alþingiskosningar.

Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Auglýsing

Kristrún Frosta­dótt­ir, aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka, verður á meðal fram­bjóð­enda í ráð­gef­andi skoð­ana­könnun meðal félags­manna Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík um upp­still­ingu fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar á næsta ári. Þetta stað­festir Kristrún í sam­tali við Kjarn­ann.

Sænska leiðin

Eins og Kjarn­inn hefur áður greint frá verður ekk­ert próf­kjör hjá Sam­fylk­ing­unni í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum tveim­ur, heldur mun sér­stök upp­still­ing­ar­nefnd innan flokks­ins ganga frá fram­boðs­listum í febr­ú­ar. 

Til hlið­sjónar mun nefndin hafa nið­ur­stöður úr ráð­gef­andi skoð­ana­könnun sem fer fram núna á fimmtu­dag­inn þar sem kosið verður um þá ein­stak­linga sem til­nefndir hafa verið af flokks­fólki og hafa gefið leyfi fyrir því. Þessi aðferð hefur verið nefnd „sænska leið­in“ og hefur verið notuð hjá Sós­í­alde­mókra­ta­flokknum í Sví­þjóð.

Auglýsing

Vill nýta krafta sína til góðs 

Aðspurð hvers vegna hún hafi tekið þessa ákvörðun segir Kristrún að hún skynji mjög mikla eft­ir­spurn eftir heil­brigðri umræðu um efna­hags­mál og að hún vilji nýta þekk­ingu sína til góðs með því að sækj­ast eftir einu af efstu sæt­unum í Reykja­vík­.  

„Ég held að Sam­fylk­ingin hafi alla burði til að vera leið­andi afl í hrein­skiptri umræðu um hvað felst í ábyrgri hag­stjórn og ég tel að ég geti stutt vel við þá umræð­u,“ bætir Kristrún við og seg­ist vilja stíga inn til þess að koma umræð­unni um efna­hags­mál á hærra svið. Einnig segir hún að tals­verð eft­ir­spurn hafi verið eftir hennar kröftum og að hún geti ekki skor­ast undan því. Ef hún fái nægan stuðn­ing sé ljóst að verk­efnið framundan sé umfangs­mikið og hún muni láta af störfum sem aðal­hag­fræð­ingur Kviku til að geta ein­beitt sér að fram­boðs­málum og þeirri vinnu sem framundan er. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent