Ungir fara af leigumarkaði yfir í foreldrahús

Leigumarkaðurinn hefur dregist nokkuð saman í kjölfar veirufaraldursins, en töluvert líklegra er að ungmenni búi í foreldrahúsum nú en fyrir ári síðan.

Fleiri ungir kjósa að búa heima hjá foreldrum sínum í ár heldur en að reyna fyrir sér á leigumarkaðnum.
Fleiri ungir kjósa að búa heima hjá foreldrum sínum í ár heldur en að reyna fyrir sér á leigumarkaðnum.
Auglýsing

Fólk á aldr­inum 18-24 ára er að færa sig af leigu­mark­aði og í for­eldra­hús, sam­kvæmt nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS). Rekja má lækkun í vísi­tölu leigu­verðs að hluta til þessa brott­hvarfs ungs fólks, en í skýrsl­unni er einnig leitt að því líkum að aðrir ald­urs­hópar hverfi af leigu­mark­aði í eigið hús­næði.

Ungir lík­legir til að verða fyrir krepp­unni

Nið­ur­stöður HMS eru úr könnun sem fyr­ir­tækið Zenter lét gera fyrir stofn­un­ina, en sam­kvæmt henni fækkar á leigu­mark­aði í öllum ald­urs­hóp­um, ef miðað er við breyt­ing­arnar á hlut­falli hvers hóps á leigu­mark­aði milli áranna 2019 og 2020. 

Fækk­unin er lang­mest á meðal yngsta ald­urs­hóps­ins, sem telur fólk á milli 18 og 24 ára, en þeir eru 16 pró­sentum ólík­legri til að vera á leigu­mark­aði í ár heldur en þeir voru í fyrra. Á sama tíma er fólk í þessum ald­urs­hópi 18 pró­sentum lík­legri til að búa í heima­húsum heldur en þeir voru í fyrra. HMS telur að lík­lega megi tengja þessa breyt­ingu við slæmt atvinnu­á­stand þessa ald­urs­hóps vegna sam­dráttar í ferða­þjón­ustu og tengdum grein­um. 

Auglýsing

„Ald­urs­hóp­ur­inn 25-34 ára er hins vegar að færa sig af leigu­mark­aði yfir í eigið hús­næði, en greina má til­færslu í öllum eldri ald­urs­hópum af leigu­mark­aði yfir í eigið hús­næði, sem er í takt við þróun á fast­eigna­mark­aðnum í kjöl­far vaxta­lækk­ana,“ segir einnig í skýrsl­unni.

Leigu­verð lækkar á fer­metra

Í heild­inni hefur hlut­fall fólks á leigu­mark­aðnum lækkað eftir að far­ald­ur­inn skall á í vor, úr tæpum 17 pró­sentum niður í tæp 14 pró­sent. Á sama tíma hefur vísi­tala leigu­verðs HMS lækkað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og víða ann­ars stað­ar. Í októ­ber á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var leigan 1,1 pró­senti ódýr­ari heldur en hún var tólf mán­uðum á und­an­.Hins vegar hefur með­al­fjár­hæð leigu hækkað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sökum þess að fólk leigir nú að með­al­tali í stærri íbúðum heldur en áður.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent