Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör

Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.

Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Auglýsing

Fulltrúaráð Samfylkingarfélaganna í Reykjavík hefur ákveðið að fela uppstillingarnefnd að ganga frá framboðslistum flokks í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir næstu alþingiskosningar, sem fram eiga að fara í september á næsta ári. Ekkert prófkjör verður því hjá flokknum í borginni.

Þessi ákvörðun var tekin á fundi fulltrúaráðsins síðasta fimmtudag. Í tilkynningu þaðan sem barst fjölmiðlum í dag segir að kallað verði eftir tilnefningum frá flokksfélögum í Reykjavík í efstu sæti listanna. Að því loknu muni fara fram könnun meðal flokksfólks í borginni þar sem merkja skuli við þá einstaklinga sem þátttakanda hugnast best af þeim sem tilnefnd eru.

Niðurstöðurnar verða ekki birtar opinberlega, en uppstillingarnefnd á að hafa þær til hliðsjónar í sinni vinnu, sem á að ljúka í febrúar. Þá á uppstillingarnefndin að leggja listana fyrir allsherjarnefnd fulltrúaráðsins til samþykktar. 

Þessi aðferð, samkvæmt tilkynningu fulltrúaráðsins, hefur verið kölluð „sænska leiðin“ og verið notuð hjá Sósíaldemókrataflokknum í Svíþjóð.

Samfylkingin er með einn þingmann í hvoru Reykjavíkurkjördæmi í dag, Helgu Völu Helgadóttur í Reykjavík norður og Ágúst Ólaf Ágústsson í Reykjavík suður. Flokkurinn fékk enga þingmenn kjörna í Reykjavíkurkjördæmunum í kosningunum árið 2016.

Auglýsing


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent