Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis

Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.

Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra deildi því með lands­mönnum í kvöld að alls hefðu tólf manns orðið útsett fyrir smiti vegna kór­ónu­veirusmits eig­in­konu hans, að honum með­töld­um. Ekki hefur tek­ist að rekja upp­runa smits­ins.

Sam­kvæmt Face­book-­færslu sem Víðir birti var um að ræða fjöl­skyldu­með­limi og vina­fólk sem var gest­kom­andi á heim­ili þeirra hjóna laug­ar­dag­inn 21. nóv­em­ber, alls um tíu manns.

Fimm þeirra sem komu í heim­sókn smit­uð­ust af veirunni. Þeirra á meðal er vina­fólk hjón­anna, sem býr á lands­byggð­inni en komu til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins síð­asta laug­ar­dag og dvelja tíma­bundið á heim­ili Víðis sökum þess að þau þurftu að sækja lækn­is­þjón­ustu í borg­ina.

Auglýsing

Víðir rekur í færslu sinni hverjir hafi verið útsettir fyrir smiti á heim­ili þeirra þennan laug­ar­dag. „Dætur [vina­fólks­ins utan af landi] kíktu stutt í kaffi á sunnu­deg­in­um. Vin­kona okkar kom stutt við í kaffi líka. Börn okk­ar, tengda­dóttir og barna­barn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vina­hjón sem stopp­uðu stutt. Í öllum til­fellum var passað upp á fjar­lægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forð­ast sam­eig­in­lega snertifleti. Þegar smitrakn­ing hafi lokið að fara yfir til­felli okkar þótti ljóst að 12 voru útsettir að mér með­töldum og fóru í sótt­kví,“ segir Víðir í færslu sinni.

Þar segir hann einnig frá að búið sé að fara vel yfir öll sam­skipti sem þau hjónin áttu við gesti sína og fundið út að „fjar­lægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla.“  

„Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sam­eig­in­lega snertifleti. Vatnsskanna, kaffi­bollar og glös hafa senni­lega verið sam­eig­in­legir snertifletir sem hafa dugað til að smita,“ skrifar Víð­ir.

Þung­bært að þetta sé staðan

„Sjálfur hef ég verið manna dug­leg­astur við að hvetja alla til að passa eigin sótt­varnir og því þung­bært að þetta sé stað­an. Við getum ekki annað en vonað að við öll, eins og allir þeir fjöl­mörgu sem eru að berj­ast við þennan óvætt komum heil út úr þessu,“ skrifar Víð­ir, en í færslu hans kemur einnig fram að þau hjónin hafi verið veru­lega slöpp í gær, eftir að hafa verið með væg ein­kenni í fyrstu. Dag­ur­inn í dag hafi verið skárri.

Hann segir að þau hjónin hafi þrengt veru­lega þann hóp sem þau hafi umgeng­ist frá því að far­ald­ur­inn kom til lands­ins. Það hafi þau gert til að lág­marka áhættu á því að bera smit á milli. Víðir segir að eig­in­kona hans hafi farið að finna fyrir ein­kennum síð­asta mánu­dag og farið strax heim úr vinnu og pantað tíma í sýna­töku.

„Upp­runi smits­ins hjá kon­unni minni er óþekktur og hefur smitrakn­ing þar ekki skilað árangri. Hún vinnur á skrif­stofu og eina sem hún fór dag­ana fyrir ein­kennin var í vinn­una og í versl­an­ir. Vinnu­fé­lagar hennar hafa allir farið í skimun og reynst nei­kvæð­ir,“ segir í færslu Víð­is.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent