Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis

Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.

Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son yfir­lög­reglu­þjónn hjá almanna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra deildi því með lands­mönnum í kvöld að alls hefðu tólf manns orðið útsett fyrir smiti vegna kór­ónu­veirusmits eig­in­konu hans, að honum með­töld­um. Ekki hefur tek­ist að rekja upp­runa smits­ins.

Sam­kvæmt Face­book-­færslu sem Víðir birti var um að ræða fjöl­skyldu­með­limi og vina­fólk sem var gest­kom­andi á heim­ili þeirra hjóna laug­ar­dag­inn 21. nóv­em­ber, alls um tíu manns.

Fimm þeirra sem komu í heim­sókn smit­uð­ust af veirunni. Þeirra á meðal er vina­fólk hjón­anna, sem býr á lands­byggð­inni en komu til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins síð­asta laug­ar­dag og dvelja tíma­bundið á heim­ili Víðis sökum þess að þau þurftu að sækja lækn­is­þjón­ustu í borg­ina.

Auglýsing

Víðir rekur í færslu sinni hverjir hafi verið útsettir fyrir smiti á heim­ili þeirra þennan laug­ar­dag. „Dætur [vina­fólks­ins utan af landi] kíktu stutt í kaffi á sunnu­deg­in­um. Vin­kona okkar kom stutt við í kaffi líka. Börn okk­ar, tengda­dóttir og barna­barn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vina­hjón sem stopp­uðu stutt. Í öllum til­fellum var passað upp á fjar­lægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forð­ast sam­eig­in­lega snertifleti. Þegar smitrakn­ing hafi lokið að fara yfir til­felli okkar þótti ljóst að 12 voru útsettir að mér með­töldum og fóru í sótt­kví,“ segir Víðir í færslu sinni.

Þar segir hann einnig frá að búið sé að fara vel yfir öll sam­skipti sem þau hjónin áttu við gesti sína og fundið út að „fjar­lægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla.“  

„Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sam­eig­in­lega snertifleti. Vatnsskanna, kaffi­bollar og glös hafa senni­lega verið sam­eig­in­legir snertifletir sem hafa dugað til að smita,“ skrifar Víð­ir.

Þung­bært að þetta sé staðan

„Sjálfur hef ég verið manna dug­leg­astur við að hvetja alla til að passa eigin sótt­varnir og því þung­bært að þetta sé stað­an. Við getum ekki annað en vonað að við öll, eins og allir þeir fjöl­mörgu sem eru að berj­ast við þennan óvætt komum heil út úr þessu,“ skrifar Víð­ir, en í færslu hans kemur einnig fram að þau hjónin hafi verið veru­lega slöpp í gær, eftir að hafa verið með væg ein­kenni í fyrstu. Dag­ur­inn í dag hafi verið skárri.

Hann segir að þau hjónin hafi þrengt veru­lega þann hóp sem þau hafi umgeng­ist frá því að far­ald­ur­inn kom til lands­ins. Það hafi þau gert til að lág­marka áhættu á því að bera smit á milli. Víðir segir að eig­in­kona hans hafi farið að finna fyrir ein­kennum síð­asta mánu­dag og farið strax heim úr vinnu og pantað tíma í sýna­töku.

„Upp­runi smits­ins hjá kon­unni minni er óþekktur og hefur smitrakn­ing þar ekki skilað árangri. Hún vinnur á skrif­stofu og eina sem hún fór dag­ana fyrir ein­kennin var í vinn­una og í versl­an­ir. Vinnu­fé­lagar hennar hafa allir farið í skimun og reynst nei­kvæð­ir,“ segir í færslu Víð­is.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent