Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga

Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.

Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Auglýsing

„Ástandið var svo óhuggu­legt í fyrstu. Lok­aðar kist­ur, lík í plast­poka, engin kistu­lagn­ing.“ 

Þannig lýsir hjúkr­un­ar­fræð­ingur stöð­unni á smit­sjúk­dóma­deild Borg­ar­spít­al­ans á níunda ára­tugnum og í upp­hafi þess tíunda eftir að HIV-far­ald­ur­inn braust út. Lítið var í fyrstu vitað um sjúk­dóm­inn sem HIV-veiran olli. Það var mikil hræðsla og það voru miklir for­dóm­ar. Og sjúk­ling­arnir upp­lifðu skömm.

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn segir sögu sína í bók­inni Ber­skjald­aður eftir blaða­mann­inn Gunn­hildi Örnu Gunn­ars­dóttur sem nýverið kom út. Í henni er fjallað um bar­áttu Ein­ars Þórs Jóns­sonar fyrir lífi og ást. Einar smit­að­ist sjálfur af veirunni á níunda ára­tugnum og horfði á eftir hverjum vini sínum á fætur öðrum deyja úr alnæmi. Hommar voru ekki aðeins að berj­ast við „plág­una“ eins og HIV-far­ald­ur­inn hefur gjarnan verið kall­að­ur, heldur lífs­hættu­lega for­dóma á heims­vísu. For­dóm­arnir voru síst minni á Íslandi en ann­ars staðar og segir Einar m.a. frá atvinnu­missi félaga sinna sem hann telur hik­laust að rekja megi til þess að þeir voru smit­að­ir. 

Auglýsing

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn, sem er kona, lýsir ástand­inu sem skap­að­ist vegna HIV og for­dómanna sem umluktu til­veru sam­kyn­hneigðra á níunda ára­tugnum og í byrjun þess tíunda sem ham­för­um. Van­þekk­ing og hræðsla hafi ein­kennt við­brögð margra. Þegar hún ákvað að fara að sinna alnæm­is­sjúkum á Borg­ar­spít­al­an­um, eftir að hafa sinnt sama sjúk­linga­hópi í Banda­ríkj­un­um, varð móðir hennar ótta­sleg­in. „Ég trúi því ekki að þú ætlir að taka þessa áhætt­u,“ segir hún að móðir sín hafi sagt. „Þú getur smitast, dáið.“

Hún rifjar upp hvernig sjúk­lingar með hvít­blæði á A-7, smit­sjúk­dóma­deild­inni á Borg­ar­spít­al­anum í Foss­vogi, hafi átt samúð allra óskipta. Þeir voru taldir hinir hreinu á meðan alnæm­is­sjúk­lingar á sömu deild þóttu óhrein­ir. Í bak­sýn­is­spegl­inum sé hægt að líta á við­brögð fólks sem kjána­leg en hún minnir á að þekk­ing heil­brigð­is­starfs­fólks­ins á sjúk­dómnum hafi verið lítil fyrst í stað. 

Berskjaldaður, barátta Einars Þórs fyirr lífi og ást, kom út á dögunum.Hún segir frá því í bók­inni hversu eitt starfs­fólkið sem sinnti alnæm­is­sjúkum hafi ver­ið. Að starfs­menn á rann­sókn­ar­stofum spít­al­ans hafi neitað að taka blóð úr sjúk­ling­unum og þeir sem unnu á deild­inni hafi orðið að gera það sjálf­ir. Erfitt var að fá röntgen­myndir teknar og fá eitt­hvað gert fyrir þá sjúku. „Það voru allir svo hrædd­ir,“ segir hún og veltir fyrir sér ófag­mennsku sér­fræð­ing­anna sem neit­uðu að kryfja lík alnæm­is­sjúk­linga. Smit­sjúk­dóma­lækn­arnir hafi orðið að fram­kvæma krufn­ing­arnar sjálf­ir. 

Umræðan í sam­fé­lag­inu var einnig mjög nei­kvæð. Fólk neit­aði að fara í sjúkra­bíla sem hefðu flutt HIV-smit­aða. Aðrir sjúk­lingar vildu síður vera á sömu deild og þeir.

Hún seg­ist einnig hugsa um pabbana sem höfðu yfir­gefið syni sína en sátu frammi á gangi í ang­ist á meðan mæð­urnar vöktu yfir veikum sonum sín­um. Á 25 manna deild­inni var helm­ingur smit­aður af alnæmi þegar mest lét. Allt ungir menn. „Þeir voru líka eins og örmjó veik­burða strá,“ segir hún. Ill­gresi sam­fé­lags­ins, bað­aðir for­dómum og ótta.

Á spít­al­anum fengu þeir hverja sýk­ing­una á fætur annarri. Lang­flestir fengu lungna­bólgu og ónæm­is­kerfið hrundi. Starfs­fólk smit­sjúk­dóma­deild­ar­innar varð að verja sig. Það klædd­ist hlífð­ar­fatn­aði til að smit­ast ekki. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn segir þau hafa unnið af fag­mennsku og ábyrgð en líka af umhyggju. „Við lögðum okkur fram. Ég sé ekki eftir nein­u,“ segir hún.

Í BS-verk­efni Hlyns Ind­riða­sonar við lækna­deild Háskóla Íslands frá árinu 2013 var fjallað um HIV á Íslandi á ára­bil­inu 1983-2012. Nið­ur­staða Hlyns er sú að á þessu tíma­bili hafi greinst 278 manns með HIV á Íslandi og 39 þeirra hafi lát­ist vegna alnæm­is. Það segir þó ekki alla sög­una þar sem hluti sjúk­ling­anna flutti frá land­inu. Í bók­inni Ber­skjald­aður segir Einar frá nokkrum vinum sínum sem flúðu land en sumir þeirra sneru svo aftur heim til að deyja. 

Einar lifði plág­una af. Ný lyf komu á markað í tæka tíð og björg­uðu lífi hans. Hann er í dag fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna HIV Íslands.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent