Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga

Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.

Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Auglýsing

„Ástandið var svo óhuggu­legt í fyrstu. Lok­aðar kist­ur, lík í plast­poka, engin kistu­lagn­ing.“ 

Þannig lýsir hjúkr­un­ar­fræð­ingur stöð­unni á smit­sjúk­dóma­deild Borg­ar­spít­al­ans á níunda ára­tugnum og í upp­hafi þess tíunda eftir að HIV-far­ald­ur­inn braust út. Lítið var í fyrstu vitað um sjúk­dóm­inn sem HIV-veiran olli. Það var mikil hræðsla og það voru miklir for­dóm­ar. Og sjúk­ling­arnir upp­lifðu skömm.

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn segir sögu sína í bók­inni Ber­skjald­aður eftir blaða­mann­inn Gunn­hildi Örnu Gunn­ars­dóttur sem nýverið kom út. Í henni er fjallað um bar­áttu Ein­ars Þórs Jóns­sonar fyrir lífi og ást. Einar smit­að­ist sjálfur af veirunni á níunda ára­tugnum og horfði á eftir hverjum vini sínum á fætur öðrum deyja úr alnæmi. Hommar voru ekki aðeins að berj­ast við „plág­una“ eins og HIV-far­ald­ur­inn hefur gjarnan verið kall­að­ur, heldur lífs­hættu­lega for­dóma á heims­vísu. For­dóm­arnir voru síst minni á Íslandi en ann­ars staðar og segir Einar m.a. frá atvinnu­missi félaga sinna sem hann telur hik­laust að rekja megi til þess að þeir voru smit­að­ir. 

Auglýsing

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn, sem er kona, lýsir ástand­inu sem skap­að­ist vegna HIV og for­dómanna sem umluktu til­veru sam­kyn­hneigðra á níunda ára­tugnum og í byrjun þess tíunda sem ham­för­um. Van­þekk­ing og hræðsla hafi ein­kennt við­brögð margra. Þegar hún ákvað að fara að sinna alnæm­is­sjúkum á Borg­ar­spít­al­an­um, eftir að hafa sinnt sama sjúk­linga­hópi í Banda­ríkj­un­um, varð móðir hennar ótta­sleg­in. „Ég trúi því ekki að þú ætlir að taka þessa áhætt­u,“ segir hún að móðir sín hafi sagt. „Þú getur smitast, dáið.“

Hún rifjar upp hvernig sjúk­lingar með hvít­blæði á A-7, smit­sjúk­dóma­deild­inni á Borg­ar­spít­al­anum í Foss­vogi, hafi átt samúð allra óskipta. Þeir voru taldir hinir hreinu á meðan alnæm­is­sjúk­lingar á sömu deild þóttu óhrein­ir. Í bak­sýn­is­spegl­inum sé hægt að líta á við­brögð fólks sem kjána­leg en hún minnir á að þekk­ing heil­brigð­is­starfs­fólks­ins á sjúk­dómnum hafi verið lítil fyrst í stað. 

Berskjaldaður, barátta Einars Þórs fyirr lífi og ást, kom út á dögunum.Hún segir frá því í bók­inni hversu eitt starfs­fólkið sem sinnti alnæm­is­sjúkum hafi ver­ið. Að starfs­menn á rann­sókn­ar­stofum spít­al­ans hafi neitað að taka blóð úr sjúk­ling­unum og þeir sem unnu á deild­inni hafi orðið að gera það sjálf­ir. Erfitt var að fá röntgen­myndir teknar og fá eitt­hvað gert fyrir þá sjúku. „Það voru allir svo hrædd­ir,“ segir hún og veltir fyrir sér ófag­mennsku sér­fræð­ing­anna sem neit­uðu að kryfja lík alnæm­is­sjúk­linga. Smit­sjúk­dóma­lækn­arnir hafi orðið að fram­kvæma krufn­ing­arnar sjálf­ir. 

Umræðan í sam­fé­lag­inu var einnig mjög nei­kvæð. Fólk neit­aði að fara í sjúkra­bíla sem hefðu flutt HIV-smit­aða. Aðrir sjúk­lingar vildu síður vera á sömu deild og þeir.

Hún seg­ist einnig hugsa um pabbana sem höfðu yfir­gefið syni sína en sátu frammi á gangi í ang­ist á meðan mæð­urnar vöktu yfir veikum sonum sín­um. Á 25 manna deild­inni var helm­ingur smit­aður af alnæmi þegar mest lét. Allt ungir menn. „Þeir voru líka eins og örmjó veik­burða strá,“ segir hún. Ill­gresi sam­fé­lags­ins, bað­aðir for­dómum og ótta.

Á spít­al­anum fengu þeir hverja sýk­ing­una á fætur annarri. Lang­flestir fengu lungna­bólgu og ónæm­is­kerfið hrundi. Starfs­fólk smit­sjúk­dóma­deild­ar­innar varð að verja sig. Það klædd­ist hlífð­ar­fatn­aði til að smit­ast ekki. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn segir þau hafa unnið af fag­mennsku og ábyrgð en líka af umhyggju. „Við lögðum okkur fram. Ég sé ekki eftir nein­u,“ segir hún.

Í BS-verk­efni Hlyns Ind­riða­sonar við lækna­deild Háskóla Íslands frá árinu 2013 var fjallað um HIV á Íslandi á ára­bil­inu 1983-2012. Nið­ur­staða Hlyns er sú að á þessu tíma­bili hafi greinst 278 manns með HIV á Íslandi og 39 þeirra hafi lát­ist vegna alnæm­is. Það segir þó ekki alla sög­una þar sem hluti sjúk­ling­anna flutti frá land­inu. Í bók­inni Ber­skjald­aður segir Einar frá nokkrum vinum sínum sem flúðu land en sumir þeirra sneru svo aftur heim til að deyja. 

Einar lifði plág­una af. Ný lyf komu á markað í tæka tíð og björg­uðu lífi hans. Hann er í dag fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna HIV Íslands.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent