33 færslur fundust merktar „samfylkingin“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra.
Bjarni: Stjórnmálamenn eiga ekki að tryggja öllum sömu stöðu í lífinu
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk þingmanns Samfylkingarinnar að leggja af slagorð Sjálfstæðisflokksins: „Stétt með stétt“. Vandi jafnaðarmanna er sá að trúa því að hægt sé að byggja samfélag þar sem stjórnvöld tryggja öllum jafna útkomu í lífinu.
10. nóvember 2022
Stefnt er að því að Logi Einarsson taki við sem þingflokksformaður Samfylkingar, samkvæmt heimildum Kjarnans.
Stefnt að því að Logi leysi Helgu Völu af hólmi sem þingflokksformaður
Stefnt er að því að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar taki við hlutverki þingflokksformanns flokksins, samkvæmt heimildum Kjarnans. Helga Vala Helgadóttir hefur gegnt því hlutverki í um það bil eitt ár.
4. nóvember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafn­að­ar­flokks Íslands, segir flokkinn ætla að breyta pólitíkinni og stunda skýra og heiðarlega pólitík.
Samfylkingin mun ekki selja ESB sem töfralausn undir forystu Kristrúnar
Samfylkingin mun ekki kynna Evrópusambandið sem töfralausn undir forystu nýkjörins formanns. Kristrún Frostadóttir vill breyta pólitíkinni og virkja jafnaðartaugina í landinu. Annar áratugur undir stjórnarfari íhaldsafla er ekki í boði.
29. október 2022
Kristrún Frostadóttir, nýr formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir orðin formaður Samfylkingarinnar
Kristrún Frostadóttir er tekin við sem formaður Samfylkingarinnar. Hún var ein í framboði og hlaut 94,59 prósent greiddra atkvæða.
28. október 2022
Guðmundur Árni Stefánsson.
Guðmundur Árni býður sig fram til varaformanns en Heiða hættir við framboð
Fyrrverandi varaformaður Alþýðuflokksins og ráðherra vill verða næsti varaformaður Samfylkingarinnar. Núverandi varaformaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér.
16. október 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segist „innilega ósammála“ Kristrúnu um nýja stjórnarskrá og Evrópusambandsmál
Kristrún Frostadóttir, sem vill verða formaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að hún vilji leggja áherslu á mál sem flokkurinn geti skilað í höfn. Það sé ekki, sem stendur, þingmeirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu eða samþykkt nýrrar stjórnarskrár.
16. september 2022
Kristrún vill að aðildarviðræður að ESB verði lagðar í þjóðaratkvæðagreiðslu
Kristrún Frostadóttir segir ekkert hafa breyst í afstöðu flokks síns gagnvart Evrópusambandinu. Sjálf sé hún stuðningsmaður aðildar. Fyrsta skrefið sem þurfi að stíga sé að spyrja þjóðina hvort hún vilji fara í þetta verkefni.
12. september 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
28. júní 2022
Dagur og Kristrún halda að sér spilunum
Logi Einarsson telur aðra geta gert betur en hann sem formaður Samfylkingarinnar. Líklegustu arftakar Loga, Dagur B. Eggertsson og Kristrún Frostadóttir, hafa þakkað Loga fyrir störf hans en hvorugt þeirra tjáð sig um framhaldið.
19. júní 2022
Jóhann Páll Jóhannsson
Ráðskast með Ríkisendurskoðun
12. apríl 2022
Kristrún Frostadóttir
Pláss fyrir alla á heilbrigðum húsnæðismarkaði
17. ágúst 2021
Kristrún Frostadóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Segja stærri aðgerðir á vinnumarkaði geta sparað ríkissjóði tugi milljarða
Samfylkingin kynnti nýjar tillögur um vinnumarkaðsúrræði í dag sem flokkurinn segir að gætu lækkað atvinnuleysi og sparað ríkissjóði tugi milljarða króna þegar fram í sækir.
12. maí 2021
Karen Kjartansdóttir.
Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar hætt störfum
Karen Kjartansdóttir segir að hún og formaður framkvæmdarstjórnar Samfylkingarinnar hafi haft ólíkar hugmyndir um samstarf sitt. Hún hefur því sagt upp sem framkvæmdastjóri flokksins.
9. apríl 2021
Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og þingframbjóðandi Samfylkingarinnar.
Kristrún: „Það er ekki hægt að skera sig niður í lægra skuldahlutfall“
Ríkisstjórnin ætti ekki að ráðast í fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir innan tveggja ára á meðan búist er við háu atvinnuleysi, að mati hagfræðings og þingframbjóðanda Samfylkingarinnar.
25. mars 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
20. janúar 2021
Tilraun til umfangsmikillar endurnýjunar hjá Samfylkingunni
Alls sækjast 49 eftir sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Margir nýir frambjóðendur ætla sér eitt af efstu sætunum og sumir þeirra njóta óopinbers stuðnings lykilfólks í flokknum í þeirri vegferð.
19. desember 2020
Hluti frambjóða Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur.
Stefán Ólafs, Ásta Guðrún og Nicole Leigh á meðal frambjóðenda Samfylkingarinnar
Samfylkingin er búin að birta lista yfir þá einstaklinga sem gætu endað á listum flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Þar má finna nokkur óvænt nöfn einstaklinga sem ekki höfðu þegar boðað að þeir ætluðu fram fyrir flokkinn.
17. desember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
29. nóvember 2020
Stóru málin
Stóru málin
Stóru Málin – Logi var á móti litasjónvarpinu en vill standa vörð um frjálslyndið
24. mars 2018
Oddný G. Harðardóttir
527 milljarðar til 10% Íslendinga
12. október 2016
Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson.
Össur og Bjarni efstir í prófkjörum
10. september 2016
Fjögur í framboði til forystu í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi
19. ágúst 2016
Magnús Orri ekki í þingframboð
2. ágúst 2016
Samfylkingin fær nýjan formann á föstudag. Mjótt virðist vera á munum milli Oddnýjar Harðardóttur og Magnúsar Orra Schram, ef marka má fjölda stuðningsmanna.
Þungavigtarfólkið skiptist á milli Magnúsar og Oddnýjar
Enginn núverandi þingmaður eða borgarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur lýst yfir stuðningi við framboð Helga Hjörvar, þingflokksformanns. Árni Páll Árnason ætlar ekki að lýsa opinberlega yfir stuðningi við neinn frambjóðanda.
1. júní 2016
Ólína harðorð um „karlpeninginn“ í Samfylkingunni
Þingmaður Samfylkingar er harðorð í garð flokksbræðra sinna sem hún segir keppast við að boða dauða flokksins nema þeir fái að stjórna honum. „Ég bið flokknum vægðar gegn þessum sjálfsmorðsárásum örvæntingarfullra formannsframbjóðanda," segir hún.
13. maí 2016
Árni Páll hættur við að bjóða sig fram til formanns
6. maí 2016
Árni Páll Árnason hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2013.
Árni Páll vill vera formaður áfram
Árni Páll Árnason sækist eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag.
28. apríl 2016
Árni Páll Árnason hefur verið formaður Samfylkingarinnar síðan 2013.
Árni Páll tilkynnir ákvörðun sína í dag
Árni Páll Árnason tilkynnir á blaðamannafundi í dag hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar á næsta landsfundi.
28. apríl 2016
Oddný Harðardóttir býður sig fram til formanns Samfylkingar
17. mars 2016
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar.
Katrín situr út kjörtímabilið
Fráfarandi varaformaður Samfylkingarinnar ætlar að sitja á Alþingi út kjörtímabilið. Hún hefur tilkynnt samflokksmönnum sínum að hún gefi ekki kost á sér áfram til forystustarfa á næsta landsfundi. Hún hættir á þingi í vor.
18. febrúar 2016