Þungavigtarfólkið skiptist á milli Magnúsar og Oddnýjar

Enginn núverandi þingmaður eða borgarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur lýst yfir stuðningi við framboð Helga Hjörvar, þingflokksformanns. Árni Páll Árnason ætlar ekki að lýsa opinberlega yfir stuðningi við neinn frambjóðanda.

Samfylkingin fær nýjan formann á föstudag. Mjótt virðist vera á munum milli Oddnýjar Harðardóttur og Magnúsar Orra Schram, ef marka má fjölda stuðningsmanna.
Samfylkingin fær nýjan formann á föstudag. Mjótt virðist vera á munum milli Oddnýjar Harðardóttur og Magnúsar Orra Schram, ef marka má fjölda stuðningsmanna.
Auglýsing

Áhrifa­fólk í Sam­fylk­ing­unni virð­ist skipt­ast nokkuð jafnt á milli Magn­úsar Orra Schram og Odd­nýjar G. Harð­ar­dóttur í for­manns­kjör­inu sem nú stendur yfir. Eng­inn þing­maður eða borg­ar­full­trúi hefur lýst yfir form­legum stuðn­ingi við Helga Hjörvar eða Guð­mund Ara Sig­ur­jóns­son. 

Árni Páll Árna­son, frá­far­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ætlar ekki að taka afstöðu til stakra fram­bjóð­enda. 

„Það er offram­boð í íslenskum stjórn­málum af fyrr­ver­andi for­mönnum sem þvæl­ast fyrir eft­ir­mönnum sín­um. Flokks­fólk á að taka sína afstöðu án afskipta frá mér,” segir Árni Páll við Kjarn­ann. 

Auglýsing

Magnús með Össur og Oddný með Jóhönnu

Meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðn­ingi við fram­boð Magn­úsar Orra eru Dagur B. Egg­erts­son,  borg­ar­stjóri og fyrr­ver­andi vara­for­maður flokks­ins, Katrín Júl­í­us­dótt­ir, frá­far­andi vara­for­mað­ur, þing­maður og fyrr­ver­andi ráð­herra, Össur Skarp­héð­ins­son, fyrr­ver­andi for­maður og ráð­herra flokks­ins, Val­gerður Bjarna­dóttir þing­kona, og Vil­hjálmur Þor­steins­son, fyrr­ver­andi gjald­keri flokks­ins.  

Össur Skarphéðinsson, Dagur B. Eggertsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Valgerður Bjarnadóttir og Katrín Júlíusdóttir styðja Magnús Orra Schram.

Meðal stuðn­ings­manna Odd­nýjar eru Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður og for­sæt­is­ráð­herra flokks­ins, þing­kon­urnar Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir og Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, Hjálmar Sveins­son borg­ar­full­trúi og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra og fram­kvæmda­stýra flokks­ins.  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir styðja Oddnýju til formanns.

Áhrifa­konur gagn­rýna fram­boð harð­lega

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður og ráð­herra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur gagn­rýnt for­manns­fram­boð­in, þar sem hún sagði að „for­ystu­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Lands­dóms­mál­inu hefur stigið fram og telur sig vel til for­ystu fall­inn.” Þar vísar hún í að Magnús Orri og Oddný greiddu atkvæði um að draga hana ásamt fleiri ráð­herrum fyrir Lands­dóm. 

Mar­grét Frí­manns­dótt­ir, fyrr­ver­andi tals­maður flokks­ins þegar hann var stofn­að­ur, sagði við RÚV á dög­unum að for­manns­fram­bjóð­end­urnir væru ekki ferskir og ekki það sem þurfi til að ná Sam­fylk­ing­unni upp úr þeirri djúpu kreppu sem hún er í. 

For­manns­kjörið hófst á hádegi laug­ar­dag­inn síð­ast­lið­inn með raf­rænni kosn­ingu og verður til­kynnt um nýjan for­mann klukkan 18 næst­kom­andi föstu­dag, 3. júní. Lands­fundur hefst á hádegi þann dag og stendur í tvo daga. Á kjör­skrá eru um 17 þús­und manns. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None