Þungavigtarfólkið skiptist á milli Magnúsar og Oddnýjar

Enginn núverandi þingmaður eða borgarfulltrúi Samfylkingarinnar hefur lýst yfir stuðningi við framboð Helga Hjörvar, þingflokksformanns. Árni Páll Árnason ætlar ekki að lýsa opinberlega yfir stuðningi við neinn frambjóðanda.

Samfylkingin fær nýjan formann á föstudag. Mjótt virðist vera á munum milli Oddnýjar Harðardóttur og Magnúsar Orra Schram, ef marka má fjölda stuðningsmanna.
Samfylkingin fær nýjan formann á föstudag. Mjótt virðist vera á munum milli Oddnýjar Harðardóttur og Magnúsar Orra Schram, ef marka má fjölda stuðningsmanna.
Auglýsing

Áhrifa­fólk í Sam­fylk­ing­unni virð­ist skipt­ast nokkuð jafnt á milli Magn­úsar Orra Schram og Odd­nýjar G. Harð­ar­dóttur í for­manns­kjör­inu sem nú stendur yfir. Eng­inn þing­maður eða borg­ar­full­trúi hefur lýst yfir form­legum stuðn­ingi við Helga Hjörvar eða Guð­mund Ara Sig­ur­jóns­son. 

Árni Páll Árna­son, frá­far­andi for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ætlar ekki að taka afstöðu til stakra fram­bjóð­enda. 

„Það er offram­boð í íslenskum stjórn­málum af fyrr­ver­andi for­mönnum sem þvæl­ast fyrir eft­ir­mönnum sín­um. Flokks­fólk á að taka sína afstöðu án afskipta frá mér,” segir Árni Páll við Kjarn­ann. 

Auglýsing

Magnús með Össur og Oddný með Jóhönnu

Meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðn­ingi við fram­boð Magn­úsar Orra eru Dagur B. Egg­erts­son,  borg­ar­stjóri og fyrr­ver­andi vara­for­maður flokks­ins, Katrín Júl­í­us­dótt­ir, frá­far­andi vara­for­mað­ur, þing­maður og fyrr­ver­andi ráð­herra, Össur Skarp­héð­ins­son, fyrr­ver­andi for­maður og ráð­herra flokks­ins, Val­gerður Bjarna­dóttir þing­kona, og Vil­hjálmur Þor­steins­son, fyrr­ver­andi gjald­keri flokks­ins.  

Össur Skarphéðinsson, Dagur B. Eggertsson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Valgerður Bjarnadóttir og Katrín Júlíusdóttir styðja Magnús Orra Schram.

Meðal stuðn­ings­manna Odd­nýjar eru Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður og for­sæt­is­ráð­herra flokks­ins, þing­kon­urnar Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir og Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, Hjálmar Sveins­son borg­ar­full­trúi og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi ráð­herra og fram­kvæmda­stýra flokks­ins.  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Hjálmar Sveinsson, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir styðja Oddnýju til formanns.

Áhrifa­konur gagn­rýna fram­boð harð­lega

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­maður og ráð­herra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur gagn­rýnt for­manns­fram­boð­in, þar sem hún sagði að „for­ystu­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Lands­dóms­mál­inu hefur stigið fram og telur sig vel til for­ystu fall­inn.” Þar vísar hún í að Magnús Orri og Oddný greiddu atkvæði um að draga hana ásamt fleiri ráð­herrum fyrir Lands­dóm. 

Mar­grét Frí­manns­dótt­ir, fyrr­ver­andi tals­maður flokks­ins þegar hann var stofn­að­ur, sagði við RÚV á dög­unum að for­manns­fram­bjóð­end­urnir væru ekki ferskir og ekki það sem þurfi til að ná Sam­fylk­ing­unni upp úr þeirri djúpu kreppu sem hún er í. 

For­manns­kjörið hófst á hádegi laug­ar­dag­inn síð­ast­lið­inn með raf­rænni kosn­ingu og verður til­kynnt um nýjan for­mann klukkan 18 næst­kom­andi föstu­dag, 3. júní. Lands­fundur hefst á hádegi þann dag og stendur í tvo daga. Á kjör­skrá eru um 17 þús­und manns. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None