365 greiddi 372 milljóna skattaskuld en færði hana sem kröfu

365 miðlar högnuðust um milljarð fyrir fjármagnskostnað, skatta og afskriftir í fyrra. Skuldir fyrirtækisins hækkuðu upp í tíu milljarða króna og greidd skattaskuld var færð sem krafa í efnahagsreikningi.

365
Auglýsing

Fjöl­miðla­fyr­ir­tækið 365 miðlar hagn­að­ist um 22 millj­ón­ir króna á árinu 2015. Það er tölu­verður við­snún­ingur eftir 1,4 millj­arða króna tap á árinu 2014. Ef skatta­skuld, sem fyr­ir­tækið greiddi í fyrra hefði ver­ið ­færð í rekstr­a­r­eikn­ing í fyrra, hefði 365 tapað um 350 millj­ónum króna. Þess í stað var hin greidda skatta­skuld færð sem krafa, þar sem stjórn­endur 365 við­ur­kenna ekki nið­ur­stöðu skatta­yf­ir­valda og ætla með málið fyrir dóm­stóla.

Rekstr­ar­hagn­aður sam­steypunnar fyrir fjár­magns­kostn­að, af­skriftir og skatta (EBIT­DA) var 955 millj­ónir króna en hann var nei­kvæður um 427 millj­ónir króna árið áður. Því er um umtals­verðan við­snún­ing að ræða þar. Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi 365 miðla fyrir árið 2015.

Auglýsing

Uppi­staðan í jákvæðri nið­ur­stöðu í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins er ­vegna þess að seld þjón­usta og aðrar tekjur hækk­uðu um rúman einn millj­arð króna á milli ára í 11,2 millj­arða króna. Ekki er sund­ur­liðað í árs­reikn­ing­i 365 miðla hvaðan þessar tekjur koma.

Skuldir orðnar tíu millj­arðar króna

Þar kemur hins vegar fram að 320 millj­ónir króna hafi ver­ið greiddar inn sem nýtt hluta­fé, líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrir skemmst­u. Árið áður var greitt inn 445 millj­ónir króna í nýtt hlutafé og því hafa hlut­hafar sam­tals sett inn 765 millj­ónir króna á tveimur árum.

Til við­bótar hafa skuldir 365 miðla vaxið nokkuð hratt og eru nú alls um tíu millj­arðar króna. Þær hækk­uðu um rúman millj­arð króna í fyrra. Þar munar mest um end­ur­fjár­mögnun á lang­tíma­lánum fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra­haust, þegar það færði sig úr við­skiptum hjá Lands­bank­anum og yfir til­ ­Arion banka. Við þá breyt­ingu juk­ust lang­tíma­skuldir 365 miðla úr 3,6 millj­örðum króna í 4,8 millj­arða króna. Í árs­reikn­ingnum segir að þessi breyt­ing hafi leitt til lækk­unar á end­ur­greiðslu­byrði fyr­ir­tæk­is­ins á næst­u árum, sem þýðir að lengt hafi verið umtals­vert í lánum þess. Allar eignir 365 miðla eru veð­settar sem trygg­ing fyrir end­ur­greiðslu lána fyr­ir­tæk­is­ins hjá ­Arion banka. Vaxta­gjöld lækk­uðu við þetta úr 568 millj­ónum króna í 541 millj­ón króna.

Greiddi skatta­skuld en gjald­færði hana ekki

Auk þess greiddi fyr­ir­tækið 372 milljón króna skatta­skuld ­sem er til­komin vegna öfugs sam­runa þegar félagið Rauð­sól, þá í eigu Jóns Ás­geirs Jóhann­es­son­ar, keypti fjöl­miðla 365 út úr gamla 365 í nóv­em­ber 2008 á 1,5 millj­­arð króna og með yfir­­­töku á hluta af skuldum félags­­ins. Gamla 365 ehf., sem var end­­ur­­nefnt Íslensk afþrey­ing ehf., fór í þrot og kröf­u­hafar þess töp­uðu 3,7 millj­­örðum króna.

Sævar Freyr Þráinsson er forstjóri 365.Þrátt fyrir að þessu skuld hafi verið greidd - en bæði Rík­is­skatt­stjóri og Yfir­skatta­nefnd hafa úr­skurðað um hana- þá ætlar 365 ekki að una nið­ur­stöð­unni og und­ir­býr dóms­mál á hendur íslenska rík­inu vegna henn­ar. Þess vegna er upp­hæðin færð sem krafa í efna­hags­reikn­ingi 365 líkt og hún muni fást end­ur­greidd. Í árs­reikn­ingn­um ­seg­ir: „Ef nið­ur­staða dóm­stóla verður í sam­ræmi við úrskurð Yfir­skatta­nefnd­ar mun það hafa mark­tæk áhrif á eig­in­fjár­stöð­u“.

Þá kemur fram að ­sam­stæða 365 hafi gert samn­inga um kaup á dag­skrár­efni fyrir 3,1 millj­arð króna ­sem séu „til afhend­inga við sýn­ing­u“. Þarna er meðal ann­ars um að ræða samn­ing um sýn­ingu á leikjum úr enska bolt­an­um, sem end­ur­samið var um í lok síð­asta árs. Ljóst er að þessi skul­bind­ing er nokkuð umfangs­mik­il, enda hækkar lið­ur­inn úr úr 1,7 millj­arði króna á milli ára, eða um 1,4 millj­arða króna.

Laun og lán til­ hlut­hafa

Þrátt fyrir að 365 miðlar skuldi háar fjár­hæðir þá bók­færir félag­ið einnig miklar eign­ir. Alls eru þær 12,9 millj­arðar króna, og hækka um 1,5 millj­arð króna á milli ára. Uppi­staðan í eignum félags­ins eru óefn­is­leg­ar ­eign­ir, að mestu við­skipta­vild, upp á 6,6 millj­arðar króna. Auk þess er lið­ur­ ­sem nefn­ist „dag­skrár­birgð­ir“ met­inn á rúma tvo millj­arða króna og hand­bært fé, ­sem eru óbundnar bankainn­stæð­ur, var 651 millj­ónir króna í lok síð­asta árs. Hand­bært fé var 32 millj­ónir króna í lok árs 2014.

Þá á fyr­ir­tækið skatta­inn­eign upp á 703 millj­ónir króna. Hún­ er til­komin vegna sam­ein­ingar 365 og IP-fjar­skipta, áður móð­ur­fé­lags Tals, á ár­inu 2013. Í árs­reikn­ingi stendur að „hvorki sam­stæðan né félagið mun greiða tekju­skatt á árinu 2016 vegna yfir­fær­an­legra skatta­legra tapa frá fyrri árum“. Alls nem­ur ­yf­ir­fær­an­legt skatta­legt tap 365 3,8 millj­örðum króna.

Stöðu­gildum hjá 365 fækk­aði úr 391 í 364 á árinu 2015. Alls greiddi fyr­ir­tækið um þrjá millj­arða króna í laun og launa­tengd gjöld, sem er um 100 millj­ónum krónum minna en árið áður. Laun og aðrar greiðslur til­ ­stjórnar og æðstu stjórn­enda voru sam­tals 223 millj­ónir króna auk þess sem 365 greiddi 89 millj­ónir króna vegna launa, verk­taka­greiðslna og ráð­gjafa­launa til­ t­veggja hlut­hafa og aðila tengdum þeim. Athygli vekur einnig að kröfur 365 á tengda aðila fara úr sex millj­ónum króna í 107 millj­ónir króna á milli ára. Ekki er til­greint um hvaða hlut­hafa er að ræða.

Ingi­björg Stef­anía Pálma­dóttir og félög á hennar vegum eru langstærsti eig­andi 365, með 74,27 pró­sent hlut. Eig­in­maður henn­ar, Jón Ásgeir Jó­hann­es­son, starfar sem ráð­gjafi hjá fyr­ir­tæk­inu og kemur umtals­vert að ­stjórnun þess, en hann var áður aðal­eig­andi 365. Auk hennar eiga fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Auður 1 (15,8 pró­sent) og félagið Grandier S.A., sem skráð er í Lúx­em­borg en ­sagt í eigu Sig­urðar Bolla­sonar (9,52 pró­sent) stóra eign­ar­hluti í félag­in­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None