Nýtt námslánakerfi fjármagnað að mestu með vöxtum og á að auka skatttekjur

Samkvæmt nýju frumvarpi fá íslenskir námsmenn í fyrsta sinn beina styrki sem dreifast jafnt á alla. Á móti verða settar hömlur á lántöku og vextir hækkaðir. Tilgangurinn er að ná fram milljarðaaukningu á þjóðarframleiðslu.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið fyrir helgi.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið fyrir helgi.
Auglýsing

Nýtt náms­lána/­náms­styrkja­kerfi var kynnt fyrir helgi og búið er að afgreiða frum­varp vegna þess úr rík­is­stjórn og þing­flokkum beggja ­stjórn­ar­flokka. Um er að ræða algjöra bylt­ingu á aðkomu rík­is­ins að fjár­mögn­un ­nem­enda á meðan að á láns­hæfu námi stend­ur. Tekið verður upp styrkja­kerf­i, láns­hæf­is­tími styttur og full fram­færsla verður í boði. Á móti verða vext­ir ­náms­lána hækk­að­ir, alls kyns þök sett á náms­lána- og náms­styrkja­töku og eldra ­fólk og dokt­or­snemar munu ekki lengur fá styrki eða lán frá Lána­sjóði íslenskra ­náms­manna (LÍN).

Ljóst er að breyt­ing­arnar verða umdeild­ar. Það sést strax á þeim umræðum sem orðið hafa um málið í kjöl­far þess að Ill­ugi Gunn­ars­son, ­mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, kynnti það fyrir helgi.

Ill­ugi er raunar ekki óvanur því að áherslur hans í þeim við­kvæma mála­flokki sem mennta­mál eru séu umdeild­ar. Flestar eiga til­lögur hans þar það sam­eig­in­legt að stefna að auknum þjóð­hags­legum ávinn­ingi fyr­ir­ ­sam­fé­lag­ið. Og LÍN-breyt­ing­arnar eru einn liður í mun stærri áformum hans til­ að ná slík­um. Aðrar mik­il­vægar breytur í þeirri veg­ferð eru t.d. raf­ræn sam­ræmd ­próf, sem þreytt verða frá og með næsta hausti, sem gera góðum nem­endum kleift að fara beint úr níunda bekk inn í fram­halds­skóla, kjósi þeir svo. Þá hef­ur fram­halds­skóla­námið verið stytt niður í þrjú ár í nær öllum fram­halds­skól­u­m lands­ins í stjórn­ar­tíð Ill­uga og nú á breyt­ingin á LÍN að búa til sterka fjár­hags­lega hvata til að klára háskóla­nám sem fyrst.

Auglýsing

Nið­ur­staðan á að verða sú, ef áætlun Ill­uga gengur upp, að ­ís­lenska mennta­kerfið skili háskóla­mennt­uðu fólki inn á vinnu­mark­að­inn mun yngra en nú er. Í nýja kerf­inu er enda mögu­leiki á því að fara í fram­halds­skóla 15 ára, í háskóla 18 ára og útskrif­ast þaðan með BA eða BS-gráðu 20-21 árs.

Sam­kvæmt útreikn­ingum mennta- og menn­inga­mála­ráð­herra eiga þess­ar ­kerf­is­breyt­ingar að skila auk­inni þjóð­ar­fram­leiðslu upp á 23 millj­arða króna ár­lega. Stytt­ing fram­halds­skóla­náms á að skila 15,5 millj­örðum króna og bland­að ­náms­styrkja­kerfi 7,5 millj­örðum króna.Sú auknign á þjóð­ar­fram­leiðslu á síðan að skila um níu millj­örðum krónum árlega í hærri skatt­tekj­um.

Í þessum útreikn­ingum er reyndar gert ráð fyrir að all­ir þeir sem skila sér út á vinnu­mark­að­inn fyrr muni fá með­al­laun. Ekki ligg­ur ­fyrir að svo verði, og í raun er það ólík­legt sem stend­ur. Nær öll ný störf sem verða til á Íslandi í dag eru enda lág­launa­störf í ferða­þjón­ustu eða tengd­um ­grein­um. Fólkið sem sinnir þeim störfum er að miklu leyti flutt inn, enda ekki um störfin sem íslenska mennta­kerfið er að mennta Íslend­inga til að sinna að ræða.

Beinir styrkir fyrir alla í stað óbeinna styrkja fyrir suma

Frum­varp til laga um náms­lán og og náms­styrki var birt á vef Al­þingis í gær. Stærstu breyt­ing­arnar sem sam­þykkt þess mun hafa í för með sér­ eru þær að tekið verður upp styrkja­kerfi. Sam­kvæmt því munu allir í háskóla­námi eða sem stunda iðn- og verk­nám, geta fengið 65 þús­und krónur greiddar í styrk á mán­uði níu mán­uði árs­ins fyrir að vera í skóla. Styrk­ur­inn er ekki tekju­tengd­ur og því geta þeir sem hann þiggja unnið með skóla án þess að það skerði greiðslu á styrkn­um.

Háskólanemar sem eru í námi fagna ugglaust margir hverjir því að fá beina styrki á meðan að á námi þeirra stendur. Ekki er víst að fögnuðurinn verði jafn mikill hjá þeim sem þurfa einnig að taka umtalsverð lán, til dæmis vegna framfærslu fjölskyldu, og greiða þau til baka án tekjutengingar að námi loknu.Til að fá styrk­inn þarf að sýna 73 pró­sent náms­fram­vind­u. Þ.e. það þarf að ná 73 pró­sent þeirra ein­inga sem telj­ast til fulls náms á hverri önn til að fá hann greidd­an.  Hægt er að fá styrk­inn greiddan í 45 mán­uði, eða í gegnum fimm skóla­ár. Ef nem­and­i lýkur BA- eða BS-gráðu og tekur síðan tvö ár í masters­nám þá á hann rétt á styrknum allan þann tíma. Sú greiðsla sem íslenskra ríkið greiðir við­kom­andi í styrk, nýti hann sér styrk­inn allan þann tíma sem hann má, verður þá rétt tæp­lega þrjár millj­ónir króna.

Í kynn­ingu sinni á mál­inu hefur Ill­ugi Gunn­ars­son ítrek­að ­sagt að það sé rétt­læt­is­mál að jafna þær upp­hæðir sem greiddar eru út sem ­styrkir úr náms­fjár­mögn­un­ar­kerf­inu. Það kann að hljóma skökk full­yrð­ing í eyr­um sum­ra, enda beinir styrkir ekki verið hluti af því kerfi hingað til.

Það hefur hins vegar verið þannig að fólk hefur getað kom­ið ­sér í gríð­ar­legar náms­lána­skuldir sem aldrei fást greidd­ar, ein­fald­lega vegna þess að fólki end­ist ekki ævin til að greiða þær til­baka. Eins og staðan er í dag fá um 20 pró­sent lán­þega um 75 pró­sent „rík­is­styrkja“. Þannig fengu t.d. þeir sem tóku 20 hæstu lánin hjá LÍN alls 661 milljón krónur lán­að­ar. Áætl­an­ir LÍN gera ráð fyrir að þeir muni ná að greiða til baka 81 milljón króna. Það þýðir að „styrk­ur“ til þessa 20 manna hóps er upp á 580 millj­ónir króna.

Hærri vextir borga að mestu fyrir styrki

Frum­varp Ill­uga á að koma í veg fyrir að svona mik­il láns­söfnun á nið­ur­greiddum vöxtum sé mögu­leg. Þótt áfram verði lán­að, og nú upp­ að fullri fram­færslu (188 þús­und krónur á mán­uði) í stað 90 pró­sent áður, þá verður í mesta lagi hægt að fá lánað í sjö ár og ekki meira en 15 millj­ónir króna.  Óljóst er hversu mikið áhrif þetta mun hafa.

Í kynn­ingum mennta- og menn­inga­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að 99 pró­sent þeirra sem séu með náms­lán taki undir 18 millj­ónum króna í lán. Því hefðu 0,5 pró­sent náms­lána­taka, auk þeirra sem eru með heild­ar­lán upp á 15-18 millj­ónir króna, lent í vand­ræðum ef nýja kerfið væri við lýði. Þeir hefðu þá þurft að sækja sín við­bót­ar­lán á einka­mark­að, til dæmis til Fram­tíð­ar­innar, náms­lána­sjóðs sem rek­inn er af sjóðs­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu GAMMA og lánar nemum allt að þrettán millj­ónir króna á 8,25 pró­sent verð­tryggð­u­m vöxtum eða 11,25 pró­sent óverð­tryggðum vöxt­um.

Vextir á verð­tryggðum lánum sem LÍN veitir verða hins veg­ar ­þrjú pró­sent. Þótt vissu­lega sé um betri kjör að ræða en bjóð­ast á einka­mark­að­i þá munu vext­irnir hækka umtals­vert frá því sem nú er. Raunar munu þeir þre­fald­ast. Auk þess verða settar ýmsar skorður gagn­vart lán­töku hjá LÍN sem ekki eru til­ ­staðar í dag. Hámarks­ára­fjöldi sem lán eru veitt verður styttur niður í sjö ár. ­Náms­að­stoð mun skerð­ast eftir 50 ára aldur og verður ekki veitt eftir 60 ára ald­ur. End­ur­greiðslur lána munu hefj­ast einu ári eftir náms­lok í stað tveggja eins og nú er. Eina und­an­tekn­ingin frá þessu verður heim­ild til að fresta helm­ingi hvers gjald­daga náms­lána vegna kaupa á fyrsta íbúð­ar­hús­næði í allt að 60 mán­uði. End­ur­greiðslu allra náms­lána á síðan að vera lokið fyrir 67 ára ald­ur. Þá verður tekju­teng­ing afborg­anna felld út. Þessar breyt­ingar eiga að tryggja betri heimtir náms­lána.

Slíkt mun enda verða nauð­syn­legt ef styrkja­kerfið á að ganga ­upp. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu verð­ur­ við­bót­ar­kostn­aður rík­is­ins vegna þess umfangs­mikla styrkja­kerfis sem nú er verið að taka upp ein­ungis vera um einn millj­arður króna á ári. Sú upp­hæð getur hækkað eða lækkað ef eft­ir­spurn eftir styrkjum verður meiri eða minni en áætl­anir gera ráð fyr­ir. Afgang­ur­inn af ­kostn­að­inum til að reka kerfið kemur frá skerð­ingum á náms­lánum sem fást ekki greidd og með því að rukka þrefalt hærri vexti en gert er í dag.

Frum­varpið gagn­rýnt

Þótt frum­varp­inu hafi almennt verið fagn­að, sér­stak­lega þeirri breyt­ingu að koma á föstum styrkt­ar­greiðslum til þeirra sem stunda há­skóla­nám, þá hefur það einnig verið gagn­rýnt.

Sú gagn­rýni hefur sér­stak­lega snúið að tvennu: ann­ars veg­ar af­námi tekju­teng­ingar á end­ur­greiðslum og hins vegar vegna þess að nýja kerf­ið mun gera t.d. dokt­or­snemum og öðrum sem af ein­hverjum ástæðum taka lengri tíma en sjö ár í háskóla­nám nær ókleift að fá náms­lán síð­ustu náms­ár­in.

Afnám tekju­teng­ingar gerir það að verkum að allir þurfa að ­borga það sama til baka af lán­unum óháð tekjum sín­um. End­ur­greiðsl­urn­ar á­kvarð­ast af höf­uð­stól láns, láns­tíma og vöxt­um, líkt og á venju­leg­um ­banka­lán­um. Það þýðir að tekju­lágir ein­stak­ling­ar, t.d. sem mennta sig til­ ­starfa sem eru ólík­legri til að skila háum tekj­um, þurfa að greiða mun hærri greiðslur á ári en þeir hafa gert hingað til. Á sama tíma hefur láns­tími ver­ið ­styttur frá því sem nú er. Hið félags­lega hlut­verk LÍN verður því minnkað með­ breyt­ing­un­um.

Á meðal þeirra sem þetta hafa gagn­rýnt er  Agnar Freyr Helga­son,hag­fræð­ingur og dokt­or í stjórn­mála­fræði. Agnar sat einnig um tíma sem full­trúi stúd­enta­ráðs Háskóla Ís­lands í stjórn LÍN.

Hann segir á Face­book-­síðu sinni að breyt­ing­arnar legg­is­t ákaf­lega illa í hann. „Þær munu vissu­lega koma ákveðnum hópum vel og þá sér­stak­lega náms­fólki sem hefur enga þörf fyr­ir­ ­náms­lán (það mun nú fá mán­að­ar­legan styrk í stað þess að fá ekk­ert áður). Á móti kemur að breyt­ing­arnar muna auka greiðslu­byrði ákveð­inna hópa umtals­vert, m.a. þeirra sem eru fyrir í við­kvæmri stöðu. Þannig geta ein­stak­lingar sem taka ­mikil náms­lán (t.d. vegna fram­færslu barna), eru tekju­lágir að námi loknu eða hefja náms­fer­il­inn seint á ævinni búist við því að bera skarðan hlut frá borði.Þing­menn hafa einnig gagn­rýnt frum­varp­ið. Katrín Júl­í­us­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, sagði fram­setn­ingu þess vera syk­ur­húð­aða og að mörgum spurn­ingum væri ósvar­að. Þá sagði Drífa Snædal, fram­kvæmda­stjóri ­Starfs­greina­sam­bands­ins, við RÚV að breyt­ing­arnar myndu draga úr jöfn­uði til­ ­náms. Bjarkey Olsen Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, telur úti­lokað að frum­varpið verði afgreitt fyrir þing­hlé, sem fyr­ir­hugað er á næstu dög­um. 

Því er enn nokkuð í land að mikla breyt­ing á náms­fjár­mögn­un Ís­lend­inga sem Ill­ugi Gunn­ars­son hefur lagt fram verði að veru­leika. Og óljóst hvort sam­staða náist um það fyrir kosn­ing­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ketill Sigurjónsson
Sífellt ódýrari vindorka í Hörpu
Kjarninn 11. nóvember 2019
Samherji sendir yfirlýsingu vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV
Útgerðarfyrirtækið Samherji hefur sent frá sér yfirlýsingu, vegna yfirvofandi umfjöllunar RÚV.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Magnús Halldórsson
Brjálæðið og enn of stór til að falla
Kjarninn 11. nóvember 2019
28 milljónir í launakostnað ólöglegu Landsréttardómaranna
Laun þriggja þeirra fjögurra dómara við Landsrétt, sem mega ekki dæma eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu sagði skipan þeirra ólögmæta, kalla á 28 milljón króna viðbótarútgjöld ríkissjóðs.
Kjarninn 11. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None