Engin samþætt verkáætlun vegna fordóma eða annars misréttis í skólum hjá KÍ

Samkvæmt KÍ er það ekki hlutverk stéttarfélagsins að útbúa verkáætlun til að takast á við kynþáttafordóma í skólum heldur sveitarfélaga og ríkis sem eru rekstraraðilar skóla. Engar slíkar verkáætlanir eru til hjá Reykjavíkurborg.

Skólastofa
Auglýsing

Kenn­ara­sam­bandi Íslands (KÍ) hafa ekki borist kvart­anir um kyn­þátta­for­dóma sér­stak­lega og ekki er haldið utan um töl­fræði varð­andi kvart­anir vegna for­dóma í garð nem­enda þar sem mál­efni kenn­ara eru einkum á könnu stétt­ar­fé­lags­ins. Slíkar kvart­anir gætu hafa borist til fræðslu­yf­ir­valda sveit­ar­fé­laga og skóla­stjórn­enda allra skóla­stiga.

Þetta kemur fram í svari jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands (KÍ) fyrir hönd sam­bands­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þá segir í svar­inu að sam­þætt verk­á­ætlun vegna for­dóma eða ann­ars mis­réttis í skólum sé ekki til hjá KÍ „enda ekki hlut­verk stétt­ar­fé­lags­ins að útbúa verk­á­ætlun heldur sveit­ar­fé­laga og ríkis sem eru rekstr­ar­að­ilar skóla“.

Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg heldur ekki utan um töl­urnar

Faðir barna sem orðið hafa fyrir for­­dómum í skóla gagn­rýndi Reykja­vík­­­ur­­borg fyrir aðgerða­­leysi í sam­tali við Kjarn­ann á dög­un­­um. Hann telur að gera verði betur og móta betri stefnu hvað kyn­þátta­­for­­dóma varðar í skólum borg­­ar­inn­­ar.

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að Reykja­vík­­­ur­­borg héldi ekki utan um tölur um kvart­­anir er varða kyn­þátta­­for­­dóma í skólum borg­­ar­inn­­ar. Í svari Reykja­vík­­­ur­­borgar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kom fram að engin sam­þætt verk­á­ætlun væri til staðar hjá borg­inni til að takast á við kyn­þátta­­for­­dóma í skól­­um.

„Al­­mennar reglur eru varð­andi ein­elti og ofbeld­is­hegð­un. Í vetur var sam­­þykkt að setja á stofn starfs­hóp til að vinna að aðgerða­á­ætlun og verk­lagi til að bregð­­ast við rasískum ummæl­um, skrifum og/eða hegðun hjá börnum og starfs­­fólki í skóla- og frí­­stunda­­starfi. Aðgerða­á­ætl­­unin verði nýtt þegar rasísk atvik eiga sér stað í skólaum­hverf­inu og verði jafn­­framt veg­­vísir fyrir þá fræðslu og símenntun sem þarf að eiga sér stað innan skóla­­sam­­fé­lags­ins. Þessi starfs­hópur hefur vinnu sína síðla sum­­­ars 2022 og er að vænta nið­­ur­­staða í byrjun haust­ann­­ar,“ sagði í svar­inu.

Illa gengið að knýja á um breyt­ingar í kenn­ara­menntun og starfs­þróun kenn­ara

Í svari jafn­réttis­nefndar KÍ segir að allt frá árinu 2012 hafi nefndin skorað á stjórn­endur skóla­sam­fé­lags­ins alls að kenna jafn­rétt­is- og kynja­fræði.

„Illa hefur gengið að knýja á um breyt­ingar í kenn­ara­menntun og starfs­þróun kenn­ara en ör þróun sam­fé­lags­ins, vax­andi for­dómar og slauf­un­ar­menn­ing kallar á að nú verði gerðar löngu þarfar breyt­ing­ar. Þess ber að geta að á mennta­vís­inda­sviði starfa öfl­ugir kenn­arar sem leggja áherslu á að kenn­ara­nemar fái kennslu um jafn­rétt­is­mál. Á fram­halds­skóla­stigi eru þrír skólar með jafn­rétt­is- og kynja­fræði sem skyldu­fag en flestir bjóða upp á það sem val­fag. Á leik- og grunn­skóla­stigi hefur inn­leið­ingin gengið hæg­ar. Eins og gengur er mis­mik­ill áhugi á jafn­rétt­is­málum í skól­um. Stjórn­völd hafa ekki sett inn­leið­ingu jafn­réttis í skóla­kerf­inu á dag­skrá þrátt fyrir að nefndin hafi ítrekað vakið athygli á mik­il­vægi þess.“

Fram kemur hjá jafn­réttis­nefnd KÍ að alla tíð hafi sýn nefnd­ar­innar verið sú að jafn­rétti verði ekki náð í sam­fé­lag­inu án mark­vissrar og kerf­is­bund­innar aðkomu skóla­kerf­is­ins. Alls staðar þar sem jafn­rétt­is­mál ber á góma séu þátt­tak­endur sam­mála um mik­il­vægi þess að jafn­rétt­i­svæða skóla­kerfið í heild sinni þannig að kenn­arar séu færir um að sinna grunn­þætt­inum jafn­rétti sem á að vera rauður þráður í öllu skóla­starfi frá leik­skóla og upp í háskóla.

Ætti að vera eðli­legur hluti alls skóla­halds að upp­ræta mis­rétti og for­dóma

Þá segir í svar­inu að mik­il­vægt sé að allir kenn­arar séu í stakk búnir að grípa inn í aðstæður sem upp koma í skóla­starfi, upp­ræta hverskyns mis­rétti og for­dóma og sinna for­vörnum þar sem í skólum fyr­ir­finn­ast for­dóm­ar, áreitni og ofbeldi rétt eins og í sam­fé­lag­inu öllu.

„Við eigum ekki að sætta okkur við að skólar fái aðkeypta sér­fræð­inga einu sinni á ári til að sinna því sem ætti að vera eðli­legur hluti alls skóla­halds og í verka­hring kenn­ara. Við eigum að knýja á um jafn­rétt­i­svæð­ingu skóla­kerf­is­ins því það myndi bæta lífs­gæði okkar allra.

Frá árinu 2013 hefur skóla­kerfið stuðst við sex grunn­þætti mennt­unar og er einn þeirra jafn­rétti sem á sem fyrr segir að vera rauður þráður allrar mennt­unar barn­anna okk­ar. Allt frá því að jafn­rétt­islög voru sett árið 1974 hefur verið grein um jafn­rétt­is­fræðslu í skólum en sú grein sem er nr. 15. Í jafn­rétt­islögum frá árinu 2020 er enn skýr­ari en þar kemur fram að „ [á] öllum skóla­stigum skulu nem­endur hljóta jafn­rétt­is- og kynja­fræðslu við hæfi þar sem m.a. er kennt um kynj­aðar staðalí­mynd­ir, kyn­bundið náms- og starfs­val og mál­efni fatl­aðs fólks og hinsegin fólks.“ Hluti þess­arar fræðslu á að vera um for­dóma enda nær jafn­réttis og kynja­fræðsla utan um alla flokka jafn­réttis ekki aðeins þá sem nefndir eru í lög­um.“

Varð­andi það sem framundan er hjá KÍ þá hefur jafn­réttis­nefnd í hyggju að leggja end­ur­skoð­aða jafn­rétt­is­stefnu og -áætlun fyrir þing KÍ hvar for­dómum verður gert hærra undir höfði en verið hef­ur. „Einnig vill jafn­réttis­nefnd að á vegum KÍ og/eða sveit­ar­fé­laga verði jafn­rétt­is­ráð­gjafi sem fari í skóla, starfi með kenn­urum og nem­endum og upp­ræti erfið mál og mun nefndin leggja til ályktun um slíkan ráð­gjafa á næsta þingi KÍ sem verður 1.-4. nóv­em­ber 2022,“ segir að lokum í svar­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent