Engin samþætt verkáætlun vegna fordóma eða annars misréttis í skólum hjá KÍ

Samkvæmt KÍ er það ekki hlutverk stéttarfélagsins að útbúa verkáætlun til að takast á við kynþáttafordóma í skólum heldur sveitarfélaga og ríkis sem eru rekstraraðilar skóla. Engar slíkar verkáætlanir eru til hjá Reykjavíkurborg.

Skólastofa
Auglýsing

Kenn­ara­sam­bandi Íslands (KÍ) hafa ekki borist kvart­anir um kyn­þátta­for­dóma sér­stak­lega og ekki er haldið utan um töl­fræði varð­andi kvart­anir vegna for­dóma í garð nem­enda þar sem mál­efni kenn­ara eru einkum á könnu stétt­ar­fé­lags­ins. Slíkar kvart­anir gætu hafa borist til fræðslu­yf­ir­valda sveit­ar­fé­laga og skóla­stjórn­enda allra skóla­stiga.

Þetta kemur fram í svari jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands (KÍ) fyrir hönd sam­bands­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Þá segir í svar­inu að sam­þætt verk­á­ætlun vegna for­dóma eða ann­ars mis­réttis í skólum sé ekki til hjá KÍ „enda ekki hlut­verk stétt­ar­fé­lags­ins að útbúa verk­á­ætlun heldur sveit­ar­fé­laga og ríkis sem eru rekstr­ar­að­ilar skóla“.

Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg heldur ekki utan um töl­urnar

Faðir barna sem orðið hafa fyrir for­­dómum í skóla gagn­rýndi Reykja­vík­­­ur­­borg fyrir aðgerða­­leysi í sam­tali við Kjarn­ann á dög­un­­um. Hann telur að gera verði betur og móta betri stefnu hvað kyn­þátta­­for­­dóma varðar í skólum borg­­ar­inn­­ar.

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að Reykja­vík­­­ur­­borg héldi ekki utan um tölur um kvart­­anir er varða kyn­þátta­­for­­dóma í skólum borg­­ar­inn­­ar. Í svari Reykja­vík­­­ur­­borgar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kom fram að engin sam­þætt verk­á­ætlun væri til staðar hjá borg­inni til að takast á við kyn­þátta­­for­­dóma í skól­­um.

„Al­­mennar reglur eru varð­andi ein­elti og ofbeld­is­hegð­un. Í vetur var sam­­þykkt að setja á stofn starfs­hóp til að vinna að aðgerða­á­ætlun og verk­lagi til að bregð­­ast við rasískum ummæl­um, skrifum og/eða hegðun hjá börnum og starfs­­fólki í skóla- og frí­­stunda­­starfi. Aðgerða­á­ætl­­unin verði nýtt þegar rasísk atvik eiga sér stað í skólaum­hverf­inu og verði jafn­­framt veg­­vísir fyrir þá fræðslu og símenntun sem þarf að eiga sér stað innan skóla­­sam­­fé­lags­ins. Þessi starfs­hópur hefur vinnu sína síðla sum­­­ars 2022 og er að vænta nið­­ur­­staða í byrjun haust­ann­­ar,“ sagði í svar­inu.

Illa gengið að knýja á um breyt­ingar í kenn­ara­menntun og starfs­þróun kenn­ara

Í svari jafn­réttis­nefndar KÍ segir að allt frá árinu 2012 hafi nefndin skorað á stjórn­endur skóla­sam­fé­lags­ins alls að kenna jafn­rétt­is- og kynja­fræði.

„Illa hefur gengið að knýja á um breyt­ingar í kenn­ara­menntun og starfs­þróun kenn­ara en ör þróun sam­fé­lags­ins, vax­andi for­dómar og slauf­un­ar­menn­ing kallar á að nú verði gerðar löngu þarfar breyt­ing­ar. Þess ber að geta að á mennta­vís­inda­sviði starfa öfl­ugir kenn­arar sem leggja áherslu á að kenn­ara­nemar fái kennslu um jafn­rétt­is­mál. Á fram­halds­skóla­stigi eru þrír skólar með jafn­rétt­is- og kynja­fræði sem skyldu­fag en flestir bjóða upp á það sem val­fag. Á leik- og grunn­skóla­stigi hefur inn­leið­ingin gengið hæg­ar. Eins og gengur er mis­mik­ill áhugi á jafn­rétt­is­málum í skól­um. Stjórn­völd hafa ekki sett inn­leið­ingu jafn­réttis í skóla­kerf­inu á dag­skrá þrátt fyrir að nefndin hafi ítrekað vakið athygli á mik­il­vægi þess.“

Fram kemur hjá jafn­réttis­nefnd KÍ að alla tíð hafi sýn nefnd­ar­innar verið sú að jafn­rétti verði ekki náð í sam­fé­lag­inu án mark­vissrar og kerf­is­bund­innar aðkomu skóla­kerf­is­ins. Alls staðar þar sem jafn­rétt­is­mál ber á góma séu þátt­tak­endur sam­mála um mik­il­vægi þess að jafn­rétt­i­svæða skóla­kerfið í heild sinni þannig að kenn­arar séu færir um að sinna grunn­þætt­inum jafn­rétti sem á að vera rauður þráður í öllu skóla­starfi frá leik­skóla og upp í háskóla.

Ætti að vera eðli­legur hluti alls skóla­halds að upp­ræta mis­rétti og for­dóma

Þá segir í svar­inu að mik­il­vægt sé að allir kenn­arar séu í stakk búnir að grípa inn í aðstæður sem upp koma í skóla­starfi, upp­ræta hverskyns mis­rétti og for­dóma og sinna for­vörnum þar sem í skólum fyr­ir­finn­ast for­dóm­ar, áreitni og ofbeldi rétt eins og í sam­fé­lag­inu öllu.

„Við eigum ekki að sætta okkur við að skólar fái aðkeypta sér­fræð­inga einu sinni á ári til að sinna því sem ætti að vera eðli­legur hluti alls skóla­halds og í verka­hring kenn­ara. Við eigum að knýja á um jafn­rétt­i­svæð­ingu skóla­kerf­is­ins því það myndi bæta lífs­gæði okkar allra.

Frá árinu 2013 hefur skóla­kerfið stuðst við sex grunn­þætti mennt­unar og er einn þeirra jafn­rétti sem á sem fyrr segir að vera rauður þráður allrar mennt­unar barn­anna okk­ar. Allt frá því að jafn­rétt­islög voru sett árið 1974 hefur verið grein um jafn­rétt­is­fræðslu í skólum en sú grein sem er nr. 15. Í jafn­rétt­islögum frá árinu 2020 er enn skýr­ari en þar kemur fram að „ [á] öllum skóla­stigum skulu nem­endur hljóta jafn­rétt­is- og kynja­fræðslu við hæfi þar sem m.a. er kennt um kynj­aðar staðalí­mynd­ir, kyn­bundið náms- og starfs­val og mál­efni fatl­aðs fólks og hinsegin fólks.“ Hluti þess­arar fræðslu á að vera um for­dóma enda nær jafn­réttis og kynja­fræðsla utan um alla flokka jafn­réttis ekki aðeins þá sem nefndir eru í lög­um.“

Varð­andi það sem framundan er hjá KÍ þá hefur jafn­réttis­nefnd í hyggju að leggja end­ur­skoð­aða jafn­rétt­is­stefnu og -áætlun fyrir þing KÍ hvar for­dómum verður gert hærra undir höfði en verið hef­ur. „Einnig vill jafn­réttis­nefnd að á vegum KÍ og/eða sveit­ar­fé­laga verði jafn­rétt­is­ráð­gjafi sem fari í skóla, starfi með kenn­urum og nem­endum og upp­ræti erfið mál og mun nefndin leggja til ályktun um slíkan ráð­gjafa á næsta þingi KÍ sem verður 1.-4. nóv­em­ber 2022,“ segir að lokum í svar­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent