Halda ekki utan um tölur um kvartanir er varða kynþáttafordóma

Faðir barna sem orðið hafa fyrir kynþáttafordómum gagnrýnir aðgerðaleysi í skólum borgarinnar. Reykjavíkurborg hefur samþykkt að setja á stofn starfshóp til að vinna að aðgerðaáætlun til að bregðast m.a. við rasískum ummælum og skrifum.

Ráðhús Reykjavíkur
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg heldur ekki utan um tölur um kvart­anir er varða kyn­þátta­for­dóma í skólum borg­ar­inn­ar, að því er fram kemur í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Faðir barna sem orðið hafa fyrir for­dómum í skóla gagn­rýndi Reykja­vík­ur­borg fyrir aðgerða­leysi í sam­tali við Kjarn­ann á dög­un­um. Hann telur að gera verði betur og móta betri stefnu hvað kyn­þátta­for­dóma varðar í skólum borg­ar­inn­ar.

Í svari Reykja­vík­ur­borgar kemur fram að engin sam­þætt verk­á­ætlun sé til staðar hjá borg­inni til að takast á við kyn­þátta­for­dóma í skól­um. „Al­mennar reglur eru varð­andi ein­elti og ofbeld­is­hegð­un. Í vetur var sam­þykkt að setja á stofn starfs­hóp til að vinna að aðgerða­á­ætlun og verk­lagi til að bregð­ast við rasískum ummæl­um, skrifum og/eða hegðun hjá börnum og starfs­fólki í skóla- og frí­stunda­starfi. Aðgerða­á­ætl­unin verði nýtt þegar rasísk atvik eiga sér stað í skólaum­hverf­inu og verði jafn­framt veg­vísir fyrir þá fræðslu og símenntun sem þarf að eiga sér stað innan skóla­sam­fé­lags­ins. Þessi starfs­hópur hefur vinnu sína síðla sum­ars 2022 og er að vænta nið­ur­staða í byrjun haust­ann­ar,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Þá kemur fram hjá Reykja­vík­ur­borg að fjöl­menn­ing­arteymi skóla- og frí­stunda­sviðs hafi staðið að fræðslu um fjöl­menn­ingu, for­dóma og fjöl­breyti­leika árlega. Bæði sé boðið upp á mið­læg nám­skeið, sem og nám­skeið fyrir hverja starfs­stöð skóla- og frí­stunda­sviðs.

Nám­skeið fyrir börn og ung­linga um fjöl­breyti­leika og for­dóma

Enn fremur segir í svar­inu að nám­skeiðið „Hvaðan ertu“ sem haldið var í vetur hafi verið mjög vel sótt. Full­trúar fjöl­menn­ing­arteymis skóla- og frí­stunda­sviðs hafi staðið að nám­skeiðum fyrir börn og ung­linga í fjöl­mörgum grunn­skólum um fjöl­breyti­leika, for­dóma og við­horf þar sem sér­stök áhersla er lögð á kyn­þátta­for­dóma og birt­ing­ar­form þess. Til að mynda hafi verið útbúið verk­efni sem heitir „Fyr­ir­mynd­ir“ sem fjallar meðal ann­ars um kyn­þátta­for­dóma.

Reykja­vík­ur­borg er í sam­starfi vegna fjöl­menn­ingar við önnur sveit­ar­fé­lög um mál­efni er varðar fjöl­breyti­leika, fjöl­tyngdi og fjöl­menn­ingu en ekki fjallað sér­stak­lega um kyn­þátta­for­dóma. „Það er von okkar að þetta geti orðið að veru­leika og unnt verði að fá önnur sveit­ar­fé­lög í sam­starf um þetta verk­efn­i,“ segir að lokum í svar­inu.

Engar afleið­ingar fyrir þá sem sýna for­dóma

­Ís­lenskur faðir barna af erlendum upp­­runa sem nú stunda nám í yngri bekkjum grunn­­skóla segir í sam­tali við Kjarn­ann að um leið og börnin hófu grunn­­skóla­­göngu sína hafi farið að bera á for­­dómum í garð þeirra.

„Okkur nátt­úru­­lega dauð­brá og létum þá vita sem áttu þarna hlut að máli,“ segir hann. Alltaf hafi verið sama við­­kvæðið – öllum hafi fund­ist miður að heyra af for­­dómunum en engar afleið­ingar hafi verið fyrir hin börnin sem sýndu for­­dómana. „Það eru bara inn­­an­tóm orð sem koma og það er það sem krist­all­­ast í kringum þetta. Allir eru rosa hissa og sorg­­mæddir og finnst leið­in­­legt að heyra, og þar fram eftir göt­un­um, en svo nær það ekki lengra. Því mið­­ur.“

Kölluð „drulli“, „kúk­­ur“ og „nig­­ger“

Hann gagn­rýnir skóla­yf­­ir­völd og Reykja­vík­­­ur­­borg þar sem hann er búsettur og segir að hann vilji að almennt verði tekið á þessum mál­­um.

Börn manns­ins hafa verið kölluð ýmsum nöfnum á skóla­­göngu sinni, á borð við „drulli“, „kúk­­ur“ og „nig­­ger“.

„Í mínum augum er þetta allt grafal­var­­legt. Mér finnst vera galið að það sé í boði að meta alvar­­leika brots­ins – bara það að láta svona út úr sér er mjög alvar­­leg­t.“

Hann til­­kynnti fram­kom­una til skóla­yf­­ir­­valda en hann segir að það hafi engar afleið­ingar haft fyrir ger­endur eða for­eldra, ein­ungis hafi verið talað við ger­endur og for­eldr­­arnir látnir vita. Honum finnst að bæði skóla­yf­­ir­völd og sveit­­ar­­fé­lög þurfi að taka á mál­unum af meiri festu.

Segir að stundum nægi að ræða við nem­endur

Á fundi borg­ar­ráðs þann 7. jan­úar 2021 lagði áheyrn­ar­full­trúi Sós­í­alista­flokks Íslands, Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, fram fyr­ir­spurn sem var vísað til með­ferðar skóla- og frí­stunda­ráðs:

„Fyr­ir­spurnir varð­andi við­brögð við kyn­þátta­for­dómum í skól­um: Hvernig er brugð­ist við ef rasísk atvik koma fram innan skóla Reykja­vík­ur­borg­ar? Hvaða verk­lag styðst Reykja­vík­ur­borg við ef að rasísk atvik eiga sér stað innan skóla- og frí­stunda­starfs? Hvernig er tek­ist á við kyn­þátta­for­dóma innan skóla Reykja­vík­ur­borg­ar? Hvernig er unnið með for­eldrum/­for­ráða­mönn­um, börnum og ung­mennum ef að slík atvik eiga sér stað? Hvernig er Reykja­vík­ur­borg að vinna gegn kyn­þátta­for­dómum og útlend­inga­andúð innan skóla- og frí­stunda­starfs? Er fræðslan ólík eftir skóla­stig­um?“

Í svari frá Helga Gríms­syni, sviðs­stjóra skóla- og frí­stunda­sviðs, segir meðal ann­ars að þegar kyn­þátta­for­dómar koma fram innan grunn­skóla hjá borg­inni telj­ist slík atvik sem brot á skóla­reglum eða 2. stigs hegð­un­ar­frá­vik og sé verk­lags­reglum fylgt í sam­ræmi við alvar­leika brots­ins.

„Í öllum til­vikum er rætt við nem­and­ann eða nem­end­urna sem eiga í hlut. Ef brotið er gróft eða end­ur­tekið þá er for­eldrum/­for­sjárað­ilum til­kynnt um brotið og þeir boð­aðir á fund í skól­an­um. Gripið er til þeirra aðgerða sem þörf er talin á hverju sinni. Stundum nægir að ræða við nem­end­ur, með eða án for­eldra/­for­sjárað­ila en stundum þarf að bregð­ast við á annan hátt s.s. að fá inn sér­staka fræðslu um fjöl­breyti­leika, mann­rétt­indi og kyn­þátta­for­dóma fyrir nem­end­ur,“ segir í svari Helga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent