Ruglið í fréttastraumi Facebook veldur titringi

Mark Zuckerberg segir unnið að umbótum, en hann segir að það þurfi að fara varlega. Facebook hafi það mikil áhrif.

Zuckerberg
Auglýsing

Eftir að New York Times greindi frá því á mánudaginn, að stjórnendur Facebook hefðu rætt það sín á milli, hvort það væri „þeim að kenna“ að Donald Trump hefði unnið forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, þá hefur mikil umræða spunnist um það á hvaða vegferð samfélagsmiðlarnir séu þegar kemur að umræðu um hin ýmsu mál.

Ekki okkur að kenna

Facebook hefur sérstaklega verið til umræðu í Bandaríkjunum, og sá Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, ástæðu til að skrifa um þetta á Facebook síðu sína 13. nóvember síðastliðinn. Í grein hans á síðunni, segir hann 99 prósent af því sem sett er fram á Facebook sé greinanlegt eftir höfundi og þannig auðrekjanlegt. Örlítill hluti af heildinni sé það ekki, því „afar ólíklegt“ Facebook hafi ekki haft áhrif á það hvernig fór í kosningunum 8. nóvember síðastliðinn.

Auglýsing


Í pistlinum segir hann einnig, að það sé ekki í verkahring Facebook að ritskoða efnið sem sé dreift á samfélagsmiðlinum og virða þurfi skoðanafrelsi í hvívetna. Hins vegar geti fyrirtækið gert meira til að tryggja að fólk sjái fyrst og fremst það sem það hefur áhuga á og villa sjá. Alltaf megi gera betur og það ætli fyrirtækið að gera.

Róar ekki fólk

Á vefnum Inc.com, sem fjallar um nýsköpun og viðskipti, segir að starfsfólk Facebook sé ósátt við hvernig fréttastraumi (News Feed) sé háttað, þar sem oft birtist á honum áróðurskenndar umfjallanir sem fólk hafi ekki óskað eftir. Þetta hafi verið áberandi í aðdraganda kosninganna og margar af vinsælustu fréttunum á Facebook, samkvæmt BuzzFeed, hafi verið rangar og uppspuni frá rótum.

Þessu hafa starfsmennirnir áhyggjur, og vilja gera breytingar til úrbóta.

Wall Street Journal greindi frá því í gær að Google og Twitter væru einnig undir pressu vegna þess hversu vaxandi villandi áróður væri orðinn á netinu, og hversu auðvelt það virtist vera að koma honum fyrir augu fólks. 

Facebook er þó orðið áhrifameira, en samfélagsmiðillinn er nú með 1,8 milljarð manna sem notendur um allan heim mánaðarlega, og notkun eykst stöðugt, sérstaklega á farsímum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None