Brúin mikla

Fá svæði í veröldinni hafa vaxið jafn mikið í hinum vestræna heimi og Seattle-svæðið á undanförnum árum. Svæðið iðar af lífi. Tæknifyrirtæki hafa vaxið hratt og útflutningur frá svæðinu sömuleiðis. Þarna gætu legið mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki.

Seattle
Auglýsing

Í Was­hington-­ríki í norð­vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna er mik­ill efna­hags­legur upp­gang­ur. Einkum og sér í lagi á Seatt­le-stór­svæð­inu. Í borg­inni sjálfri búa 652 þús­und manns en á stór­svæði borg­ar­inn­ar, með nær­sveit­ar­fé­lögum með­töld­um, eru 3,7 millj­ón­ir. Í rík­inu sjálfu eru íbúar rúm­lega sjö millj­ón­ir.

Ástæð­urnar fyrir efna­hags­legum upp­gangi eru einkum þær að fjöl­breyttar stoðir hag­kerf­is­ins á svæð­inu eru nú flestar hverjar á miklu vaxt­ar­skeiði. Stærstu fyr­ir­tækin á svæð­inu, einkum tækni- og smá­sölu fyr­ir­tæki, hafa stækkað ört og sé mið tekið af áformum þeirra þá hefur aðeins sést í topp­inn á ísjak­an­um. Þá hefur hafn­ar­svæðið blómstrað og útflutn­ingur auk­ist mik­ið, einkum til Kína. Það má með sanni segja að hér sé hin bjarta hlið alþjóða­væð­ing­ar­innar sjá­an­leg.

Teng­ing við Ísland

Ísland hefur tölu­verða mögu­leika á svæð­inu, af ýmsum ástæð­um. Frá því að Icelandair hóf að fljúga í beinu flugi milli Seattle og Kefla­vík­ur, árið 2009, hefur efna­hags­legt sam­band þessa ríkis við Ísland styrkst. Þegar mest er, eru flug á milli Seattle og Kefla­víkur sextán á viku. Óhætt er að full­yrða að þessi flug­leið hafi opnað nýja mögu­leika fyrir ferða­þjón­ust­una á Íslandi, en allt útlit er fyrir að banda­rískir ferða­menn á Íslandi verði um 350 þús­und tals­ins á þessu ári.

Auglýsing

En að öðru leyti eru við­skipta­leg tengsl ekki svo mik­il. Marel og Hamp­iðjan eru með starf­semi á svæð­inu, og tækni­fyr­ir­tæki hafa í gegnum tíð­ina einnig myndað hingað tengsl, ekki síst við ris­ann Microsoft sem tengir sínar stóru og sterku tekju­pípur um allan heim. Sé horft til talna Hag­stof­unnar þegar kemur að utan­rík­is­verslun Íslands, þá liggja aug­ljós tæki­færi í því að efla við­skipta­leg tengsl við hávaxt­ar­svæðin í Banda­ríkj­un­um. 

Eitt aug­ljós­asta svæðið í þeim efnum er Seatt­le-­svæð­ið. Árið 2015 nam utan­rík­is­verslun Íslands við EES-­mark­aðs­svæðið í Evr­ópu um 489 millj­örðum króna en sam­bæri­leg tala fyrir Banda­ríkin var aðeins 35 millj­arð­ar. Við­skiptin hafa þó farið vax­andi við Banda­rík­in. Árið 2014 námu þau um 29 millj­örð­um, og voru 4,9 pró­sent af heild­inni, en í fyrra var sama hlut­fall komið í 5,7 pró­sent. Inn­flutn­ingur hefur auk­ist mikið og má meðal ann­ars rekja það til versl­unar í gegnum net­ið.

Helsti efna­hag­legi styrkur Seattle svæð­is­ins er fjöl­breyti­leiki. Sum fyr­ir­tækj­anna á svæð­inu eru alþjóð­legir risar en önnur lítil og með­al­stór, en þau hafa styrkt veru­lega útflutn­ings­hlið hag­kerf­is­ins á und­an­förnum árum.

Styrk­leikum og ein­kennum hag­kerf­is­ins má skipta í tíu hluta.

1. Nátt­úru­legar und­ir­stöður hag­kerf­is­ins eru ekki aðall svæð­is­ins, en þær eru samt sterk­ar. Vöru­flutn­ingar á landi, í gegnum Was­hington ríki - til Kanada í norðri, Oregon í suðri og Idaho í austri - hafa farið vax­andi. Fátt bendir til ann­ars en að sú þróun haldi áfram. Vöxt­ur­inn í því sem kalla má nátt­úru­leg stoð liggur þó í hafn­ar­svæð­inu. Seatt­le-Tacom­a-Hampton svæðið er þriðja stærsta og mik­il­væg­asta hafn­ar­svæði Banda­ríkj­anna, og í seinni tíð hefur svæðið verið eins konar mið­punktur mik­illa vöru­flutn­inga á Asíu mark­að. Þetta hafa fyr­ir­tækin á svæð­inu nýtt sér og það sama má segja um mörg alþjóð­leg fyr­ir­tæki sem hafa komið sér fyrir á svæð­inu gagn­gert til að styrkja tengsl við vöxt­inn í Asíu. Skemmti­ferða­skip hafa einnig verið að fjölga stoppum sínum á svæð­inu en í fyrra komu yfir milljón ferða­menn til svæð­is­ins með skemmti­ferða­skip­um. Áður fyrr var þetta ekki vin­sæl stoppi­stöð skemmti­ferða­skipa. 

2. Evr­ópa, Seatt­le, Asía. Þegar borg­ar­yf­ir­völd hér á svæð­inu eru að reyna að laða til sín fyr­ir­tæki þá beina þau oft athygl­inni að því, að Seattle sé brúin mikla - fyrir vör­ur, þjón­ustu, fólk og þekk­ingu af ýmsu tagi - bæði til Asíu og inn á Evr­ópu­mark­að, og til baka sömu leið. Í flæð­inu þarna á milli er Seattle í miðj­unni og nýtur góðs af því.

3. Þessi við­skipta­leið hefur sprungið út á und­an­förnum árum, ekki síst eftir fjár­málakrepp­una á árunum 2007 til 2009. Útflutn­ingur hefur vaxið um 82 pró­sent frá Seattle svæð­inu frá árinu 2009, og má einkum þakka það vax­andi við­skiptum fyr­ir­tækja við Asíu­mark­að. Af um 67,2 millj­arða Banda­ríkja­dala útflutn­ingi (7.700 millj­arð­ar) frá svæð­inu í fyrra, voru við­skipti upp á 14,5 millj­arða Banda­ríkja­dala til Kína. Af heild­inni er útflutn­ingur frá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum umsvifa­mik­ill, en hann stendur undir 89 pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni. Stærsta við­skipta­land svæð­is­ins í Evr­ópu er Bret­land, en heild­ar­út­flutn­ingur þangað nam í fyrra 2,4 millj­örðum Banda­ríkja­dala eða sem nemur um 270 millj­örð­um. Til sam­an­burðar þá nam heild­ar­út­flutn­ingur Íslands til Bret­lands 120 millj­örðum í fyrra, og er Seatt­le-­svæðið því meira en tvö­falt stærri útflytj­andi til Bret­lands en Ísland.

4. Maður er nefndur Bill Gates. Hann er næst auð­ug­asti maður heims, en heild­ar­eignir hans eru nú metnar á 90 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 10 þús­und millj­örðum króna. Ýmis­legt má gera fyrir þann pen­ing, en Bill Gates og kona hans Melinda, hafa ákveðið að gefa hann allan frá sér í góð­gerð­ar­starf. Eign­irnar eru bundnar í alls konar eign­um, en grunn­ur­inn að veldi hans má rekja til Microsoft, sem hann stofn­aði ásamt Paul Allen og stýrði um ára­bil. En hvers vegna skiptir þessi maður svona miklu máli fyrir Seatt­le? Ákvörðun hans - og Allens - um að byggja Microsoft upp á Seattle svæð­inu - þeirra heima­svæði - hefur haft gríð­ar­lega mikil áhrif á hag­kerfi svæðs­ins. Ekki nóg með að 44 þús­und starfi hjá Microsoft, með öllum marg­feld­is­á­hrif­unum sem fylgja, heldur hefur Gates einnig byggt upp góð­gerða­stofnun hans og eig­in­konu hans á svæð­inu. Bill and Melinda Gates Founda­tion er með höf­uð­stöðvar í Seattle. Starf stofnun­ar­innar er umfangs­mikið og fjöl­breytt, og vex stöðug­t. 

5. Paul Allen hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja en hann er þekktur fyrir ríku­legan stuðn­ing sinn við sprota á Seatt­le-­svæð­inu og einnig menn­ing­ar- og íþrótta­starf. Hann er helsti bak­hjarl NFL-liðs­ins Seattle Sea­hawks, og hefur gefið borg­inni sam­tals tólf söfn - þar á meðal hið magn­aða The Experience tón­list­ar­safn. Á síð­ustu árum hefur hann lagt áherslu á fast­eigna­við­skipti, og á meðal ann­ars landið þar sem Amazon hefur byggt upp nýjar höf­uð­stöðvar sín­ar.

6. Mestu vaxt­ar­á­formin á svæð­inu eru hjá Amazon. Jeff Bezos, stofn­andi þess og for­stjóri og lang­sam­lega auð­ug­asti maður heims­ins, er með svo stórar hug­myndir um starf­semi Amazon í fram­tíð­inni, að hlut­hafar fyr­ir­tæk­is­ins hafa átt í erf­ið­leikum með að trúa því sem hann hefur borið á borð á und­an­förnum árum. Eignir Bezos eru nú metnar á 135 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 13.500 millj­örðum króna. 

Þrátt fyrir ótrú­lega stór­huga áform hefur fyr­ir­tæk­inu tek­ist að skila betri rekstr­ar­tölum en reiknað var með, og vöxt­ur­inn er ógn­ar­hrað­ur. Í ítar­legu bréfi til hlut­hafa, árið 2015, sagði hann að miklir kraftar væru að leys­ast úr læð­ingi í tækni­heim­inum sem margir átt­uðu sig ekki á hversu magn­aðir væru. Í dag eru um 40 þús­und starfs­menn hjá Amazon á Seatt­le-­svæð­inu, en í lok árs 2020 er því spáð að 70 þús­und manns - mest starfs­menn með tækni­menntun af ýmsu tagi - muni starfa hjá fyr­ir­tæk­inu. Fyr­ir­tækið er nú að setja upp höf­uð­stöðvar númer 2, og stendur fyrir sam­keppni meðal borga um stað­setn­ingu þeirra. Mark­aðsvirðið er komið nærri 800 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 80 þús­und millj­örðum króna.

7. Í dag er áætlað að tæp­lega 200 þús­und tölvu- og tækni­mennt­aðir ein­stak­lingar séu við störf á svæð­inu, og er vöxtur þar meira en 10 pró­sent á ári. Amazon, sem í grunn­inn er smá­sölurisi á net­inu, er með áform um að feta sig inn á nýjar brautir þegar kemur að versl­un, póst­þjón­ustu, afþr­ey­ingu og marg­vís­legum öðrum þátt­u­m. 

Meðal ann­ars eru uppi stór áform um að efla sölu á ferskvöru beint til heim­ila og stærri við­skipta­vina (veit­inga­staða og stór­mark­aða). Íslensk fyr­ir­tæki ættu að gefa þessum áformum gaum, því eins og áformin líta út hjá Amazon þá mun skipta miklu fyrir mat­væla­fram­leið­endur í heim­inum - meðal ann­ars í sjáv­ar­út­vegi - að átta sig á þeim miklu breyt­ingum sem framundan eru í versl­un­ar­geir­an­um. Kaup fyr­ir­tæk­is­ins á Whole Foods, og um 500 versl­unum þess víðs veg­ar, eru liður í að efla þessa starf­semi og styrkja þjón­ust­una. 

Amazon Go búð­in, við höf­uð­stöðv­arnar í Seatt­le, er síðan alveg sér kap­ít­uli. Ótrú­lega mögnuð tækni sem leyfir við­skipta­vinum að ganga inn, ná í vörur og fara út, án þess að stoppa. Þegar út er komið kemur síðan strim­ill­inn beint í sím­ann.

8. Seattle hefur lengi verið hjartað í flug­iðn­aði í heim­in­um, þar sem ris­inn Boeing er með höf­uð­stöðvar sín­ar. Fyr­ir­tækið er stærsti vinnu­veit­andi svæð­is­ins, með um 80 þús­und fasta starfs­menn en með marg­feld­is­á­hrifum er talið að Boein­g-hag­kerfið taki til um 213 þús­und starfa.

Til sam­an­burðar þá er vinnu­mark­að­ur­inn íslenski sam­tals 197 þús­und störf. Oft hefur verið nefnt, að Boeing sé mik­il­vægt mót­vægi við sveifl­urnar í öðrum geirum atvinnu­lífs­ins á svæð­inu, því í nið­ur­sveiflum í gegnum síð­ustu ára­tugi hefur Boeing náð vopnum sínum með stórum samn­ingum við Banda­ríkja­her. Skammt frá höf­uð­stöðvum Boeing er her­stöð Banda­ríkja­hers, þar sem starfa að jafn­aði 56 þús­und manns. Þetta styrkir efna­hag svæð­is­ins.

Við­skipt­sam­band Boeing og Icelandair er með umfangs­mestu við­skipta­sam­böndum íslensks fyr­ir­tækis við alþjóð­legt fyr­ir­tæki. Flug­véla­kaup eru risa­vaxin við­skipti, og umfang end­ur­nýj­unar flug­flota Icelandair tekur til meira en 100 millj­arða króna.

9. Háskól­inn, Uni­versity of Was­hington, hefur í ára­tugi verið einn af virt­ustu háskólum Banda­ríkj­anna, einkum og sér í lagi á sviði raun­vís­inda og verk­fræði. Borg­ar­yf­ir­völd, háskól­inn og fyr­ir­tæki á svæð­inu hafa unnið skipu­lega að því að þróa háskóla­starfið í takt við þarf­irnar í atvinnu­líf­inu á svæð­inu. Skól­inn hefur á sér ein­stak­lega gott orð og hafa auð­menn á svæð­inu styrkt hann veg­lega. Paul Allen, Jeff Bezos og Bill Gates hafa allir fjár­magnað end­ur­bætur á stór­kost­legu háskóla­svæði skól­ans. Þó fleiri háskólar á svæð­inu hafi á sér gott orð, þá er UW stærstur þeirra og mik­il­vægastur þegar kemur að tengsl­unum við hag­kerf­ið.

10. Sköp­un­ar­kraftur í menn­ing­ar­lífi hefur í seinni tíð verið eitt af helstu ein­kennum Seatt­le, ekki síst í Evr­ópu. Grun­ge-rokk­bylgj­an, sem varð til í vest­ur­hluta Seattle fyrir um ald­ar­fjórð­ungi, hafði mikil áhrif á tísku- og tón­list­ar­strauma, og gætir þess­ara áhrifa enn. Þetta tíma­bil fær ríku­legan sess á fyrr­nefndu tón­list­ar­safni sem Paul Allen gaf borg­inn­i. 

Einn af áhrifa­mestu mönnum í Seatt­le-hag­kerf­inu, að mati rit­stjórnar Seatt­le-­tíma­rits­ins, er Jon­athan Ponem­an, sem var annar stofn­enda Sub Pop Records, sem hagn­að­ist vel á útgáfu hljóm­sveita frá svæð­inu, meðal ann­ars Sound­gar­den, Nir­vana, Pearl Jam og Alice in Chains, og hefur í seinni tíð ein­beitt sér að fyrstu skrefum tón­list­ar­manna þegar kemur að útgáfu. 

Borg­ar­yf­ir­völd leggja mikið upp úr því að tengja þessa ímynd borg­ar­innar við ferða­þjón­ustu á svæð­inu, og við­halda þannig „spennu“ fyrir því að koma á stað­inn og upp­lifa það sem hún hefur að bjóða. Borgin er svo til ein­stök þegar kemur að afþr­ey­ingu, þar sem nær allt sem hug­ur­inn girn­ist er innan stuttrar fjar­lægð­ar. Auk borg­ar­lífs og suðu­potts nýsköp­un­ar, þá eru skíða­svæði, flugu­veiði­ár, vín­ekrur, kaffi­ræktun og blóm­strandi brugg­húsa­menn­ing í mik­illi nálægð við borg­ar­svæð­ið.

11. Þetta er inn­flytj­enda­sam­fé­lag, alveg inn að beini, og í því hefur falist mik­ill efna­hags­legur styrk­ur, ekki síst á und­an­förnum árum. Í miklum upp­gangi tækni­fyr­ir­tækja á svæð­inu hafa þau ekki síst leitað til Asíu eftir tækni­mennt­uðu fólki. Á svæð­inu eru stór sam­fé­lög Ind­verja og Suð­ur­-Kóreu búa, og Kín­verja sömu­leið­is. Þeir eru fjöl­mennir hjá öllum helstu tækni­fyr­ir­tækjum svæðs­ins. Fyrir utan Amazon og Microsoft eru það meðal ann­ars Alp­habet (Goog­le), sem er með stóra starfs­stöð í Kirkland á Seatt­le-­svæð­inu, Face­book og Oracle. Borg­ar­yf­ir­völd hafa brugð­ist við áformum stjórn­valda í Hvíta hús­inu um að vísa ólög­legum inn­flytj­endum úr landi af ákveðni, og hafa talað fyrir því að inn­flytj­endur geti andað rólega í Seattle og nágrenni. Þar séu þeir vel­komnir og verði áfram. Fyrir svæði eins og Seattle er þetta einn af lyk­il­þáttum þess, að efna­hag­ur­inn blóm­stri og vaxi í rétta átt. Það er að sam­fé­lagið sé opið og mót­tæki­legt fyrir fólki með þekk­ingu á hinum ýmsu svið­um.

12. Viltu kaffi­bolla? Seatt­le-hag­kerfið er með svarið við þessu, og það er jákvætt. Hér fædd­ist Star­bucks kaffi­húsa­keðjan og eru höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins ennþá á svæð­inu. Vöxtur þess hefur verið ævin­týri lík­ast­ur. Árið 2003 voru sjö þús­und Star­bucks kaffi­hús í heim­inum en á þessu ári eru þau orðin 24 þús­und. Vöru­merkið er orðið eitt það verð­mætasta í ver­öld­inni, og hefur vöru­þróun þess á und­an­förnum árum orðið fjöl­breytt­ari en í fyrstu. Margar vörur fyr­ir­tæk­is­ins eru seldar í búðum um allan heim, og er gert ráð fyrir að helsti vöxt­ur­inn verði á því sviði á und­an­förnum árum. 

13. Líkt með Microsoft og Amazon, þá eru marg­feld­is­á­hrifin mikil af því að vera með stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki á svæð­inu. Í kringum þau hafa sprottið upp sér­hæfð ráð­gjafa­fyr­ir­tæki og tækni­fyr­ir­tæki af ýmsu tagi sem hjálpa þeim að við­halda sam­keppn­is­hæfni sinni í alþjóð­legu umhverfi. Þau áhrif hjálpa hag­kerf­inu á svæð­inu. Stoð­irnar verða fjöl­breytt­ari og um leið sveigj­an­legri.

14. Vinnu­mark­að­ur­inn á Seatt­le-­svæð­inu er um 2,4 millj­ónir manna, en 3,7 millj­ónir í rík­inu öllu. Til sam­an­burðar er vinnu­mark­að­ur­inn á Íslandi um 197 þús­und manns, eða innan við 1/10 af því sem hann er á Seatt­le-­svæð­inu. Árið 2014 var Seattle útnefnd sjálf­bærasta borg Banda­ríkj­anna, og er þar ekki aðeins litið til umhverf­is­mála heldur ekki síður efna­hags­mála. 

15. Framundan er svo mesta vaxt­ar­skeið sem svæðið hefur staðið frammi fyr­ir. Enn fremur verður spenn­andi að fylgj­ast með því hvernig tækninýj­ungar muni breyta starf­sem­inni á svæð­in­u. 

Vöru­þróun Microsoft er umfangs­mikil þegar kemur að gervi­greind og öðrum tengdum þátt­um, en fyr­ir­tækið er með fulla vasa fjár og má búast við því að fram­þróun á hinum ýmsu hliðum tölvu­tækn­innar verði hröð þegar hún á annað borð lítur dags­ins ljós. 

Í byrjun þessa árs átti Microsoft 135 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé frá rekstri, eða sem nemur tæp­lega 14 þús­und millj­örðum króna. Aðeins Apple á meira í tækni­geir­an­um, en fyr­ir­tækið situr nú á rúm­lega 260 millj­örðum Banda­ríkja­dala. 

Það sem helst ein­kennir svæð­ið, í seinni tíð, er ein­lægur vilji borg­ar­yf­ir­valda og einnig sveit­ar­fé­laga og sýslna í nágrenni, að vinna með fyr­ir­tækj­unum á svæð­inu svo það geti styrkt sig efna­hags­lega inn í fram­tíð­ina. Fá svæði í ver­öld­inni búa nú við við­líka vöxt alþjóð­legra fyr­ir­tækja. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar