Brúin mikla

Fá svæði í veröldinni hafa vaxið jafn mikið í hinum vestræna heimi og Seattle-svæðið á undanförnum árum. Svæðið iðar af lífi. Tæknifyrirtæki hafa vaxið hratt og útflutningur frá svæðinu sömuleiðis. Þarna gætu legið mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki.

Seattle
Auglýsing

Í Was­hington-­ríki í norð­vest­ur­hluta Banda­ríkj­anna er mik­ill efna­hags­legur upp­gang­ur. Einkum og sér í lagi á Seatt­le-stór­svæð­inu. Í borg­inni sjálfri búa 652 þús­und manns en á stór­svæði borg­ar­inn­ar, með nær­sveit­ar­fé­lögum með­töld­um, eru 3,7 millj­ón­ir. Í rík­inu sjálfu eru íbúar rúm­lega sjö millj­ón­ir.

Ástæð­urnar fyrir efna­hags­legum upp­gangi eru einkum þær að fjöl­breyttar stoðir hag­kerf­is­ins á svæð­inu eru nú flestar hverjar á miklu vaxt­ar­skeiði. Stærstu fyr­ir­tækin á svæð­inu, einkum tækni- og smá­sölu fyr­ir­tæki, hafa stækkað ört og sé mið tekið af áformum þeirra þá hefur aðeins sést í topp­inn á ísjak­an­um. Þá hefur hafn­ar­svæðið blómstrað og útflutn­ingur auk­ist mik­ið, einkum til Kína. Það má með sanni segja að hér sé hin bjarta hlið alþjóða­væð­ing­ar­innar sjá­an­leg.

Teng­ing við Ísland

Ísland hefur tölu­verða mögu­leika á svæð­inu, af ýmsum ástæð­um. Frá því að Icelandair hóf að fljúga í beinu flugi milli Seattle og Kefla­vík­ur, árið 2009, hefur efna­hags­legt sam­band þessa ríkis við Ísland styrkst. Þegar mest er, eru flug á milli Seattle og Kefla­víkur sextán á viku. Óhætt er að full­yrða að þessi flug­leið hafi opnað nýja mögu­leika fyrir ferða­þjón­ust­una á Íslandi, en allt útlit er fyrir að banda­rískir ferða­menn á Íslandi verði um 350 þús­und tals­ins á þessu ári.

Auglýsing

En að öðru leyti eru við­skipta­leg tengsl ekki svo mik­il. Marel og Hamp­iðjan eru með starf­semi á svæð­inu, og tækni­fyr­ir­tæki hafa í gegnum tíð­ina einnig myndað hingað tengsl, ekki síst við ris­ann Microsoft sem tengir sínar stóru og sterku tekju­pípur um allan heim. Sé horft til talna Hag­stof­unnar þegar kemur að utan­rík­is­verslun Íslands, þá liggja aug­ljós tæki­færi í því að efla við­skipta­leg tengsl við hávaxt­ar­svæðin í Banda­ríkj­un­um. 

Eitt aug­ljós­asta svæðið í þeim efnum er Seatt­le-­svæð­ið. Árið 2015 nam utan­rík­is­verslun Íslands við EES-­mark­aðs­svæðið í Evr­ópu um 489 millj­örðum króna en sam­bæri­leg tala fyrir Banda­ríkin var aðeins 35 millj­arð­ar. Við­skiptin hafa þó farið vax­andi við Banda­rík­in. Árið 2014 námu þau um 29 millj­örð­um, og voru 4,9 pró­sent af heild­inni, en í fyrra var sama hlut­fall komið í 5,7 pró­sent. Inn­flutn­ingur hefur auk­ist mikið og má meðal ann­ars rekja það til versl­unar í gegnum net­ið.

Helsti efna­hag­legi styrkur Seattle svæð­is­ins er fjöl­breyti­leiki. Sum fyr­ir­tækj­anna á svæð­inu eru alþjóð­legir risar en önnur lítil og með­al­stór, en þau hafa styrkt veru­lega útflutn­ings­hlið hag­kerf­is­ins á und­an­förnum árum.

Styrk­leikum og ein­kennum hag­kerf­is­ins má skipta í tíu hluta.

1. Nátt­úru­legar und­ir­stöður hag­kerf­is­ins eru ekki aðall svæð­is­ins, en þær eru samt sterk­ar. Vöru­flutn­ingar á landi, í gegnum Was­hington ríki - til Kanada í norðri, Oregon í suðri og Idaho í austri - hafa farið vax­andi. Fátt bendir til ann­ars en að sú þróun haldi áfram. Vöxt­ur­inn í því sem kalla má nátt­úru­leg stoð liggur þó í hafn­ar­svæð­inu. Seatt­le-Tacom­a-Hampton svæðið er þriðja stærsta og mik­il­væg­asta hafn­ar­svæði Banda­ríkj­anna, og í seinni tíð hefur svæðið verið eins konar mið­punktur mik­illa vöru­flutn­inga á Asíu mark­að. Þetta hafa fyr­ir­tækin á svæð­inu nýtt sér og það sama má segja um mörg alþjóð­leg fyr­ir­tæki sem hafa komið sér fyrir á svæð­inu gagn­gert til að styrkja tengsl við vöxt­inn í Asíu. Skemmti­ferða­skip hafa einnig verið að fjölga stoppum sínum á svæð­inu en í fyrra komu yfir milljón ferða­menn til svæð­is­ins með skemmti­ferða­skip­um. Áður fyrr var þetta ekki vin­sæl stoppi­stöð skemmti­ferða­skipa. 

2. Evr­ópa, Seatt­le, Asía. Þegar borg­ar­yf­ir­völd hér á svæð­inu eru að reyna að laða til sín fyr­ir­tæki þá beina þau oft athygl­inni að því, að Seattle sé brúin mikla - fyrir vör­ur, þjón­ustu, fólk og þekk­ingu af ýmsu tagi - bæði til Asíu og inn á Evr­ópu­mark­að, og til baka sömu leið. Í flæð­inu þarna á milli er Seattle í miðj­unni og nýtur góðs af því.

3. Þessi við­skipta­leið hefur sprungið út á und­an­förnum árum, ekki síst eftir fjár­málakrepp­una á árunum 2007 til 2009. Útflutn­ingur hefur vaxið um 82 pró­sent frá Seattle svæð­inu frá árinu 2009, og má einkum þakka það vax­andi við­skiptum fyr­ir­tækja við Asíu­mark­að. Af um 67,2 millj­arða Banda­ríkja­dala útflutn­ingi (7.700 millj­arð­ar) frá svæð­inu í fyrra, voru við­skipti upp á 14,5 millj­arða Banda­ríkja­dala til Kína. Af heild­inni er útflutn­ingur frá litlum og með­al­stórum fyr­ir­tækjum umsvifa­mik­ill, en hann stendur undir 89 pró­sent af heild­ar­upp­hæð­inni. Stærsta við­skipta­land svæð­is­ins í Evr­ópu er Bret­land, en heild­ar­út­flutn­ingur þangað nam í fyrra 2,4 millj­örðum Banda­ríkja­dala eða sem nemur um 270 millj­örð­um. Til sam­an­burðar þá nam heild­ar­út­flutn­ingur Íslands til Bret­lands 120 millj­örðum í fyrra, og er Seatt­le-­svæðið því meira en tvö­falt stærri útflytj­andi til Bret­lands en Ísland.

4. Maður er nefndur Bill Gates. Hann er næst auð­ug­asti maður heims, en heild­ar­eignir hans eru nú metnar á 90 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 10 þús­und millj­örðum króna. Ýmis­legt má gera fyrir þann pen­ing, en Bill Gates og kona hans Melinda, hafa ákveðið að gefa hann allan frá sér í góð­gerð­ar­starf. Eign­irnar eru bundnar í alls konar eign­um, en grunn­ur­inn að veldi hans má rekja til Microsoft, sem hann stofn­aði ásamt Paul Allen og stýrði um ára­bil. En hvers vegna skiptir þessi maður svona miklu máli fyrir Seatt­le? Ákvörðun hans - og Allens - um að byggja Microsoft upp á Seattle svæð­inu - þeirra heima­svæði - hefur haft gríð­ar­lega mikil áhrif á hag­kerfi svæðs­ins. Ekki nóg með að 44 þús­und starfi hjá Microsoft, með öllum marg­feld­is­á­hrif­unum sem fylgja, heldur hefur Gates einnig byggt upp góð­gerða­stofnun hans og eig­in­konu hans á svæð­inu. Bill and Melinda Gates Founda­tion er með höf­uð­stöðvar í Seattle. Starf stofnun­ar­innar er umfangs­mikið og fjöl­breytt, og vex stöðug­t. 

5. Paul Allen hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja en hann er þekktur fyrir ríku­legan stuðn­ing sinn við sprota á Seatt­le-­svæð­inu og einnig menn­ing­ar- og íþrótta­starf. Hann er helsti bak­hjarl NFL-liðs­ins Seattle Sea­hawks, og hefur gefið borg­inni sam­tals tólf söfn - þar á meðal hið magn­aða The Experience tón­list­ar­safn. Á síð­ustu árum hefur hann lagt áherslu á fast­eigna­við­skipti, og á meðal ann­ars landið þar sem Amazon hefur byggt upp nýjar höf­uð­stöðvar sín­ar.

6. Mestu vaxt­ar­á­formin á svæð­inu eru hjá Amazon. Jeff Bezos, stofn­andi þess og for­stjóri og lang­sam­lega auð­ug­asti maður heims­ins, er með svo stórar hug­myndir um starf­semi Amazon í fram­tíð­inni, að hlut­hafar fyr­ir­tæk­is­ins hafa átt í erf­ið­leikum með að trúa því sem hann hefur borið á borð á und­an­förnum árum. Eignir Bezos eru nú metnar á 135 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 13.500 millj­örðum króna. 

Þrátt fyrir ótrú­lega stór­huga áform hefur fyr­ir­tæk­inu tek­ist að skila betri rekstr­ar­tölum en reiknað var með, og vöxt­ur­inn er ógn­ar­hrað­ur. Í ítar­legu bréfi til hlut­hafa, árið 2015, sagði hann að miklir kraftar væru að leys­ast úr læð­ingi í tækni­heim­inum sem margir átt­uðu sig ekki á hversu magn­aðir væru. Í dag eru um 40 þús­und starfs­menn hjá Amazon á Seatt­le-­svæð­inu, en í lok árs 2020 er því spáð að 70 þús­und manns - mest starfs­menn með tækni­menntun af ýmsu tagi - muni starfa hjá fyr­ir­tæk­inu. Fyr­ir­tækið er nú að setja upp höf­uð­stöðvar númer 2, og stendur fyrir sam­keppni meðal borga um stað­setn­ingu þeirra. Mark­aðsvirðið er komið nærri 800 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 80 þús­und millj­örðum króna.

7. Í dag er áætlað að tæp­lega 200 þús­und tölvu- og tækni­mennt­aðir ein­stak­lingar séu við störf á svæð­inu, og er vöxtur þar meira en 10 pró­sent á ári. Amazon, sem í grunn­inn er smá­sölurisi á net­inu, er með áform um að feta sig inn á nýjar brautir þegar kemur að versl­un, póst­þjón­ustu, afþr­ey­ingu og marg­vís­legum öðrum þátt­u­m. 

Meðal ann­ars eru uppi stór áform um að efla sölu á ferskvöru beint til heim­ila og stærri við­skipta­vina (veit­inga­staða og stór­mark­aða). Íslensk fyr­ir­tæki ættu að gefa þessum áformum gaum, því eins og áformin líta út hjá Amazon þá mun skipta miklu fyrir mat­væla­fram­leið­endur í heim­inum - meðal ann­ars í sjáv­ar­út­vegi - að átta sig á þeim miklu breyt­ingum sem framundan eru í versl­un­ar­geir­an­um. Kaup fyr­ir­tæk­is­ins á Whole Foods, og um 500 versl­unum þess víðs veg­ar, eru liður í að efla þessa starf­semi og styrkja þjón­ust­una. 

Amazon Go búð­in, við höf­uð­stöðv­arnar í Seatt­le, er síðan alveg sér kap­ít­uli. Ótrú­lega mögnuð tækni sem leyfir við­skipta­vinum að ganga inn, ná í vörur og fara út, án þess að stoppa. Þegar út er komið kemur síðan strim­ill­inn beint í sím­ann.

8. Seattle hefur lengi verið hjartað í flug­iðn­aði í heim­in­um, þar sem ris­inn Boeing er með höf­uð­stöðvar sín­ar. Fyr­ir­tækið er stærsti vinnu­veit­andi svæð­is­ins, með um 80 þús­und fasta starfs­menn en með marg­feld­is­á­hrifum er talið að Boein­g-hag­kerfið taki til um 213 þús­und starfa.

Til sam­an­burðar þá er vinnu­mark­að­ur­inn íslenski sam­tals 197 þús­und störf. Oft hefur verið nefnt, að Boeing sé mik­il­vægt mót­vægi við sveifl­urnar í öðrum geirum atvinnu­lífs­ins á svæð­inu, því í nið­ur­sveiflum í gegnum síð­ustu ára­tugi hefur Boeing náð vopnum sínum með stórum samn­ingum við Banda­ríkja­her. Skammt frá höf­uð­stöðvum Boeing er her­stöð Banda­ríkja­hers, þar sem starfa að jafn­aði 56 þús­und manns. Þetta styrkir efna­hag svæð­is­ins.

Við­skipt­sam­band Boeing og Icelandair er með umfangs­mestu við­skipta­sam­böndum íslensks fyr­ir­tækis við alþjóð­legt fyr­ir­tæki. Flug­véla­kaup eru risa­vaxin við­skipti, og umfang end­ur­nýj­unar flug­flota Icelandair tekur til meira en 100 millj­arða króna.

9. Háskól­inn, Uni­versity of Was­hington, hefur í ára­tugi verið einn af virt­ustu háskólum Banda­ríkj­anna, einkum og sér í lagi á sviði raun­vís­inda og verk­fræði. Borg­ar­yf­ir­völd, háskól­inn og fyr­ir­tæki á svæð­inu hafa unnið skipu­lega að því að þróa háskóla­starfið í takt við þarf­irnar í atvinnu­líf­inu á svæð­inu. Skól­inn hefur á sér ein­stak­lega gott orð og hafa auð­menn á svæð­inu styrkt hann veg­lega. Paul Allen, Jeff Bezos og Bill Gates hafa allir fjár­magnað end­ur­bætur á stór­kost­legu háskóla­svæði skól­ans. Þó fleiri háskólar á svæð­inu hafi á sér gott orð, þá er UW stærstur þeirra og mik­il­vægastur þegar kemur að tengsl­unum við hag­kerf­ið.

10. Sköp­un­ar­kraftur í menn­ing­ar­lífi hefur í seinni tíð verið eitt af helstu ein­kennum Seatt­le, ekki síst í Evr­ópu. Grun­ge-rokk­bylgj­an, sem varð til í vest­ur­hluta Seattle fyrir um ald­ar­fjórð­ungi, hafði mikil áhrif á tísku- og tón­list­ar­strauma, og gætir þess­ara áhrifa enn. Þetta tíma­bil fær ríku­legan sess á fyrr­nefndu tón­list­ar­safni sem Paul Allen gaf borg­inn­i. 

Einn af áhrifa­mestu mönnum í Seatt­le-hag­kerf­inu, að mati rit­stjórnar Seatt­le-­tíma­rits­ins, er Jon­athan Ponem­an, sem var annar stofn­enda Sub Pop Records, sem hagn­að­ist vel á útgáfu hljóm­sveita frá svæð­inu, meðal ann­ars Sound­gar­den, Nir­vana, Pearl Jam og Alice in Chains, og hefur í seinni tíð ein­beitt sér að fyrstu skrefum tón­list­ar­manna þegar kemur að útgáfu. 

Borg­ar­yf­ir­völd leggja mikið upp úr því að tengja þessa ímynd borg­ar­innar við ferða­þjón­ustu á svæð­inu, og við­halda þannig „spennu“ fyrir því að koma á stað­inn og upp­lifa það sem hún hefur að bjóða. Borgin er svo til ein­stök þegar kemur að afþr­ey­ingu, þar sem nær allt sem hug­ur­inn girn­ist er innan stuttrar fjar­lægð­ar. Auk borg­ar­lífs og suðu­potts nýsköp­un­ar, þá eru skíða­svæði, flugu­veiði­ár, vín­ekrur, kaffi­ræktun og blóm­strandi brugg­húsa­menn­ing í mik­illi nálægð við borg­ar­svæð­ið.

11. Þetta er inn­flytj­enda­sam­fé­lag, alveg inn að beini, og í því hefur falist mik­ill efna­hags­legur styrk­ur, ekki síst á und­an­förnum árum. Í miklum upp­gangi tækni­fyr­ir­tækja á svæð­inu hafa þau ekki síst leitað til Asíu eftir tækni­mennt­uðu fólki. Á svæð­inu eru stór sam­fé­lög Ind­verja og Suð­ur­-Kóreu búa, og Kín­verja sömu­leið­is. Þeir eru fjöl­mennir hjá öllum helstu tækni­fyr­ir­tækjum svæðs­ins. Fyrir utan Amazon og Microsoft eru það meðal ann­ars Alp­habet (Goog­le), sem er með stóra starfs­stöð í Kirkland á Seatt­le-­svæð­inu, Face­book og Oracle. Borg­ar­yf­ir­völd hafa brugð­ist við áformum stjórn­valda í Hvíta hús­inu um að vísa ólög­legum inn­flytj­endum úr landi af ákveðni, og hafa talað fyrir því að inn­flytj­endur geti andað rólega í Seattle og nágrenni. Þar séu þeir vel­komnir og verði áfram. Fyrir svæði eins og Seattle er þetta einn af lyk­il­þáttum þess, að efna­hag­ur­inn blóm­stri og vaxi í rétta átt. Það er að sam­fé­lagið sé opið og mót­tæki­legt fyrir fólki með þekk­ingu á hinum ýmsu svið­um.

12. Viltu kaffi­bolla? Seatt­le-hag­kerfið er með svarið við þessu, og það er jákvætt. Hér fædd­ist Star­bucks kaffi­húsa­keðjan og eru höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins ennþá á svæð­inu. Vöxtur þess hefur verið ævin­týri lík­ast­ur. Árið 2003 voru sjö þús­und Star­bucks kaffi­hús í heim­inum en á þessu ári eru þau orðin 24 þús­und. Vöru­merkið er orðið eitt það verð­mætasta í ver­öld­inni, og hefur vöru­þróun þess á und­an­förnum árum orðið fjöl­breytt­ari en í fyrstu. Margar vörur fyr­ir­tæk­is­ins eru seldar í búðum um allan heim, og er gert ráð fyrir að helsti vöxt­ur­inn verði á því sviði á und­an­förnum árum. 

13. Líkt með Microsoft og Amazon, þá eru marg­feld­is­á­hrifin mikil af því að vera með stór alþjóð­leg fyr­ir­tæki á svæð­inu. Í kringum þau hafa sprottið upp sér­hæfð ráð­gjafa­fyr­ir­tæki og tækni­fyr­ir­tæki af ýmsu tagi sem hjálpa þeim að við­halda sam­keppn­is­hæfni sinni í alþjóð­legu umhverfi. Þau áhrif hjálpa hag­kerf­inu á svæð­inu. Stoð­irnar verða fjöl­breytt­ari og um leið sveigj­an­legri.

14. Vinnu­mark­að­ur­inn á Seatt­le-­svæð­inu er um 2,4 millj­ónir manna, en 3,7 millj­ónir í rík­inu öllu. Til sam­an­burðar er vinnu­mark­að­ur­inn á Íslandi um 197 þús­und manns, eða innan við 1/10 af því sem hann er á Seatt­le-­svæð­inu. Árið 2014 var Seattle útnefnd sjálf­bærasta borg Banda­ríkj­anna, og er þar ekki aðeins litið til umhverf­is­mála heldur ekki síður efna­hags­mála. 

15. Framundan er svo mesta vaxt­ar­skeið sem svæðið hefur staðið frammi fyr­ir. Enn fremur verður spenn­andi að fylgj­ast með því hvernig tækninýj­ungar muni breyta starf­sem­inni á svæð­in­u. 

Vöru­þróun Microsoft er umfangs­mikil þegar kemur að gervi­greind og öðrum tengdum þátt­um, en fyr­ir­tækið er með fulla vasa fjár og má búast við því að fram­þróun á hinum ýmsu hliðum tölvu­tækn­innar verði hröð þegar hún á annað borð lítur dags­ins ljós. 

Í byrjun þessa árs átti Microsoft 135 millj­arða Banda­ríkja­dala í lausu fé frá rekstri, eða sem nemur tæp­lega 14 þús­und millj­örðum króna. Aðeins Apple á meira í tækni­geir­an­um, en fyr­ir­tækið situr nú á rúm­lega 260 millj­örðum Banda­ríkja­dala. 

Það sem helst ein­kennir svæð­ið, í seinni tíð, er ein­lægur vilji borg­ar­yf­ir­valda og einnig sveit­ar­fé­laga og sýslna í nágrenni, að vinna með fyr­ir­tækj­unum á svæð­inu svo það geti styrkt sig efna­hags­lega inn í fram­tíð­ina. Fá svæði í ver­öld­inni búa nú við við­líka vöxt alþjóð­legra fyr­ir­tækja. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar