Jörðin brann undir fótum danska forsætisráðherrans en hann fann slökkvitækið

Staða Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem formaður Venstre var talin afar veik fyrir helgi. Nú virðist hann, að öllum líkindum, hafa slegið vopnin úr höndum þeirra sem farnir voru að gjóa augum á formannsstólinn.

Lars Lökke
Auglýsing

Ofan­greinda fyr­ir­sögn frétta­skýr­ing­arp­istils gat að líta í einu dönsku dag­blað­anna síð­degis í gær, laug­ar­dag. Pistill­inn fjall­aði um erf­iða stöðu danska for­sæt­is­ráð­herr­ans sem hefur stýrt afar veikri minni­hluta­stjórn sem tók við völdum eftir þing­kosn­ing­arnar 2015. Ven­stre, flokkur for­sæt­is­ráð­herr­ans, hefur ein­ungis 34 full­trúa á danska þing­in­u, Fol­ket­inget, en þar sitja 179 þing­menn. Stuðn­ings­flokkar stjórn­ar­inn­ar, sem eru þrír, í bláu blokk­inni svo­nefndu eiga sam­an­lagt 56 full­trúa á þingi þannig að sam­tals ræður bláa blokkin yfir 90 full­trú­um, ­sem sé einum fleiri en stjórn­ar­and­stað­an. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, einn stuðn­ings­flokk­anna hefur 37 þing­menn, er stærri en stjórn­ar­flokk­ur­inn sjálf­ur. Þetta var það vega­nesti sem Lars Løkke Rasmus­sen lagði upp með að loknum kosn­ingum sem fram fóru 18. júní í fyrra.

Róð­ur­inn hefur reynst þungur

Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra sagði í setn­ing­ar­ræðu sinni í þing­inu haustið 2015 að fram und­an­ væri erfið sjó­ferð, þar sem leggj­ast þyrfti fast á árarn­ar. Þótt ráð­herr­ann hafi tekið svona til orða hefur hann kannski ekki rennt grun í að and­byr­inn yrði jafn mik­ill og komið hefur á dag­inn. For­ystu­menn stuðn­ings­flokk­anna þriggja hafa lagt mikla áherslu á að ná fram kosn­inga­lof­orðum sín­um, vit­andi að Lars Løkke á fárra kosta völ vilji hann sitja áfram í for­sæt­is­ráð­herra­stóln­um. Bæði Lars Løkke og for­ystu­menn stuðn­ings­flokk­anna vita að eins og vind­arnir blása um þessar mundir eru sára­litlar líkur á að stjórnin sæti áfram ef kosið yrði á næst­unni. Þar kemur margt til. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn myndi, sam­kvæmt könn­un­um, missa nær þriðj­ung fylgis síns, slíkt kall­ast afhroð. For­ystu­maður flokks­ins á Evr­ópu­þing­inu, Morten Mess­erschmidt, varð upp­vís að mis­notkun á styrkjum Evr­ópu­sam­bands­ins til kynn­ingar og fræðslu­starf­semi. Þing­mað­ur­inn, sem tal­inn hefur verið ein helsta von­ar­stjarna Danska þjóð­ar­flokks­ins er kom­inn í ótíma­bundið veik­inda­leyfi eftir að hafa marg­sinnis orðið upp­vís að lygum og rang­færslum varð­andi styrk­ina. Styrkja­málið hefur skaðað Danska þjóð­ar­flokk­inn og veldur mestu um þetta mikla fylgis­tap. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn er einnig tal­inn bera höf­uð­á­byrgð á nið­ur­stöðum þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í des­em­ber í fyrra. Sú nið­ur­staða varð til þess að Danir verða nú að reyna að semja um aðild að Evr­ópu­lög­regl­unn­i, Europol, einu mik­il­væg­asta vopni ESB í bar­átt­unni við glæpa­menn. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn hafði nán­ast lofað kjós­endum að „það yrði ekk­ert mál“ að semja um áfram­hald­andi aðild að Europol en nú er komið á dag­inn að slíkt var fjarri öllum sanni.

Hátekju­skatt­ur­inn

Annað sem valdið hefur minni­hluta­stjórn Lars Løkke miklum erf­ið­leikum er ófrá­víkj­an­leg krafa Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins, Liberal Alli­ance, um lækkun hátekju­skatts. Þessa kröfu getur Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, frekar en stjórn­ar­flokk­ur­inn Ven­stre, ekki fall­ist á og það er nákvæm­lega þessi krafa sem hæg­lega gæti orðið til þess að fella stjórn­ina. Fyrir tveim dögum (18. nóv.) tókst stjórn­inni að ganga frá fjár­lögum næsta árs en krafan um lækkun hátekju­skatts­ins hangir enn yfir stjórn­inni „eins og ­fal­l­öxi yfir hálsi dauða­dæmds afbrota­manns“ eins og eitt dönsku blað­anna komst að orði. Og miðað við síend­ur­teknar yfir­lýs­ingar for­manns Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins fellur öxin ef stjórnin verður ekki við kröfu flokks­ins. Nema eitt­hvað nýtt komi til. Og hvað gæti það nú ver­ið? Ja, til dæmis ráð­herra­stól­ar, þeir hafa oft freistað og boð um slíkt iðu­lega orðið til þess að ágrein­ings­mál og kröfur víkja. Og það var einmitt slíkt boð sem kom fram á flokks­þingi Ven­stre í Hern­ing.

Auglýsing

Bauð tveimur flokkum stjórn­ar­að­ild og ráð­herra­stóla

Í ræðu sinni við upp­haf flokks­þings­ins í Hern­ing í gær­morgun (laug­ar­dag) til­kynnti Lars Løkke að hann hefði rætt við And­ers Samu­el­sen for­mann Frjáls­ræð­is­banda­lags­ins og Sör­en Pape Poul­sen for­mann Íhalds­flokks­ins um að flokk­arnir tveir tækju þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Þeir hefðu báðir tekið vel í það og við­ræður hefj­ast á morgun (mánu­dag 21. nóv). Þessir tveir flokkar ráða yfir 19 þing­mönnum sem bæt­ast við 34 þing­menn Ven­stre þannig að ef flokk­arnir tveir ganga inn í rík­is­stjórn­ar­sam­starfið er staðan á þing­inu breytt. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn sem mætt hef­ur, eins og áður sagði, mætt miklum mót­byr, hefur ekki mik­inn áhuga á kosn­ingum á næst­unni. Þótt Lars Løkke hafi ekki boðið flokknum að ganga inn í rík­is­stjórn­ar­sam­starfið styður Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn áfram stjórn­ina.

Und­ir­alda í flokkn­um 

Lands­þing Ven­stre fer fram, eins og áður sagði nú um helg­ina (19. – 20.nóv). Þótt út á við hafi flokks­menn, ráð­herrar þar með­tald­ir, staðið þétt að baki for­sæt­is­ráð­herra hafa margir velt fyrir sér fram­tíð hans sem for­manns flokks­ins. Ef Lars Løkke hefði neyðst til að boða til kosn­inga á næst­unni eru flestir stjórn­mála­skýrendur sam­mála um að for­manns­ferli hans hefði þar með lok­ið. Á flokks­þingi Ven­stre sum­arið 2014 (þá var flokk­ur­inn í stjórn­ar­and­stöðu) mun­aði minnstu að kosið yrði milli Lars Løkke og Krist­i­ans Jen­sen vara­for­manns og núver­andi utan­rík­is­ráð­herra. Þá hafði Lars Løkke lent í miklum mót­byr vegna óreiðu í pen­inga­málum (nær­buxna­málið svo­kall­aða) og fram­tíð hans sem flokks­for­manns í mik­illi óvissu. Ekk­ert varð þó af for­manns­kosn­ing­unni, eftir tveggja manna tal í kjall­ara fund­ar­húss­ins í Hern­ing, til­kynnti Krist­i­an Jen­sen að hann byði sig ekki fram til for­mennsku og lýsti yfir stuðn­ingi við Lars Løkke. Margir úr hópi stuðn­ings­manna Krist­i­ans Jen­sen voru ósáttir við að hann skyldi ekki láta til skarar skríða. Aldrei hefur gróið um heilt milli þeirra tveggja og sá klofn­ingur sem kom í ljós á flokks­þing­inu 2014 er enn til stað­ar.

Skyndi­lega er allt breytt

Fyrir flokks­þingið nú um helg­ina voru margir af for­ystu­mönnum Ven­stre farnir að „kanna land­ið“allt eins og það er kall­að. Staða Lars Løkke talin afar veik og for­manns­slagur í upp­sigl­ingu. For­manns­slagur þar sem nokkrir væru kall­aðir en eng­inn útval­inn, eng­inn aug­ljós arf­taki. En nú hefur Lars Løkke að lík­indum slegið vopnin úr höndum þeirra sem farnir voru að gjóa augum á for­manns­stól­inn. 

p.p1 {marg­in: 0.0px 0.0px 0.0px 0.0px; font: 16.0px 'Trebuchet MS'; -webkit-text-­stroke: #000000} ­span.s1 {font-kern­ing: none}

Til­boðið um þátt­töku í rík­is­stjórn­inni er lík­lega alltof freist­andi til að And­ers Samu­el­sen og Frjáls­ræð­is­banda­lagið standi fast við kröf­una um lækkun hátekju­skatts­ins. Íhalds­flokk­ur­inn sem mjög hefur átt í vök að verj­ast grípur að lík­indum tæki­færið og von­ast til að rík­is­stjórn­ar­þátt­taka hefji flokk­inn til vegs og virð­ingar á nýjan leik. Lars Lökke Rasmus­sen fann slökkvi­tæk­ið. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None