Birgir Þór Harðarson

Fimm flokkar í einu herbergi reyna að finna fordæmalausa lausn

Forsvarsmönnum fimm flokka verður safnað saman inn í herbergi síðar í dag. Á þeim fundi þurfa þeir að sannfæra hvorn annan um að flókin, viðkvæm og fordæmalaus ríkisstjórn þeirra frá miðju til vinstri sé möguleg. Úr gæti orðið fyrsta ríkisstjórn Íslandssögunnar þar sem konur eru í meirihluta og í lykilráðherrastólum.

Klukkan 13 í dag verða for­svars­menn þeirra fimm flokka sem eiga í óform­legum við­ræðum um að mynda nýja rík­is­stjórn settir saman inn í her­bergi til að kanna hvort þessi flókna sam­setn­ing á nýjum vald­höfum sé yfir höfuð mögu­leg. Til­gang­ur­inn er að sjá hvort leið­togar flokk­anna fimm geti náð saman um þau mál sem aug­ljós­lega verða átaka­punkt­arnir við myndun slíkrar rík­is­stjórn­ar. Það eru helst auð­linda­mál, skatta­mál og stjórn­ar­skrár­mál. Auk þess segja heim­ild­ar­menn Kjarn­ans að Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, vilji ein­fald­lega fá til­finn­ingu fyrir því hvort þetta for­dæma­lausa sam­starf geti átt sér mál­efna­legan grunn og hvort að fólkið sem þurfi að taka þátt í því geti yfir höfuð sýnt að það muni ætla að starfa saman af fullum heil­indum og ábyrgð.

Katrín hefur þegar fundað með for­svars­mönnum Pírata, Sam­fylk­ingar og miðju­banda­lags Bjartrar fram­tíðar og Við­reisnar hverjum og sér og þing­flokkur Vinstri grænna telur að það sé á það reyn­andi að láta nú alla hitt­ast sam­an. Að loknum fund­in­um, sem fram fer í fund­ar­her­bergi fjár­laga­nefndar Alþing­is, mun Katrín fara til fundar við þing­flokk sinn og ræða við hann um upp­lifun sína og árangur af fund­in­um. Við­mæl­endur Kjarn­ans búast ekki við því að Katrín muni til­kynna af eða á um áfram­hald við­ræðna sinna við flokk­anna fjóra að loknum þeim þing­flokks­fundi. Yfir­lýs­ing um hvort form­legar við­ræður verði hafnar muni lík­lega verða látin bíða fram á mánu­dag.

Fyrsta kvenna­rík­is­stjórnin

Fyrir liggur að ansi margt þarf að ganga upp til að hægt verði að mynda þessa 34 þing­manna meiri­hluta­stjórn. Þótt veru­legir erf­ið­leikar séu sýni­legir við að mynda slíka stjórn sjá þeir sem koma að þessum við­ræðum líka marga kosti. Hún myndi til að mynda svara því kalli eftir fjöl­breyti­leika í rík­is­stjórn sem nið­ur­staða hinna sögu­legu kosn­inga í lok októ­ber ómaði. Þá blasir við að rík­is­stjórnin gæti orðið mikil kvenna­rík­is­stjórn. Ef frá eru taldir Stein­grímur J. Sig­fús­son og Ótt­arr Proppé eru allir reynslu­mestu þing­menn flokk­anna fimm kon­ur, og flestar þeirra myndu gera kröfu um þunga­vigt­ar­ráðu­neyti í rík­is­stjórn nái flokk­arnir sam­an. Því gæti fyrsta rík­is­stjórn Íslands­sög­unnar þar sem konur eru í meiri­hluta – og í lyk­il­ráðu­neytum – orðið að veru­leika með myndun þess­arar stjórn­ar.  

En erf­ið­leik­arnir sem þarf að yfir­stíga til að gera stjórn­ina að veru­leika eru þó ansi marg­ir.

Innan her­búða Vinstri grænna eru til að mynda ýmsir fyr­ir­varar gagn­vart henni. Sá fyrsti, og aug­ljósasti, gagn­vart því að mynda rík­is­stjórn með Píröt­um. Í sam­tölum við Kjarn­ann hafa full­trúar allra flokka lýst yfir sams­konar áhyggj­um, og sér­stak­lega gagn­vart óút­reikn­an­leika þeirra gagn­vart óvæntum aðstæð­um. Það sé því Pírata að „selja“ hinum flokk­unum það að þeir muni ekki sprengja stjórn­ina við erf­ið­ar, og ófyr­ir­séð­ar, hindr­an­ir.

Þessi afstaða er til staðar innan Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar líka. Hnútuköst í fjöl­miðlum und­an­farna daga hafa ekki hjálpað þar til. Björt Ólafs­dótt­ir, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, ásak­aði Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­mann Pírata, um ósann­indi í fjöl­miðlum í byrjun viku vegna ummæla hennar um að Við­reisn og Björt fram­tíð hefðu þegar verið byrjuð að ræða saman um sam­starf fyrir kosn­ing­ar. Aðspurð í kvöld­fréttum Stöðvar 2 á þriðju­dag, sama dag og við­ræðum flokk­anna tveggja við Sjálf­stæð­is­flokk var slit­ið, um hvort ummæli Birgittu í hennar garð gætu spillt fyrir í mögu­legum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum sagði Björt: „Ja...Það er ekk­ert voða­lega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara.“

Við­reisn hefur líka umtals­verðan fyr­ir­vara gagn­vart Pírötum og lyk­il­fólk innan flokks­ins er ekki sann­fært um hversu áreið­an­legir sam­starfs­menn Píratar yrðu. Yfir­lýs­ing Birgittu í stöðu­upp­færslu á þriðju­dag um að Við­reisn væri búin að koma sér í „ómögu­lega stöð­u“, þar sem flokk­ur­inn vilji ekki vinna með neinum meiri­hluta, var ekki til að sefa þá tor­tryggni.

Reynt að bera klæði á vopnin og lýsa yfir sam­starfsvilja

Píratar hafa reynt allt sem þeir geta til að slá á þessar áhyggjur und­an­farna daga og bent á að það væri ekki mikil mál­efna­legur ágrein­ingur milli þeirra flokka sem ættu að skipa hina fjöl­breyttu rík­is­stjórn fimm flokka undir verk­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Og Birgitta er sjálf mjög áfram um þá ráð­stöf­un.

Sömu sögu má segja um for­svars­menn Við­reisn­ar. Klæði hafa verið borin á vopnin með opin­berum yfir­lýs­ingum um að sam­starfsvilji sé á milli flokk­anna tveggja og að vilji sé til að mynda fimm flokka stjórn­ina náist mál­efna­legt sam­komu­lag. Þar sem Björt fram­tíð og Við­reisn hafa að öllu leyti bundið sig saman í þeim stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum sem átt hafa sér stað, og munu eiga sér stað, þá gildir það sama fyrir þann flokk. Vilji er til þess að finna leiðir að sam­starfi við Pírat­ar.

Sam­fylk­ingin er sá flokkur sem veldur Vinstri grænum og Katrínu minnstu hug­ar­angri. Flokk­ur­inn er næst Vinstri grænum í áherslum og er auk þess svo lít­ill eftir afhroð sitt í kosn­ingum að hann er ekki lík­legur til að stofna til mik­ils ágrein­ings í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um.

Eftir stendur að þessir flokkar þurfa að sann­færa Katrínu Jak­obs­dóttur um að það sé ger­legt að ná mál­efna­lega saman í lyk­il­málum og að næg sam­staða verði tryggð í gegnum þykkt og þunnt til að rík­is­stjórn fimm flokka frá miðju til vinstri verði á vetur setj­andi. Það verður stórt verk­efni í ljósi þess að varn­að­ar­vítin virð­ast mörg og mjög sýni­leg.

Fjór­flokk­ur­inn í næstu rík­is­stjórn?

Mikil tor­tryggni í garð heil­inda Vinstri grænna hjá full­trúum hinna flokk­anna, sér­stak­lega innan Bjartrar fram­tíðar og Við­reisn­ar, hefur ekki gert mikið til að smyrja við­ræð­urn­ar. Sú tor­tryggni, sem er ekki borin á torg en er mjög fyr­ir­ferða­mikil í einka­sam­töl­um, snýst um grun­semdir þess efnis að Katrín og Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hafi þegar hand­salað óform­legt sam­komu­lag um að mynda rík­is­stjórn flokka sinna. Aðrar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður séu ein­fald­lega til þess að fara í gegnum leik­þætti sem geri báðum auð­veld­ari fyrir við að selja þann gjörn­ing í bak­landi flokka sinna. Þessu neita liðs­menn Vinstri grænna alfarið en þeir þekkja þó vel til þess að kenn­ing­arnar séu í umræð­unni.

Nokkuð ljóst er að ef fimm flokka stjórnin gengur ekki saman að þá verði einu mögu­leik­arnir sem eru á borð­inu í stjórn­ar­myndun þeir sem inni­halda bæði Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Þar sem þeim flokkum vantar einn þing­mann til að fá meiri­hluta þarf að minnsta kosti einn til svo að sú stjórn gangi upp. Sjálf­stæð­is­menn vilja eðli­lega fá Fram­sókn­ar­flokk­inn inn í þá jöfnu. Sá mögu­leiki er nær úti­lok­aður í huga lyk­il­manna hjá Vinstri græn­um. Flokk­ur­inn getur ekki hugsað sér að verða þriðja hjólið undir vagni núver­andi rík­is­stjórn­ar, þeirrar sem kosið var út af og gekk í gegnum hvert spill­ing­ar­málið á fætur öðru á liðnu kjör­tíma­bili.

Í ljósi þess að Björt fram­tíð og Við­reisn hafa fest sig saman þá er ekki vilji til að taka það banda­lag um borð í slíka stjórn, enda yrði miðju- og hægri flokk­arnir þá með meiri­hluta þing­manna og gætu keyrt yfir Vinstri græn í völdum mál­um. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur úti­lokað sam­starf við Pírata og frá þeirri stefnu verður ekki vikið innan flokks­ins.

Þá stendur eftir að fá Sam­fylk­ing­una um borð, annað hvort með eða án Fram­sókn­ar­flokks­ins. Báðir mögu­leik­arnir tryggja þing­meiri­hluta og vera Sam­fylk­ing­ar­innar gæti varið Vinstri græn frá gagn­rýni vegna stjórn­ar­sam­starfs við Sjálf­stæð­is­menn. Það myndi samt sem áður þýða að í rík­is­stjórn myndi sitja ¾ hluti, eða jafn­vel all­ur, fjór­flokk­ur­inn í kjöl­far kosn­inga þar sem hann fékk ein­ungis 62 pró­sent atkvæða en flokkar með kerf­is­breyt­ingar á stefnu­skránni fengu 38 pró­sent. Það gætu reynst mikil svipu­göng fyrir rík­is­stjórn gömlu flokk­anna ef þeir tækju sig saman og mynd­uðu varð­stöðu­rík­is­stjórn eftir kosn­ingar þar sem kallað var hærra eftir meiri fjöl­breytni en nokkru sinni fyrr.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar