Var flugvél pólska forsetans grandað?

Flugslys skók pólsk stjórnmál árið 2010. Nú, sex árum síðar, er það aftur komið á dagskrá. Stjórnvöld telja mögulegt að atburðurinn hafi ekki verið slys heldur skipulagður glæpur.

Pólland
Auglýsing

Heims­byggð­inni brá í brún þegar far­þega­þota sem inni­hélt for­seta Pól­lands og fjöl­marga hátt­setta emb­ætt­is­menn fórst í Rúss­landi árið 2010. Maður myndi halda að slíkur harm­leikur myndi þjappa þjóð­inni saman og að dag­legt stjórn­mála­þras myndi víkja fyrir sam­stöðu. En fljót­lega fóru kvittir á kreik um ekki væri allt með felldu varð­andi til­drög slyss­ins. Þessar grun­semdir og óánægja hefur kraumað undir niðri allar götur síðan og nú er málið komið á dag­skrá á nýjan leik.

Slysið

Þann 10. apríl árið 2010 fórst far­þega­þota nálægt borg­inni Smo­lensk í vest­ur­hluta Rúss­lands, nálægt hvít-rúss­nesku landa­mær­un­um. Vélin var önnur af rík­is­þotum Pól­lands, rúss­nesk af gerð­inni Tupo­lev Tu-154. Hún inni­hélt Lech Kaczynski, for­seta Pól­lands, konu hans Mariu Kaczynsku og fjöl­marga af helstu emb­ætt­is­mönnum lands­ins. Alls inni­hélt vélin 96 manns, 89 far­þega og 7 áhafn­ar­með­limi, og lét­ust allir sem voru um borð. Far­þeg­arnir voru á leið á minn­ing­ar­at­höfn fyrir fórn­ar­lömb fjöldamorðs­ins í Katyn skógi (ná­lægt Smo­lensk) í boði rúss­neskra yfir­valda. 

Fjöldamorðin áttu sér stað 70 árum áður, snemma í seinni heim­styrj­öld­inni, þar sem Sov­ét­menn tóku rúm­lega 20.000 Pól­verja af lífi. Flest fórn­ar­lömbin voru yfir­menn í hernum og emb­ætt­is­menn. Atburð­ur­inn ristir enn djúpt í þjóð­ar­sál Pól­verja og því ætl­uðu flestir toppar kerf­is­ins að vera við­stadd­ir. Auk for­seta­hjón­anna voru 18 þing­menn, seðla­banka­stjór­inn, æðstu menn kaþ­ólsku kirkj­unnar og rétt­trún­að­ar­kirkj­unn­ar, allir hæst settu hers­höfð­in­gj­arnir og fleiri í vél­inni. Eng­inn ráð­herra var með í för en for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Don­ald Tusk, hafði verið við­staddur minn­ing­ar­at­höfn í skóg­inum þremur dögum áður ásamt Vla­dimir Pútín for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands

Auglýsing

Flug­ferðin frá Var­sjá til Smo­lensk tók u.þ.b. 80 mín­útur og vélin átti að lenda á litlum flug­velli norðan við borg­ina sem hafði aðal­lega verið not­aður fyrir her­þot­ur. En þegar hún nálg­að­ist var aug­ljóst að aðstæður til lend­ingar yrðu erf­iðar vegna mik­illar þoku. Flug­menn nokk­urra ann­arra véla höfðu hætt við lend­ingu á vell­inum og lent ann­ars stað­ar. Flug­um­ferð­ar­stjór­arnir voru full­kom­lega með­vit­aðir um ástandið og beindu því pólsku vél­inni í burt frá vell­in­um. Það væri ein­fald­lega ekki óhætt að lenda. Flug­stjór­inn móað­ist þó við og bað um að fá að gera svo­kallað „prufu-að­flug“ og tók þar með sjálfur meiri ábyrgð á lend­ing­unni. Hann fékk leyfi frá flug­turn­inum en þegar vélin nálg­að­ist var hún í alltof lít­illi hæð og annar væng­ur­inn skall í trjám. Við það steypt­ist vélin og grand­að­ist alger­lega. Talið er að allir um borð hafi lát­ist sam­stund­is.

Rann­sóknin

Þar sem flug­vélin fórst í Rúss­landi var það í höndum þar­lendra yfir­valda að rann­saka slys­ið. En vegna aðstæðna kröfð­ust Pól­verjar þess að senda eigið fólk á stað­inn og fram­kvæma eigin rann­sókn. Rússar sögð­ust ætla að halda þeim inn í mál­un­um. Dmi­try Med­vedev for­seti Rúss­lands brást mjög fljótt við og skip­aði rann­sókn­ar­nefnd aðeins örfáum klukku­stundum eftir slys­ið. Með yfir­um­sjón nefnd­ar­innar fór for­sæt­is­ráð­herr­ann Pútín. 

Aðkoman að slys­inu var væg­ast sagt fer­leg. Vélin hafði rifnað í sundur og lík far­þeg­anna dreifst um nokkuð stórt svæði. Sum líkin fund­ust í bútum eða jafn­vel aðeins lík­ams­leifar og erfitt reynd­ist að greina fólk í sund­ur. Við rann­sókn­irnar fund­ust engar véla­bil­an­ir. Tupo­lev vélin var reyndar komin nokkuð til ára sinna, fram­leidd árið 1990, en hún hafði verið yfir­farin ári fyrir slys­ið. Ekki var annað séð en að hún væri í tipp-topp formi og orsökin hlaut því að liggja í mann­lega þætt­in­um. Talið er að mik­ill þrýst­ingur hafi verið á flug­menn vél­ar­innar að lenda á þessum til­tekna flug­velli á réttum tíma. For­set­inn Kaczynski hafði áður brugð­ist illa við breyt­ingu á flugi og flug­menn­irnir vænt­an­lega minnugir þess. 

Eftir þá reynslu gætu flug­menn­irnir bein­línis hafa verið hræddir við for­set­ann og ekki þorað að fara á annan völl. Annað sem gæti hafa haft áhrif á stjórn vél­ar­innar er álag á flug­stjór­ann. Smo­lensk flug­völlur er lít­ill flug­völlur sem hefur ekki rétt­indi á alþjóða vísu og því ekki gerð skylda um að flug­um­ferð­ar­stjórar tali ensku. Öll stjórnin fer því fram á rúss­nesku. Flug­stjóri Tupolov vél­ar­innar var sá eini í áhöfn­inni sem tal­aði rúss­nesku og því þurfti hann bæði að sjá um flugið og sam­skiptin við flug­turn­inn sem venju­lega er í höndum aðstoð­ar­flug­stjóra. Rússar birtu skýrslu um slysið þann 12. jan­úar árið 2011. 

Þar var ábyrgð­inni alfarið varpað á flug­menn vél­ar­inn­ar. Að þeir hefðu hunsað ítrek­aðar aðvar­anir flug­turns­ins og stefnt flug­vél­inni í hættu vegna mjög erf­iðra veð­ur­skil­yrða. Pólska rann­sókn­arteymið tók að mestu undir nið­ur­stöður þess rúss­neska en undan skildi þó ekki ábyrgð flug­um­ferð­ar­stjór­anna alfar­ið. Þeir töldu að vissar upp­lýs­ingar sem flug­menn­irnir fengu upp­gefnar hafi ekki verið full­nægj­andi eða rétt­ar. Rann­sak­endur gagn­rýndu einnig þjálfun flug­mann­ana. Flug­menn­irnir og flugið var á vegum pólska flug­hers­ins og því var þrýst á yfir­menn þar að segja af sér sem þeir og gerðu.

Tveir turnar

Tví­burarnir Lech og Jaros­law Kaczynski, fæddir árið 1949, stofn­uðu stjórn­mála­flokk­inn Lög og rétt­læti (Prawo i Sprawied­liwosc) árið 2001 úr brotum tveggja ann­arra hægri­flokka. Flokk­ur­inn er íhalds­sam­ur, hálf­pópúl­ískur og byggir á þjóð­legum gildum og sterku sam­bandi við kirkj­una. Styrkur hans er aðal­lega bund­inn við eldra fólk í dreif­býli, þá sér­stak­lega í suður og aust­ur­hluta lands­ins. Helsti keppi­nautur flokks­ins er Borg­ara­legi vett­vang­ur­inn (Plat­forma Obywa­telska), einnig stofn­aður árið 2001, sem er frjáls­lynd­ari hægri­flokkur sem á mestan stuðn­ing meðal hámennt­aðs fólks í borg­um, þá sér­stak­lega í vestur og norð­ur­hluta lands­ins. 

Báðir þessir flokkar komust á kortið í þing­kosn­ing­unum árið 2001 en þeir urðu leið­andi í pólskum stjórn­málum í næstu kosn­ing­um, árið 2005, þegar stærsti flokkur lands­ins Lýð­ræð­is­lega vinstri­banda­lagið hrundi. Síðan þá hafa flokk­arnir tveir haft yfir­burða­stöðu á þing­inu en Vinstri­banda­lagið hefur nú þurrkast út. Í dag er sú staða komin upp að eng­inn vinstri­flokkur á þing­mann á pólska þing­inu. En auk turn­anna tveggja eru nokkrir smáir miðju-og hægri­flokkar til stað­ar. Í Pól­landi er stjórn­skip­unin svipuð og hér á Íslandi, þ.e. með for­sæt­is­ráð­herra sem fer fyrir rík­is­stjórn og for­seta sem er þjóð­höfð­ingi. Mun­ur­inn er hins vegar sá að stjórn­mála­flokk­arnir bjóða fram til for­seta og er hann mun póli­tísk­ari en sá íslenski. Haustið 2005 voru þing­kosn­ingar og for­seta­kosn­ingar með örfárra daga milli­bili. Lech Kaczynski var kjör­inn for­seti lands­ins og Lög og rétt­læti sigr­aði þing­kosn­ing­arn­ar. Tæpu ári seinna tók Jaros­law Kaczynski við for­sæt­is­ráð­herra­stólnum og þar með sátu tví­burarnir í tveim æðstu emb­ættum lands­ins. En bræð­urnir sátu ekki lengi einir að völd­um. Sum­arið 2007 slitn­aði rík­is­stjórn Jaros­laws og boðað var til þing­kosn­inga þar sem Borg­ara­legur vett­vangur vann stór­sig­ur. Leið­togi þeirra, Don­ald Tusk, mynd­aði þá rík­is­stjórn sem sat til árs­ins 2015.

Sam­særi

Skömmu eftir slysið fóru að heyr­ast raddir sem töl­uðu um eða ýjuðu að því að sam­særi hefði átt sér stað gegn for­set­an­um. Radd­irnar heyrð­ust aðal­lega frá for­svars­mönnum og stuðn­ings­mönnum Laga og rétt­lætis og beindust bæði að rúss­neskum stjórn­völdum og rík­is­stjórnar Borg­ara­legs vett­vangs undir for­sæti Don­alds Tusk. Þar sem Pól­verjar hafa engan vara­for­seta þurfti að boða til for­seta­kosn­inga strax og Jaros­law bauð sig fram fyrir Lög og rétt­læti. Hann fékk mikla samúð vegna frá­falls bróður síns en tap­aði þó naum­lega fyrir Bron­islaw Komorowski, fram­bjóð­anda Borg­ara­legs vett­vangs.

Þar með voru íhalds­menn komnir í and­stöðu á báðum stigum stjórn­kerf­is­ins sem orsak­aði það að sam­sær­is­kenn­ing­arnar mögn­uð­ust. Í júlí­mán­uði 2010 tóku nokkrir þing­menn sig sam­an, aðal­lega frá Lögum og rétt­læti, og stofn­uðu sér­staka þing­nefnd til að rann­saka slys­ið. Flokk­ur­inn ákvað einnig að afneita alger­lega opin­berum skýrslum frá rúss­neskum og pólskum yfir­völdum og líta í stað­inn til nið­ur­stöðu þing­manna­nefnd­ar­innar sem leidd var af þeirra manni, Ant­oni Maci­er­ewicz. Nefnd­ar­menn gagn­rýndu ýmis­legt í rann­sókn­un­um, sér­stak­lega upp­lýs­inga­gjöf rúss­neskra stjórn­valda. Ekki hafi feng­ist full­nægj­andi upp­lýs­ingar frá flug­vell­inum í Smo­lensk og yfir­völd ekki viljað afhenda Pól­verjum brak vél­ar­innar eða svarta kass­ann. Þá hefur nefndin staðið að árlegri ráð­stefnu um slysið þar sem ýmsir verk­fræð­ingar og aðrir fræði­menn, bæði inn­lendir og erlend­ir, koma sam­an. Þó ein­ungis þeir fræði­menn sem deila þeirri skoðun um að pottur hafi verið brot­inn í rann­sókn­inni. Í mars­mán­uði árið 2015 birti þing­manna­nefndin svo skýrslu þar sem full­yrt var að tvær ótengdar spreng­ingar hafi átt sér stað í vél­inni rétt áður en hún hrap­aði. Með skýrsl­unni er í raun sagt að for­set­inn hafi verið myrtur og einnig allt fylgd­ar­lið hans og áhöfn­in. Ekki er sagt beinum orðum hver myrti hann en nefndin hefur ýjað að því að Rússar með stuðn­ingi og/eða vel­vild rík­is­stjórnar Don­ald Tusk beri ábyrgð. Í því ljósi er ásök­unin ekki ein­ungis um morð, heldur stríðs­að­gerð af hálfu Rússa og land­ráð af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.Kúvend­ing

Árið 2015 urðu mikil vatna­skil í pólskum stjórn­mál­um. Um vorið sigr­aði Andrzej Duda, fram­bjóð­andi Laga og rétt­lætis, Komorowski í for­seta­kosn­ing­um. Um haustið vann flokk­ur­inn svo stór­sigur og varð fyrsti flokk­ur­inn til að ná hreinum meiri­hluta á pólska þing­inu síðan járn­tjaldið féll. Sam­sær­is­kenn­ingar um flug­slysið 2010 geta þó ekki talist meðal helstu ástæðna fyrir sigrinum því að ein­ungis um fjórð­ungur lands­manna leggur trúnað á þær.

Engu að síður hafa for­svars­menn flokks­ins haldið þeim til streitu, t.a.m. núver­andi for­seti sem hefur full­yrt að rann­sókn­ar­skýrslur rík­is­stjórna Pútíns og Tusks séu ein­ungis kenn­ingar og að mál­inu sé alls ekki lok­ið. Eitt af fyrstu verkum hinar nýju rík­is­stjórnar for­sæt­is­ráð­herr­ans Beötu Szydlo var að taka niður opin­bera heima­síðu sem útskýrði slysið og aðdrag­anda þess. Til að bæta olíu á eld­inn var Ant­oni Maci­er­ewicz, sem leiddi þing­manna­nefnd­ina um slysið, gerður að varn­ar­mála­ráð­herra. Hin nýja stjórn er strax farin að hnýta í þá sem hún telur bera ábyrgð á slys­inu. Rússum hefur verið hótað lög­sókn fyrir að afhenda Pól­verjum ekki flak vél­ar­innar og önnur sönn­un­ar­gögn í mál­inu og Don­ald Tusk hefur verið vændur opin­ber­lega um að hafa ekki staðið nægi­lega vel að rann­sókn­inni fyrir hönd Pól­lands. Tusk sjálfur hefur dregið sig út úr lands­mál­unum og síðan 2014 hefur hann setið sem for­seti Evr­ópu­ráðs­ins í boði Pól­verja.  Óvíst er hvort hann haldi stöðu sinni þar eftir að hin nýja stjórn komst til valda. Aðstoð­ar­menn hans hafa þó verið opin­ber­lega ákærðir fyrir van­rækslu í rann­sókn­inn­i. 

Hróflað við hinum dauðu

Nú hefur Maci­er­ewicz hrundið af stað annarri form­legri rann­sókn á slys­inu. Í nóv­em­ber­byrjun árið 2016 voru lík Lech Kaczynski og Maríu konu hans, sem hvíla í graf­hýsi í Krá­ká-­borg, grafin upp til rann­sókn­ar. Rík­is­sak­sókn­ari segir að ekki sé hægt að treysta rúss­nesku krufn­inga­skýrsl­unum og tryggja verði að rétt fólk hvíli í graf­hýs­inu. Áverkar lík­anna verða einnig rann­sak­aðir sem gætu varpað betra ljósi á slysið að sögn sak­sókn­ara. For­seta­hjónin eru ekki þau einu sem verður hróflað við. Stefnan er að grafa upp og rann­saka öll líkin úr slys­inu á næsta ári. Þessar aðgerðir eru þó í mik­illi and­stöðu við vilja flestra aðstand­enda fórn­ar­lambanna. Alls hafa 17 fjöl­skyldur komið fram og biðlað til bæði yfir­valda og kirkj­unnar að stöðva aðgerð­irn­ar.

Ein ekkja seg­ist vera í ang­ist yfir því að ætl­unin sé að grafa upp lík manns hennar til að reyna að sanna árás sem hún trúir ekki að hafi átt sér stað. And­staðan virð­ist þó ekki skipta yfir­völd neinu máli því að þau hafa gefið það út að rann­sókn­ar­hags­munir trompi rétt aðstand­enda. Óvin­sældir aðgerð­anna og lítil til­trú almenn­ings á að Pútín og Tusk (sem eru and­stæðir pólar í stjórn­mál­um) hafi í sam­ein­ingu grandað flug­vél­inni eru þó visst vanda­mál hinnar nýju stjórn­ar. Til að reyna að fá fólk á sitt band var hrundið af stað gerð leik­innar kvik­myndar um slysið, þar sem taumur sam­sær­is­kenn­ing­ar­manna er dreg­inn. Myndin Smo­lensk var frum­sýnd í Pól­landi þann 9. sept­em­ber en fékk væg­ast sagt dræmar und­ir­tektir þar sem áróð­ur­inn var ein­fald­lega of aug­ljós. Ljóst er þó að ef aðgerð­irnar hafa til­ætl­aðan árangur og almenn­ingur fer að trúa á sam­sær­is­kenn­ing­arnar þá er til mik­ils að vinna fyrir stjórn­ar­flokk­inn. Að spyrða höf­uð­and­stæð­inga sína í lands­mál­unum saman við Rússa, sem aldrei hafa verið vin­sælir í Pól­landi, og gera um leið annan stofn­anda flokks­ins að písl­ar­vætti ætti að vera snilld­ar­legur póli­tískur leik­ur. Hvort þeir sjálfir trúi kenn­ing­unni gildir þá einu. Á tímum þar sem stað­reynd­irnar skipta alltaf minna og minna máli ætti að vera hægt, með dugn­aði og frekju, að fá þjóð­ina til að trúa.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None