Var flugvél pólska forsetans grandað?

Flugslys skók pólsk stjórnmál árið 2010. Nú, sex árum síðar, er það aftur komið á dagskrá. Stjórnvöld telja mögulegt að atburðurinn hafi ekki verið slys heldur skipulagður glæpur.

Pólland
Auglýsing

Heims­byggð­inni brá í brún þegar far­þega­þota sem inni­hélt for­seta Pól­lands og fjöl­marga hátt­setta emb­ætt­is­menn fórst í Rúss­landi árið 2010. Maður myndi halda að slíkur harm­leikur myndi þjappa þjóð­inni saman og að dag­legt stjórn­mála­þras myndi víkja fyrir sam­stöðu. En fljót­lega fóru kvittir á kreik um ekki væri allt með felldu varð­andi til­drög slyss­ins. Þessar grun­semdir og óánægja hefur kraumað undir niðri allar götur síðan og nú er málið komið á dag­skrá á nýjan leik.

Slysið

Þann 10. apríl árið 2010 fórst far­þega­þota nálægt borg­inni Smo­lensk í vest­ur­hluta Rúss­lands, nálægt hvít-rúss­nesku landa­mær­un­um. Vélin var önnur af rík­is­þotum Pól­lands, rúss­nesk af gerð­inni Tupo­lev Tu-154. Hún inni­hélt Lech Kaczynski, for­seta Pól­lands, konu hans Mariu Kaczynsku og fjöl­marga af helstu emb­ætt­is­mönnum lands­ins. Alls inni­hélt vélin 96 manns, 89 far­þega og 7 áhafn­ar­með­limi, og lét­ust allir sem voru um borð. Far­þeg­arnir voru á leið á minn­ing­ar­at­höfn fyrir fórn­ar­lömb fjöldamorðs­ins í Katyn skógi (ná­lægt Smo­lensk) í boði rúss­neskra yfir­valda. 

Fjöldamorðin áttu sér stað 70 árum áður, snemma í seinni heim­styrj­öld­inni, þar sem Sov­ét­menn tóku rúm­lega 20.000 Pól­verja af lífi. Flest fórn­ar­lömbin voru yfir­menn í hernum og emb­ætt­is­menn. Atburð­ur­inn ristir enn djúpt í þjóð­ar­sál Pól­verja og því ætl­uðu flestir toppar kerf­is­ins að vera við­stadd­ir. Auk for­seta­hjón­anna voru 18 þing­menn, seðla­banka­stjór­inn, æðstu menn kaþ­ólsku kirkj­unnar og rétt­trún­að­ar­kirkj­unn­ar, allir hæst settu hers­höfð­in­gj­arnir og fleiri í vél­inni. Eng­inn ráð­herra var með í för en for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Don­ald Tusk, hafði verið við­staddur minn­ing­ar­at­höfn í skóg­inum þremur dögum áður ásamt Vla­dimir Pútín for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands

Auglýsing

Flug­ferðin frá Var­sjá til Smo­lensk tók u.þ.b. 80 mín­útur og vélin átti að lenda á litlum flug­velli norðan við borg­ina sem hafði aðal­lega verið not­aður fyrir her­þot­ur. En þegar hún nálg­að­ist var aug­ljóst að aðstæður til lend­ingar yrðu erf­iðar vegna mik­illar þoku. Flug­menn nokk­urra ann­arra véla höfðu hætt við lend­ingu á vell­inum og lent ann­ars stað­ar. Flug­um­ferð­ar­stjór­arnir voru full­kom­lega með­vit­aðir um ástandið og beindu því pólsku vél­inni í burt frá vell­in­um. Það væri ein­fald­lega ekki óhætt að lenda. Flug­stjór­inn móað­ist þó við og bað um að fá að gera svo­kallað „prufu-að­flug“ og tók þar með sjálfur meiri ábyrgð á lend­ing­unni. Hann fékk leyfi frá flug­turn­inum en þegar vélin nálg­að­ist var hún í alltof lít­illi hæð og annar væng­ur­inn skall í trjám. Við það steypt­ist vélin og grand­að­ist alger­lega. Talið er að allir um borð hafi lát­ist sam­stund­is.

Rann­sóknin

Þar sem flug­vélin fórst í Rúss­landi var það í höndum þar­lendra yfir­valda að rann­saka slys­ið. En vegna aðstæðna kröfð­ust Pól­verjar þess að senda eigið fólk á stað­inn og fram­kvæma eigin rann­sókn. Rússar sögð­ust ætla að halda þeim inn í mál­un­um. Dmi­try Med­vedev for­seti Rúss­lands brást mjög fljótt við og skip­aði rann­sókn­ar­nefnd aðeins örfáum klukku­stundum eftir slys­ið. Með yfir­um­sjón nefnd­ar­innar fór for­sæt­is­ráð­herr­ann Pútín. 

Aðkoman að slys­inu var væg­ast sagt fer­leg. Vélin hafði rifnað í sundur og lík far­þeg­anna dreifst um nokkuð stórt svæði. Sum líkin fund­ust í bútum eða jafn­vel aðeins lík­ams­leifar og erfitt reynd­ist að greina fólk í sund­ur. Við rann­sókn­irnar fund­ust engar véla­bil­an­ir. Tupo­lev vélin var reyndar komin nokkuð til ára sinna, fram­leidd árið 1990, en hún hafði verið yfir­farin ári fyrir slys­ið. Ekki var annað séð en að hún væri í tipp-topp formi og orsökin hlaut því að liggja í mann­lega þætt­in­um. Talið er að mik­ill þrýst­ingur hafi verið á flug­menn vél­ar­innar að lenda á þessum til­tekna flug­velli á réttum tíma. For­set­inn Kaczynski hafði áður brugð­ist illa við breyt­ingu á flugi og flug­menn­irnir vænt­an­lega minnugir þess. 

Eftir þá reynslu gætu flug­menn­irnir bein­línis hafa verið hræddir við for­set­ann og ekki þorað að fara á annan völl. Annað sem gæti hafa haft áhrif á stjórn vél­ar­innar er álag á flug­stjór­ann. Smo­lensk flug­völlur er lít­ill flug­völlur sem hefur ekki rétt­indi á alþjóða vísu og því ekki gerð skylda um að flug­um­ferð­ar­stjórar tali ensku. Öll stjórnin fer því fram á rúss­nesku. Flug­stjóri Tupolov vél­ar­innar var sá eini í áhöfn­inni sem tal­aði rúss­nesku og því þurfti hann bæði að sjá um flugið og sam­skiptin við flug­turn­inn sem venju­lega er í höndum aðstoð­ar­flug­stjóra. Rússar birtu skýrslu um slysið þann 12. jan­úar árið 2011. 

Þar var ábyrgð­inni alfarið varpað á flug­menn vél­ar­inn­ar. Að þeir hefðu hunsað ítrek­aðar aðvar­anir flug­turns­ins og stefnt flug­vél­inni í hættu vegna mjög erf­iðra veð­ur­skil­yrða. Pólska rann­sókn­arteymið tók að mestu undir nið­ur­stöður þess rúss­neska en undan skildi þó ekki ábyrgð flug­um­ferð­ar­stjór­anna alfar­ið. Þeir töldu að vissar upp­lýs­ingar sem flug­menn­irnir fengu upp­gefnar hafi ekki verið full­nægj­andi eða rétt­ar. Rann­sak­endur gagn­rýndu einnig þjálfun flug­mann­ana. Flug­menn­irnir og flugið var á vegum pólska flug­hers­ins og því var þrýst á yfir­menn þar að segja af sér sem þeir og gerðu.

Tveir turnar

Tví­burarnir Lech og Jaros­law Kaczynski, fæddir árið 1949, stofn­uðu stjórn­mála­flokk­inn Lög og rétt­læti (Prawo i Sprawied­liwosc) árið 2001 úr brotum tveggja ann­arra hægri­flokka. Flokk­ur­inn er íhalds­sam­ur, hálf­pópúl­ískur og byggir á þjóð­legum gildum og sterku sam­bandi við kirkj­una. Styrkur hans er aðal­lega bund­inn við eldra fólk í dreif­býli, þá sér­stak­lega í suður og aust­ur­hluta lands­ins. Helsti keppi­nautur flokks­ins er Borg­ara­legi vett­vang­ur­inn (Plat­forma Obywa­telska), einnig stofn­aður árið 2001, sem er frjáls­lynd­ari hægri­flokkur sem á mestan stuðn­ing meðal hámennt­aðs fólks í borg­um, þá sér­stak­lega í vestur og norð­ur­hluta lands­ins. 

Báðir þessir flokkar komust á kortið í þing­kosn­ing­unum árið 2001 en þeir urðu leið­andi í pólskum stjórn­málum í næstu kosn­ing­um, árið 2005, þegar stærsti flokkur lands­ins Lýð­ræð­is­lega vinstri­banda­lagið hrundi. Síðan þá hafa flokk­arnir tveir haft yfir­burða­stöðu á þing­inu en Vinstri­banda­lagið hefur nú þurrkast út. Í dag er sú staða komin upp að eng­inn vinstri­flokkur á þing­mann á pólska þing­inu. En auk turn­anna tveggja eru nokkrir smáir miðju-og hægri­flokkar til stað­ar. Í Pól­landi er stjórn­skip­unin svipuð og hér á Íslandi, þ.e. með for­sæt­is­ráð­herra sem fer fyrir rík­is­stjórn og for­seta sem er þjóð­höfð­ingi. Mun­ur­inn er hins vegar sá að stjórn­mála­flokk­arnir bjóða fram til for­seta og er hann mun póli­tísk­ari en sá íslenski. Haustið 2005 voru þing­kosn­ingar og for­seta­kosn­ingar með örfárra daga milli­bili. Lech Kaczynski var kjör­inn for­seti lands­ins og Lög og rétt­læti sigr­aði þing­kosn­ing­arn­ar. Tæpu ári seinna tók Jaros­law Kaczynski við for­sæt­is­ráð­herra­stólnum og þar með sátu tví­burarnir í tveim æðstu emb­ættum lands­ins. En bræð­urnir sátu ekki lengi einir að völd­um. Sum­arið 2007 slitn­aði rík­is­stjórn Jaros­laws og boðað var til þing­kosn­inga þar sem Borg­ara­legur vett­vangur vann stór­sig­ur. Leið­togi þeirra, Don­ald Tusk, mynd­aði þá rík­is­stjórn sem sat til árs­ins 2015.

Sam­særi

Skömmu eftir slysið fóru að heyr­ast raddir sem töl­uðu um eða ýjuðu að því að sam­særi hefði átt sér stað gegn for­set­an­um. Radd­irnar heyrð­ust aðal­lega frá for­svars­mönnum og stuðn­ings­mönnum Laga og rétt­lætis og beindust bæði að rúss­neskum stjórn­völdum og rík­is­stjórnar Borg­ara­legs vett­vangs undir for­sæti Don­alds Tusk. Þar sem Pól­verjar hafa engan vara­for­seta þurfti að boða til for­seta­kosn­inga strax og Jaros­law bauð sig fram fyrir Lög og rétt­læti. Hann fékk mikla samúð vegna frá­falls bróður síns en tap­aði þó naum­lega fyrir Bron­islaw Komorowski, fram­bjóð­anda Borg­ara­legs vett­vangs.

Þar með voru íhalds­menn komnir í and­stöðu á báðum stigum stjórn­kerf­is­ins sem orsak­aði það að sam­sær­is­kenn­ing­arnar mögn­uð­ust. Í júlí­mán­uði 2010 tóku nokkrir þing­menn sig sam­an, aðal­lega frá Lögum og rétt­læti, og stofn­uðu sér­staka þing­nefnd til að rann­saka slys­ið. Flokk­ur­inn ákvað einnig að afneita alger­lega opin­berum skýrslum frá rúss­neskum og pólskum yfir­völdum og líta í stað­inn til nið­ur­stöðu þing­manna­nefnd­ar­innar sem leidd var af þeirra manni, Ant­oni Maci­er­ewicz. Nefnd­ar­menn gagn­rýndu ýmis­legt í rann­sókn­un­um, sér­stak­lega upp­lýs­inga­gjöf rúss­neskra stjórn­valda. Ekki hafi feng­ist full­nægj­andi upp­lýs­ingar frá flug­vell­inum í Smo­lensk og yfir­völd ekki viljað afhenda Pól­verjum brak vél­ar­innar eða svarta kass­ann. Þá hefur nefndin staðið að árlegri ráð­stefnu um slysið þar sem ýmsir verk­fræð­ingar og aðrir fræði­menn, bæði inn­lendir og erlend­ir, koma sam­an. Þó ein­ungis þeir fræði­menn sem deila þeirri skoðun um að pottur hafi verið brot­inn í rann­sókn­inni. Í mars­mán­uði árið 2015 birti þing­manna­nefndin svo skýrslu þar sem full­yrt var að tvær ótengdar spreng­ingar hafi átt sér stað í vél­inni rétt áður en hún hrap­aði. Með skýrsl­unni er í raun sagt að for­set­inn hafi verið myrtur og einnig allt fylgd­ar­lið hans og áhöfn­in. Ekki er sagt beinum orðum hver myrti hann en nefndin hefur ýjað að því að Rússar með stuðn­ingi og/eða vel­vild rík­is­stjórnar Don­ald Tusk beri ábyrgð. Í því ljósi er ásök­unin ekki ein­ungis um morð, heldur stríðs­að­gerð af hálfu Rússa og land­ráð af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.



Kúvend­ing

Árið 2015 urðu mikil vatna­skil í pólskum stjórn­mál­um. Um vorið sigr­aði Andrzej Duda, fram­bjóð­andi Laga og rétt­lætis, Komorowski í for­seta­kosn­ing­um. Um haustið vann flokk­ur­inn svo stór­sigur og varð fyrsti flokk­ur­inn til að ná hreinum meiri­hluta á pólska þing­inu síðan járn­tjaldið féll. Sam­sær­is­kenn­ingar um flug­slysið 2010 geta þó ekki talist meðal helstu ástæðna fyrir sigrinum því að ein­ungis um fjórð­ungur lands­manna leggur trúnað á þær.

Engu að síður hafa for­svars­menn flokks­ins haldið þeim til streitu, t.a.m. núver­andi for­seti sem hefur full­yrt að rann­sókn­ar­skýrslur rík­is­stjórna Pútíns og Tusks séu ein­ungis kenn­ingar og að mál­inu sé alls ekki lok­ið. Eitt af fyrstu verkum hinar nýju rík­is­stjórnar for­sæt­is­ráð­herr­ans Beötu Szydlo var að taka niður opin­bera heima­síðu sem útskýrði slysið og aðdrag­anda þess. Til að bæta olíu á eld­inn var Ant­oni Maci­er­ewicz, sem leiddi þing­manna­nefnd­ina um slysið, gerður að varn­ar­mála­ráð­herra. Hin nýja stjórn er strax farin að hnýta í þá sem hún telur bera ábyrgð á slys­inu. Rússum hefur verið hótað lög­sókn fyrir að afhenda Pól­verjum ekki flak vél­ar­innar og önnur sönn­un­ar­gögn í mál­inu og Don­ald Tusk hefur verið vændur opin­ber­lega um að hafa ekki staðið nægi­lega vel að rann­sókn­inni fyrir hönd Pól­lands. Tusk sjálfur hefur dregið sig út úr lands­mál­unum og síðan 2014 hefur hann setið sem for­seti Evr­ópu­ráðs­ins í boði Pól­verja.  Óvíst er hvort hann haldi stöðu sinni þar eftir að hin nýja stjórn komst til valda. Aðstoð­ar­menn hans hafa þó verið opin­ber­lega ákærðir fyrir van­rækslu í rann­sókn­inn­i. 

Hróflað við hinum dauðu

Nú hefur Maci­er­ewicz hrundið af stað annarri form­legri rann­sókn á slys­inu. Í nóv­em­ber­byrjun árið 2016 voru lík Lech Kaczynski og Maríu konu hans, sem hvíla í graf­hýsi í Krá­ká-­borg, grafin upp til rann­sókn­ar. Rík­is­sak­sókn­ari segir að ekki sé hægt að treysta rúss­nesku krufn­inga­skýrsl­unum og tryggja verði að rétt fólk hvíli í graf­hýs­inu. Áverkar lík­anna verða einnig rann­sak­aðir sem gætu varpað betra ljósi á slysið að sögn sak­sókn­ara. For­seta­hjónin eru ekki þau einu sem verður hróflað við. Stefnan er að grafa upp og rann­saka öll líkin úr slys­inu á næsta ári. Þessar aðgerðir eru þó í mik­illi and­stöðu við vilja flestra aðstand­enda fórn­ar­lambanna. Alls hafa 17 fjöl­skyldur komið fram og biðlað til bæði yfir­valda og kirkj­unnar að stöðva aðgerð­irn­ar.

Ein ekkja seg­ist vera í ang­ist yfir því að ætl­unin sé að grafa upp lík manns hennar til að reyna að sanna árás sem hún trúir ekki að hafi átt sér stað. And­staðan virð­ist þó ekki skipta yfir­völd neinu máli því að þau hafa gefið það út að rann­sókn­ar­hags­munir trompi rétt aðstand­enda. Óvin­sældir aðgerð­anna og lítil til­trú almenn­ings á að Pútín og Tusk (sem eru and­stæðir pólar í stjórn­mál­um) hafi í sam­ein­ingu grandað flug­vél­inni eru þó visst vanda­mál hinnar nýju stjórn­ar. Til að reyna að fá fólk á sitt band var hrundið af stað gerð leik­innar kvik­myndar um slysið, þar sem taumur sam­sær­is­kenn­ing­ar­manna er dreg­inn. Myndin Smo­lensk var frum­sýnd í Pól­landi þann 9. sept­em­ber en fékk væg­ast sagt dræmar und­ir­tektir þar sem áróð­ur­inn var ein­fald­lega of aug­ljós. Ljóst er þó að ef aðgerð­irnar hafa til­ætl­aðan árangur og almenn­ingur fer að trúa á sam­sær­is­kenn­ing­arnar þá er til mik­ils að vinna fyrir stjórn­ar­flokk­inn. Að spyrða höf­uð­and­stæð­inga sína í lands­mál­unum saman við Rússa, sem aldrei hafa verið vin­sælir í Pól­landi, og gera um leið annan stofn­anda flokks­ins að písl­ar­vætti ætti að vera snilld­ar­legur póli­tískur leik­ur. Hvort þeir sjálfir trúi kenn­ing­unni gildir þá einu. Á tímum þar sem stað­reynd­irnar skipta alltaf minna og minna máli ætti að vera hægt, með dugn­aði og frekju, að fá þjóð­ina til að trúa.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None