Fyrstu úrsagnir úr Alþjóða sakamáladómstólnum í Haag

Rússland hefur ákveðið að hætta að styðja Alþjóða sakamáladómstólinn í Haag. Áður höfðu Suður-Afríka, Gambía og Búrúndi gert slíkt hið sama á þessu ári. Er að fjara undan tilverugrundvelli dómstólsins?

Stríðsglæpadómstóllinn í Haag
Auglýsing

Stjórnvöld í Rússlandi hafa ákveðið að draga til baka stuðning sinn við Alþjóða sakamáladómstólinn í Haag (e. International Criminal Court (ICC)) eftir að dómstóllinn birti skýrslu í vikunni sem gagnrýnir meinta stríðsglæpi Rússa í kjölfar innrásarinnar á Krímskaga í byrjun árs 2014. Rússland bætist í hóp þriggja Afríkuríkja; Suður-Afríka, Gambía og Búrúndí, sem hafa tilkynnt úrsögn sína úr dómstólnum á þessu ári.


Skýrslan umrædda sem birtist í vikunni skilgreinir átökin á Krímskaga í kjölfar innrás Rússlands í byrjun árs 2014 sem vopnuð átök á milli tveggja ríkja, Rússlands og Úkraínu. Yfir níu þúsund manns hafa látið lífið í átökunum enn sem komið er og dregur skýrslan upp mynd af fjölmörgum meintum stríðsglæpum af hendi Rússa sem hafa átt sér stað frá upphafi átakanna, þar á meðal atvikið árið 2014 þegar farþegaflugvél Malaysia Airlines var skotin niður með rússnesku flugskeyti í austurhluta Úkraínu með 298 farþega um borð.

Auglýsing


Rússnesk yfirvöld hafa tjáð að þeim þykir skýrslan vera „mótsögn við raunveruleikann“ og hafa bent á þjóðaratkvæðagreiðslu sem framkvæmd var af rússneskum yfirvöldum á Krímskaga árið 2014 eftir innrás sína sem sönnun þess að yfirtaka þeirra á landsvæðinu hafi verð lögum samkvæmt. Samkvæmt þjóðaratkvæðagreiðslunni studdu 97% kjósenda innlimun Krímskaga í Rússland en hún hefur ekki verið samþykkt af flestöllum ríkjum í heimi og harðlega gagnrýnd af alþjóðastofnunum. 


Það ber að nefna að þótt að Rússland hafi undirritað sáttmálann árið 2000 skömmu eftir að honum hafði verið teflt fram þá hafi landið aldrei fullgilt hann. Staða Rússlands gagnvart sáttmálanum er því sú sama og staða Bandaríkjanna sem drógu undirskrift sína til baka í forsetatíð George WBush árið 2002. Úkraína hefur undirritað sáttmálann en aldrei fullgilt hann. Eftir því sem Rússland hefur aldrei fullgilt sáttmálann eru afleiðingarnar að mestu leyti táknrænar, en það sama er ekki uppi á teningnum hjá hinum ríkjunum sem hafa gengið úr dómstólnum í ár.


Óhreint mjöl í pokanum


Þann 21. október síðastliðinn tilkynnti ríkisstjórn Suður-Afríku að landið hygðist ganga úr dómstólnum. Búrúndí og Gambía hafa gert hið sama á þessu ári og var hið fyrrnefnda fyrsta aðildarlandið í sögunni til að sækjast eftir því að ganga úr dómstólnum. Þá hefur umræða átt sér stað í Keníu um hvort landið eigi að ganga úr dómstólnum og hefur málið verið tekið fyrir í Afríkusambandinu.


Kringumstæður úrsagnanna gefa þó til kynna að þjóðhöfðingjar landanna þriggja hafa umfangsmikilla eiginhagsmuna að gæta í tengslum við ákvörðunina. Þingið í Búrúndí samþykkti tillögu þann 12. október um að draga aðild sína að dómstólnum til baka sama dag og Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) tilkynntu að hefja ætti rannsókn á meintum skipulögðum mannréttindabrotum af hálfu stjórnvalda í landinu. Aðgerðir stjórnvalda hafa beinst gegn mótmælahreyfingu sem byrjaði vorið 2015 eftir að forseti landsins, Pierre Nkurunziza, tilkynnti að hann myndi sækjast eftir öðru endurkjöri en það myndi brjóta í bága við stjórnarskrá landsins sem bannar forseta að sitja lengur en tvö kjörtímabil. Nkurunziza, sem innleiddi bann við að skokka vorið 2014 af ótta við að uppreisnarmenn skokkuðu til að skipuleggja sig, tilkynnti að rannsókn SÞ væri hluti af samsæri gegn Búrúndí en sem leiðtogi landsins yrði hann ábyrgur fyrir dómstólnum ef rannsóknin sýndi fram á það sem grunað er að hafi átt sér stað; glæpir gegn mannkyninu og hugsanlegt þjóðarmorð.


Togstreita á milli yfirvalda Suður-Afríku og dómstólsins hafa kraumað í langan tíma en úrsögn landsins þann 20. október á rætur sínar að rekja til gagnrýni dómstólsins við yfirvöld fyrir að handtaka ekki forseta Súdan, Omar Hassan al-Bashir, á meðan hann var í Suður-Afríku í opinberri heimsókn í fyrra. Al-Bashir hefur yfir sér handtökuskipun frá dómstólnum fyrir stríðsglæpi, glæpum gegn mannúð, og þjóðarmorði í tengslum við hin langvarandi átök í Darfúr-héraði í Súdan en samkvæmt sáttmála dómstólsins er aðildarlöndum skylt að handtaka slíka einstaklinga. 


Dómstóllinn hefur legið undir ámæli fyrir að ákæra ekki Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í kjölfar birtingu Chilcot-skýrslunnar fyrr á þessu ári sem varpaði ljósi á mannréttindabrot framkvæmd af breskum hermönnum í stríðinu í Írak á fyrsta áratug þessarar aldar.Nokkrum dögum eftir úrsögn Suður-Afríku bættist Gambía í hópinn. Yfirvöld í Gambíu ásökuðu dómstólinn fyrir hlutdrægni og rasísma og sögðu að „þessi aðgerð [að ganga úr dómstólnum] er réttlæt af þeirri staðreynd að ICC, þrátt fyrir að vera kallaður International Criminal Court, er í raun International Caucasian Court og er til að ofsækja og niðurlægja litað fólk, sérstaklega Afríkubúa.“ Forseti Gambíu, Yahya Jammeh, hefur verið við völd frá árinu 1994 þegar hann sem ungur hershöfðingi leiddi vellukkað valdarán sem steypti Dawda Jawara, fyrsta forseta Gambíu eftir sjálfstæði árið 1970. Jammeh hefur verið ásakaður um ítrekuð mannréttindabrot á blaðamönnum, mannréttindaverjendum, pólitískum andstæðingum, og hinsegin fólki. 


Bjögun og síðlendustefna?


Þrátt fyrir að þau lönd sem hafa tilkynnt úrsögn sína úr dómstólnum eigi það sameiginlegt að koma að málum eða rannsóknum dómstólsins með einum eða öðrum hætti er ekki þar með sagt að hluti af þeirra gagnrýni sem dómstóllinn hefur sætt eigi ekki rétt á sér. Leiðtogar margra Afríkuríkja hafa gagnrýnt dómstólinn harðlega vegna tilhneigðar hans til að bara taka fyrir mál frá Afríkuríkjum; níu af tíu málum sem dómstóllinn hefur tekið fyrir hingað til snúast um meinta glæpi sem hafa átt sér stað í Afríku, og allir þeir 39 einstaklingar sem hafa verið ákærðir af dómstólnum eru frá Afríkulöndum. Dómstóllinn hefur verið umtalaður sem verkfæri síðlendustefnu (e. neo-colonialism) Vesturlanda og út frá ofannefndri tölfræði mætti halda að stríðsglæpir væru að mestu afrískt fyrirbrigði.


Þó eru góðar ástæður fyrir því að afrísk ríki fái mikla athygli frá dómstólnum; átök í álfunni eru tíð og þar að auki eru fjölmörg dæmi um mannréttindabrot sem er hægt að tengja beint við hátt setta embættismenn, þjóðhöfðingja og skæruliðaleiðtoga. Áhersla dómstólsins hefur verið að reyna að sækja til saka einstaklinga af þessu tagi og þannig veita fórnarlömbum málsvörn á hæstu stigum ábyrgðarkeðjunnar. Þá hefur einnig reynst erfitt að hefja og framkvæma rannsóknir á átakasvæðum annars staðar í heiminum á borð við Afganistan, Kólumbíu og Palestínu.


Ljóst er að dómstóllinn á í miklum vanda með það hvernig hann er skynjaður og hefur honum ekki tekist á kljást við spurninguna af hverju einblínt er á afrísk lönd á meðan leiðtogar margra annarra valdamikilla landa virðast geta aðhafst án þess að þurfa að hræðast refsingu. Til dæmis kynnti dómstóllinn undir þessa andúð þegar ákveðið var að ekki ákæra Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í kjölfar birtingu Chilcot-skýrslunnar fyrr á þessu ári sem varpaði ljósi á mannréttindabrot framkvæmd af breskum hermönnum í stríðinu í Írak á fyrsta áratug þessarar aldar. Hlutverk dómstólsins sem réttarleið til að takast á við alvarlegustu mannréttindabrot um heim allan á undir högg að sækja og er ljóst að hann verður að snúa við blaðinu á næstu árum til að öðlast þá alþjóðlegu viðurkennd sem hann þarf til að geta starfað. Eins og allar alþjóðastofnanir er dómstóllinn þó ekki skilvirkari en samstarf aðildarríkja leyfir og ekki bætir fjarvist Bandaríkjanna vægi hans – ólíklegt virðist að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna mun gera neitt til bæta þá stöðu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None