Fyrstu úrsagnir úr Alþjóða sakamáladómstólnum í Haag

Rússland hefur ákveðið að hætta að styðja Alþjóða sakamáladómstólinn í Haag. Áður höfðu Suður-Afríka, Gambía og Búrúndi gert slíkt hið sama á þessu ári. Er að fjara undan tilverugrundvelli dómstólsins?

Stríðsglæpadómstóllinn í Haag
Auglýsing

Stjórn­völd í Rúss­landi hafa ákveðið að draga til baka stuðn­ing sinn við Alþjóða saka­mála­dóm­stól­inn í Haag (e. International Crim­inal Court (ICC)) eftir að dóm­stóll­inn birti skýrslu í vik­unni sem gagn­rýnir meinta stríðs­glæpi Rússa í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar á Krím­skaga í byrjun árs 2014. Rúss­land bæt­ist í hóp þriggja Afr­íku­ríkja; Suð­ur­-Afr­íka, Gambía og Búrúndí, sem hafa til­kynnt úrsögn sína úr dóm­stólnum á þessu ári.Skýrslan umrædda sem birtist í vik­unni skil­greinir átökin á Krím­skaga í kjöl­far inn­rás Rúss­lands í byrjun árs 2014 sem vopnuð átök á milli tveggja ríkja, Rúss­lands og Úkra­ínu. Yfir níu þús­und manns hafa látið lífið í átök­unum enn sem komið er og dregur skýrslan upp mynd af fjöl­mörgum meintum stríðs­glæpum af hendi Rússa sem hafa átt sér stað frá upp­hafi átak­anna, þar á meðal atvikið árið 2014 þegar far­þega­flug­vél Mala­ysia Air­lines var skotin niður með rúss­nesku flug­skeyti í aust­ur­hluta Úkra­ínu með 298 far­þega um borð.

AuglýsingRúss­nesk yfir­völd hafa tjáð að þeim þykir skýrslan vera „mót­sögn við raun­veru­leik­ann“ og hafa bent á þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem fram­kvæmd var af rúss­neskum yfir­völdum á Krím­skaga árið 2014 eftir inn­rás sína sem sönnun þess að yfir­taka þeirra á land­svæð­inu hafi verð lögum sam­kvæmt. Sam­kvæmt þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni studdu 97% kjós­enda inn­limun Krím­skaga í Rúss­land en hún hefur ekki verið sam­þykkt af flest­öllum ríkjum í heimi og harð­lega gagn­rýnd af alþjóða­stofn­un­um. Það ber að nefna að þótt að Rúss­land hafi und­ir­ritað sátt­mál­ann árið 2000 skömmu eftir að honum hafði verið teflt fram þá hafi landið aldrei full­gilt hann. Staða Rúss­lands gagn­vart sátt­mál­anum er því sú sama og staða Banda­ríkj­anna sem drógu und­ir­skrift sína til baka í for­seta­tíð George WBush árið 2002. Úkra­ína hefur und­ir­ritað sátt­mál­ann en aldrei full­gilt hann. Eftir því sem Rúss­land hefur aldrei full­gilt sátt­mál­ann eru afleið­ing­arnar að mestu leyti tákn­ræn­ar, en það sama er ekki uppi á ten­ingnum hjá hinum ríkj­unum sem hafa gengið úr dóm­stólnum í ár.Óhreint mjöl í pok­anumÞann 21. októ­ber síð­ast­lið­inn til­kynnti rík­is­stjórn Suð­ur­-Afr­íku að land­ið hygð­ist ­ganga úr dóm­stóln­um. Búrúndí og Gambía hafa gert hið sama á þessu ári og var hið fyrr­nefnda fyrsta aðild­ar­landið í sög­unni til að sækj­ast eftir því að ganga úr dóm­stóln­um. Þá hef­ur umræða átt sér stað í Keníu um hvort landið eigi að ganga úr dóm­stólnum og hefur málið verið tekið fyrir í Afr­íku­sam­band­inu.Kring­um­stæður úrsagn­anna gefa þó til kynna að þjóð­höfð­ingjar land­anna þriggja hafa umfangs­mik­illa eig­in­hags­muna að gæta í tengslum við ákvörð­un­ina. Þingið í Búrúndí sam­þykkti til­lögu þann 12. októ­ber um að draga aðild sína að dóm­stólnum til baka sama dag og Sam­ein­uðu þjóð­irnar (SÞ) til­kynntu að hefja ætti rann­sókn á meintum skipu­lögðum mann­rétt­inda­brotum af hálfu stjórn­valda í land­inu. Aðgerðir stjórn­valda hafa beinst gegn mót­mæla­hreyf­ingu sem byrj­aði vorið 2015 eftir að for­seti lands­ins, Pierre Nkur­unziza, til­kynnti að hann myndi sækj­ast eftir öðru end­ur­kjöri en það myndi brjóta í bága við stjórn­ar­skrá lands­ins sem bannar for­seta að sitja lengur en tvö kjör­tíma­bil. Nkur­unziza, sem inn­leiddi bann við að skokka vorið 2014 af ótta við að upp­reisn­ar­menn skokk­uðu til að skipu­leggja sig, til­kynnti að rann­sókn SÞ væri hluti af sam­særi gegn ­Búrúndí en sem leið­togi lands­ins yrði hann ábyrgur fyrir dóm­stólnum ef rann­sóknin sýndi fram á það sem grunað er að hafi átt sér stað; glæpir gegn mann­kyn­inu og hugs­an­legt þjóð­ar­morð.Tog­streita á milli yfir­valda Suð­ur­-Afr­íku og dóm­stóls­ins hafa kraumað í langan tíma en úrsögn lands­ins þann 20. októ­ber á rætur sínar að rekja til gagn­rýni dóm­stóls­ins við yfir­völd fyrir að hand­taka ekki for­seta Súd­an, Omar Hassan al-Bas­hir, á meðan hann var í Suð­ur­-Afr­íku í opin­berri heim­sókn í fyrra. Al-Bas­hir hefur yfir sér hand­töku­skipun frá dóm­stólnum fyrir stríðs­glæpi, glæpum gegn mann­úð, og þjóð­ar­morði í tengslum við hin langvar­andi átök í Dar­fúr-hér­aði í Súdan en sam­kvæmt sátt­mála dóm­stóls­ins er aðild­ar­löndum skylt að hand­taka slíka ein­stak­linga. Dómstóllinn hefur legið undir ámæli fyrir að ákæra ekki Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í kjölfar birtingu Chilcot-skýrslunnar fyrr á þessu ári sem varpaði ljósi á mannréttindabrot framkvæmd af breskum hermönnum í stríðinu í Írak á fyrsta áratug þessarar aldar.Nokkrum dögum eftir úrsögn Suð­ur­-Afr­íku bætt­ist Gambía í hóp­inn. Yfir­völd í Gamb­íu ásök­uðu dóm­stól­inn fyrir hlut­drægni og rasísma og sögðu að „þessi aðgerð [að ganga úr dóm­stóln­um] er rétt­læt af þeirri stað­reynd að ICC, þrátt fyrir að vera kall­að­ur International Crim­inal Court, er í raun International Caucasian Court og er til að ofsækja og nið­ur­lægja litað fólk, sér­stak­lega Afr­íku­bú­a.“ For­seti Gamb­íu, Yahya Jammeh, hefur verið við völd frá árinu 1994 þegar hann sem ungur hers­höfð­ingi leiddi vellukkað valda­rán sem steypti Dawda Jawara, fyrsta for­seta Gambíu eftir sjálf­stæði árið 1970. Jammeh hefur verið ásak­aður um ítrekuð mann­rétt­inda­brot á blaða­mönn­um, mann­rétt­inda­verj­end­um, póli­tískum and­stæð­ing­um, og hinsegin fólki. Bjögun og síð­lendu­stefna?Þrátt fyrir að þau lönd sem hafa til­kynnt úrsögn sína úr dóm­stólnum eigi það sam­eig­in­legt að koma að málum eða rann­sóknum dóm­stóls­ins með einum eða öðrum hætti er ekki þar með sagt að hluti af þeirra gagn­rýni sem dóm­stóll­inn hefur sætt eigi ekki rétt á sér. Leið­togar margra Afr­íku­ríkja hafa gagn­rýnt dóm­stól­inn harð­lega vegna til­hneigðar hans til að bara taka fyrir mál frá Afr­íku­ríkj­um; níu af tíu málum sem dóm­stóll­inn hefur tekið fyrir hingað til snú­ast um meinta glæpi sem hafa átt sér stað í Afr­íku, og allir þeir 39 ein­stak­lingar sem hafa verið ákærðir af dóm­stólnum eru frá Afr­íku­lönd­um. Dóm­stóll­inn hefur verið umtal­aður sem verk­færi síð­lendu­stefnu (e. neo-colon­i­al­ism) Vest­ur­landa og út frá­ of­an­nefndri töl­fræði mætti halda að stríðs­glæpir væru að mestu afrískt fyr­ir­brigði.Þó eru góðar ástæður fyrir því að afrísk ríki fái mikla athygli frá dóm­stóln­um; átök í álf­unni eru tíð og þar að auki eru fjöl­mörg dæmi um mann­rétt­inda­brot sem er hægt að tengja beint við hátt setta emb­ætt­is­menn, þjóð­höfð­ingja og skæru­liða­leið­toga. Áhersla dóm­stóls­ins hefur verið að reyna að sækja til saka ein­stak­linga af þessu tagi og þannig veita fórn­ar­lömbum málsvörn á hæstu stigum ábyrgð­ar­keðj­unn­ar. Þá hefur einnig reyn­st erfitt að hefja og fram­kvæma rann­sóknir á átaka­svæðum ann­ars staðar í heim­inum á borð við Afganistan, Kól­umbíu og Palest­ínu.Ljóst er að dóm­stóll­inn á í miklum vanda með það hvernig hann er skynj­aður og hefur honum ekki tek­ist á kljást við spurn­ing­una af hverju ein­blínt er á afrísk lönd á meðan leið­togar margra ann­arra ­valda­mik­illa landa virð­ast geta aðhafst án þess að þurfa að hræð­ast refs­ingu. Til dæmis kynnti dóm­stóll­inn undir þessa andúð þegar ákveðið var að ekki ákæra Tony Blair, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, í kjöl­far birt­ingu Chilcot-­skýrsl­unnar fyrr á þessu ári sem varp­aði ljósi á mann­rétt­inda­brot fram­kvæmd af breskum her­mönnum í stríð­inu í Írak á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar. Hlut­verk dóm­stóls­ins sem rétt­ar­leið til að takast á við alvar­leg­ustu mann­rétt­inda­brot um heim allan á undir högg að sækja og er ljóst að hann verður að snúa við blað­inu á næstu árum til að öðl­ast þá alþjóð­legu við­ur­kennd sem hann þarf til að geta starf­að. Eins og allar alþjóða­stofn­anir er dóm­stóll­inn þó ekki skil­virk­ari en sam­starf aðild­ar­ríkja leyfir og ekki bætir fjar­vist Banda­ríkj­anna vægi hans – ólík­leg­t virð­is­t að Don­ald Trump, nýkjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna mun gera neitt til bæta þá stöðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None