Bjarni: Stjórnmálamenn eiga ekki að tryggja öllum sömu stöðu í lífinu

Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk þingmanns Samfylkingarinnar að leggja af slagorð Sjálfstæðisflokksins: „Stétt með stétt“. Vandi jafnaðarmanna er sá að trúa því að hægt sé að byggja samfélag þar sem stjórnvöld tryggja öllum jafna útkomu í lífinu.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra.
Auglýsing

Hlut­verk stjórn­mála­manna er ekki að reyna að tryggja öllum nákvæm­lega sömu stöðu í líf­inu sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í svari við fyr­ir­spurn Jóhanns Páls Jóhanns­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

„Við höfum byggt hér upp stétt­­laust sam­­fé­lag. Þar sem jöfn­uður er meiri en í nokkru öðru rík­­i,“ sagði Bjarni í fram­boðs­ræðu sinni á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins um síð­ustu helgi.

Jó­hann Páll spurði Bjarna frekar út í þessa full­yrð­ingu sína á þingi í dag og vís­aði í slag­orð Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá stof­nárum hans fyrir nærri hund­rað árum.

„Hér á 20. öld­inni varð til stjórn­mála­flokk­ur, var­fær­inn Íhalds­flokk­ur, sem sagði: „Stétt með stétt“ og við­ur­kenndi þar með, athugið það, við­ur­kenndi stétta­skipt­ingu í íslensku sam­fé­lagi. Þessi flokkur horfð­ist í augu við vand­ann, stétta­skipt­ing­una, en kall­aði eftir sam­stöðu þvert á stétt­ir. Þessi var­færni íhalds­flokkur er ekki til. Nú segja Sjálf­stæð­is­menn ekki leng­ur: Stétt með stétt, heldur segja þeir að Ísland sé stétt­laust sam­fé­lag,“ sagði Jóhann Páll.

Auglýsing
Í fram­hald­inu benti hann á að á síð­asta ári voru þrír útgerð­ar­menn á Íslandi með þrjá millj­arða króna hver í fjár­magnstekj­ur.

„Það eru þús­und­föld árs­laun öryrkja,“ sagði Jóhann Páll, sem spurði Bjarna í fram­hald­inu tveggja spurn­inga og sagð­ist ekki hafa áhuga á svörum í formi gin­i-­stuðla eða mæl­inga á tekju­jöfn­uði. „Ég er að tala um stétta­skipt­ingu, ég er að tala um fólk hérna.“

Spurn­ing­arnar voru svohljóð­andi:

  1. Telur ráð­herr­ann að öryrk­inn og stór­út­gerð­ar­mað­ur­inn til­heyri sömu stétt?
  2. Fæð­ist barn öryrkj­ans inn í sömu stétt og barn útgerð­ar­manns­ins? „Trúir hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra því að þessi börn fái sömu tæki­færin og til­heyri sömu stétt? “

Fólk hafi jöfn tæki­færi til að blómstra

Bjarni hóf svar sitt á því að segja að vand­inn við marga jafn­að­ar­menn sé meðal ann­ars sá að fólk trúir því að það sé hægt og skyn­sam­legt að byggja sam­fé­lag þar sem stjórn­völd tryggja öllum jafna útkomu í líf­inu. Hann sagði Sjálf­stæð­is­flokk­inn leggja áherslu á að fólk hafi jöfn tæki­færi til að blómstra.

Bjarni sagði þá sem vilja halda því fram að stétta­skipt­ing ríki á Íslandi vilji ekki, líkt og Jóhann Páll, ræða um gin­i-­stuðla eða raun­veru­lega útkomu.

„Hvað er ann­ars betur til vitnis um að okkur hafi tek­ist að tryggja góðan jöfnuð í sam­fé­lag­inu sem við búum í en sú stað­reynd að hvergi í heim­inum ríkir meiri jöfn­uður en á Ísland­i?“ spurði Bjarni, en sagði þeirri stað­reynd vera hafnað og í stað­inn spurt hvort það geti verið að til sé fólk í ólíkri stöðu í sam­fé­lag­inu.

Bjarni sagði Sjálf­stæð­is­flokk­inn ekki vera að reka stjórn­mála­stefnu sem þyk­ist geta, eins og jafn­að­ar­menn að jafn­aði gera, tryggt öllum sömu nið­ur­stöðu í líf­inu.

Auglýsing
„Það er hinn stóri mis­skiln­ingur hátt­virts þing­manns og jafn­að­ar­manna almennt og margra vinstri­manna, að það sé skyn­sam­legt að reyna það af hálfu stjórn­valda að stoppa þá sem eru að skara fram úr, skera nógu mikið af þeim til þess að afhenda öðrum sem hafa of lítið þannig að útkoman á end­anum verði jöfn. Þetta er ótrú­lega döpur nálgun á hlut­verk stjórn­valda.“

Bjarni sagð­ist hins vegar geta glatt Jóhann Pál með því að segja: „Þetta fólk er ekki í sömu stöðu og við stjórn­mála­menn­irnir eigum ekki einu sinni að reyna að tryggja öllum nákvæm­lega sömu stöðu í líf­in­u.“

Fjar­stæðu­kennd full­yrð­ing um stétt­laust sam­fé­lag

Jóhann Páll sagði það ekki nema von að Bjarni lendi í vand­ræðum með full­yrð­ingu sína um að Ísland sé stétt­laust sam­fé­lag.

„Hún er fjar­stæðu­kennd. Það er ekki furða að hann sé á harða­hlaupum undan eigin orðum en hann verður bara að una því að talað sé um stétta­skipt­ingu á Alþingi Íslend­inga.“

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck.

Jóhann Páll vís­aði í gögn frá land­lækni sem sýna að 30 ára karl­mað­ur, sem er ein­vörð­ungu með grunn­skóla­próf, vænst þess að lifa fimm árum skemur en jafn gam­all maður með háskóla­próf. „Er þetta til­viljun eða er þetta einmitt áminn­ing um að Ísland er víst stétt­skipt sam­fé­lag?“ spurði Jóhann Páll.

Hann vís­aði jafn­framt í gögn frá OECD sem sýna að helm­ingur erlendra rík­is­borg­ara á Íslandi er undir fátækt­ar­mörkum en samt í laun­aðri vinnu. „Við þurfum að fara til Banda­ríkj­anna eða Sviss til að finna sams konar hlut­fall. Er þetta til­viljun eða kannski einmitt áminn­ing um að Ísland er stétt­skipt sam­fé­lag, að það er eilífð­ar­verk­efni að draga úr þess­ari stétta­skipt­ingu, að við eigum ekki að afneita henni og við­halda henni eins og hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra ger­ir? Við eigum að draga úr henni og milda hana,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Bjarni sagði það ekki koma í hlut Jóhanns Páls að leggja af slag­orð Sjálf­stæð­is­manna, „stétt með stétt“.

„Það er bara rangt hjá hátt­virtum þing­manni að við höfum aflagt það slag­orð okk­ar. Stað­reyndin er samt sú að allar tölur sýna okkur að við höfum náð meiri árangri í því að tryggja stétt­laust sam­fé­lag heldur en nokk­urt annað þjóð­ríki. Ekki nóg með það heldur eru kjör þeirra sem minnst hafa á Íslandi ein­hver þau bestu sem fyr­ir­finn­ast innan OECD og innan Evr­ópu,“ sagði Bjarni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki