Sérkennilegt að flokkur sem stóð fyrir brottvísun telji stefnu sína mannúðlega

Þingmaður Viðreisnar gerir athugasemd við að Sjálfstæðisflokkurinn telji stefnu sína í útlendingamálum mannúðlega þegar flóttafólki er vísað á götuna í Grikklandi.

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

„Það er ómann­úð­legt að senda fólk á göt­una í Grikk­landi, ekki síst ef það er í hjóla­stól. Þess vegna er sér­kenni­legt að við skulum gera það og sér­kenni­legt að stjórn­mála­flokk­ur­inn sem stendur einna helst fyrir því skuli á lands­fundi sínum um helg­ina hafa sam­þykkt það og reynt að full­vissa fólk um að stefnan sé eftir sem áður mann­úð­leg.“

Þetta sagði Sig­mar Guð­munds­son, þing­maður Við­reisn­ar, undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag. Vís­aði hann í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans þar sem fram kemur að þýskir dóm­stólar telja end­ur­send­ingar flótta­fólks til Grikk­lands fela í sér hættu á að það verði fyrir ómann­úð­legri með­ferð.

Evr­ópsk ríki vís­uðu ein­ungis 96 flótta­­mönnum aftur til Grikk­lands á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þar af höfðu Svíar vísað flestum til baka, alls 35 flótta­­mönn­­um.

„Við Íslend­ingar ætl­uðum að senda 30 á dög­unum með einni flug­vél í atburði sem hæst­virtur dóms­mála­ráð­herra tal­aði um að væri nán­ast viku­legt brauð hér á Ísland­i,“ sagði Sig­mar.

Auglýsing
Vika er síðan íslensk yfir­­völd sendu alls 15 ein­stak­l­inga á brott með leiguflugi aftur til Grikk­lands og ætl­­uðu sér raunar að senda 28 manns, en 13 fund­ust ekki þegar lög­­­reglu­­mann reyndu að hafa uppi á þeim til flutn­ings af landi brott.

Ástæða til að ítreka að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stendur fyrir umburð­ar­lyndi

Sig­mar vís­aði í stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í mál­efnum inn­flytj­enda sem sam­þykkt var á lands­fundi flokks­ins um síð­ustu helgi. Frið­jón R. Frið­jóns­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vakti sömu­leiðis athygli á stefn­unni í störfum þings­ins í dag. Í henni segir meðal ann­ars:

„Taka ætti vel á móti þeim sem vilja koma hingað til lands til að lifa og starfa. Mik­il­vægt er að tryggja öryggi erlends verka­fólks og virða rétt­indi þeirra. Inn­flytj­endur auðga bæði menn­ingu og efna­hag. Leyfa ætti fólki utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, sem hefur fengið starf hér á landi og er með hreint saka­vott­orð, að koma hingað og starfa. Ísland ætti að sýna frum­kvæði í því að bjóða fleiri kvótaflótta­mönnum hing­að,“ segir meðal ann­ars í stefn­unni. Frið­jón sagði ástæðu til þess að ítreka að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stendur fyrir umburð­ar­lyndi og að Ísland sé opið fyrir fólki sem kemur hingað með lög­legum hætti.

Leggja til að brott­vís­anir og end­ur­send­ingar til Grikk­lands verði stöðv­aðar

Sig­mar setti spurn­inga­merki við mann­úð­ina í stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. „Það er ekki nóg að hlut­irnir séu í orði, þeir verða líka að vera í verki.“

Við­reisn, Píratar og Sam­fylk­ing hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu, í annað sinn, um að stöðva brott­vís­anir og end­ur­send­ingar flótta­fólks til Grikk­lands, Ítalíu og Ung­verja­lands. „Af hverju gerum við það? Jú, það er vegna þess að Ísland á að vera ríki sem virðir mann­rétt­indi og er með þau í verki en ekki bara í orð­i,“ sagði Sig­mar.

Meint umburð­ar­lyndi Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Andrés Ingi Jóns­son, þing­maður Pírata, gerði einnig athuga­semd við nýsam­þykkta stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í mál­efnum inn­flytj­enda. Vís­aði hann í Kast­ljós­við­tal við rúss­nesk hjón sem komu hingað til lands frá Rúss­landi, með við­komu á Ítal­íu.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Mað­ur­inn er kom­inn með atvinnu­til­boð en getur ekki nýtt sér það vegna hind­r­ana í kerf­inu. „Sama kerfi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sér­stak­lega vill meina að fólk eigi að geta nýtt sér til að kom­ast í vinnu frekar en að sækja í vernd­ar­kerf­ið,“ sagði Andrés Ingi.

„Hinn spræki vara­þing­maður Frið­jón Frið­jóns­son [...] heldur því fram að flokk­ur­inn standi fyrir umburð­ar­lyndi og að Ísland sé opið fyrir fólki sem hingað kem­ur. Máli sínu til stuðn­ings vís­aði hann í ályktun flokks­ins frá helg­inni um að leyfa ætti fólki utan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, sem hér hefur fengið starf og er með hreint saka­vott­orð, að koma hingað og starfa. Hátt­virtur vara­þing­maður hefur kannski ekki tekið eftir þeim Ant­oni og Vikt­oríu sem standa hér fyrir utan Alþingi og mót­mæla vegna þess að þau fá einmitt ekki koma hingað og starfa, vegna þess að þau fá ekki að vera hér á landi í nafni hins meinta umburð­ar­lyndis Sjálf­stæð­is­flokks­ins,“ sagði Andrés Ingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent