Helmingur hlynntur gjaldtöku fyrir aðgengi – Gangi ykkur vel að „sannfæra Íslendinga að borga sig inn á Þingvelli“

Starfshópur sem rýndi í áskoranir og tækifæri friðlýstra svæða á Íslandi segir að móta þurfi stefnu um gjaldtöku. Íslendingar eru hlynntir gjaldtöku á þjónustu svæðanna og samkvæmt nýrri könnun er um helmingur landsmanna hlynntur aðgangsgjaldi.

Þingvellir eru einn af þremur þjóðgörðum landsins. Hinir tveir eru Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Vatnajökulsþjóðgarður.
Þingvellir eru einn af þremur þjóðgörðum landsins. Hinir tveir eru Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Vatnajökulsþjóðgarður.
Auglýsing

Þrátt fyrir að Íslend­ingum þyki flestum ekki nógu vel staðið að verndun nátt­úru lands­ins vill um helm­ingur þeirra frið­lýsa fleiri svæði. 66 pró­sent lands­manna eru fylgj­andi gjald­töku fyrir þjón­ustu á helstu ferða­manna­stöðum á frið­lýstum svæðum og 49 pró­sent eru fylgj­andi gjald­töku á aðgengi þess­ara staða.

Þetta eru helstu nið­ur­stöður skoð­ana­könn­unar sem Mask­ína fram­kvæmdi fyrir starfs­hóp sem umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra skip­aði í vor til að varpa ljósi á stöðu frið­lýstra svæða á Íslandi og þær áskor­anir sem stjórn­völd standa frammi fyrir vegna þeirra. Skýrsla starfs­hóps­ins, sem Árni Finns­son, for­maður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands fór fyr­ir, voru kynntar í Hörpu í dag. Í hópnum sátu einnig Guð­rún Svan­hvít Magn­ús­dóttir og Svein­björn Hall­dórs­son.

Auglýsing

Meðal þeirra lyk­il­þátta sem starfs­hóp­ur­inn leggur áherslu á í skýrsl­unni er að móta þurfi stefnu um gjald­töku á frið­lýstum svæðum á Íslandi. Tryggja þurfi enn­fremur heim­ildir til að tekjur af gjald­töku gesta megi nýta bæði til að veita þjón­ustu og til upp­bygg­ingar og við­halds mann­virkja.

Einnig þarf að mati starfs­hóps­ins að sam­ræma stjórn­sýslu og skipu­lag þeirra stofn­ana sem reka frið­lýst svæði og bæta og ein­falda fyr­ir­komu­lag þjón­ustu við þá sem nýta sér svæðin til úti­vistar eða í atvinnu­skyni. Mun fleiri áherslu­at­riði eru tilk­tek­in, alls sautján tals­ins.

Við gerð skýrsl­unnar var aflað marg­vís­legra gagna auk þess sem við­töl voru tekin við fjölda aðila sem hafa hags­muna að gæta ýmist fyrir hönd atvinnu­lífs, sam­fé­lags eða nátt­úr­unnar sjálfr­ar.

„Ég lít svo á að þessi skýrsla sé grunnur til umræðu og vinnu í fram­hald­in­u,“ sagði Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, ráð­herra umhverf­is-, orku- og lofts­lags­mála, í Hörpu. „Það er verk að vinna og við verðum að vinna það sam­an.“ Hann ætlar að setja af stað vinnu við alla lyk­il­þætt­ina sem starfs­hóp­ur­inn bendir á fyrir ára­mót.

Þrír þjóð­garðar – gjör­ó­líkt stjórn­skipu­lag

Á Íslandi eru 130 frið­lýst svæði, þar af þrír þjóð­garðar og er stjórn­skipu­lag þeirra mjög ólíkt. Átak hefur verið gert í fjölgun frið­lýs­inga síð­ustu miss­eri, m.a. í tíð síð­ustu rík­is­stjórn­ar. Á sama tíma hafa mörg þeirra orðið fyrir auknu álagi vegna fjölg­unar ferða­manna en fjár­munum til land­vörslu og ann­ars rekstrar er naumt skammt­að­ur, líkt og bent er á í skýrsl­unni.

Og enn er hugur í rík­is­stjórn­inni sem vill, að því er segir í stjórn­ar­sátt­mála, stofna þjóð­garð á þegar frið­lýstum svæðum og jöklum á þjóð­lendum á hálend­inu.

En frið­lýs­ingum fylgja bæði áskor­anir og tæki­færi og fjár­munir þurfa að fylgja stækk­unum og fjölg­unum frið­lýstra svæða, bæði til rekstrar og upp­bygg­ing­ar.

Val­björn Stein­gríms­son, fjár­mála­stjóri Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, sagði á kynn­ing­ar­fund­inum að gjald­taka væri eitt en hvernig nota ætti pen­ing­inn ann­að. Í dag væri það tak­mörk­unum háð hvað þjóð­garð­ur­inn má nota þá pen­inga í sem hann afl­ar.

Árni, for­maður starfs­hóps­ins, sagði að breyta þyrfti lögum svo að hægt væri að nýta pen­inga vegna gjald­töku til rekst­urs og inn­viða­upp­bygg­ingar á frið­lýstum svæð­um. „Næsta skref er að lög­fræð­ing­arnir skýri út hvað sé hægt að gera í þeim efn­um.“

Svein­björn sagði Mask­ínu­könn­un­ina sýna vel að almenn­ingur vill fá auknar tekjur af ferða­mönnum og að þær séu not­aðar til að byggja upp stað­ina og vernda nátt­úr­una.

Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu. Svarendur voru 18 ára og eldri af öllu landinu. Við úrvinnslu voru gögnin vegin til samræmis við tölur Hagstofunnar þannig að hópurinn sem svarar endurspegli þjóðina út frá kyni, aldri, búsetu og menntun. Könnunin fór fram 16.–23. júní 2022 og voru svarendur 888 talsins.

Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar, minnti á að atvinnu­greinin nýti frið­lýst svæði hvað mest allra og búi til verð­mæti fyrir sam­fé­lagið úr því. „Hvað gjald­töku varð­ar, er vert að muna það, að meiri­hluti tekna til dæmis þjóð­garð­anna á Íslandi kemur frá ferða­mönnum nú þeg­ar. Það er ekki þannig að það sé ekki verið að skila tekjum af þessum gestum okk­ar, bæði íslenskum og erlend­um, inn í þessi svæð­i.“

Hann tók undir að fram­tíð­ar­hugsun í þessu sam­bandi væri mik­il­væg og fagn­aði því útkomu skýrsl­unn­ar. En vildi þó benda á að „ætli menn að horfa til þess inn í fram­tíð­ina að fara úr hugs­un­inni um þjón­ustu­gjöld, þar sem þjón­usta er veitt og gjald tekið fyr­ir, og yfir í aðgangs­gjöld, þá í fyrsta lagi óska ég mönnum bara góðs gengis með það að sann­færa Íslend­inga um að þeir þurfi að borga sig inn á Þing­velli“.

Þarf að „opna síló­ið“

Jóhannes sagði ferða­þjón­ust­una þurfa að eiga við „mörg síló rík­is­stjórn­ar­inn­ar“. „Sílóa­hugs­unin í stjórn­kerf­inu“ væri eitt stærsta vanda­málið sem atvinnu­greinin byggi við. Sagði hann „hressi­lega“ minnt á það með þeirri vinnu sem framundan væri um hina nýju skýrslu á sama tíma og vinna á vegum ráð­herra ferða­mála við að upp­færa stefnu í ferða­þjón­ustu væri að hefj­ast. Í henni væri m.a. horft til sam­ræm­ingar nýt­ingar og vernd­ar. „Ég ítreka það hér að þetta tvennt verður að tala sam­an,“ sagði Jóhannes Þór. Spurði hann Guð­laug Þór hvort hann væri til­bú­inn að „opna síló­ið“ og ræða þessi mál við ferða­mála­ráð­herra. „Svona helm­ing­ur­inn af þess­ari skýrslu mun hafa drastísk áhrif á ferða­þjón­ust­una ef það er ekki gert í sam­hengi við aðra hluti sem við erum að reyna að færa þessa atvinnu­grein í.“

Guð­laugur sagði það „al­veg hár­rétt“ að ráðu­neyti þurfi að vinna sam­an. „Auð­vitað höfum ég og ferða­mála­ráð­herra rætt þessi mál oft og ég er búinn að kynna þessa skýrslu í rík­is­stjórn. Og það er alveg skýr vilji af hálfu okkar beggja að vinna saman að þessum mál­u­m.“ Einnig þyrftu fleiri ráðu­neytið að koma að vinn­unni.

Auglýsing

Svein­björn sagði mjög skiptar skoð­anir um gjald­töku meðal hags­muna­að­ila sem rætt var við við gerð skýrsl­unn­ar. Þær væru allt frá því að ríkið ætti að“ byggja allt upp og allt ætti að vera frítt“ út í það að eðli­legt væri að rukka fyrir þá þjón­ustu sem væri í boði. Á sumum svæðum væri t.d. rukkað fyrir bíla­stæði og önnur hafi jafn­vel verið „skúra­vædd“, eins og hann orð­aði það, þ.e. komið fyrir skúrum til að rukka gesti. „Við í nefnd­inni höfum ekki verið að tala um skúra­væð­ing­u,“ hélt hann áfram. „Heldur að fundin verði lausn á því hvernig er hægt að gera þetta þannig að þetta verði jafnt og að pen­ing­arnir fari svo í upp­bygg­ingu á svæð­un­um.“

Ein­hver þarf að borga reikn­ing­inn

„Það er ekk­ert ókeypis í þessu,“ sagði Guð­laugur Þór er hann var spurður hver hans sýn á málið væri. „Þeir sem eru að nota, hvort sem það eru sal­erni eða bíla­stæði og eru ekki að greiða, þá borgar ein­hver ann­ar, sem heitir skatt­greið­andi, fyrir það. Ég les það út úr þessum skoð­ana­könn­unum að fólk sé ekki alveg til­búið í það.“

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Hvað hans skoðun varðar sagð­ist hann ekki bæði geta sagt að hann væri með nið­ur­stöðu og síðan að hann ætli að fara af stað með vinnu til að fá sem flest sjón­ar­horn. Eins og hann stefnir að. „Öll þessi mál eru þess eðlis að þú ert ekki að koma með ákvörðun frá ein­hverju skrif­borði í Reykja­vík og segja svo lands­mönnum að þetta sé nið­ur­stað­an.“

Auður Önnu Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, minnti á kynn­ing­ar­fund­inum á að nátt­úra Íslands væri stærsti hags­muna­að­il­inn í þessu öllu. Skýrslan og umræða um hana væri „gríð­ar­lega mann­hverf“. Fólk ætti frekar að temja sér það sem hún kall­aði „vist­hverfa hugs­un“. Líka þegar kæmi að gjald­töku.

Í umræðu um gjald­töku á frið­lýstum svæðum ætti ekki aðeins að tala um „hverjir eru að græða og hverjir eiga að borga“ heldur einnig hvaða áhrif gjald­taka hefði á nátt­úr­una. „Ef við látum kosta þús­und kall að kúka í ein­hverju sal­erni þá kannski þrýstir það ferða­mönnum frekar í að gera það ann­ars staðar þar sem við viljum ekki að þeir geri það.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent