Guðlaugur Þór: Höfum misst trúverðugleika – Bjarni: Höfum byggt upp stéttlaust samfélag

Ólíkar áherslur formannsframbjóðendanna tveggja í Sjálfstæðisflokknum komu í ljós í ræðum þeirra á landsfundinum í Laugardalshöll í dag.

Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson Samsett
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son segir Sjálf­stæð­is­flokk­inn hafa misst trú­verð­ug­leika hjá tekju­lægra fólki og að „óvin­ir“ flokks­ins séu ekki fólkið í vinstri flokk­un­um. Bjarni Bene­dikts­son segir flokk­inn hafa byggt upp stétt­laust sam­fé­lag jafnra tæki­færa og að þjóðin hefði verið bólu­sett gegn vinstri stjórn. Ólíkar áherslur fram­bjóð­end­anna tveggja til for­manns í Sjálf­stæð­is­flokknum komu í ljós í ræðum þeirra á lands­fund­inum í Laug­ar­dals­höll í dag.

Auglýsing

„Og ég sagði bara já.“

Þetta er það fyrsta sem heyrð­ist af ræðu Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, fram­bjóð­anda til for­manns í Sjálf­stæð­is­flokknum á streymi af lands­fund­inum í Laug­ar­dals­höll á síðu flokks­ins í dag. Þarna hefur tæknin lík­lega verið að stríða okk­ur, myndu ein­hverjir segja. En þeir sem heima sátu við skjái sína að fylgj­ast með fram­boðs­ræð­unni misstu af þessum sökum af fyrstu mín­út­un­um.

En það eru lands­fund­ar­full­trúar sem kjósa. Og þeir að öllum lík­indum flestir í salnum og heyrðu hvert orð. Sá umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herr­ann Guð­laugs Þórs koma á hækjum vegna fót­brots inn á svið­ið, með mynd af ósnort­inni íslenskri nátt­úru varpað upp á vegg­inn að baki sér. Og Bjarna Bene­dikts­son, for­mann flokks­ins, sem sæk­ist eftir end­ur­kjöri, að horfa á sig af fremsta bekk í saln­um.

Vinstri fólk ekki óvin­ur­inn

„Óvinir okkar eru ekki fólkið í vinstri flokk­un­um,“ sagði Guð­laug­ur. Óvinir okkar eru ótti, öfund og ill­mælgi. Versti óvin­ur­inn núna er kannski van­trú á erindi flokks­ins.“

Hann sagði tvær ástæður fyrir því að hann byði sig fram til for­manns. „Í fyrsta lagi finnst mér fylgi flokks­ins óásætt­an­legt. Og í öðru lagi, og þetta teng­ist, finnst mér að við höfum tapað sam­tal­inu við hinn almenna flokks­mann og þjóð­ina í heild.“

Guðlaugur Þór Þórðarson kemur inn á sviðið í Laugardalshöll. Mynd: Skjáskot

Miðað við góða stöðu á ýmsum sviðum sam­fé­lags­ins sagð­ist hann velta fyrir sér hvers vegna staða flokks­ins væri ekki betri en hún er. „Hvað er það við ásýnd flokks­ins sem fælir kjós­endur og nýja fylg­is­menn frá?“

Hann sagði ljóst að það væri ekki sjálf­stæð­is­stefn­an. Ekki heldur sá árangur sem flokk­ur­inn hefði náð, íslensku sam­fé­lagi til heilla. „Af hverju heldur áfram að fækka í hópi stoltra sjálf­stæð­is­manna?“

Hann sagð­ist trúi því að gildi sjálf­stæð­is­fólks ætti miklu meiri hljóm­grunn meðal þjóð­ar­innar en núver­andi fylgi flokks­ins segði til um.

Óbeit á elít­u-­stjórnun

Hann rifj­aði upp að þegar hann var að alast upp í Borg­ar­nesi hafi „Sam­bandið sál­uga var allt umlykj­andi í bæj­ar­fé­lag­in­u“. Það hafi barið niður alla nýsköpun sem það taldi vera í sam­keppni við sig. „Því var stýrt af þröngum hópi fólks. Eins­konar elítu. Og á því stjórn­ar­fari hafði ég og hef eðl­is­læga óbeit.“

Hann sagði Sjálf­stæð­is­flokk­inn alltaf eiga að vera fjölda­hreyf­ingu. Hann megi „aldrei verða einka­klúbbur útval­inna“.

Fjölda­hreyf­ing snú­ist m.a. um að breiður hópur fólks starfi saman innan flokks­ins og að allir þjóð­fé­lags­hópar hafi þar rödd.

Auglýsing

„Það er stað­reynd að þrátt fyrir að við búum sann­ar­lega í vel­meg­un­ar­ríki, þá þrífst fátækt enn hér á land­i,“ sagði hann. „Og ég vil segja: Hún er blettur á íslensku sam­fé­lagi. Það er eitt­hvað sem við sjálf­stæð­is­fólk þurfum að beita okkur gegn með skýr­ari hætti. Þar kjarn­ast líka hið gam­al­kunna slag­orð: Stétt með stétt. Pen­ing­arnir sem sam­borg­ar­arnir trúa okkur fyrir eiga að renna þangað sem þörfin er mest. Þörfin er ekki mest hjá milli­stjórn­endum í skrif­stofu­störfum hjá hinu opin­bera heldur hjá skjól­stæð­ingum Trygg­inga­stofn­un­ar, öryrkjum og eldri borg­urum og hjá lág­launa­fólki.“

Hann sagði leið­toga verða að hafa sýn og til að fram­kvæma hana „verður hann að halda vel utan um fólkið sitt“.

En hvernig Sjálf­stæð­is­flokk vill Guð­laugur sjá?

„Ég vil sjá Sjálf­stæð­is­flokk þar sem er mikil nýlið­un, þvert á kjör­dæmi og sveit­ar­fé­lög,“ sagði hann. „Ég vil sjá vald­dreifðan flokk en ekki mið­stýrð­an.”

Hann sagð­ist líka vilja sjá Sjálf­stæð­is­flokk sem end­ur­heimtir gamla félaga sem hafi því miður margir horfið frá flokknum á und­an­förnum árum.

Flokk­ur­inn hafi misst trú­verð­ug­leika

Guð­laugur Þór sagði að hörð átök væru nú í íslenskri verka­lýðs­hreyf­ingu. „Og mér finnst athygl­is­vert að þar kveður sér til hljóðs fólk sem talar niður stétta­sam­vinnu og telur hana af hinu illa. Ég hef hins vegar aldrei verið sam­færð­ari en nú að sam­vinna ólíkra stétta og hópa á grund­velli okkar lífs­gilda er það sem mun skila Íslandi fram á veg­inn og varða leið­ina til betri lífs­kjara. Staðan í flokknum okkar er hins vegar sú að fylgi tekju­lægri hópa við okkur er í sögu­legu lág­marki. Við höfum misst trú­verð­ug­leika hjá ákveðnum hópum sem sam­sama sig ekki ímynd flokks­ins. Þessu þarf að breyta strax.“

Í lok ræðu sinnar tal­aði Guð­laugur Þór beint til lands­fund­ar­full­trúa. „Þið getið valið að sætta ykkur við stöðu flokks­ins og valið óbreytt ástand. Ég vil verða for­maður því ég trúi því með öllum mætti að við getum end­ur­heimt fyrri styrk.“

Hann sagði Sjálf­stæð­is­flokk­inn of mik­il­vægan „til að leyfa sér litla drauma“.

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks­ins til þrettán ára, byrj­aði ræðu sína á að segja frá hug­mynd sem hann fékk í baði. Hann hafi látið renna í bað, ekki þurft að hafa áhyggjur af því hvað það kost­aði, eins og margir íbúar á meg­in­landi Evr­ópu. „Þá fékk ég þessa hug­mynd að við ættum að geta þétt rað­irnar og ráð­ast í það verk­efni að safna þing­flokknum sam­an, sem ekki hafði verið gert áður, og farið út um allt land.“ Þannig varð hug­myndin að „hring­ferð­inni“ til. Hún var reyndar ekki farin í fyrra vegna heims­far­ald­urs­ins.

„Ég hef alltaf viljað hafa það þannig að við stæðum ekki eins og ég geri hér, yfir ykk­ur. við eigum ekki að stadda yfir fólk­inu og segja hvernig sam­fé­lagið eigið að ver­a.“ Þess vegna hafi hring­ferðin verið far­in.

„Þetta er ein af betri hug­mynd­unum sem ég hef fengið í bað­i,“ botn­aði Bjarni þessa dæmisögu um það hvernig hann ræðir við gras­rót­ina sem Guð­laugi Þór hefur orðið tíð­rætt um að þurfi nauð­syn­lega að gera meira af.

Í sókn

Bjarni sagði að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri í sókn. Að í flokknum væri end­ur­nýjum og að nýtt fólk væri að drag­ast að hon­um. „Ef við bara treystum á fólk og tökum góðar ákvarð­anir mun sam­fé­lag­inu öllu miða vel áfram.“

Sama verk­lag­inu þurfi að beita varð­andi fylgi flokks­ins. „Smám saman munu hlut­irnir fara að ganga með okk­ur. Ég er algjör­lega sann­færður um það.“

Bjarni sagð­ist geta greint frá því, „í fullri ein­lægni“ að það væri ekki alltaf auð­velt að standa með storm­inn í fang­ið. „En verðum alltaf að standa í lapp­irn­ar. Alltaf að mæta til leiks.“ Hann sagð­ist ekki vera að biðja um að þetta væri auð­velt, alls ekki. „Við viljum vera fyr­ir­myndir í sam­fé­lag­inu. Sýna hug­rekki þegar á móti blæs.“

Auglýsing

Ef það er ein­hver flokkur sem hefur „þetta erfða­efni í sér, að standa í lapp­irn­ar, og láta ekki beygja sig þá“ sé það Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.

Aldrei mætti gef­ast upp og aldrei mætti leita að auð­veldu leið­inni. „En þetta er ekki tómur tára­dal­ur. Þetta eru for­rétt­indi, að fá að leiða stjórn­mála­afl, langstærsta flokk­inn í land­in­u.“

Þroski, þekk­ing og reynsla

Hann sagði for­manns­starfið gef­andi, ögrandi og „of­boðs­lega þroskand­i“.

Hann stæði fyrir framan lands­fund í dag með þá þekk­ingu sem hann hefði, en fyrst og fremst með þá reynslu sem hann hefði aflað sér, boð­inn og búinn til að vinna áfram fyrir flokk­inn, fyrir land­ið. „Að vera for­maður í Sjálf­stæð­is­flokknum er ekki aðeins ein­hvers konar tæki­færi lífs­ins til að hafa áhrif á sam­fé­lag­ið. Það er bara alveg ein­stakt að starfa fyrir ykk­ur, fyrir sjálf­stæð­is­fólk.“

Næst var komið að því að taka aðra flokka fyr­ir. Bjarni tal­aði um öfund þeirra, að margir þeirra héldu að það væri hægt að „ljós­rita“ Sjálf­stæð­is­flokk­inn og búa til alveg eins flokk. „En það er bara alls ekki hægt.“

Hann sagði sjálf­stæð­is­menn hafa látið aðra flokka um opin­ber átök, „hama­gang og ves­en“ – flokka sem geti „varla séð hurð án þess að skella henn­i“.

Í því sam­hengi hóf hann að skjóta á Sam­fylk­ing­una. „Ég eig­in­lega vor­kenni sam­fylk­ing­ar­fólki, í alvör­unni. Það hlýtur að vera alveg ömur­leg reynsla að dvelj­ast alla daga í ein­hvers konar póli­tískum berg­máls­helli. [...] Að vera hrædd við eigin póli­tíska skugga allan dag­inn. Skelf­ingu lost­in.“

Erfitt að taka stjórn­ar­and­stöð­unni alvar­lega

Hann tal­aði áfram um það sem hann kall­aði „und­ar­leg­heit“ í fari fólks í stjórn­ar­and­stöð­unni. Að stundum vissi hann ekki hvort hann ætti að hlæja eða gráta. Þarna hafði honum orðið hugsað til Björns Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata. Manns­ins sem hefði sent fjölda fyr­ir­spurna á ráðu­neytin og eytt þannig fjár­munum skatt­greið­enda. Meðal ann­ars spurt hvað klukkan væri.

„Ég er lík­lega að gera honum allt of hátt undir höfði hérna,“ sagði Bjarni. „Hann spurði líka hvað er langt frá þing­hús­inu til tungls­ins.“

Við skulum passa okk­ur, sagði hann svo. „Þótt að það sé erfitt að taka þessu fólki alvar­lega, þá er það þannig að þessu fólki er fúlasta alvara með því að vilja taka völdin í land­inu. Og það þurfum við að koma í veg fyr­ir.“

Fjöl­miðl­arnir

Bjarni sagð­ist iðu­lega finna að and­stæð­ingar hans biðu eftir að hann hætti. „Stundum finnst mér meira að segja heilu fjöl­miðl­arnir gangi út á það, svei mér þá.“ Nefndi hann Frétta­blaðið sér­stak­lega sem hann sagði í áróðri fyrir Evr­ópu­sam­band­ið. Menn þyrftu að átta sig á því.

„Þjóðin próf­aði vinstri stjórn,“ hélt Bjarni áfram, en að miðað við end­ingu bólu­efna væri þjóðin ennþá bólu­sett fyrir slíkri rík­is­stjórn.

Hann fór hins vegar fögrum orðum um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið við Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokk­inn og sagði það byggj­ast á trausti.

„Við höfum þurft að treysta á smá­flokka,“ rifj­aði hann upp og átti þar við Bjarta fram­tíð sem sleit sam­starf­inu í kjöl­far upp­ljóstrana um upp­reist æru kyn­ferð­is­brota­manns. Bjarni sagði smá­flokka „hrökkl­ast frá um leið og þessi frægi vindur kemur aðeins í fang­ið.“

Góð hug­mynd að fá sér hund

„Það er bara þannig að þeir sem fara inn á vett­vang stjórn­mál­anna og nenna ekki að standa þar í báðar lappir þegar það gefur aðeins á bát­inn, þeir eiga auð­vitað ekk­ert að vera þar. Þeir eiga að fara í eitt­hvað allt annað eða eins og ég sagði um dag­inn: Það er líka góð hug­mynd að fá sér hund. Hann er alltaf þakk­lát­ur.“

Auð­vitað getum við gert margt í innra flokks­starf­inu, við­ur­kenndi Bjarni. Að finna þyrfti leiðir til að ganga í takt við sam­fé­lag­ið. Eiga heið­ar­legt sam­tal og ekki forð­ast átök.

„Trú á ein­stak­ling­inn mun varða leið­ina,“ sagði hann. „Við höfum byggt hér upp stétt­laust sam­fé­lag. Þar sem jöfn­uður er meiri en í nokkru öðru rík­i.“

Auglýsing

Og hann hélt áfram á þessum jafn­að­ar­nót­um:

„Við viljum ekki að börnin okkar fari út í dag­inn í sitt hvorn skól­ann, allt eftir því hver efni for­eldr­anna eru.

Við viljum ekki að hér verði til sam­fé­lag þar sem þeir sem eru veikir þurfi að ótt­ast það að hafa verra aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu heldur en næsti maður eða fólkið í næsta húsi.

Við leggjum alla áherslu á að hér hafi allir jöfn tæki­færi. Að við notum stóru opin­beru kerfin okkar til að tryggja að eng­inn verði skil­inn út und­an.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent