Bjarni Benediktsson landsfundur skjáskot

„Það var frelsismál að hefjast handa við bankasöluna“

Sala á hlut ríkisins í bönkum snýst „ekki aðeins um að frelsa fjármagnið, heldur ekki síður um að frelsa íslenskan almenning undan ábyrgðinni,“ sagði Bjarni Bendiktsson, baðaður bláu ljósi, með mynd af fossi og orðið „frelsi“ á bak við sig, er hann setti 44. landsfund Sjálfstæðisflokksins með ræðu þar sem hann hafði orð á frelsinu að minnsta kosti 30 sinnum.

Trufl­anir í gömlu túbu­sjón­varpi voru það fyrsta sem gestir sáu í mynd­bandi sem sýnt var við upp­haf 44. lands­fundar Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem Bjarni Bene­dikts­son for­maður setti í Laug­ar­dals­höll síð­deg­is.

Því næst tóku við börn að leik – í svart hvítu. „Vel­gengni verður ekki til af eng­u,“ sagði þulur undir myndum af vinn­andi fólki. „Far­sælt sam­fé­lag verður ekki til af sjálfu sér. Til þess þurfum við frelsi, kraft og frjóan jarð­veg fyrir góðar hug­mynd­ir. Í næstum heila öld hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stuðlað að fram­förum, öryggi og stöð­ug­leika.“

Á skjánum birt­ist Hall­gríms­kirkja í bygg­ingu. Og svo, eins og hendi sé veif­að, fær­ist kirkjan og lífið í lit. Bros­andi fólk, bak­andi fólk. Fullt af fólki. „Saman höfum við gert hrjóstrugt en gjöf­ult land að stað sem er öðrum fyr­ir­mynd.“

Er mynd­band­inu lýkur með sprengi­krafti gos­hvers­ins Strokks, gengur for­mað­ur­inn á svið undir dynj­andi lófa­klappi.

Bjarni fer inn á mitt svið­ið, sem er baðað bláum bjarma, ein­kenn­i­slit flokks­ins sem hann hefur leitt í þrettán ár. Í gegnum súrt og sætt. Oft­ast í rík­is­stjórn.

Tekur sér stöðu við púlt­ið, sem skreytt er fálk­an­um, merki flokks­ins. Lít­ill fálki hefur svo tyllt sér í barm­inn á honum sjálf­um.

„Já,“ byrjar for­mað­ur­inn á að segja. En hann kemst ekki lengra. Í bili.

Lófa­klappið dynur enn.

„Mikið er nú gott að vera kom­inn hingað aft­ur,“ segir hann er um hægist. „Það gleður mig mjög að sjá ykkur svona mörg saman komin hér aft­ur.“

Það er vissu­lega langt um liðið síðan að sjálf­stæð­is­menn komu saman til lands­fund­ar. Það gerð­ist síð­ast árið 2018. Fyrir fjórum og hálfu ári.

For­mann­s­tíð hans er orðin löng en hann hefur þó engin met slegið í því sam­bandi. Það á Ólafur Thors, sem sat í 27 ár, og þar á eftir kemur Davíð Odds­son, nú rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, sem gegndi for­mennsk­unni í 14 og hálft ár. Bjarni þarf því nokkra mán­uði til að ná öðru sæt­inu. Og hann vill nokkra mán­uði til.

En það er ekki víst að hann fái þá ósk sína upp­fyllta. Því á 44. lands­fund­inum í Laug­ar­dals­höll er annar maður sem vill gjarnan setj­ast í stól­inn. Verða for­maður flokks­ins sem hann hefur gegnt þing­mennsku fyrir í tæpa tvo ára­tugi. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, hefur skorað Bjarna á hólm. Á morgun muni þeir báðir flytja fram­boðs­ræður sín­ar. Um hádeg­is­bil á sunnu­dag­inn verður svo kosið og munu úrslitin liggja fyrir síðar um dag­inn.

En í dag er það Bjarni sem á svið­ið. Stendur við púltið í heila klukku­stund og fimmtán mín­útum bet­ur. Með orðið „frelsi“ á stórum skjá sér á aðra hönd og mynd af fossi að steyp­ast fram af kletta­brún á hina. Bjarni stendur í fall­vatn­inu miðju og fer yfir það sem til sjávar hefur runnið í hans for­mann­s­tíð, í hans tíð í rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokkn­um. Og horfir til fram­tíð­ar. Guð­laugur Þór situr á fremsta bekk og fylgist með.

„Það er hér sem hlut­irnir ger­ast,“ segir Bjarni um sam­kom­una, þá langstærstu sem íslenskur stjórn­mála­flokkur stendur fyr­ir, „og þá sem mestu skipt­ir“ segir for­mað­ur­inn og ýtir gler­aug­un­um, sem eru stíl við kon­íakslitað púlt­ið, upp á nef­ið.

Hann talar um hvað hefur áunn­ist. Að á aðeins örfáum árum sé Ísland orðið „sann­kölluð vagga nýsköp­un­ar“. Að ný stór­fyr­ir­tæki hafi orðið til. Nefnir fisk­eldi meðal ann­ars sér­stak­lega. Það hafi gert „brot­hættar byggðir blóm­leg­ar“.

Að nú þurfi að standa vörð um helstu kosti fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins svo öll tæki­færi í þeirri grein til nýsköp­unar og ann­arra tæki­færa fari ekki for­görð­um. Að byggja þurfi fleiri smá­virkj­an­ir. Minnir á að iðn­fyr­ir­tæki í grænni orku séu farin að banka upp á í öllum ráðu­neyt­um. „Orku­skiptin eru haf­in,“ segir Bjarni. Orkan frá fund­ar­gestum er líka allt að því áþreif­an­leg. Það er klapp­að, hrópað og blístrað þegar Bjarni slær á rétta strengi. Og stundum létta. Til dæmis þegar hann gerir góð­lát­legt grín að póli­tískum and­stæð­ing­um. And­stæð­ingum sem þurfi að skipta um nafn, skipta um merki. Þess þurfi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki. Hann standi keikur um sín grunn­gildi. Frels­ið. Tæki­fær­in. Var­færn­ina. Fyr­ir­hyggj­una.

Og allt hitt.

„Við höfum sett okkur háleit mark­mið,“ segir Bjarni er hann heldur áfram að ræða um orku­skipt­in. „En við þurfum að taka réttar ákvarð­an­ir, í tíma.“ Það muni skera úr um hvort Íslend­ingar verði áfram í far­ar­broddi eður ei.

Vatnið virð­ist allt að því hrísl­ast niður vegg­inn að baki Bjarna. Eða eig­in­lega virð­ist Bjarni standa á bak við foss­inn. Þetta er áhuga­verð sjón­hverf­ing. Bjarni, sem talar fyrir virkj­unum í þágu orku­skipta og græns iðn­að­ar, sem hann kallar svo, minn­ist hins vegar ekki á nátt­úr­una í ræðu sinni. Og ekki heldur ferða­þjón­ust­una, hina sterku atvinnu­grein. Ekki berum orðum að minnsta kosti. En nátt­úran umvefur lands­fund­ar­gesti á hverjum skjánum á eftir öðrum sem stillt hefur verið upp í Laug­ar­dals­höll.

Bjarni rifjar upp hvað á daga sína hefur per­sónu­lega drifið síðan á síð­asta lands­fundi. Að hann sé nú orð­inn afi. Að hann hafi orðið fimm­tugur en ekki getað haldið upp á afmælið vegna heims­far­ald­urs og óveð­urs.

Hann talar til unga fólks­ins. Minnir á ungu kon­urnar tvær sem hann eigi stóran þátt í að sitji í rík­is­stjórn­inni: Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur. Hann talar til eldra fólks­ins. Um frí­tekju­mark og elli­líf­eyri. Um grunn­gildin sem aldrei breytast, íhalds­sem­ina og frjáls­lyndið sem geti vel átt sam­leið. Hann hvetur fund­ar­gesti til þess að standa upp og klappa fyrir „kven­skörungn­um“ Salóme Þor­kels­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­manni og for­seta Alþing­is, sem hefur sótt fleiri lands­fundi flokks­ins en flest­ir. Gestir láta ekki segja sér það tvisvar og Salóme fær stand­andi lófa­klapp. Vel og lengi.

„Þetta ætti að sýna breidd­ina í flokknum okk­ar,“ segir Bjarni.

„Kjör­orð þessa fundar er ein­falt en mátt­ug­t,“ segir hann og augu gesta hvarfla að stóra skjánum við hlið hans á svið­inu. „Frelsi,“ segir Bjarni með áherslu. „Okkur sjálf­stæð­is­mönnum er umhugað um frelsi. Okkur er það hug­leik­ið. Og það er leið­ar­ljós sjálf­stæð­is­stefn­unn­ar.“

Hann segir frelsið drif­kraft nær allra fram­fara og það er ekki að spyrja að því. Fund­ar­gestir eru honum sam­mála og klappa af krafti.

„Við erum ábyrgur flokk­ur,“ segir hann svo. „Við vitum að árangur kemur ekki af sjálfu sér.“ Með Sjálf­stæð­is­flokk­inn í rík­is­stjórn er Ísland komið í fremstu röð á ný meðal þjóða.“

Og enn er klapp­að.

Staða heim­il­anna hefur aldrei verið betri.

Klapp­að.

Svo ræðir hann um sam­starfið við vinstri flokk, flokk sem hann var í og með að gagn­rýna skömmu áður – flokk­inn sem sat í vinstri stjórn­inni sem klauf sam­fellda rík­is­stjórn­ar­tíð Sjálf­stæð­is­flokks­ins frá árinu 1991.

„Við héldum fast í okkar gildi þegar við gengum í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið,“ segir hann, sam­starfið við VG og Fram­sókn sem hófst fyrir fimm árum.

„Sumir lyftu brún yfir því að við, unn­endur frels­is­ins, færum í rík­is­stjórn með Vinstri græn­um. Sumir hafa einnig fundið að því að þar höfum við þurft að gefa eftir í ein­stöku málum en slíkt er ein­fald­lega óhjá­kvæmi­legt í sam­steypu­stjórn. Enn frekar auð­vitað þegar flokk­arnir spanna nán­ast allt hið póli­tíska lit­róf. Þar hafa allir flokk­arnir þurft að leita mála­miðl­ana. En, ég segi það fullum fet­um, þeir hafa um leið staðið vörð um sín helstu áherslu­mál. Og það höfum við sann­ar­lega gert.“

Sam­starfið hafi verið gott. Það hafi byggst á trausti. „Byggst á sam­eig­in­legum skiln­ingi á þeirri ábyrgð sem við berum gagn­vart kjós­endum í land­in­u.“

Bjarni segir fund­ar­gestum að þegar sjálf­stæð­is­menn standa saman séu þeir „al­gjör­lega ósigr­and­i“.

Enn ræðir hann um frelsið og nú í tengslum við söl­una á Íslands­banka. „Það var frels­is­mál að hefj­ast handa við banka­söl­una og draga þannig úr rík­is­um­svif­um.“ Með því að selja Íslands­banka seg­ist hann hafa verið að berj­ast fyrir fram­gangi lands­fund­ar­á­lykt­ana. „Ég verð ávallt reiðu­búin að taka harðan slag, ef á þarf að halda og veit að þið ætlist til þess af mér.“

Það er klappað og klapp­að.

Hann segir að í bönk­unum sem eru í eigu rík­is­ins hafi verið og séu enn gríð­ar­legir fjár­munir sem leysa þurfi úr læð­ingi. „Við ætlum að nota þessa pen­inga ann­ars stað­ar, helst í fjár­fest­ing­u.“

Banka­sala snú­ist „ekki aðeins um að frelsa fjár­magn­ið, heldur ekki síður um að frelsa íslenskan almenn­ing undan ábyrgð­inni á bönk­un­um. Þeir eru stöndugir í dag, en við hljótum að átta okkur á því að það getur breyst. Það er betra að aðrir axli þá áhættu en almenn­ing­ur.“

Bjarni talar um heims­far­ald­ur­inn. Að lands­fundur væri hald­inn í salnum þar sem fjölda­bólu­setn­ing­arnar fóru fram. „Hérna bretti maður upp ermar og fékk stung­una.“

Vel hafi tek­ist að tryggja hag heim­ila og fyr­ir­tækja í far­aldr­inum og verja þjóð­ina með bólu­setn­ing­um. Engu síður hafi verið „mjög langt geng­ið“ í að hefta veiruna. „Með sama hætti og við gerðum upp árangur af efna­hags­legum aðgerðum þá er mik­il­vægt að við höfum þrek og þor til að ræða reynsl­una af beit­ingu sótt­varna­ráð­staf­ana. [...] Við verðum að láta okkur svona stórar spurn­ingar varða.“

Enn er klappað af ákafa.

Bjarni víkur að stríð­inu í Úkra­ínu og orku­krís­unni í Evr­ópu. Við slíkan vanda þurfi Íslend­ingar ekki að glíma vegna frum­kvöðla­starfs og fram­sýni í orku­mál­um. „Við í Sjálf­stæð­is­flokknum höfum aldrei efast um mik­il­vægi þess að treysta á sjálf­stæð­ið. Og á tímum sem þessum verður mik­il­vægi sjálf­stæðis enn ljós­ara. Að vera ekki öðrum háður um orku, njóta orku­sjálf­stæð­is.“

Íslend­ingum sé vel borgið utan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Því næst skaut hann léttum skotum á Sam­fylk­ing­una. „Mér sýn­ist að meira að segja Sam­fylk­ingin hafi áttað sig á því að Ísland muni ekki ganga í Evr­ópu­sam­band­ið.“ Nú sé „þetta gamla og helsta bar­áttu­mál“ flokks­ins verið lagt í kassa niður í kjall­ara, segir hann í hæðn­is­tón. „Þetta er stór­merki­legur kassi, fer sístækk­andi og inni­heldur ýmis sígild mál vinstri manna eins og bar­átt­una gegn frjálsri fjöl­miðlun og bjórn­um.“ Gott ef bar­áttan gegn lita­sjón­varp­inu sé ekki þar líka í þessum sama kassa.

Hann óskar Sam­fylk­ing­unni til ham­ingju með „glæ­nýjan vara­for­mann“, Guð­mund Árna Stef­áns­son. „Hafið þið séð betra dæmi um hringrás­ar­hag­kerf­ið?“

Þá var komið að Við­reisn. „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stendur öllum þeim opnum örmum sem trúa á frelsi ein­stak­lings­ins,“ segir hann. „Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt fyrir þjóð­ina og borg­ara­lega þenkj­andi fólk að allir standi saman undir merkjum sjálf­stæð­is­stefn­unn­ar. Kæru vin­ir, þau eru öll vel­komin aftur heim.“

Það er klukku­tími lið­inn síðan að Bjarni steig á svið. Sviti hefur mynd­ast á enni hans undir sterkum ljós­un­um. En fal­legu blóma­skreyt­ing­arnar sitt hvorum megin við púltið eru þó enn fullar af lífi.

Bjarni skjallar þær Þór­dísi og Áslaugu Örnu. Fer yfir mál sem þær hafa leitt. „Guð­laugur Þór hefur sann­ar­lega ekki setið auðum höndum – og ég er ekki bara að tala síðan á sunnu­dag­inn.“

Hann hlær sjálfur og aðrir með.

Einnig hrósar hann Jóni Gunn­ars­syni sem hafi „þurft að bregð­ast við afar krefj­andi aðstæðum í hæl­is­leit­enda­mál­u­m“.

Þar á hann við frá­vísun hóps hæl­is­leit­enda sem flestir hafa ílengst á Íslandi í gegnum allan heims­far­ald­ur­inn þar sem ekki var hægt að senda þá til Grikk­lands eins og íslensk stjórn­völd vildu. Fólk sem nú er komið á göt­una í Aþenu.

„Má ég ekki bara biðja um gott klapp fyrir þessum öfl­ugu ráð­herrum sem við eig­um,“ segir Bjarni og leiðir klappið af miklum móð.

Bláa birtan og Bjarni eru ein­hvern veg­inn orðin eitt. Eða svo virð­ist að minnsta kosti á tölvu­skjám þeirra sem fylgj­ast með setn­ing­ar­ræð­unni utan Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar. Bláum bjarma slær á hár Bjarna. Eins og hann hafi brillj­antín í því, rétt eins og kóng­ur­inn sjálf­ur, Elvis.

Fram­tíð­in.

Við munum nota næstu þrjú ár, fái ég nokkru um það ráð­ið, leggja til að skattar á fólk og fyr­ir­tæki verði lækk­aðir þannig að um muni. Við skulum láta næstu kosn­ingar snú­ast um til­lögur okkar sjálf­stæð­is­manna um lækkun skatta.“

For­mað­ur­inn minnir á grunn­stoðir flokks­ins; vinnu­semi, frelsi, og ábyrgð. „Hér erum við saman komin vegna þess að okkur þykir vænt um landið okkar og við vitum að sjálf­stæð­is­stefnan sam­einar þjóð­ina og gagn­ast öll­um, óháð stöðu eða upp­runa.

Sam­einuð og sam­taka, frjáls og sjálf­stæð, eru okkur allir vegir fær­ir, íslensku sam­fé­lagi og þjóð til heilla.“

Kæru vin­ir, segir Bjarni að lok­um. „Ég lýsi 44. lands­fund Sjálf­stæð­is­flokks­ins sett­an!“

Fund­ar­gestir hrópa. Klappa. Blístra. Flöss mynda­véla berg­mála um sal­inn undir takt­föstum fögn­uði er for­mað­ur­inn gengur niður af svið­inu.

Í bili.

Ekki hætta að hugsa um morg­un­dag­inn, syngur Fleetwood Mac í lag­inu Don‘t Stop sem fer að hljóma. Gær­dag­ur­inn er lið­inn, gær­dag­ur­inn er lið­inn.

Og innan fárra klukku­stunda, er úrslit í for­manns­kosn­ingu verða kynnt, ráð­ast póli­tísk örlög Bjarna Bene­dikts­son­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar