Kristrún íhugar formannsframboð

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Ef ég læt slag standa geri ég þetta ekki ein. Ég ætla að taka loka­á­kvörðun í sumar og reikna með að upp­lýsa hana eftir versl­un­ar­manna­helg­i,“ segir Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í við­tali í Frétta­blað­inu í dag. Þar greinir hún frá því að hún sé að „íhuga alvar­lega“ að bjóða sig fram til for­manns. Fyrst vilji hún heyra í félögum sínum í flokknum og kanna hvort fólk „vilji koma með í þetta stóra verk­efn­i“.

Logi Ein­ars­son, sem setið hefur sem for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar lengur en nokkur annar í rúm­lega 22 ára sögu flokks­ins, eða frá haustinu 2016, mun hætta sem for­maður á lands­fundi í októ­ber. Með því er hann að axla ábyrgð á slæ­legu gengi flokks­ins í síð­ustu þing­kosn­ingum þar sem hann tap­aði fylgi og fékk ein­ungis 9,9 pró­sent atkvæða. Frá þess­ari ákvörðun sinni greindi hann í við­tali við Frétta­blaðið 18. júní síð­ast­lið­inn.

Auglýsing

Kristrún og Dagur B. Egg­erts­son „borg­ar­stjóri og fyrr­ver­andi vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafa einkum verið nefnd sem mögu­legir arf­takar Loga. Kristrún segir við Frétta­blaðið að sér þyki vænt um að horft sé til hennar í þessu sam­bandi.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Mynd: Bára Huld Beck

„Við Dagur erum góðir vinir og vinnum vel sam­an,“ segir hún, aðspurð um hvort ákvörðun Dags, sem enn liggur ekki fyr­ir, myndi hafa áhrif á fram­boð henn­ar. „Hann mun taka sína ákvörðun út frá eigin brjóst­i.“

Logi sagði er hann til­kynnti um ákvörðun sína að hætta sem for­maður að það hefði orðið „aug­ljóst“ eftir þing­kosn­ing­arnar síð­asta haust að flokk­ur­inn hefði ekki upp­skorið það sem liðs­menn hans von­uð­ust eftir „og mér fannst þá gefið að ég myndi axla mín skinn […] Ég ætl­aði að hætta strax, en ég var hvattur til að bíða með þá ákvörð­un, að minnsta kosti um sinn“.

Nú væri hins vegar tíma­bært að greina frá ákvörð­un­inni. „Ég er að hætta sem for­maður af því að ég er sann­færður um að aðrir geti gert betur en ég.“

For­maður frá 2016

Logi hef­ur, líkt og áður sagði, verið for­­maður flokks­ins frá árinu 2016. Logi, þá eig­in­­lega algjör­­lega óþekktur í stjórn­­­málum utan heima­­byggð­­ar, hafði boðið sig fram til vara­­for­­manns á lands­fundi sama ár og unn­ið.

Auglýsing

Fimm mán­uðum síðar sagði Oddný Harð­­ar­dóttir af sér for­­mennsku til að axla ábyrgð á hörmu­­legu gengi í þing­­kosn­­ingum – flokk­­ur­inn fékk 5,7 pró­­sent atkvæða sem var og er versta frammi­staða hans í sög­unni – og Logi, eini kjör­dæma­kjörni þing­maður flokks­ins á þeim tíma, var allt í einu orð­inn for­­mað­­ur.

Í við­tali við Mann­líf árið 2019 sagði Logi að hann hafi „svo sem ekki verið að sækj­­ast eftir áhrifum eða leið­­toga­hlut­verki en ég enda þar.“ Hann var í kjöl­farið kall­aður útfar­­ar­­stjóri Sam­­fylk­ing­­ar­innar en óvæntar kosn­­ingar 2017 leiddu til þess að flokk­­ur­inn tvö­­fald­aði fylgi sitt og lifði fyrir vikið af.

Von­brigðin með árang­­ur­inn 2021 voru hins vegar mikil og aug­ljós. Tapað fylgi og næst versta nið­­ur­­staðan í 22 ára sögu flokks­ins stað­­reynd þrátt fyrir sam­fellda setu í stjórn­ar­and­stöðu frá vor­inu 2013.

Kjós­­­endur Sam­­­fylk­ing­­­ar­innar voru auk þess þeir kjós­­­endur sem voru minnst ánægðir með frammi­­­stöðu for­­­manns þess flokks sem þeir studdu í síð­­­­­ustu kosn­­­inga­bar­áttu. Ein­ungis 53,5 pró­­sent þeirra sögðu Loga hafa staðið sig vel.

Og þar ber ég ábyrgð

Á flokks­­stjórn­­­ar­fundi í mars síð­­ast­liðnum flutti Logi ræðu þar sem hann gerði upp von­brigð­in. „Ef við horfum gagn­rýnum augum inn á við er vafa­­laust hægt að leita skýr­inga víða; aðferðir við val á lista, mótun skila­­boða, sam­­skipta­hátt­um, mannauð og for­ystu flokks­ins. Og þar ber ég að sjálf­­sögðu ábyrgð.“ Á lands­fundi í októ­ber 2022 yrðu teknar „stórar ákvarð­­anir um fram­­tíð flokks­ins.“

Þessi orð voru túlkuð sem skýr vís­bend­ing um að for­­manns- og for­yst­u­­skipti væru framundan hjá Sam­fylk­ing­unni sem kom svo á dag­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent