Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal

Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.

Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg hefur ákveðið að nýta for­kaups­rétt sinn að fast­eign­inni Foss­vogs­bletti 2, sem stendur sunnan Foss­vogs­vegar fyrir botni Foss­vogs­dals, skammt frá Land­spít­al­anum í Foss­vogi. Reykja­vík­ur­borg kaupir í við­skipt­unum ein­býl­is­hús sem byggt var 1951 og geymslu­hús sem er á lóð­inni.

Borgin mun greiða 140 millj­ónir króna fyr­ir, en sam­þykkt var á fundi borg­ar­ráðs í síð­ustu viku að borgin myndi nýta for­kaups­rétt sinn að eign­inni. Um er að ræða erfða­festu­land sem borgin leigði Her­manni Jónassyni fyrr­ver­andi ráð­herra út til rækt­unar árið 1943.

Auglýsing

Fast­eigna­mat eign­anna við Foss­vogs­blett 2 er 69,1 milljón króna á þessu ári en verður 90,7 millj­ónir á næsta ári.

Fjár­festar voru búnir að ná sam­komu­lagi um kaup

Ísa­fold fjár­fest­ing­ar­fé­lag ehf., sem er meðal ann­ars í eigu Ólafs D. Torfa­sonar eig­anda Íslands­hót­ela og Bald­urs Þórs Vil­hjálms­son­ar, var búið að kom­ast að sam­komu­lagi um kaup á fast­eign­inni á áður­nefndar 140 millj­ónir króna, en borgin kaus að stíga inn í við­skiptin eins og hún átti rétt á, sam­kvæmt leigu­samn­ingi.

Hér sést glitta í einbýlishúsið við Fossvogsblett 2 á milli trjánna. Mynd: Google Maps

Kaup­samn­ingur Ísa­foldar fjár­fest­ing­ar­fé­lags og eig­enda fast­eign­anna var und­ir­rit­aður 2. júní en borgin til­kynnti form­lega þann 16. júní að hún ætl­aði sér að stíga inn í fast­eigna­við­skiptin og kaupa sjálf, með fyr­ir­vara um sam­þykkt borg­ar­ráðs. Það var svo sam­þykkt á fundi borg­ar­ráðs á fimmtu­dag­inn síð­asta að ganga inn í kaup­in.

Fram kemur í grein­ar­gerð sem lögð var fyrir borg­ar­ráð að landið sé skógi vaxið í dag og að því hafi verið skipt upp í Foss­vogs­blett 2 og Foss­vogs­blett 2A. Heild­ar­landið sem um ræðir er 1,25 hekt­arar eða 12.500 fer­metrar og er land hvors blettar jafn stórt, eða 6.250 fer­metrar hvor spilda.

Svæðið í heild sinni er skil­greint undir íbúa­byggð í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar, en megin göngu- og hjóla­leiðin um Foss­vogs­dal­inn liggur í jaðri lóð­ar­innar við Foss­vogs­blett 2.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent