Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði

Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.

Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Auglýsing

Kyn lög­manna hefur þýð­ingu, óháð kyni dóm­ara, og kven­kyns lög­menn eru lík­legri til að vinna mál í hér­aðs­dómi en karl­kyns lög­menn. Aldur dóm­ara virð­ist jafn­framt hafa þýð­ingu fyrir úrslit mála þannig að dóm­ar­ar, 50 ára og eldri, eru lík­legri til að dæma varn­ar­að­ila í vil.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri þver­fræði­leg íslenskri rann­sókn á sviði félags­fræði og lög­fræði sem birt­ist í nýjasta tölu­blaði tíma­rits­ins Stjórn­málum og stjórn­sýslu.

Í rann­sókn­inni eru tengsl kyn­ferðis og ald­urs dóm­ara og lög­manna við úrslit dóms­mála í hér­aði könn­uð. Að rann­sókn­inni standa Val­gerður Sól­nes, dós­ent við laga­deild Háskóla Íslands, Guð­björg Linda Rafns­dótt­ir, pró­fessor við félags­fræð­i-, mann­fræði- og þjóð­fræði­deild Háskóla Íslands, Bene­dikt Boga­son, pró­fessor við laga­deild Háskóla Íslands og Kjartan Víf­ill Iver­sen, rann­sókna­maður við hjúkr­un­ar­fræði­deild Háskóla Íslands.

Í fyrsta sinn sem tengsl kyns og ald­urs dóm­ara og lög­manna í hér­aði við úrslit dóms­mála eru könnuð

Þetta er í fyrsta sinn sem rann­sakað er hér á landi með kerf­is­bundnum hætti hvort og þá hvaða tengsl séu á milli kyn­ferðis og ald­urs dóm­ara og mál­flytj­enda ann­ars vegar og nið­ur­staðna dóms­úr­lausna hins veg­ar. Rann­sóknin laut að því að greina upp­lýs­ingar um kyn­ferði og aldur dóm­ara og mál­flytj­enda í þeim dóms­úr­lausnum í einka­mál­um, sem kærðar hafa verið eða áfrýjað til Hæsta­réttar og Lands­rétt­ar, á tíu ára tíma­bili.

Auglýsing
Rannsakað var hvort tengsl væru á milli þess­ara þátta og úrslita dóms­mál­anna. Nið­ur­stöður hennar gefa til kynna að kyn lög­manna hafi þýð­ingu, óháð kyni dóm­ara, og að kven­kyns mál­flytj­endur til sóknar og varnar auki líkur á að mál falli umbjóð­endum þeirra í vil. Aldur dóm­ara virð­ist jafn­framt hafa þýð­ingu fyrir úrslit mála þannig að dóm­ar­ar, 50 ára og eldri, séu lík­legri til að dæma varn­ar­að­ila í vil, óháð öðrum þátt­um.

Enn hallar á konur í lög­mennsku

Rann­sak­aðar voru dóms­úr­lausnir í einka­málum sem kærðar hafa verið eða áfrýjað til Hæsta­réttar og Lands­rétt­ar, á tíu ára tíma­bili, frá 1. jan­úar 2019 til 31. des­em­ber 2019. Í ljósi þess að færri konur hafa gegnt störfum dóm­ara og lög­manna og að enn hallar á konur í lög­mennsku er mik­il­vægt að rann­saka tengsl kyn­ferðis og dóms­úr­lausna að mati rann­sak­enda.

Starfs­stétt lög­fræð­inga ein­skorð­að­ist nær ein­göngu við karla til að byrja með en undir lok 20. aldar og í byrjun 21. aldar hafa konur í auknum mæli sóst eftir menntun og störfum í starfs­stétt lög­fræð­inga. Í rann­sókn­inni er bent á að árið 2019 útskrif­uð­ust 127 nem­endur með meistara­gráðu í lög­fræði frá íslenskum háskól­um, þar af 76 konur og 51 karl. Konur voru þannig 60% braut­skráðra nem­enda með meist­ara­próf í lög­fræði það ár. Á hinn bóg­inn hefur konum ekki fjölgað jafn hratt meðal starf­andi lög­manna og full­trúa á lög­manns­stof­um.

Hvað varðar kyn dóm­ara voru 42 karlar og 23 konur dóm­arar árið 2019. Þar af voru í Hæsta­rétti sjö karlar og ein kona, í Lands­rétti átta karlar og sjö konur og hjá hér­aðs­dóm­stól­unum 27 karlar og 15 konur dóm­ar­ar. „Á þessu var gerð brag­ar­bót árið 2020 með skipun tveggja kvenna í dóm­ara­emb­ætti við Hæsta­rétt, en eftir það sátu í Hæsta­rétti þrjár konur og fjórir karl­ar,“ segir í grein rann­sak­enda.

Nið­ur­stöð­urnar kalla á frek­ari rann­sóknir

Í rann­sókn­inni var gerð grein­ing á þeim dóms­úr­lausnum í einka­málum sem kærðar hafa verið eða áfrýjað til Hæsta­réttar og Lands­réttar á tíu ára tíma­bili og gögnum safnað um kyn­ferði og aldur dóm­ara og mál­flytj­enda í þessum mál­um. Spurt var hvort tengsl væru á milli kyn­ferðis og ald­urs ann­ars vegar og úrslita dóms­mál­anna hins veg­ar.

Eins og fyrr segir gefa nið­ur­stöð­urnar til kynna að það að vera kven­kyns mál­flytj­andi til sóknar og varnar eykur líkur á að mál falli umbjóð­and­anum í vil. Aldur dóm­ara virð­ist jafn­framt hafa tengsl við úrslit mála í þá veru að dóm­arar sem eru 50 ára eða eldri virð­ast hafa til­hneig­ingu til að dæma frekar varn­ar­að­ila í vil en dóm­arar sem eru 49 eða yngri.

Rann­sak­endur segja nið­ur­stöð­urnar athygl­is­verðar og kalli á frek­ari rann­sóknir á því hvað veld­ur. „Þar sem mikið er fjallað stöðu íslenskra kvenna á kynja­bilskvarð­anum sem stjórn­völd hafa nýtt til að vekja jákvæða athygli á landi og þjóð, þrátt fyrir aug­ljósa van­kanta kvarð­ans, þá væri t.d. áhuga­vert að gera sam­an­burð­ar­rann­sókn á nið­ur­stöð­unum hér á landi og í þeim löndum þar sem heild­ar­skor kvenna á kynja­bilskvarð­anum er ekki eins gott,“ segir í grein rann­sak­enda.

Ekki ljóst hvað veldur því að kven­kyns lög­menn skili betri árangri

Þá hvetja rann­sak­endur til að þær spurn­ingar sem upp vakna við nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar verði rann­sak­aðar frek­ar. „Til dæmis svarar rann­sóknin því ekki af hverju kven­kyns mál­flytj­endur skili betri árangri fyrir dóm­stólum eða hvað það þýði að eldri dóm­arar séu lík­legri til að dæma varn­ar­að­ila í vil en þeir sem yngri eru,“ segir í grein rann­sak­enda.

Með rann­sókn­inni og nið­ur­stöðum hennar vona höf­undar að nið­ur­stöð­urnar gagn­ist umræð­unni um starf­semi dóm­stóla og jafn­rétti og hvetji til frek­ari rann­sókna á því sviði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent