Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar

Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.

hagvxtefgeysir.jpg
Auglýsing

Hag­stofa Íslands segir að horfur séu á því að hag­vöxtur verði 5,1 pró­sent í ár og 2,9 pró­sent á næsta ári, sam­kvæmt nýrri þjóð­hags­spá sem birt var í dag.

Þetta er öllu kröft­ugri hag­vöxtur en stofn­unin gerði ráð fyrir í síð­ustu þjóð­hags­spá sinni, sem sett var fram undir lok mars. Þá var búist við 4,6 pró­senta hag­vexti á þessu ári og 2,7 pró­senta hags­vexti árið 2023.

Auglýsing

Ferða­menn hafa verið fleiri það sem af er ári en búist hafði verið við og nú er búist við því að um 1,6 milljón ferða­manna sæki landið heim í ár, en fyrri spá frá því í mars gerði ráð fyrir því að fjöldi þeirra yrði um 1,4 millj­ón­ir.

Í þjóð­hags­spánni segir að inn­lend eft­ir­spurn hafi reynst kröftug það sem af er ári, en óvissa um verð­bólgu­horfur inn­an­lands og erlendis hafi auk­ist. Verð­bólgu­horfur eru nú tals­vert verri en þær voru í síð­ustu útgáfu þjóð­hags­spár. Þá var gengið út frá því að verð­bólgan yrði að með­al­tali 5,9 pró­sent á árinu og myndi hjaðna niður í 3,5 pró­sent á næsta ári.

Nú er gert hins vegar gert ráð fyrir því að verð­bólga verði 7,5 pró­sent að með­al­tali í ár, 4,9 pró­sent árið 2023 og 3,3 pró­sent árið 2024. Eftir það er gert ráð fyrir því að verð­bólgan nálgist 2,5 pró­senta verð­bólgu­mark­mið Seðla­bank­ans.

Vöru- og þjón­ustu­jöfn­uður var nei­kvæður um sem nemur 3 pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu á fyrsta árs­fjórð­ungi og segir Hag­stofan nú horfur á nei­kvæðum afgangi á árinu sem nemur 1,2 pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu.

Auglýsing

Í fyrri þjóð­hags­spá var gert ráð fyrir 0,1 pró­sent afgangi og segir stofn­unin mun­inn að miklu leyti stafa af verri við­skipta­kjörum en áður var gert ráð fyr­ir.

Hag­stofan segir spennu á vinnu­mark­aði hafa auk­ist með auknum efna­hags­um­svif­um, að spurn eftir starfs­fólki sé mikil og býst stofn­unin við að atvinnu­leysi verði áfram lágt næstu árin, eða á bil­inu 3,7-3,8 pró­sent að með­al­tali út árið 2024.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent