Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið

Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.

Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Auglýsing

Síð­degis á föstu­dag, þann 24. júní, var til­kynnt um að rík­is­stjórn Íslands hefði skipað nýjan stýri­hóp fjög­urra ráðu­neyta; for­sæt­is­ráðu­neyt­is, fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytis og heil­brigð­is­ráðu­neyt­is, undir stjórn félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is. Hlut­verk hóps­ins á að vera að hafa yfir­sýn yfir vinnu félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins er snýr að end­ur­skoðun á örorku­líf­eyr­is­kerf­inu í sam­ræmi við áherslur í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ekki var send til­kynn­ing á fjöl­miðla vegna þess­arar skip­unar líkt og venja er þegar skip­aðir eru hópar til að fara yfir stór sam­fé­lags­leg verk­efni. Auk þess hefur það tíðkast lengi hjá stjórn­völdum að til­kynna um ákvarð­anir sem gætu verið óvin­sælar í ýmsum hópum á þessum tíma, seint á föstu­degi þegar sam­fé­lagið er að hefja helg­ar­frí.

Umræddur stýri­hópur á að starfa lengi, í tæp tvö ár. Hann á að halda utan um yfir­lit yfir aðgerðir og fram­gang tíma­settrar verk­efna­á­ætl­unar ráðu­neyt­anna og skila grein­ar­gerð um störf hóps­ins í lok skip­un­ar­tíma síns, sem er 1. júní 2024.

Auglýsing
Umdeilt fólk situr í hópn­um. Stein­grímur J. Sig­fús­son, fyrr­ver­andi for­maður Vinstri grænna sem hefur gegnt mörgum ráð­herra­emb­ættum og var for­seti Alþingis á síð­asta kjör­tíma­bili, hefur verið skip­aður for­maður stýri­hóps­ins.  Hann hætti á þingi í fyrra eftir 38 ára þing­­setu en Stein­grímur verður 67 ára í ágúst næst­kom­andi, og nær þá hefð­bundnum eft­ir­launa­aldri. 

„Mér er óglatt svo ekki sė meira sagt“

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Stein­grímur er skip­aður í hóp á vegum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hann leiddi einnig svo­kall­aðan sprett­hóp sem flokks­­systir hans, Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir mat­væla­ráð­herra skip­aði fyrr í þessum mán­uði. Hóp­ur­inn skil­aði Svandísi til­­lögum og val­­kosta­­grein­ingu vegna alvar­­legrar stöðu í mat­væla­fram­­leiðslu á Íslandi sökum þess að verð á aðföngum til bænda hefur hækkað gríð­­ar­­lega eftir inn­­rás Rússa í Úkra­ín­u. 

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, deildi frétt um skipan Stein­gríms fyrr í dag og skrif­aði í upp­færslu á Face­book: „Er þetta eitt­hvert grín ? Það er ekki eins og þessi ein­stak­lingur hafi ekki haft þús­und­föld tæki­færi og völd til að leið­rétta sví­virði­lega með­ferð stjórn­valda á öryrkjum og fram­færslu þeirra. Mér er óglatt svo ekki sė meira sag­t.“

Auk Stein­gríms sitja í hópnum Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem sat meðal ann­ars í nefnd um end­ur­skoðun almanna­trygg­inga­kerf­is­ins sem skil­aði af sér skýrslu árið 2016 eftir þriggja ára vinnu, er einnig í hópnum ásamt Eygló Harð­ar­dótt­ur, fyrr­ver­andi þing­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins og félags­mála­ráð­herra um nokk­urra ára skeið þar sem hún fór meðal ann­ars með mál­efni almanna­trygg­inga­kerf­is­ins. Fjórði með­lim­ur­inn er svo Henný Hinz, aðstoð­­ar­­maður rík­­is­­stjórn­­­ar­innar á sviði vinn­u­­mark­aðs-, efna­hags- og lofts­lags­­mála.

Rík áhersla á val

Fyrir stýri­hóp­inn mun starfa sér­fræð­ingateymi sem vinnur að und­ir­bún­ingi, útfærslum og inn­leið­ingu breyt­inga á greiðslu- og þjón­ustu­kerfi almanna­trygg­inga fyrir ein­stak­linga með mis­mikla starfs­getu eða heilsu­brest sem hefur áhrif á starfs­getu við­kom­andi með áherslu á starfsend­ur­hæf­ingu og aukna mögu­leika til þátt­töku á vinnu­mark­aði.

Klara Briem, verk­efn­is­stjóri í félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyti, mun leiða vinnu sér­fræð­ingateym­is­ins og vera tengiliður við stýri­hóp ráðu­neyt­anna. Áhersla á að vera á víð­tækt sam­ráð við helstu hags­muna­að­ila, stofn­an­ir, önnur ráðu­neyti og aðra hlut­að­eig­andi eftir því sem við á.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar segir að mál­efni örorku­líf­eyr­is­þega verði tekin til end­ur­skoð­unar á kjör­tíma­bil­inu með það að mark­miði að bæta lífs­kjör og lífs­gæði fólks með skerta starfs­orku. „Sér­stak­lega verður horft til þess að bæta afkomu og mögu­leika til virkni, mennt­unar og atvinnu­þátt­töku á eigin for­send­um. Lögð verður rík áhersla á val ein­stak­linga til að taka þátt í nýju kerfi. Sátt­máli Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks verður lög­festur og sett á fót ný Mann­rétt­inda­stofn­un.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent