Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn

Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.

Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Auglýsing

Sam­kvæmt nýrri könnun Mask­ínu á fylgi flokka munar ein­ungis einu pró­sentu­stigi á fylgi Sjálf­stæð­is­flokks ann­ars vegar og Fram­sókn­ar­flokks hins veg­ar. Fram­sókn mælist með 18,3 pró­sent fylgi, sem er einu pró­sentu­stigi yfir kjör­fylgi flokks­ins, en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með 19,3 pró­sent fylgi, sem er 5,1 pró­sentu­stigi undir því sem hann fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber í fyrra. Nú hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn líka mælst með undir 20 pró­sent fylgi í nýlegum könn­unum allra þriggja könn­un­ar­fyr­ir­tækj­anna sem mæla fylgi stjórn­mála­flokka reglu­lega: Gallup, Pró­sents og Mask­ín­u. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í mestum vand­ræðum við að ná til ungs fólks, en fylgi hans hjá 18 til 39 ára er 14,3 til 14,7 pró­sent. Hjá yngsta ald­urs­hópn­um, 18 til 29 ára, er flokk­ur­inn fjórði stærst­ur. Fram­sókn, Píratar og Sam­fylk­ingin njóta meiri stuðn­ings þar en hann.

Fram­sókn vin­sæl hjá ungu fólki

Raunar er Fram­sókn að sækja stærstan hluta fylgis síns til ungs fólks. Hann nýtur stuðn­ings yfir 20 pró­sent kjós­enda hjá 18 til 39 ára. 

Auglýsing
Þriðji stjórn­ar­flokk­ur­inn, Vinstri græn, mælist með 8,5 pró­sent í könnun Mask­ínu sem er svipað og flokk­ur­inn hefur verið að mæl­ast með í könn­unum Gallup og Pró­sents und­an­far­ið. Flokkur for­sæt­is­ráð­herra hefur sam­kvæmt því tapað þriðj­ungi fylgis síns frá síð­ustu kosn­ingum og mælist nú fimmti stærsti flokk­ur­inn á Alþingi. Eini flokk­ur­inn sem skil­greinir sig vinstra megin við Vinstri græn á hinum hefð­bundna vinstri-hægri ás stjórn­mál­anna, Sós­í­alista­flokkur Íslands, mælist litlu minni sam­kvæmt Mask­ínu. Fylgi hans er nú 6,1 pró­sent. 

Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja mælist 46,2 pró­sent en var 54,3 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Þeir hafa því tapað 8,1 pró­sentu­stigi á kjör­tíma­bil­inu og meiri­hluti þeirra yrði í hættu ef kosið yrði í dag, og nið­ur­staðan væri í takt við könnun Mask­ínu.

Þrír and­stöðu­flokkar bætt við sig tíu pró­sentu­stigum

Þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar hafa verið að mæl­ast með aukið fylgi í öllum könn­unum und­an­farna mán­uði: Pírat­ar, Sam­fylk­ing og Við­reisn. Sömu sögu er að segja í könnun Mask­ínu. Þar mælist fylgi Pírata 14,6 pró­sent, Sam­fylk­ingar 13,4 pró­sent og Við­reisnar 8,8 pró­sent. Allir flokk­arnir mæl­ast yfir kjör­fylgi. Píratar myndu bæta mestu við sig frá síð­ustu kosn­ing­um, eða sex pró­sentu­stig­um. Eng­inn einn flokkur mælist með meira við­bót­ar­fylgi. Sam­fylk­ingin myndi bæta við sig 3,5 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ing­um, en for­manns­skipti eru framundan hjá þeim flokki í haust. Við­reisn mælist nú hálfu pró­sentu­stigi yfir kjör­fylgi. Sam­eig­in­legt fylgi þess­ara þriggja flokka hefur því auk­ist um tíu pró­sentu­stig frá því í sept­em­ber 2021 og mælist nú 36,8 pró­sent. 

Tveir flokkar í stjórn­ar­and­stöðu tapa fylgi frá síð­ustu kosn­ing­um, Flokkur fólks­ins sem mælist með 6,3 pró­sent fylgi og Mið­flokk­ur­inn með 4,7 pró­sent fylg­i. 

Könn­unin var gerð dag­anna 1. til 23. júní og svar­endur voru 1.658 tals­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent