Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur

Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.

Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Auglýsing

Íbúar Þýska­lands sem og ferða­menn sem sækja landið heim gefst nú kostur á að kaupa hinn svo­kall­aða níu evru miða sem gildir í nán­ast allar teg­undir svæð­is­bund­inna almenn­ings­sam­gangna þar í landi, og það í heilan mán­uð. Níu evrur jafn­gilda tæpum 1300 krón­um. Mið­inn í almenn­ings­sam­göngur innan þýskra borga, svo sem í neð­an­jarð­ar­lest­ir, spor­vagna og stræt­is­vagna sem og í lestum sem ganga á milli borga innan sama sam­bands­rík­is. Níu evru mið­inn hefur staðið fólki til boða frá upp­hafi júní­mán­aðar og gildir út ágúst. Þannig gefst fólki kostur á að ferð­ast með almenn­ings­sam­göngum innan Þýska­lands í alls þrjá mán­uði fyrir ekki nema 27 evr­ur, eða tæpar 3800 krón­ur.

Stjórn­völd hafa eyrna­merkt þessu sam­göngu­átaki 2,5 millj­arða evra, upp­hæð sem sam­svarar 350 millj­örðum króna en níu evru mið­inn var sam­þykktur á þýska sam­bands­þing­inu í síð­ari hluta maí. Níu evru mið­inn er hluti af aðgerða­pakka stjórn­valda sem ætlað er að styðja við bakið á þýskum almenn­ingi á tímum hækk­andi verð­bólgu. Með þessu vilja stjórn­völd stuðla að umhverf­is­vænni sam­göngu­venjum og draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis en verð þess hefur hækkað umtals­vert frá því inn­rás Rússa inn í Úkra­ínu.

Auglýsing

Vitnað er til orða sam­göngu­ráð­herra Þýska­lands, Vol­ker Wiss­ing, í umfjöllun Deutsche Welle um sam­göngu­átak­ið, en í maí­mán­uði sagði hann: „Allir sem nota almenn­ings­sam­göngur hjálpa til við að venja okkur af orku sem keypt er frá Rúss­landi sem og færa okkur nær kolefn­is­hlut­leysi.“

Gildir ekki í hrað­lestir

Líkt og áður seg­ir, gildir mið­inn aðeins í svæð­is­bundnar almenn­ings­sam­göng­ur. Tölu­verða útsjón­ar­semi þarf því ef fólk ætlar að leggja af stað í lang­ferð með svæð­is­bundnu lest­unum en mið­inn gildir ekki í hrað­lestum Þýska­lands. Þrátt fyrir það geta hand­hafar skot­ist til nokk­urra borga sem ekki eru í Þýska­landi. Þannig má ferð­ast með svæð­is­lest Bæj­ara­lands til Salz­burg og Kuf­stein í Aust­ur­ríki. Sömu­leiðis geta hand­hafar mið­ans tekið lest frá Aachen, vest­ustu borgar Þýska­lands, til nokk­urra áfanga­staða í Hollandi og Belg­íu.

Mið­inn gildir frá fyrsta degi hvers mán­aðar til loka hans, þar af leið­andi gildir níu evru miði sem keyptur er í dag ein­ungis fram á fimmtu­dag, 30. júní. Það eru samt sem áður kosta­kjör, stök ferð frá Brand­en­borg­ar­flug­velli á aðal­lest­ar­stöð­ina í Berlín kostar 3 evrur og 80 sent, um 530 krón­ur, og stök ferð í neð­an­jarð­ar­lest Berlín­ar, U-Ba­hn, kostar þrjár evrur eða um 420 krón­ur.

Betri sam­göngur frekar en ódýr­ari

Skiptar skoð­anir eru uppi í Þýska­landi um þetta útspil stjórn­valda. Tals­kona sam­taka ferða­þjón­ust­unnar í Þýska­landi, Huberta Sasse, segir í sam­tali við Deutsche Welle að ódýr far­gjöld muni ekki hafa langvar­andi áhrif á notkun almenn­ings­sam­gangna í Þýska­landi. Betra væri að styrkja inn­viði almenn­ings­sam­gangna, koma á betri teng­ingum á milli borga og fjölga ferð­um. Nú nota um þrettán millj­ónir Þjóð­verja svæð­is­bundnar lestir á leið sinni í og úr vinnu eða skóla á degi hverj­um. Þessir not­endur hafa reglu­lega kvartað yfir troð­fullum lest­um, lélegri þjón­ustu, sein­k­unum og nið­ur­fell­ingu ferða.

Þá er útlit fyrir að níu evru mið­inn muni helst nýt­ast íbúum borga en ekki þeim íbúum strjál­býlli svæða sem hafa litla mögu­leika á að nota almenn­ings­sam­göng­ur.

Gengið vonum framar

Að sögn sam­göngu­ráð­herr­ans Wiss­ing hefur níu evru mið­inn gengið vonum fram­ar. Í sam­tali við Der Spi­egel í vik­unni sagði hann stjórn­völd í mörgum sam­bands­ríkjum hafa verið hik­andi í upp­hafi og jafn­vel ekki viljað taka mið­ann í gagnið en nú sé komið annað hljóð í strokk­inn og flestir vilja halda verð­inu í sama horfi.

Þrátt fyrir stuðn­ing Græn­ingja og Jafn­að­ar­manna við fram­leng­ingu níu evru mið­ans verða þessi kosta­kjör ekki fram­lengd. Það er fyrst og fremst vegna mik­ils kostn­aðar sem fylgir sam­göngu­átak­inu en hann nemur yfir millj­arði evra á mán­uði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent