Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast

Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.

Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Auglýsing

Fjöldi þeirra sem er með sjón­­­varp yfir IP-­­­net, sem er það sjón­­­varp sem miðlað er í gegnum ADSL- eða ljós­­­leið­­­ara­teng­ingar í mynd­lykla sem leigðir eru af fjar­­­skipta­­­fyr­ir­tækj­um, hefur fækkað umtals­vert á und­an­­­förnum árum sam­hliða því að streym­isveitur á borð við Net­fl­ix, Amazon Pri­me, Viaplay  og Dis­ney+ hófu inn­­­reið sína inn á íslenskan sjón­­­varps­­­mark­að. Hægt er að horfa á slíkar í gegnum öpp á sjón­­­varpi og öðrum tækjum án þess að mynd­lykil þurfi til. 

Tvö fyr­ir­tæki bjóða upp á mynd­lykla til að horfa á sjón­­varp yfir IP-­­net, Sím­inn og Voda­fo­ne, sem er hluti af Sýn­ar­sam­stæð­unni. Um mitt ár 2017 voru 103.205 áskrif­endur að sjón­­varpi yfir IP-­­net. Í lok árs 2020 var sá fjöldi kom­inn niður í 84.798. Þeim sem velja þá leið til að miðla sjón­­varpi hefur því um tæp 18 pró­­sent á fjóru og hálfu ári. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði­skýrslu Fjar­skipta­stofu um fjar­­skipta­­mark­að­inn sem sýnir stöð­una í lok árs 2021.

Auglýsing

Báðir risarnir tapa áskrif­endum

Sím­inn, sem rekur sjón­­varps­­þjón­ust­una Sjón­­varp Sím­ans, hefur þó styrkt stöðu sína á þeim tíma þótt hann hafi tapað nokkur þús­und við­skipta­vinum og er nú með 63 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild í sjón­­varpi yfir IP-­­net. Það er um tíu pró­­sent­u­­stigum meiri hlut­­deild en fyr­ir­tækið var með um mitt ár 2017. Áskrif­endum Sím­ans er þó að fækka og voru tæp­lega 4.500 færri í lok árs 2021 en tveimur árum áður. Þeir voru 53.421 um síð­ustu ára­mót.

Það tap sem orðið hefur á mynd­lykla­á­­skrif­endum hefur að mestu orðið hjá Voda­fo­ne, sem selur sjón­­varps­á­­skrift að Stöð 2 og hlið­­ar­­stöðvum henn­­ar. Um mitt ár 2017 var fjöldi áskrif­enda að mynd­lyklum Voda­fone 41.423 en í lok síð­ast árs var sá fjöldi kom­inn niður í 31.377. Áskrif­endum hefur því fækkað um rúm­lega tíu þús­und á tíma­bil­inu, eða um tæp­­lega fjórð­ung. 

Við bæt­ist að Sýn keypti 365 miðla á árinu 2017, en síð­­­ar­­nefnd fyr­ir­tækið var með 5.914 áskrif­endur að sjón­­varpi yfir IP-­­net um mitt það ár. Þegar sá fjöldi er tekin með í reikn­ing­inn hefur áskrif­endum Voda­fone fækkað um þriðj­ung. Mark­aðs­hlut­­deild Voda­fone er nú 37 pró­­sent. 

Vert er að taka fram að hægt er að vera áskrif­andi að sjón­varps­þjón­ustu án þess að leigja mynd­lykil með því að nálg­ast hana í gegnum app. Engar tölur eru í skýrslu Fjar­skipta­stofu um heild­ar­fjölda áskrif­enda hjá Sím­anum eða Sýn.

Sjón­varps­tekjur hafa rokið upp á fáum árum

Í skýrslu Fjar­­skipta­­stofu er einnig fjallað um heild­­ar­­tekjur af fjar­­skipta­­starf­­semi. Í þeirri sam­an­­tekt kemur í ljós að þær hafa auk­ist umtals­vert á síð­­­ustu árum.

Árið 2017 voru heild­ar­tekjur sem féllu til vegna fjar­skipta­starf­semi hér­lendis 57,4 millj­arðar króna. Í fyrra voru þær 72,4 millj­arðar króna. Þær hafa því auk­ist um 26 pró­sent á fjórum árum. 

Lang­mestu munar um nýja tekjur vegna sjón­varps­þjón­ustu. Þær voru 3,8 millj­arðar króna á árinu 2017 en 14,9 millj­arðar króna í fyrra. Því eru 11,1 millj­arður króna af þeim við­bótar 15 millj­arða króna tekjum sem fjar­skipta­fyr­ir­tækin tóku til sín í fyrra í sam­an­burði við árið 2017 vegna sjón­varps­þjón­ustu, eða 74 pró­sent. 

Vert er að taka fram að í milli­­­tíð­inni keypti Sýn fjölda ljós­vaka­miðla af 365 miðlum og Sím­inn hefur bætt veru­­lega í þá þjón­­ustu sem hann selur undir hatti Sjón­­varps Sím­ans. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent