Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast

Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.

Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Auglýsing

Fjöldi þeirra sem er með sjón­­­varp yfir IP-­­­net, sem er það sjón­­­varp sem miðlað er í gegnum ADSL- eða ljós­­­leið­­­ara­teng­ingar í mynd­lykla sem leigðir eru af fjar­­­skipta­­­fyr­ir­tækj­um, hefur fækkað umtals­vert á und­an­­­förnum árum sam­hliða því að streym­isveitur á borð við Net­fl­ix, Amazon Pri­me, Viaplay  og Dis­ney+ hófu inn­­­reið sína inn á íslenskan sjón­­­varps­­­mark­að. Hægt er að horfa á slíkar í gegnum öpp á sjón­­­varpi og öðrum tækjum án þess að mynd­lykil þurfi til. 

Tvö fyr­ir­tæki bjóða upp á mynd­lykla til að horfa á sjón­­varp yfir IP-­­net, Sím­inn og Voda­fo­ne, sem er hluti af Sýn­ar­sam­stæð­unni. Um mitt ár 2017 voru 103.205 áskrif­endur að sjón­­varpi yfir IP-­­net. Í lok árs 2020 var sá fjöldi kom­inn niður í 84.798. Þeim sem velja þá leið til að miðla sjón­­varpi hefur því um tæp 18 pró­­sent á fjóru og hálfu ári. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði­skýrslu Fjar­skipta­stofu um fjar­­skipta­­mark­að­inn sem sýnir stöð­una í lok árs 2021.

Auglýsing

Báðir risarnir tapa áskrif­endum

Sím­inn, sem rekur sjón­­varps­­þjón­ust­una Sjón­­varp Sím­ans, hefur þó styrkt stöðu sína á þeim tíma þótt hann hafi tapað nokkur þús­und við­skipta­vinum og er nú með 63 pró­­sent mark­aðs­hlut­­deild í sjón­­varpi yfir IP-­­net. Það er um tíu pró­­sent­u­­stigum meiri hlut­­deild en fyr­ir­tækið var með um mitt ár 2017. Áskrif­endum Sím­ans er þó að fækka og voru tæp­lega 4.500 færri í lok árs 2021 en tveimur árum áður. Þeir voru 53.421 um síð­ustu ára­mót.

Það tap sem orðið hefur á mynd­lykla­á­­skrif­endum hefur að mestu orðið hjá Voda­fo­ne, sem selur sjón­­varps­á­­skrift að Stöð 2 og hlið­­ar­­stöðvum henn­­ar. Um mitt ár 2017 var fjöldi áskrif­enda að mynd­lyklum Voda­fone 41.423 en í lok síð­ast árs var sá fjöldi kom­inn niður í 31.377. Áskrif­endum hefur því fækkað um rúm­lega tíu þús­und á tíma­bil­inu, eða um tæp­­lega fjórð­ung. 

Við bæt­ist að Sýn keypti 365 miðla á árinu 2017, en síð­­­ar­­nefnd fyr­ir­tækið var með 5.914 áskrif­endur að sjón­­varpi yfir IP-­­net um mitt það ár. Þegar sá fjöldi er tekin með í reikn­ing­inn hefur áskrif­endum Voda­fone fækkað um þriðj­ung. Mark­aðs­hlut­­deild Voda­fone er nú 37 pró­­sent. 

Vert er að taka fram að hægt er að vera áskrif­andi að sjón­varps­þjón­ustu án þess að leigja mynd­lykil með því að nálg­ast hana í gegnum app. Engar tölur eru í skýrslu Fjar­skipta­stofu um heild­ar­fjölda áskrif­enda hjá Sím­anum eða Sýn.

Sjón­varps­tekjur hafa rokið upp á fáum árum

Í skýrslu Fjar­­skipta­­stofu er einnig fjallað um heild­­ar­­tekjur af fjar­­skipta­­starf­­semi. Í þeirri sam­an­­tekt kemur í ljós að þær hafa auk­ist umtals­vert á síð­­­ustu árum.

Árið 2017 voru heild­ar­tekjur sem féllu til vegna fjar­skipta­starf­semi hér­lendis 57,4 millj­arðar króna. Í fyrra voru þær 72,4 millj­arðar króna. Þær hafa því auk­ist um 26 pró­sent á fjórum árum. 

Lang­mestu munar um nýja tekjur vegna sjón­varps­þjón­ustu. Þær voru 3,8 millj­arðar króna á árinu 2017 en 14,9 millj­arðar króna í fyrra. Því eru 11,1 millj­arður króna af þeim við­bótar 15 millj­arða króna tekjum sem fjar­skipta­fyr­ir­tækin tóku til sín í fyrra í sam­an­burði við árið 2017 vegna sjón­varps­þjón­ustu, eða 74 pró­sent. 

Vert er að taka fram að í milli­­­tíð­inni keypti Sýn fjölda ljós­vaka­miðla af 365 miðlum og Sím­inn hefur bætt veru­­lega í þá þjón­­ustu sem hann selur undir hatti Sjón­­varps Sím­ans. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent