Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar

Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.

sími
Auglýsing

Far­síma­á­skriftum á Íslandi fjölg­aði á ný í fyrra eftir að hafa fækkað á árinu 2020. Það var í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem það gerð­ist og nokkuð ljóst að ástæða þess var kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn.

Alls voru áskrift­irnar 497.019 um síð­ustu ára­mót og þeim fjölg­aði um 4,5 pró­sent milli ára. ­Sam­hliða þess­ari þróun stórjuk­ust tekjur fjar­skipta­fyr­ir­tækja vegna far­síma­þjón­ustu. Þær voru 14 millj­arðar króna árið 2020 en 17,5 millj­arðar króna í fyrra. Alls juk­ust heild­ar­tekjur fyr­ir­tækj­anna um 6,1 millj­arð króna í fyrra og voru 72,4 millj­arðar króna. Aukn­ingin í far­síma­tekjum var því ábyrg fyrir 57 pró­sent af allri tekju­aukn­ing­unni.

Þrjú fyr­ir­tæki – Sím­inn, Voda­fone sem til­heyrir Sýn-­sam­stæð­unni og Nova – skipta far­síma­mark­að­inum bróð­ur­lega á milli sín. Sam­an­lögð mark­aðs­hlut­deild þess­ara þriggja fyr­ir­tækja var 95,7 pró­sent á síð­asta ári. Það er nán­ast sama hlut­deild og þau höfðu ári áður. 

Auglýsing
Athyglisvert er að mark­aðs­hlut­deild hvers fyr­ir­tækis hefur varla hagg­ast árum sam­an. Sím­inn er stærstur á mark­að­inum með 36,8 pró­sent við­skipta­vina, Nova kemur þar næst með 32,7 pró­sent og Voda­fone er minnstur risanna þriggja með 26,2 pró­sent hlut­deild. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði­skýrslu Fjar­skipta­stofu um fjar­­skipta­­mark­að­inn sem sýnir stöð­una í lok árs 2021.

Snjall­síma­bylt­ingin

Fyrsta aðgeng­i­­lega töl­fræð­i­­skýrsla Fjar­skipta­stofu, sem hét áður Póst- og fjar­­skipta­­stofn­un, um fjar­­skipta­­mark­að­inn kom út árið 2005. Þar voru birtar tölur um fjölda skráðra GSM-á­­skrifta aftur til árs­ins 1994, þegar þær voru 2.119 tals­ins. Næstu árin fjölg­aði þeim jafnt og þétt og voru orðnar 284.521 árið 2005. 

­

­Með snjall­síma­­bylt­ing­unni, sem kom til eftir að fyrsti iPho­ne-inn var kynntur til leiks sum­­­arið 2007, breyt­ist hlut­verk sím­ans umtals­vert og hann fór að nýt­­ast í mun fleiri hluti en áður. Nú til dags er þessi litla tölva í vasa okkar flestra helsta tækið sem notað er til að nálg­­ast afþr­ey­ingu, sam­­fé­lags­miðla og frétt­­ir. Hún er auk þess mynda­­vél, halla­­mál, veð­­ur­fræð­ing­­ur, nær­ing­­ar­ráð­gjafi og ýmis­­­legt ann­að. 

Árið 2007 var heild­­ar­­fjöldi GSM-á­­skrifta kom­inn í tæp­­lega 312 þús­und hér­­­lend­­is. Árið 2010 var fjöld­inn kom­inn í 375 þús­und og 2014 fór hann yfir 400 þús­und. 

Fjöld­inn náði því að vera tæp­­lega 476 þús­und árið 2019 en, líkt og áður sagði, skrapp hann saman árið 2020 í fyrsta sinn frá því að farið var að halda utan um þessar töl­­ur. 

Í fyrra bætt­ust svo við 21.480 nýjar áskrift­ir. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent