Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar

Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.

sími
Auglýsing

Far­síma­á­skriftum á Íslandi fjölg­aði á ný í fyrra eftir að hafa fækkað á árinu 2020. Það var í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem það gerð­ist og nokkuð ljóst að ástæða þess var kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn.

Alls voru áskrift­irnar 497.019 um síð­ustu ára­mót og þeim fjölg­aði um 4,5 pró­sent milli ára. ­Sam­hliða þess­ari þróun stórjuk­ust tekjur fjar­skipta­fyr­ir­tækja vegna far­síma­þjón­ustu. Þær voru 14 millj­arðar króna árið 2020 en 17,5 millj­arðar króna í fyrra. Alls juk­ust heild­ar­tekjur fyr­ir­tækj­anna um 6,1 millj­arð króna í fyrra og voru 72,4 millj­arðar króna. Aukn­ingin í far­síma­tekjum var því ábyrg fyrir 57 pró­sent af allri tekju­aukn­ing­unni.

Þrjú fyr­ir­tæki – Sím­inn, Voda­fone sem til­heyrir Sýn-­sam­stæð­unni og Nova – skipta far­síma­mark­að­inum bróð­ur­lega á milli sín. Sam­an­lögð mark­aðs­hlut­deild þess­ara þriggja fyr­ir­tækja var 95,7 pró­sent á síð­asta ári. Það er nán­ast sama hlut­deild og þau höfðu ári áður. 

Auglýsing
Athyglisvert er að mark­aðs­hlut­deild hvers fyr­ir­tækis hefur varla hagg­ast árum sam­an. Sím­inn er stærstur á mark­að­inum með 36,8 pró­sent við­skipta­vina, Nova kemur þar næst með 32,7 pró­sent og Voda­fone er minnstur risanna þriggja með 26,2 pró­sent hlut­deild. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri töl­fræði­skýrslu Fjar­skipta­stofu um fjar­­skipta­­mark­að­inn sem sýnir stöð­una í lok árs 2021.

Snjall­síma­bylt­ingin

Fyrsta aðgeng­i­­lega töl­fræð­i­­skýrsla Fjar­skipta­stofu, sem hét áður Póst- og fjar­­skipta­­stofn­un, um fjar­­skipta­­mark­að­inn kom út árið 2005. Þar voru birtar tölur um fjölda skráðra GSM-á­­skrifta aftur til árs­ins 1994, þegar þær voru 2.119 tals­ins. Næstu árin fjölg­aði þeim jafnt og þétt og voru orðnar 284.521 árið 2005. 

­

­Með snjall­síma­­bylt­ing­unni, sem kom til eftir að fyrsti iPho­ne-inn var kynntur til leiks sum­­­arið 2007, breyt­ist hlut­verk sím­ans umtals­vert og hann fór að nýt­­ast í mun fleiri hluti en áður. Nú til dags er þessi litla tölva í vasa okkar flestra helsta tækið sem notað er til að nálg­­ast afþr­ey­ingu, sam­­fé­lags­miðla og frétt­­ir. Hún er auk þess mynda­­vél, halla­­mál, veð­­ur­fræð­ing­­ur, nær­ing­­ar­ráð­gjafi og ýmis­­­legt ann­að. 

Árið 2007 var heild­­ar­­fjöldi GSM-á­­skrifta kom­inn í tæp­­lega 312 þús­und hér­­­lend­­is. Árið 2010 var fjöld­inn kom­inn í 375 þús­und og 2014 fór hann yfir 400 þús­und. 

Fjöld­inn náði því að vera tæp­­lega 476 þús­und árið 2019 en, líkt og áður sagði, skrapp hann saman árið 2020 í fyrsta sinn frá því að farið var að halda utan um þessar töl­­ur. 

Í fyrra bætt­ust svo við 21.480 nýjar áskrift­ir. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent