Úkraína orðið formlegt umsóknarríki að ESB

Úkraína og Moldóva eru komin með formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Samþykki allra leiðtoga aðildaríkjanna 27 þurfti til og það tókst á fundi leiðtogaráðsins í höfuðstöðvum ESB í Brussel í dag.

Tveggja daga fundarlota leiðtogaráðs ESB hófst í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í dag.
Tveggja daga fundarlota leiðtogaráðs ESB hófst í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í dag.
Auglýsing

Allir leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna 27 sam­þykktu á fundi leið­toga­táðs ESB í dag að veita Úkra­ínu og Mold­óvu form­lega stöðu umsókn­ar­ríkis hjá Evr­ópu­sam­band­inu. Til­laga þess efnis var sam­þykkt á fundi leið­toga­ráðs sam­bands­ins í Brus­sel í dag.

Fram­kvæmda­stjórn ESB sam­þykkti á fundi sínum í síð­ustu viku til­lögu þess efnis að Úkra­ína og Mold­óva fengju form­lega stöðu umsókn­ar­rík­is. Georgía hefur einnig sótt um aðild en fram­kvæmda­stjórnin lagði ekki til að Georgía fái form­lega stöðu umsókn­ar­rík­is.

„Sögu­legt sam­komu­lag, sögu­leg ákvörð­un,“ skrifar Charles Michel, for­seti leið­toga­ráðs ESB, á Twitt­er, en hann greindi frá ákvörðun leið­toga­ráðs­ins að loknum fundi þess í dag. Tveggja daga fund­ar­lota ráðs­ins stendur nú yfir.

Úkra­ína og Mold­óva bæt­ast í hóp Alban­íu, Norð­ur­-Ma­kedón­íu, Svart­fjalla­lands, Serbíu og Tyrk­lands sem einnig hafa form­lega stöðu umsókn­ar­rík­is.

Að fá form­lega stöðu umsókn­ar­ríkis er fyrsta form­lega skrefið í átt að Evr­ópu­sam­bands­að­ild.

Auglýsing
Úkraína sótti form­lega um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fjórum dögum eftir að inn­rás Rússa hófst. Ferlið í átt að aðild hefur gengið hraðar en dæmi eru fyrir en sjálft aðild­ar­ferlið er enn eftir og dæmin sýna að það getur verið langt og strangt. Af þeim ríkjum sem hafa form­lega stöðu umsókn­ar­ríkis hefur Norð­ur­-Ma­kedónía haft hana lengst, eða í rúm 17 ár.

Aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins eru 27 eftir að Bret­land sagði skilið við sam­bandið í árs­byrjun 2020 eftir rúm­lega þriggja ára úrsagn­ar­við­ræð­ur. Aðild­ar­ríkjum fjölg­aði síð­ast árið 2013 þegar umsókn Króa­tía um aðild var sam­þykkt árið 2013.

Vsevolod Chentsov, sendi­herra Úkra­ínu gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu, segir sam­þykkt leið­toga­ráðs­ins gefa úkransku þjóð­inni and­legan styrk, þó „al­vöru inn­leið­ing­ar­ferli“ geti ekki haf­ist fyrr en stríð­inu í Úkra­ínu lýk­ur. Chentsov segir áræðni Úkra­ínu í aðild­ar­ferl­inu eiga að setja for­dæmi fyrir önnur ríki sem hafa form­lega stöðu umsókn­ar­rík­is.

Að­ild­­ar­um­­sókn Úkra­ínu að Evr­­ópu­­sam­­band­inu var sam­­þykkt með yfir­­­gnæf­andi meiri­hluta á Evr­­ópu­­þing­inu nokkrum dögum eftir að inn­­rás Rússa í Úkra­ínu hófst í lok febr­­ú­­ar. Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar ESB, sagði inn­­rás­ina marka nýtt upp­­haf í Evr­­ópu en ljóst er að aðild­­ar­­ferlið fram undan verður langt og strangt, óháð stríðs­á­tök­­um.

Úkra­ína mun til að mynda þurfa að gera ýmsar breyt­ing­­ar, allt frá dóms­­kerf­inu til spill­ingar í stjórn­­­kerf­inu. En ljóst er að með hverju skref­inu fær­ist Úkra­ína skrefi nær Evr­ópu­sam­bands­að­ild.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiErlent