Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla

Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.

Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Auglýsing

Kynjaslag­síðu körlum í vil gætir í frétta­flutn­ingi íslenskra fjöl­miðla og er þessi slag­síða meiri en ætla mætti miðað við stöðu kvenna innan íslensks sam­fé­lags almennt. Þetta er meðal nið­ur­staða Val­gerðar Jóhanns­dótt­ur, lekt­ors í blaða- og frétta­mennsku við stjórn­mála­fræði­deild Háskóla Íslands og Finn­borgar Sal­ome Stein­þórs­dótt­ur, nýdokt­ors í kynja­fræði við sömu deild. Nið­ur­stöður sam­an­burð­ar­rann­sóknar Val­gerðar og Finn­borgar má finna í grein­inni Kynjaslag­síða í frétt­um: Um fjöl­breytni og lýð­ræð­is­hlut­verk fjöl­miðla sem er birt í nýjasta tölu­blaði rit­rýnda tíma­rits­ins Stjórn­mál og stjórn­sýsla.

Fram kemur í grein þeirra Val­gerðar og Finn­borgar að aðeins þriðj­ungur við­mæl­enda í fréttum séu konur og að hlutur kvenna í fréttum hér­lendis sé rýr­ari en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um. Samt sem áður virð­ist ekki vera afger­andi kynja­skipt­ing eftir mál­efna­sviðum í fréttum þó víða ann­ars staðar megi greina slíkan mun. „Rann­sóknir hafa sýnt fram á kynjuð mál­efna­svið í frétt­um, þar sem karlar eru í meiri­hluti við­mæl­enda í „hörð­um“ fréttum og konur koma oft­ast fram í tengslum við „mjúk­ar“ frétt­ir,“ segir í skýrsl­unni en til „harðra“ frétta telj­ast fréttir sem tengj­ast stjórn­mál­um, alþjóða­málum og efna­hags­mál­um. Hinar svoköll­uðu „mjúku“ fréttir tengj­ast aftur á móti félags­mál­um, lífs­stíl, heilsu og mennt­un.

„Fáar konur eru í hlut­verki sér­fræð­inga og álits­gjafa í frétt­um, sem er ekki í sam­ræmi við stöðu kvenna í sam­fé­lag­inu. Nið­ur­stöð­urnar benda til þess að ráð­ast þurfi í aðgerðir til að stuðla að jafn­rétti og fjöl­breytni í fjöl­miðlum ef fjöl­miðlar eiga að sinna lýð­ræð­is­hlut­verki sínu sem skyld­i,“ segir í grein­inni.

Auglýsing

Þörf á verk­lags­reglum og leið­bein­ingum fyrir fjöl­miðla­fólk

Val­gerður og Finn­borg segja að nauð­syn­legt sé þetta vanda­mál með heild­rænum hætti, meðal ann­ars „út frá lagaum­hverf­inu, kerf­is­lægum þáttum og menn­ing­ar­legum þátt­um. Stjórn­völd þurfi að setja sér stefnur sem ávarpa áskor­an­irnar sér­stak­lega og fjöl­miðlar þurfi að inn­leiða verk­lags­reglur og leið­bein­ingar fyrir starfs­fólk.“

Rann­sóknin er hluti af alþjóð­legri vötkun sem nefn­ist Gender and Media Mon­itor­ing Project (GMMP) en hún er lang­lífasta og umfangs­mesta rann­sókn á hlut og birt­ing­ar­mynd kvenna og karla í frétta­miðl­um. Fyrsta rann­sóknin var gerð árið 1995 í 71 landi og hefur verið end­ur­tekin á fimm ára fresti síð­an. Ísland hefur tekið þátt í rann­sókn­inni frá upp­hafi er frá er skilið árið 2005. Í síð­ustu rann­sókn sem fram­kvæmd var árið 2020 voru frétta­miðlar í 116 löndum vaktað­ir.

„Vökt­unin felst í að greina umfjöllun í helstu frétta­miðlum þátt­töku­landa einn til­tek­inn dag og draga þannig upp „dæmi­gerða“ mynd af hlut og birt­ing­ar­mynd kynj­anna,“ segir í grein­inni um fram­kvæmd­ina. Rann­sóknin náði til tveggja prent­miðla; Frétta­blaðs­ins og Morg­un­blaðs­ins, tveggja ljós­vaka­miðla sem halda úti frétta­stof­um; RÚV ann­ars vegar og Stöð 2 og Bylgj­unnar hins veg­ar, og sjö vin­sæl­ustu vef­miðla lands­ins en þeir eru dv.is, fretta­bla­did.is, kjarn­inn.is, mbl.is, ruv.is, stund­in.is og vis­ir.­is.

Konur eru 57 pró­sent við­mæl­enda í inn­lendum fréttum

Meðal nið­ur­staðna vökt­un­ar­innar var að þriðj­ungur frétt­anna í íslenskum frétta­miðlum þann dag sem vökt­unin náði til (29. sept­em­ber 2020) var skrif­aður eða fluttur af kon­um. Þetta hlut­fall er mun lægra hér á landi en víð­ast hvar ann­ars stað­ar. Með­al­talið á heims­vísu er 37 pró­sent og í Evr­ópu er hlut­fallið 41 pró­sent. Í nor­rænum sam­an­burði kom Ísland verst út ásamt Dan­mörku.

Líkt og áður segir er hlut­fall við­mæl­enda einnig þriðj­ungur en annað er uppi á ten­ingnum þegar litið er til við­mæl­enda í inn­lendum frétt­um, þar mælist hlut­fallið 57 pró­sent. Vera kann að stærsta frétta­mál vökt­un­ar­dags­ins setji strik í reikn­ing­inn og hafi áhrif á þetta hlut­fall til hækk­un­ar. „Hvort nið­ur­stöð­urnar bendi til þátta­skila hér á landi eða hvort þetta sé til­fallandi, og þá til­komið vegna þess að vökt­un­ar­dag­inn voru kynntar Covid-19-að­gerðir þar sem for­sæt­is­ráð­herra og ráð­herra ferða­mála voru áber­andi í frétt­um, á eftir að koma í ljós,“ segir í grein­inni. Á þessum tíma var Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra, Lilja D. Alfreðs­dóttir var ráð­herra ferða­mála og að auki má nefna að Svan­dís Svav­ars­dóttir var heil­brigð­is­ráð­herra.

Hlut­fall kvenna í erlendum fréttum er aftur á móti áhyggju­efni að mati grein­ar­höf­unda, það mæld­ist ein­ungis sex pró­sent í vökt­un­inni.

„Af­ger­andi fáar“ konur í hlut­verki sér­fræð­inga og álits­gjafa

Í lokakafla grein­ar­innar segir að á Íslandi starfi hlut­falls­lega fleiri konur við fjöl­miðla en eru í fréttum „og end­ur­speglar það, líkt og fyrri rann­sókn­ir, að ekki eru bein tengsl á milli hlutar kvenna í blaða- og frétta­mennsku og fjölda og birt­ing­ar­mynda kvenna í fjöl­miðl­u­m.“

Þar segir einnig að nið­ur­stöð­urnar bendi til þess að meiri kynjaslag­síða sé í íslenskum frétta­miðlum en ætla mætti miðað við stöðu kvenna í íslensku sam­fé­lagi. Þannig eru „af­ger­andi fáar“ konur í hlut­verki sér­fræð­inga og álits­gjafa í frétt­um. Þrátt fyrir að það sé í takt við erlendar rann­sókn­ir. Það er engu að síður áhyggju­efni en líkt og höf­undar benda á hafa konur verið meiri­hluti háskóla­nema í tæp­lega fjóra ára­tugi, þeim hefur farið fjölg­andi í hópi sér­fræð­inga auk þess sem konur gegna leið­andi stöðum í opin­bera geir­anum og í fjölda­hreyf­ingum launa­fólks.

Val­gerður og Finn­borg benda á að kynja­mun­ur­inn rími við hug­myndir Lynn Weber um kynjuð valda­tengsl „og hvernig ráð­andi hóp­ur­inn, í þessu til­felli karl­ar, hefur greið­ari aðgang póli­tískum og hug­mynda­fræði­legum auði sam­fé­lags­ins. Fjar­vera kvenna í hlut­verki sér­fræð­inga og álits­gjafa í frétt­um, þrátt fyrir að fjöldi þeirra búi yfir mik­illi þekk­ingu og reynslu, getur end­ur­speglað hvernig ósýni­leg við­mið fyrir það hlut­verk eru sniðin að ráð­andi hópi karla. Full ástæða er til að skoða sér­stak­lega hvað veldur því að sér­fræði­þekk­ing kvenna virð­ist ekki skila sér í fjöl­miðla í sama mæli og þekk­ing og álit karla.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent